Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 B 3 seti hefur meira að segja reynt að koma til hjálpar með því að gefa fyrirtækinu eftir 90 milljónir doll- ara (tæplega sex milljarða króna) í skatta. Tore Gundersen, ráðgjafi nafna síns Godals, utanríkisráðherra Noregs, sagði á blaðamannafundi í Kirkenes að staða mála vegna nikkelbræðslunnar væri þannig að tímabært væri að endurskoða hvernig bæri að veija því fé, sem Norðmenn hugðust leggja til end- urnýjunar bræðslunnar. Stein Sneve, fréttamaður í Bar- entsskrifsstofu norska ríkisút- varpsins (NRK), sagði í fyrirlestri í Kirkenes fyrir skömmu að það hefðu verið mistök að leggja svona mikla áherslu á þetta verkefni. Samvinna á Barentssvæðinu í hættu? „Nú heyrast þær raddir að fari þetta verkefni út um þúfur sé eng- inn tilgangur með Barentssvæð- inu,“ sagði Sneve. „Eg held að þessu verkefni verði aldrei lokið, en ég vona að ég hafí rangt fyrir mér.“ Ýmsar ástæður eru fyrir því hvernig komið er. Nikel er langt frá Moskvu og rússnesk stjórnvöld hafa ekki veitt nikkelbræðslunni forgang. Talið er að verksmiðjan eigi 10 til 20 ár eftir og hefur því verið haldið fram að hagkvæmara væri að reka hana óbreytta i þann tíma, einkum með hliðsjón af því að sennilega sé ekki eftir nikkel í námunum í Sapoljarní til nema sjö til 15 ára vinnslu. Geislavirkur úrgangur til Majak? En Norðmenn leggja ekki aðeins áherslu á að draga úr mengun vegna nikkelverksmiðjunnar. Hættan af geislavirkni er þeim ofarlega í huga. Fyrir viku voru umræður á norska Stórþinginu um það hvort Norðmenn ættu að veita 100 milljónum norskra króna (rúmlega einum milljarði íslenskra króna) af fjárlögum ársins 1997 til þess að flytja geislavirkan úr- gang frá Kólaskaga til Majak- endurvinnslustöðvarinnar í Suður- Úralijöllum. Þessi lausn hefur verið gagn- rýnd og svo virðist sem Tore God- al utanríkisráðherra sé jafnvel reiðubúinn til að íhuga hugmyndir um að geyma úrganginn á Kóla- skaga í stað þess að flytja hann til Majak. „Á alþjóðlegum vettvangi lítur þetta út sem tilraun Norðmanna til að losna við úrganginn frá norsku landamærunum," sagði Frederic Hauge, stjórnandi Bell- ona-samtakanna. Hvergi í heiminum mælist jafn mikil geislavirkni og á ákveðnum svæðum við kjarnorkuverið og vinnslustöðina fyrir geislavirkan úrgang í Majak. í umræðunum á stórþinginu komu fram tvær rúss- neskar konur frá Majak, sem fóru fram á að norskir stjórnmálamenn gerðu heimili þeirra ekki að rusla- haugum fyrir geislavirkan úrgang. „Tölur okkar sýna fram á að plútóníummengun hefur aukist SJÁ BLS. 4 Dr. Haraldur Matthíasson PERLÚR MÁLSINS Islensk orðsnilld, fom og ný Orðabók sem lýkur upp dyrunum að snjallyrðum fornritanna; uppsprettu íslenskrar tungu. Bókin vísar veginn að þessari ómetanlegu auðlegð og undirstöðu tilveru okkar sem sérstakrar og sjálfstæðrar þjóðar. PERLUR MALSINS eru alþýðlegt grundvallarrit sem skýrir hin fornu snjallyrði og gerir þau auðskilin hverjum íslendingi. Sérstaða verksins er ekki síst sú að íslenskt nútímamál leiðir lesandann að fornmálinu; hinum fornu snilldarorðum og orðasamböndum sem öll eru skýrð með dæmum. Dr. Haraldur Matthiasson PERLUR MÁLSINS Íslensk orðsnilld, forn og ný Þrúður G. Haraldsdóttir ritstýrði Freydís Kristjánsdóttir myndskreytti Auðgum og fegrum mál okkar Lífæð tungunnar liggur til fornritanna Hringdu núna og þú færð geisladiskasett að gjöf meðan birgðir endast Nú þarftu ekki að hafa áhyggjur af svimandi háum símareikningum. Ný tækni og þróun símamála markar endalok einokunar slmafyrirtækja. Island hefur veigamiklu hlutverki að gegna á alþjóðlegum vetvangi. Slmkostnaður má ekki hindra samskipti okkar við umheiminn. Þess vegna býður Friður 2000 allt að 73% ódýrari sfmtöl. Þú færð einnig internetið, alþjóðlega neyðartryggingu og ýmis önnur fríðindi þegar þú gerist félagi Friðar 2000. . cJL Friður 2000, Ingólfsstræti 5, Reykjavík, sími 552 2000, www.peace.is/2000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.