Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ NANNA GUÐMUNDSDÓTTIR + Nanna Guð- mundsdóttir var fædd á Patreksfirði 2. september 1913. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 20. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Anna Helgadóttir, f. 9.5. 1885, d. 18.8. 1929, og Guðmundur Ólaf- ur Þórðarson, f. 18.9. 1876, d. 14.11. 1946. Nanna var fjórða í röð 11 systk- ina, af þeim komust 8 til fullorðins ára. Eftir lifa bræðurnir Ingvar, f. 26.3. 1922 og Guðmundur Bjarni, f. 6.3. 1928. Látin eru Helga, f. 13.9. 1908, d. 16.4. 1994. Baldur, f. 14.5. 1911, d. 14.8. 1989. Helgi, f. 1.7.1912, d. 13.8. 1985. Þuríð- ur, f. 9.1. 1916, d. 13.9. 1924. Freyja, f. 17.11. 1917, d. 1.4. 1987. Kjartan, f. 14.7. 1919, d. 15.5. 1940. Þormóður, f. 23.2. 1925, d. 17.7. 1987. Kristinn, f. 9.7. 1929, d. 13.7. 1929. Foreldrar Nönnu bjuggu á Hól á Patreksfirði og voru þau jafnan kennd við það hús og þar ólust syskinin upp og voru af gömlum Patreksfirðingum köll- uð Hólssystkinin. Hinn 29. sept- ember 1935 gekk Nanna í hjóna- band með Gísla Bjarnasyni, skipsljóra, f. 24. nóvember 1900, d. 8. ágúst 1974, frá Stóru- Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd. Þau bjuggu á Patreksfirði til ársins 1962, þegar þau fluttu til Hafnarfjarðar. Þar áttu þau heimili þegar Gísli lést og þar hefur Nanna búið síðan. Þeim Gísla varð þriggja barna auðið. Þau eru: 1) Anna, símstöðvar- stjóri, f. 15.3. 1936, gift Flosa Valdemarssyni, bankamanni, þau búa i Búðardal. Dóttir Önnu fyrir hjónaband er Nanna Sjöfn, f. 1955, barnsfaðir Pétur A. Ól- afsson, hún ólst upp hjá Nönnu og Gísla. Böm Önnu og Flosa era Mjöll, f. 1962, Kjartan, f. 1964, kvæntur Kristínu Eggertsdóttir, Drífa, f. 1972 í sam- búð með Svan Þór Karlssyni. 2) Bjarni, rafvirkjameistari, f. 6.6 1937, kvæntur Þóreyju Jónsdóttur, starfar á Reykja- lundi, þau búa í Mosfellsbæ. Þeirra börn eru Hólmfríð- ur, f. 1960, kvænt Hilmari Erni Agn- arssyni, Gísli f. 1963, í sambúð með Margréti Laxdal, Heimir, f. 1970 í sambúð með Sædísi Guðmundsdóttur. 3) Guðrún, aðalbókari, f. 29.3. 1943, gift Andreasi Bergmann, verslunarmanni, þau búa í Reykjavík. Þeirra böra eru Jón Bragi, f. 1968, kvæntur Sigrúnu Helgadóttur, Ottar Már, f. 1970, í sambúð með Björk Sigurgísla- dóttur og Gísli Björn, f. 1978. Fósturdóttir Nönnu og Gísla var dótturdóttirin Nanna Sjöfn Pét- ursdóttir, skólastjóri, f. 18.7. 1955, gift Jóni Rúnari Gunnars- syni, verslunarmanni, þau búa á Bíldudal. Þeirra börn eru Anna Vilborg, f. 1979 og Lilja Rut, f. 1981. Barnabarnabörnin auk barna Nönnu Sjafnar voru, Ara- ar og Þóra Sigrún Kjartansbörn, Georg Kári og Andri Freyr Hilmarssynir, Arni Theodór og Bjarni Þór Gíslasynir og Andre- as og Unnur Bergmann. Nanna var Iengst af heima- vinnandi húsmóðir, síðar starf- aði hún við fiskvinnslu á Pat- reksfirði og eftir komuna til Reykjavíkur fyrst í eldhúsi Flugfélags íslands, síðar í eld- húsi Landspítalans og mörg síð- ustu starfsárin í mötuneyti kennara og starfsfólks Hlíða- skóla. Útför Nönnu fer fram mánu- daginn 30. desember kl. 13.30 frá Fríkirkjunni i Hafnarfirði. Mín kæra tengdamóðir, Nanna Guðmundsdóttir varð bráðkvödd föstudaginn 20. desember sl. Hún hafði lokið jólaundirbúningi að mestu leyti með góðri aðstoð barna sinna og barnabarna, skreytt íbúð- ina sína á Höfn, sett upp jólatréð, pakkað öllum jólagjöfum og sett jólakveðju til vina sinna og ætt- ingja í útvarpið. Og hún var búin að pakka inn húfu sem hún hafði 2 I | I 5 Fersk blóm og skreytingar við öll tœkifæri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákajeni 11, sími 568 9120 2 i I i 5 | 5 oiot#tot#iom prjónað sjálf, fyrir langömmustelp- una sína, Unni, sem varð fjögurra ára daginn eftir. Og nú var bara eitt eftir, að fara í kirkjugarðinn í Hafnarfirði að fá ljós á leiðið hans Gísla en það vildi hún gera sjálf. Gísli Björn, yngsta barnabarn Nönnu sótti ömmu sína og saman fóru þau upp í garð og gengu frá pöntuninni og að því loknu vildi hún ganga að leiði Gísla og fylgjast með þegar ljósin yrðu tendruð. Og þar við legstað mannsins síns, sem hún elskaði og virti greip hún skyndilega fast í Gísla Björn og hné niður af völdum hjartaáfalls. Eða eins og Flosi svili minn orðaði það svo fal- lega þegar honum var sagt frá at- burðinum: „Nú, hann kippti henni þá til sín, gamli maðurinn". Starfs- fólk kirkjugarðsins hóf þegar í stað lífgunartilraunir á meðan beðið var eftir sjúkrabíl en Nanna lést stuttu síðar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Það er okkur aðstandendum hennar góð tilhugsun að hún hafði einhvern af þeim sem henni þótti vænst um, að styðja sig við þegar kallið kom. Eins og að framan greinir var Nanna fædd að Hóli á Vatneyri við Patreksfjörð 2. september 1913 og var því 83 ára þegar hún lést. Hún ólst upp í glöðum systkinahópi, sem MINNINGAR margir gamlir Patreksfirðingar muna vel eftir. Nanna sagði mér að alltaf hefði verið nóg að bíta og brenna á heimilinu, enda faðir henn- ar duglegur að draga björg í bú. Hann stundaði öll almenn störf, réri til fiskjar og hafði lítinn en snotran sjálfsþurftarbúskap eins og algengt var í sjávarþorpum fram eftir öldinni. Á sumrin réri hann á daginn en heyjaði Hólstúnið um nætur til að afla fóðurs fyrir skepn- ur sínar. Þegar Nanna var tæpra sextán ára varð fjölskyldan fyrir þeirri sorg að móðirin lést af barnsförum, ásamt nýfæddum dreng. Má nærri geta þvílíkt áfall það hefur verið fyrir þetta barnmarga heimili, en yngsti bróðirinn var þá á öðru ári. Þær systur tóku nú við búsforráðum með föður sínum hver af annarri. Fyrst Helga, þá Nanna og síðast Freyja. Nanna hafði farið einn vet- ur suður til Reykjavíkur og gengið í Ingimarsskólann og hugðist ljúka þar gagnfræðaprófi, en þegar Helga systir hennar giftist, var komið að Nönnu að taka við heimil- inu, og þeirri skyldu brást hún ekki fremur en öðru sem henni var síðar trúað fyrir á lífsleiðinni. Þótti mér löngum sterkasti þátturinn í fari hennar frábær samviskusemi í öll- um störfum sem hún tók sér fyrir hendur, ásamt ógleymanlegri glað- værð, sem reyndar einkenndi allan systkinahópinn frá Hóli, og hefur áreiðanlega hjálpað þeim að komast yfir sorgina við sviplegt fráfall móður þeirra. Þann 29. september 1935 giftist Nanna Gísla Bjarna- syni frá Stóru-Vatnsleysu á Vatns- leysuströnd. Foreldrar Gísla, þau Bjarni Stefánsson útvegsbóndi og Elín Sæmundsdóttir bjuggu góðu búi á Vatnsleysu og ólst Gísli þar upp við landbúnaðarstörf og sjó- sókn, en fór ungur í Stýrimanna- skólann og lauk þaðan prófi. Þá lá leiðin á togara fyrst hér syðra, þá til Ísaíjarðar og að lokum til Pat- reksfjarðar, þar sem hann réðst fyrst sem stýrimaður hjá mági sín- um Jóhanni Péturssyni, en hann var skipstjóri hjá Vatneyrarfyrirtæk- inu. Stuttu seinna varð Gísli sjálfur skipstjóri hjá Vatneyringum. Voru þeir mágar um margra ára skeið miklir aflaskipstjórar hjá þessari merku útgerð. Nú fannst Gísla kominn tími til að festa ráð sitt, orðinn togaraskipstjóri 35 ára gam- all og vel í stakk búinn að sjá fyrir konu og börnum. Og þarna hitti hann Nönnu, þessa fallegu, glað- væru stúlku, sem var þrettán árum yngri en hann. í landlegum fór hann að venja komur sínar á neta- verkstæðið þar sem hún vann og vefja í nálar fyrir hana og gera hosur sínar grænar fýrir henni. Og þar kom að hann bað hennar. Eitt- hvað þóttist Nanna þurfa að hugsa sig um, kannski fundist aldursmun- urinn helst til mikill. En Gísli sagði henni að þess þyrfti hún ekki, því hann hefði dreymt að hann reiddi hana fyrir framan sig á hesti og eltu þau þijú lömb. Og þar með var það útrætt mál. Patreksfjörður var á þessum árum mikið uppgangspláss og þar áttu þau Nanna og Gísli sín bestu ár. Og þar komu lömbin, því bömin urðu þijú, fyrst Anna, þá Bjami og síðast Guðrún. Árið eftir að þau giftu sig fluttu þau inn í nýtt hús sem þau byggðu að Urðargötu 6, og þar stóð heimili þeirra allt þar til þau fluttu til Hafnarfjarðar árið 1962. Eins og áður sagði var Gísli fengsæll skipstjóri og hafði þess vegna góða afkomu, enda bar hann hina ungu konu sína á höndum sér. En eins og títt er um sjómannskon- ur stjómaði Nanna í landi og sá m.a. að miklu leyti um byggingu hússins á Urðargötunni. Þegar börnin vora að vaxa úr grasi hafði Nanna bæði bamfóstmr og vinnu- konur og hafði því stundum tæki- færi að bregða sér í siglingar með Gísla. Og þó að sjórinn væri fast sóttur og oftast stuttur stans hjá Gísla í landi, var togurunum oft lagt yfir hásumarið og gafst þá tími til stuttra sumarleyfa, m.a. stund- um á hestum inn á Barðaströnd og víðar. Á þessum árum stofnuðu þau Nanna og Gísli til vináttu við fólk á Patreksfirði sem entist til æviloka Nönnu, þótt margir þeirra séu horfnir á undan henni. Eftir að Gísli hætti til sjós gerð- ist hann verkstjóri í frystihúsi Vatn- eyrarfyrirtækisins og átti mörg góð ár í því starfi, ásamt því að hann gegndi um nokkurt skeið starfi yfir- fiskmatsmanns á Vestfjörðum. En seint á sjötta áratugnum fór að halla undan fæti hjá hinni gamal- grónu útgerð Vatneyringa og árið 1962 seldu þau Nanna og Gísli húsið sitt á Patreksfirði og fluttu suður, eins og svo margir á þeim árum, ásamt yngstu dóttur sinni Guðrúnu og dóttur Önnu, Nönnu Sjöfn, sem ólst upp hjá ömmu sinni og afa. Eldri börnin höfðu fáum árum áður stofnað sín eigin heim- ili. Þau keyptu hús að Grænukinn 6 í Hafnarfirði og vora því komin á æskuslóðir Gísla, þar sem hann átti gömlum vinum og kunningjum að mæta. Gísli fékk starf hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og Nanna vinnu í fiski til að byija með og vora þau fljót að aðlagast nýjum aðstæðum enda voru þau bæði félagslynd og áttu gott með að kynnast fólki. Og margar ferðir áttu þau á næstu árum suður með sjó í heimsóknir til gamalla kunningja og vina Gísla. Ári eftir að þau Nanna fluttu suður sá ég yngstu dóttur þeirra hjóna í Hafnarijarðarstrætó og kynntist henni síðar fyrir milli- göngu skólasystur minnar sem var vinkona hennar. Fór ég þá fljótlega að venja komur mínar í Grænukinn 6 og ári síðar giftum við okkur. Allt frá fyrstu tíð tóku tengdafor- eldrar mínir mér vel og frá upphafi átti ég vináttu þeirra og tryggð og á samband okkar bar aldrei skugga. Sumarið 1964 fóru þau Nanna og Gísli í skemmtiferð til Evrópu en í þeirri ferð veiktist Gísli heiftar- lega af kransæðastíflu svo honum var vart hugað líf. Hann var lagður inn á sjúkrahús í Hamborg og þar var Nanna ein i ókunnu landi við hlið manns síns þessa erfiðu daga og stóð sig eins og hetja að venju. Mér er enn í fersku minni af hve mikilli natni og umhyggju hún hugsaði um Gísla á áranum sem í hönd fóra. Gísli mátti ekkert á sig reyna en hugurinn var mikill. Þá var hún vakin og sofín yfir því að hann ofreyndi sig ekki og kallaði þá aðra til hjálpar ef taka þurfti upp eða færa stærri hluti til á heim- ilinu. Nanna Sjöfn var auðvitað augasteinn ömmu sinnar og afa á þessum árum og spöruðu þau hvorki fé né fyrirhöfn til að láta henni líða sem best og menntast og þroskast, enda brást hún ekki vonum þeirra og _var þeim mikill gleðigjafi. Á þessum fyrstu hjúskaparáram okkar Gunnu hóf Nanna störf í eld- húsi Flugfélags íslands á Reykja- víkurflugvelli en Gísli fékk starf sem þingvörður í Alþingi. Þá urðu þau tíðir og velkomnir gestir á heimili okkar á Ljósvallagötu 24 og oft kom Gísli og fékk sér kaffí- sopa á meðan hann var að bíða eftir að Nanna lyki störfum, en hún vann vaktavinnu. Þau fylgdust því vel með fyrstu árum eldri strákanna okkar sem ávallt tóku fagnandi ömmu og afa í Hafnarfirði. Þó að Gísli væri mikill áhugamaður um skák, kom það einhverra hluta vegna í hlut Nönnu að kenna þeim mannganginn og átti hún því mik- inn þátt í því að efla áhuga þeirra fyrir skákinni. Er í minnum haft að þegar strákarnir ræddu hinar ýmsu leikfléttur og afbrigði í skák vitnuðu þeir á fyrstu árunum ýmist í Spassky, Fisher eða ömmu í Hafn- arfírði. Það var skemmtilegt fyrir Reykjavíkurpilt eins og mig að kynnast stórfjölskyldu Nönnu tengdamóður minnar. Þetta var ákaflega samheldinn hópur og svo- lítið öðruvísi fólk en ég hafði van- ist. Skemmtilegast í fari þeirra fannst mér hispursleysi þeirra og glaðværð. Systkini Nönnu voru þá öll flutt suður að undanskildum Ingvari bróður hennar og Hóls- systkinin voru veisluglatt fólk sem buðu hvort öðru til sín við ýmis tækifæri svo sem afmæli, fermingar og brúðkaup. En ósköp gat þessi pervisni Reykjavíkurpiltur orðið smár innan um þessa sterku vest- fírsku sjósóknara, sem þekktu öll fískiskip á íslandi og áhafnir þeirra, og hvað hver og einn hafði aflað sl. 50 ár eða svo. En ekki leið á löngu áður en strákurinn var tekinn inn í hópinn af þessu hartahlýja og glaðværa fólki og ævinlega síðan hefur mér liðið vel i návist þess. En að öðram ólöstuðum era mér þó minnisstæðastar þær Hólssyst- ur, Helga, Nanna og Freyja, fyrir óviðjafnanlega glaðværð og hlátur- mildi. Helga var þeirra elst og virðu- legust og hélt oft fyrir munninn til að halda svolítið aftur af hlátrinum, Freyja hló þessum dillandi létta hlátri eins og unglingsstelpa en Nanna hló þeirra hæst og innileg- ast og stundum að manni fannst, gjörsamlega hömlulaust. Þó tók öllu fram þegar mágkonur þeirra systra bættust í hópinn að rifja upp skemmtilegar endurminningar frá Patreksfirði. Þá lék bókstaflega allt á reiðiskjálfi í hlátrasköllum og glaðværð, en öll var þessi skemmt- un einstaklega einlæg og græsku- laus. Hinn 8. ágúst árið 1974 lést Gísli tengdafaðir minn og bar dauða hans brátt að þótt við vissum öll að hann gekk með alvarlegan sjúk- dóm. Fráfall Gísla var Nönnu þungt áfall en af eðlislægu æðruleysi sínu og óbilandi lífsvilja tókst henni að yfirvinna sorgina. Hún seldi húsið sitt í Grænukinn 6 og keypti sér íbúð að Álfaskeiði 102 í Hafnarfírði þar sem hún bjó allt þar til hún flutti í upphafi þessa árs í íbúðir aldraðra í Höfn á Sólvangsvegi 3 í Hafnarfirði, en þá rættist langþráð- ur draumur hennar. Þegar hún flutti á Álfaskeiðið keypti hún sér nýjan bíl, en hún hafði stuttu áður tekið bílpróf, þá komin um sextugt. Eftir að hún hætti vinnu hjá Flugfé- laginu starfaði hún um nokkurt skeið í eldhúsi Landspítalans en hóf þá störf í eldhúsi Hlíðaskóla þar sem hún lauk starfsferli sínum á áttræð- isaldri. Eins og áður er sagt var Nanna einstaklega félagslynd kona og á Patreksfjarðarárunum tók hún virkan þátt í störfum kvenfélagsins og kvennadeildar slysavarnafélags- ins. Eftir að suður kom sóttu þau hjón skemmtanir Barðstrendingafé- lagsins í Reykjavík og ýmsar sam- komur í Hafnarfírði og Nanna var virk í störfum sjálfstæðismanna þar syðra. Nanna var einstaklega ferðaglöð kona og fór í margar ferð- ir bæði utanlands og innan. Hún fór í sólarlandaferðir, tvisvar vestur til Kaliforníu að heimsækja svilkonu sína Báru og til Þýskalands í heim- sókn til Hómfríðar sonardóttur sinnar og víðar. I nokkur sumur starfaði hún í eldhúsbíl hjá Ferða- skrifstofu Úlfars Jacobsen og kynntist þá vel öræfum landsins. Minntist hún oft þeirra daga með mikilli gleði og augsýnilegri ást á landinu sínu. Nanna tengdamóðir mín var ágætlega greind kona og fríð sýn- um. Hún var mjög orðvör mann- eskja og aldrei heyrði ég hana tala illa um annað fólk. Fyrr á árpm þótti hún nokkuð skapmikil og lét skoðanir sínar í ljós skýrt og skorin- ort. En mörg hin síðari ár ein- kenndu hana mest glaðværð hennar og létt lund ásamt umhyggju fyrir velgengni barna sinna og barna- bama. Hún hafði einstakt lag á að laða að sér ungt fólk og barnabörn- in og makar þeirra nutu þess að spjalla við hana við öll möguleg tækifæri. Hún var tíður og mikill aufúsugestur á heimili okkar hjóna hin síðari ár og átti því þátt í að ala strákana okkar upp. Oft fór hún með okkur í stutt ferðalög, stundum til vina okkar austur í Hreppa og í annan tíma í hrossastúss og ævin- lega var hún skemmtilegur ferðafé- lagi. Nú að leiðarlokum eru mér efst í huga virðing og þökk til Nönnu fyrir alla þá vináttu og tryggð sem hún sýndi mér og mín- um. Fyrir hönd fjölskyldu Nönnu vil ég þakka öllum þeim sem gerðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.