Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Keflavíkurflugvöllur - afhentur Islendingum fyrir hálfri öld ÞÚSUNDIR herflugvéla fóru um Keflavíkurflugvðll til þátttöku í styijöldinni í Evrópu og til baka að henni lokinni. Hámarki náði umferðin um völlinn í júní 1944 er 1.050 flugvéiar fóru um hann. Alls áðu 115 fjögurra hreyfla sprengjuflugvélar samtimis á vellinum þegar mest var. FÖSTUDAGURINN 25. október, fyrir réttum fimmtíu árum, var bjartur dagur í sögu íslenskra flugmála. Þann dag tók Ólafur Thors forsætis- og utanríkisráðherra við Kefiavíkurflugvelli fyrir íslands hönd, en flugvöll- urinn var lagður af Bandaríkjaher í síðari heimsstyijöldinni. Við hernám íslands vorið 1940 var enga flugvelli að finna í landinu. Stjórn breska hernámsliðsins lá á að koma á fót eftirliti úr lofti til vamar hugsanlegri innrás Þjóð- veija. Breski flotinn sendi brátt sveit lítilla sjóflugvéla af Whalrus gerð til landsins í þessu skyni og ráðstafanir voru gerðar til að senda landflugvélar flughersins af Fairey Battle-gerð í þeirra stað. Að mati Breta buðu sléttir og harðir bakkar Ölfusár í Kaldaðar- nesi upp á nánast eina hentuga flugvöllinn af náttúrunnar hendi í nágrenni Reykjavíkur þar sem hefja mátti flug með litlum tilkostn- aði. Hafa ber í huga að flestir herflugvellir til þess tíma voru grasi vaxnar grundir líkt og í Kaldaðarnesi. Sá hængur var þó á að flugvallarstæðið lá austan árinnar sem á það að auki til að flæða er klakastíflur myndast í ánni á vetrum. Bretum var þetta vel ljóst en lá á og gerðu reyndar í fyrstu ekki ráð fyrir að stunda neitt flug á íslandi að vetri til sökum rysjótts veðurfars, enda hættan af þýskri innrás þá hverfandi af sömu ástæðu. Síðari hluta ársins 1940 varð ljóst að þýski kafbátaflotinn léti ekki sitja við árásir á skip undan Bretlandsströndum og myndi færa athafnasvæði sitt vestar á Atlantshaf eftir því sem varnirnar styrktust. Flugvélar höfðu þegar sannað gildi sitt við varnir gegn kafbátum og því brýnt að koma upp aðstöðu fyrir stærri og öflugri eftirlitsflugvélar sem víð- ast, svo veita mætti skipalestum vemd lengra frá landi. Hófu Bret- ar byggingu Reykjavíkurflugvall- ar haustið 1940ogvarhanntilbú- inn til takmarkaðrar notkunar vorið eftir, um það bil er þýskir kafbátar fóru að heija á skipalest- ir sem beint hafði verið á haf- svæðið suður af landinu, en svo vestarlega höfðu þeir ekki sótt fyrr. Þá var og hafist handa við að stækka flugvöllinn í Kaldaðar- nesi. Báðir flugvellirnir voru þó einungis búnir einni flugbraut í fyrstu og voru því sléttaðir lend- ingarstaðir á nokkram stöðum er nota mátti í neyð. Einn slíkur neyðarflugvöllur var gerður á Garðskaga og voru það fyrstu flugvallarframkvæmdir á Suður- nesjum. Bandaríkjamenn hófu að Samgiiiigiiiiyit- m í Háaleill * * A þessu hausti eru liðin rétt fímmtíu ár frá því Islend- ingar fengu afhentan Keflavíkurflugvöll til umráða. Með tímanum varð þessi flugvöllur einn mikilvægasti tengiliður landsmanna við umheiminn og raunar hefur mikilvægi hans í samgöngum farið vaxandi með árun- um. Friðþór Eydal rekur hér sögu þessa flugvallar sem smám saman hefur breyst úr hemaðarmannvirki fyrst og fremst í alþjóðlegan flugvöll. styrkja herlið Breta hér á landi sumarið 1941 með það fyrir aug- ÍSLENDINGAR við braggasmíði á Patterson flugvelli sumarið 1942. Þijár u.þ.b. 1,5 km langar flugbrautir voru lagðar í slakkanum handan við braggann. um að leysa þá síðarnefndu af hólmi. Banda- ríkin voru þá ekki orðin þátttakendur í styij- öldinni, en skyldu m.a. annast loftvarnir og eftirlit með skipaleiðum suður af landinu. Bandaríska herráðið áætlaði byggingu stórs flugvallar fyrir sprengju- og eftirlitsflugvélar sínar á suðvesturhorni landsins í þessu skyni og annan minni fyrir orrustuflugsveit til loft- varna, sem allt of þröngt var um á Reykjavík- urflugvelli með öðram flugsveitum er þar höfðu aðsetur. Beindust augu Bandaríkja- manna strax að Suðurnesjum, enda Bretar þegar með vísi að flugvelli á Garðskaga og utanverður Reykjanesskaginn nánast hindr- unarlaus til flugs. Árás Japana á herstöðvar Bandaríkjanna á Hawaiieyjum þann 6. desember breytti gangi styijaldarinnar og áætlunum Banda- ríkjamanna. Stóru sprengju- og eftirlitsflug- vélarnar er hingað var ætlað að koma vora sendar til Kyrrahafsins. Þörfín á stórum flug- velli af þessu tagi var þó enn fyrir hendi þótt á annan veg væri. Ljóst var að flytja þyrfti mikinn fjölda flugvéla frá Bandaríkjunum til Bretlands til þátttöku í styijöldinni í Evrópu. Bretar höfðu fest kaup á fjölda flugvéla í Bandaríkjunum og Kanada og flogið mörgum þeirra yfir hafið með viðkomu á Reykjavíkur- flugvelli. Flugvöllum Bandaríkjahers var valinn staður þar sem heitir Háaleiti skammt suð- vestan Keflavíkur og inn af Njarðvíkurfitjum. Bretar höfðu gert tillögur að stækkun flug- vallarins á Garðskaga, en þær mæltust ekki vel fyrir sökum skorts á landrými fyrir það risa mannvirki er nú vora á teikniborðinu. Úrslitum um staðarvalið réð Háaleitið sjálft sem hafði að geyma heppileg jarðefni til fyllingar undir flug- brautirnar sem byggja varð upp, og ekki þótti hagkvæmt að flytja langan veg. Samdist svo með ís- lenskum og bandarískum stjórn- völdum að íslenska ríkið skyldi útvega landrými fyrir flugvelli og tengda starfsemi og yrði þvi skil- að ríkinu með öllum mannvirkjum til eignar að styijöldinni lokinni. Framkvæmdir hófust með bygg- ingu herskálahverfis byggingar- sveitar flughersins, Camp Nikel, milli Ytri-Njarðvíkur og Keflavík- ur í byijun febrúar 1942. Síðar í sama mánuði hófst lagning flug- vallarins upp af Fitjum. Verkið var unnið af byggingarsveit flug- hersins ásamt u.þ.b. 100 íslensk- um verkamönnum og vörubíl- stjórum. íslensku starfsmennirnir hurfu á braut í júníbyijun sökum nýrra reglna um hernaðaröryggi er þá tóku gildi og bönnuðu alla umferð Islendinga innan flugvall- arsvæðisins. Skömmu áður hóf bandarískt verktakafyrirtæki framkvæmdir fyrir Bandaríkja- her hér á landi og tóku starfs- menn þess við af heimamönnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.