Morgunblaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Breytingar á skólaskipan ræddar á fundi í bæjarstjórn Akureyrar Hagsmunir heildarinnar vegi þyngra en einstaklinga Þúsund tonnum landað LÍFLEGT er við hafnir á Akur- eyri þessa dagana og mikið um landanir. „Hér eru um 18-20 skip af öllum stærðum og allar bryggjur fullar,“ sagði Gunnar Arason, yfirhafnavörður. Fimm rækjuskip hafa komið inn til löndunar frá því um miðja síðustu viku, með sam- tals um 1000 tonn af rækju. Hersir ÁR kom fyrir helgi með um 135 tonn af rækju, Gissur ÁR og Hamra-Svanur SH lönd- uðu um 100 tonnum hvort skip og Pétur Jónsson RE um 300 tonnum. Þá kom Helga RE til Akureyrar í fyrrakvöld með um 350-400 tonn af rækju. í gær var hafist handa við að landa úr Helgu RE. NÝ STEFNA í skólamálum á Akureyri var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær, en í henni felst að skólaskipun grunnskól- anna sunnan Glerár verði með þeim hætti að hverfisskólar taki við af núverandi safnskólakerfi. Hverfisskólarnir verði þrír, Odd- eyrarskóli, Lundarskóli og Brekku- skóli, sem yrði til við sameiningu Barnaskóla Akureyrar og Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Skólanefnd samþykkti tillögu þessa efnis í síð- ustu viku. Norðan Glerár er hverf- isskólakerfíð við lýði. Elsa Friðfinnsdóttir, Framsókn- arflokki, rakti aðdraganda fyrir- hugaðra breytinga og sagði að þær væru gerðar með velferð barnanna að leiðarljósi. Margvísleg rök mæltu með hverfisskólum, þ.e. að börnin séu í sama skólanum frá 1. til 10. bekk. Benti hún m.a. á ótvíræðan vilja meirihluta foreldra sem helst kjósa að börn þeirra sæki skóla í sínu heimahverfi og þá væri það einnig vilji flestra kennara utan þeirra sem kenna í gagnfræðaskólanum. Fé sparast Við sameiningu skólanna tveggja í Brekkuskóla sparaðist einnig nokkurt fé, en sá þáttur málsins væri þó léttvægari en hinn faglegi. Vænti Elsa þess að við afgreiðslu málsins yrðu hagsmunir heildarinnar látnir vega þyngra en hagsmunir einstaklinga sem væru á móti breytingunum. Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi, kvaðst íylgjandi tillögu skólanefndar um breytta skólaskip- an sunnan Glerár. Mælti hún með því að haldinn yrði sameinginlegur fundur bæjarstjórnar, skólanefndar og þeirra er málið varðar í næstu viku til að fara betur yfir kosti og gaila. Skoðanir væru skiptar á ágæti skólakerfanna en ráða þyrfti málinu til lykta, en aldrei fengist niðurstaða sem öllum líkaði. Valgerður Hrólfsdóttir, Sjálf- stæðisflokki, sagði um tilfinninga- mál að ræða. Kynning á fyrir- huguðum breytingum hefði ekki skilað sér og lægi ekki á að taka ákvörðun. Fylgir ákvörðun um einsetningu Sigurður J. Sigurðsson, Sjálf- stæðisflokki, sagði fyrirhugaðar breytingar til komnar vegna ákvörðunar um að einsetja barna- skólann. Það hefði átt á gera með þeim úrræðum varðandi húsnæðis- mál sem þá voru kunn. Hefði ekki þurft að leysa bráðan húsnæðis- vanda skólans hefðu umræður um breytta skólaskipan ekki verið til umræðu í bæjarstjórn nú. Morgunblaðið/Kristján Mikill áhugi á samkeppni um skipulag Naustahverfis Fimm vinnuhópar valdir SÉRSTÖK forvalsnefnd á vegum skipulagsnefndar Akureyrarbæjar hefur valið fimm hópa, fjóra úr Reykjavík og einn frá Akureyri, til þátttöku í samkeppni um heildar- skipulag svonefnds Naustahverfis. Alls leituðu 32 hópar eftir því að fá að taka þátt í samkeppninni. Hér er um gífurlega stórt verkefni að ræða, enda Naustahverfí framtíðar- byggingaland bæjarins, suður frá núverandi byggð að Kjarnaskógi. í frumáætlunum hefur verið gert ráð fyrir um 6.000 manna byggð í Naustahverfi, með um 2.000 íbúðum og allri þeirri þjónustu sem því fylg- ir. Gísli Bragi Hjartarson, formaður skipulagsnefndar, segir að við val á hópunum, hafí m.a. verið leitast við að hafa breiddina sem mesta. Þarna væri blanda af yngri og eldri arki- tektum en vissulega hafi verið úr vöndu að ráða. Átta hundruð þúsund í verðlaun Arkitektastofan Grófargili er full- trúi heimamanna í samkeppninni en hinir hóparnir eru: ATH vinnustofa, Gláma/KÍM arkitektar, Kanon arki- tektar og fimmta hópinn skipa þrjár teiknistofur, Teiknistofa Guðrúnar Jónsdóttur, Teiknistofa Knúts Jepp- esen og Teiknistofa Auðar Sveins- dóttur. Hver hópur fær 800.000.- krónur fyrir að skila tiliögu í sam- keppnina og þá verða veitt 800.000.- króna verðlaun fyrir bestu tillöguna. Vinnuhópar hafa um þijá mánuði til að skila tillögum sínum. í fram- haldi mun sérstök dómnefnd vega og meta tillögumar og velja þá bestu. Fá „óveð- urskistur“ ALMANNAVARNIR Eyjafjarð- ar afhentu fulltrúum 9 björg- unarsveita á svæðinu „óveðurs- kistur“ til notkunar og varð- veislu, á fundi Almannavarna- nefndar nýlega. Kisturnar hafa að geyma ýmsan búnað sem geta komið sér vel ef óveður skellur á. Á myndinni tekur Ólafur Pálmi Agnarsson, varaforinað- ur Björgunarsveitar SVFÍ í Hrísey, við yfirlitsblaði um inni- hald „óveðurskistunnar“ úr Morgunblaðið/Kristján hendi Björns Jósefs Arnviðar- sonar sýslumanns á Akureyri. Við borðið sitja Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, bæjar- sljóri á Dalvík og Jakob Björns son, bæjarstjóri á Akureyri. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar Endurbætur á Hrafnagi lsskóla stærsta verkefnið FJÁRHAGSÁÆTLUN Eyjafjarð- arsveitar fyrir árið 1997 hefur ver- ið afgreidd í sveitarstjórn. Skatt- tekjur eru áætlaðar rúmar 136 milljónir króna en til reksturs mála- flokka fara tæpar 109 milljónir króna, eða um 80% skatttekna. Til fjárfestinga eru áætlaðar tæpar 22 milljónir króna og um 5,8 milljónir í vexti og afborgarnir lána. Pétur Þór Jónasson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, segist vel sáttur við þessa fjárhagsáætlun. „Sem betur fer hefur sveitarstjórn haft burði til þess að viðhafa ábyrga fjár- málastjórn. Þá hefur fjárfestinga- stefnan verið sú að íjárfesta sem mest fyrir eigið fé og reynt að stilla lántökum í hóf. Þetta krefst aga og menn þurfa að standast freist- ingarnar. Af því leiðir að fjár- magnskostnaður er með minnsta móti og til lengri tíma litið getum við fjárfest fyrir mun meira fé en annars væri,“ segir Pétur Þór. Stærstu framkvæmdir ársins snúa að viðhaldi og endurbótum á Hrafnagilsskóla og er stefnt að því að ljúka steypu- og þakviðgerðum og að mála skólahúsið. Þá verður hafist handa við nýjan íþróttavöll á svæðinu. í framhaldi af samþykkt aðalskipulags verður hafin vinna við deiliskipulag, m.a. við áfram- haldandi þéttbýli við Hrafnagil. Framkvæmdir á Melgerðismelum styrktar Loks verður farið í áframhald- andi endurbætur á félagsheimilun- um, Laugaborg, Freyvangi og Sól- garði, í endurbætur á hitalögn við Hrafnagil og í endurbætur' á fjali- skilaréttum. Þá hefur sveitarstjórn samþykkt að styrkja áfram fram- kvæmdir á Melgerðismelum fyrir Landsmót hestamanna í ár að upp- hæð 1,5 milljónir króna. Þann 1. desember sl. voru íbúar í sveitinni 934 og fjölgaði um 7 frá árinu áður. Milli áranna 1994 og ’95 fækkaði íbúum hins vegar um 39. „Okkur tókst aðeins að laga stöðuna aftur á síðasta ári. Fólksfækkun í sveitinni hefur mjög slæm áhrif og við það snarlækka skatttelcjur án þess að hægt sé að draga saman í þjónustu," segir Pétur Þór. Styrktartónleikar í Safnaðarheimilinu TÓNLEIKAR til styrktar Minn- ingarsjóði Þorgerðar S. Eiríks- dóttur verða haldnir í kvöld, mið- vikudagskvöldið 5. febrúar kl. 20.30 í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju. Efnisskráin er fjölbreytt og koma bæði nemendur og kennar- ar fram. Meðal annars verður flutt „Stúlkan í hamrinum" fyrir söngrödd, píanó og klarinett og þættir úr ljóðaflokknum „Mala- rastúlkan fagra“ eftir Franz Schubert. Spilað verður á gítar, harmonikku, fiðlu, selló, slag- verk, píanó, lágfiðlu og flautu. Tónleikunum lýkur með atriði frá alþýðutónlistardeild skólans. Þorgerður var fædd árið 1954 og lauk burtfararprófi frá Tón- listarskólanum á Akureyri vorið 1971. Hún þótti efnilegur píanó- leikari og var nýkomin til Lund- únaborgar til að hefja fram- haldsnám þegar hún lést af slys- förum 2. febrúar 1972. Áð- standendur hennar, Tónlistarfé- lag Akureyrar, Tónlistarskólinn og kennarar hans stofnuðu sjóð- inn, en markmið hans er að styrkja efnilega nemendur sem lokið hafa prófi frá Tónlistar- skólanum á Akureyri til fram- haldsnáms. Nemendur og kennarar skól- ans efna árlega til tónleika til ágóða fyrir sjóðinn. Tekjur hans hafa einkum verið af þessu tón- leikahaldi og af sölu minningar- korta, en einnig hefur sjóðurinn fengið góðar gjafir, stórar og smáar. Alls hafa rúmlega 40 nemendur skólans notið stykja úr sjóðnum frá því farið var að veita úr honum. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en tekið er við framlögum í styrktarsjóð- inn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.