Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍR verkstjórar á leið til veislu á Skeiðarársandi, vígsludag Skeiðarárbrúarinnar 1974, f.h. Jón Valmundsson, Haukur Karlsson og Jónas Gislason. ÞRÍR vegamálastjórar, f.h. Sigurður heitinn Jóhannsson, Snæbjörn Jónasson, fyrr- verandi vegamálastjóri, og Helgi Hallgrimsson, núverandi vegamálastjóri. Morgunblaðið/Ámi Sæberg og Steinunn blaða í gömlum myndum. Að standa uppi í hárinu á náttúruöflunum JÓN ER „Víkari“ eins og hann kemst að orði og „hefur allt- af verið, fæddur 1929“, held- ur hann áfram. „Ég er orðinn löggiltur,“ segir hann hlæj- andi, en það er þurr hlátur, enda á hann við að hann sé kominn á eftirlaunaaldur og eftir tvö og hálft ár verði hann „látinn hætta“. Hvort sem honum lík- ar betur eða verr. Þegar menn eins og Jón eru annars vegar læðist að sá grunur að margt roskið fólk lendi í hálfgerðu úrkasti fyrir aldurs sakir. Jón er nefnilega heilsu- hraustur, léttur í skapi, vel á sig kominn, iðandi af vinnuþreki og með ómælda reynslu á sérhæfðu sviði. SNEMMA BEYGIST KRÓKUR Faðir Jóns var Valmundur Björnsson- brúarsmiður, sem byggði tugi brúa á sinni tíð. Þrátt fyrir þá staðreynd vill Jón ekkert frekar kannast við að það hafi haft áhrif á þá lífsslóð sem hann kaus sér. „Ég var að vísu kominn í vinnuflokka með pabba um fermingu, en eftir að ég óx úr grasi var ég í mörg ár í öðru en brúarsmíði.“ Hverju? „Eg fór í Iðnskólann í Reykjavík, fór langt með húsasmíðanám þar, en lauk því svo á Selfossi. Þettavar um árið 1950 og ég rúm- lega tvítugur. Ég flutti heim til Víkur og þess var ekki langt að bíða að ég var kom- inn á fulla ferð við húsasmíðar. Það var töluverður uppgangur á Vík á þeim árum, framkvæmdir á Reynisfjalli og margt fleira. Það fjölgaði á Vík og ég reisti mörg þeirra húsa sem hér standa frá þeim árum. Ég var yfirleitt með talsverðan hóp manna í vinnu. Þetta var skemmtilegur tími,“ segir Jón, sem gaf sér einnig tíma til að stíga í vænginn við Steinunni Pálsdóttur með þeim árangri að þau giftu sig árið 1959. Þau Jón og Steinunn eiga tvær dætur, Steinunni og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.