Morgunblaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.02.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Reuter Deilt um endurbæt- ur á þýzka ríkinu Út af með geislavirk- anfarm FRANSKIR björgunarmenn kanna aðstæður á jámbraut með- fram Mósel-ánni við þorpið Apach í Frakklandi, skammt frá landa- mærabænum Schengen á mörk- um Lúxemborgar og Þýskalands. Þýsk lest, sem var að flylja notað kjarnorkueldsneyti til end- urvinnslu í Bretlandi, fór þar út af sporinu. Engin hætta var talin á að geislavirk efni slyppu út í andrúmsloftið, að sögn franskra og þýskra embættismanna. -------».♦ ♦ Albright af gyðinga- ættum Washington. Reuter. „AÐEINS þeir ríku hafa efni á veiku ríki,“ sagði Oskar Lafontaine, for- maður þýzka jafnaðarmannaflokks- ins, SPD, er hann kynnti í gær - tuttugu mánuðum áður en Þjóðveijar ganga aftur til þingkosninga - hug- myndir flokksins um hvemig hann sér endurbætur á þýzka ríkinu fyrir sér, undir yfirskriftinni „Framfarir 2000“. Hugmyndimar eru hugsaðar sem andsvar við áformum ríkis- stjómarinnar um uppstokkun á ríki- skerfinu, sem hún hyggst ráðast í með róttækri endurskoðun bæði á skatta- og lífeyriskerfinu. Stjórnar- flokkamir, einkum kristilegir demó- kratar, flokkur kanzlarans, stefna að því að byggja kosningabaráttu næsta árs á umbótaáætlununum. Fijálsir demókratar (FDP), sam- starfsflokkur Helmuts Kohls í stjóm- inni, kröfðust þess á mánudag að kanzlarinn drægi fyrirhuguð áform um endurskoðun á lífeyriskerfí lands- ins til baka. Krafan kom fram í kjöl- far harðra deilna milli fjármálaráð- herrans, Theo Waigels, og atvinnu- málaráðherrans Norbert Bliims, um áformin, en tillögurnar eru frá hon- um komnar. Deilumar hafa opinber- að nýjan brest í stjórnarsamstarfinu í Þýzkalandi. Þennan brest vilja jafn- aðarmenn nú reyna að nýta sér með því að leggja fram eigin umbótahug- myndir. Mörk á opinber útgjöld Hugmyndir SPD ganga ekki eins langt í einkavæðingarátt og þau áform sem uppi eru í mörgum öðrum vestrænum ríkjum, sem þurfa að skera niður ríkisútgjöld og minnka umsvif hins opinbera. Engin mörk á opinberum útgjöldum eru sett í tillög- um SPD, en ríkisstjómin hefur sett sér það markmið að minnka hlutfall ríkisútgjalda af landsframleiðslu úr um 50% nú í 46% um aldamót. Pamela Harriman fær heilablóðfall Hugðist fara á eftirlaun í júní París. Reuter. PAMELA Harrimann, sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi, liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í París eftir að hún fékk heila- blóðfall í fyrrakvöld. Harriman, sem er einn af ötulustu stuðnings- mönnum Bills Clintons Bandaríkjaforseta, veiktist skyndilega • á Ritz-hótelinu, þegar hún hugðist fá sér sund- sprett og var þegar flutt á sjúkrahús. Læknar segja ástand hennar al- varlegt en Harriman er 76 ára. Þá hafði banda- ríska sjónvarpsstöðin CNN eftir háttsettum embættismanni að hún væri meðvitundarlaus og lægi fyrir dauðanum. Bandarísku forseta- hjónin kváðust í gær hafa áhyggjur af líðan Harrimann. Sagt var frá því á síðasta ári að Harriman vildi hætta störfum í Par- ís en hún sendi þá frá sér yfírlýs- ingu þar sem hún vísaði þessu á bug og sagðist myndu fara að óskum forsetans. Heimildarmenn innan ut- anríkisráðuneytisins segja Harriman hafa gert ráð fyrir að fara á eftirla- un í júní nk. Fullt nafn Harriman er Pamela Digby Churchill Hayward Harriman og fæddist hún í Famborough á Englandi en varð bandarískur ríkis- borgari er hún giftist þriðja eigin- manni sínum, milljónamæringnum Averell Harrimann, árið 1971. Hún var aðeins 19 ára þegar hún giftist Randolph Churchill, syni breska for- sætisráðherrans, Winstons Churc- hills, í heimsstyijöldinni síðari. Þau skildu í stríðslok en eignuðust soninn Winston Spencer Churchill, sem sit- ur á breska þinginu fyrir íhaldsflokkinn. Annar eiginmaður Harrimann var kvik- myndajöfurinn Lay- land Hayward en þau giftust árið 1960. Umdeild skipun í embætti Harriman hefur ver- ið ötul að afla fjár fyr- ir Demókrataflokkinn og var ein þeirra sem stjómaði fjáröflun í kosningabaráttu Clint- ons árið 1992. í þakk- lætisskyni skipaði for- setinn hana sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi árið 1993 en það er ein eftirsóttasta staða i bandarísku ut- anríkisþjónustunni. Var skipun hennar ákaflega umdeild á sínum tíma en að því er segir í The Was- hington Post hefur hún staðið sig vel í embætti og efasemdum um getu hennar til að sinna starfínu hefur verið eytt, að minnsta kosti í Frakklandi þar sem gætir almennrar ánægju með störf hennar. Hefur hún þótt kraftmikill sendi- herra og fullyrt er að henni hafí tekist að bæta samskiptin á milli Frakka og Bandaríkjamanna á síð- ustu ámm. Hún hefur verið gagn- rýnd í Bandaríkjunum fyrir að ber- ast á og vera eyðslusöm en Frakkar kunna vel að meta heimsborgaralega framkomu hennar og hæfíleika til að njóta lífsins. Pamela Harriman Sænska stjórnin vill loka Barsebáck-kjarnorkuverinu Akvörðunin gagn- rýnd úr öllum áttum MIKE McCurry, talsmaður Bills Clintons Bandaríkjaforseta, sagði í gær að forsetanum hefði verið greint frá því að Madeleine Albright, ný- skipaður utanríkisráðherra, væri sennilega af gyðingaættum og bætti því við að það mundi ekki standa í vegi fyrir því að hún gæti stuðlað að friði í Mið-Austurlöndum. Að sögn McCurrys gekk Albright á fund Clintons á mánudag. „Forset- inn sagði að þetta væri heillandi saga og skoraði á Madeleine að grennslast nánar fyrir um sögu fjöl- skyldu sinnar," sagði McCurry. Nýverið komu fram upplýsingar sem benda til þess að afar og ömm- ur Albright hefðu verið gyðingar og þijú þeirra hefðu látið lífið i útrým- ingarherferð nasista á hendur gyð- ingum. Albright fæddist í Tékkósló- vakíu, en flúði þaðan árið 1939 ásamt foreldrum sínum. Albright er alin upp í kaþólskri trú en gekk síðar í biskupakirkjuna. Frelsari í Noregi? Ósló. Morgfunblaðið. FRELSARI mun fæðast í Fred- rikstad í Noregi næstkomandi föstudag, 7. febrúar, að sögn fransks stjömuspekings, Jean- Jacques Bassignot-Jefert. „Við bíðum spennt eftir þess- ari stundu þótt við höfum ekki mikla trú á að spáin gangi eftir. En fæðist einhver verðum við að fylgjast með viðkomandi á næstu árum og halda hlífiskildi yfír hon- um,“ sagði Svein Roald Hansen bæjarstjóri. I bréfí til bæjarstjómarinnar bað Bassignot-Jefert um, að sér- stök vakt yrði höfð á fæðing- ardeild Dstfold-sjúkrahússins á milli klukkan 7:41,50 og 7:45,37, á föstudagsmorgun. Reuter Dýrir minnis- peningar SLEGIN hefur verið ólympíu- mynt í Nagano í Japan í tilefni vetrarólympíuleika þar í borg að ári. Upplagið er takmarkað, einungis 200 peningar voru slegnir. Þeir eru sex sentimetr- ar í þvermál og innihalda m.a. 230 grömm af skíragulli. Verða peningarnir boðnir til kaups á milljón jen stykkið, tæplega 600 þúsund krónur. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÁKVÖRÐUN ríkisstjómar sænskra jafnaðarmanna, Miðflokksins og Vinstriflokksins um að hefja afnám kjamorkunýtingar med því að loka öðmm kjarnakljúf kjarnorkuversins í Barsebáck er enn einn kafli í rúm- lega fjögurra áratuga kjarnorkusögu Svía. En ákvörðunin gæti einnig markað pólitísk þáttaskil og bundið Miðflokkinn Jafnaðarmannaflokkn- um fram yfir kosningarnar 1998, þótt Göran Persson forsætisráðherra segi ákvörðunina ekki tekna í því skyni. Það er þó ekki víst að ákvörð- unin gangi eftir, því Sydkraft, eig- andi Barseback-versins minnir á að stjórnin geti ekki ákveðið lokun ein- hliða. Bæði talsmenn verkalýðsfé- laga og atvinnurekenda taka ákvörð- un stjómarinnar n\jög illa og óttast hækkun orkuskatta og aukið at- vinnuleysi. Rekstur kjarnorkuvera hefur ver- ið eitt helsta hitamál í sænskum stjórnmálum í meira en aldarfjórð- ung. Fyrsti tilraunakljúfurinn var tekinn í gagnið 1954 og tíu árum sfðar hófst rekstur vera til húshitun- ar og síðan til rafmagnsframleiðslu. Árið 1973 hugðist stjómin byggja 24 kljúfa um allt land, en því hafn- aði þingið og kjarnorkunýting varð framtíðardeilumál í sænskum stjórn- málum og ekki minnkaði geðshrær- ingin eftir kjarnorkulekann í Harris- burg 1979. í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýtingu kjarnorku ári sfðar sam- þykkti meirihluti kjósenda að kjarn- orkunýting yrði aflögð þegar aðrir kostir fyndust og þingið batt sig við endanlega lokun 2010. Hvorki gekk né rak með að skrúfa fyrir fyrr en Témóbyl-slysið 1986 ýtti undir ákvörðun þingsins 1988 að loka fyrstu hreyflunum í Ringhals og Barsebaek 1995-1996. Árið 1991 var ákveðið að bíða með lokun þar til annar valkostur fyndist, en 2010 stóð fast. Barsebáck-verið hefur verið Dön- um þyrnir í augum síðan það var byggt 1975 og danskar stjórnir hafa hvað eftir annað krafíst lokunar. Ákvörðuninni var þvf tekið með fögn'uði í Danmörku, þar sem Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra lýsti gleði sinni yfír að lok þessa rúmlega 20 ára deilumáls væru í augsýn. Áhrif Iokunar tvísýn Fögnuðurinn í Svíþjóð var ekki jafnhjartanlegur og bæði atvinnu- rekendasamtök, verkalýðssamtök og önnur hagsmunasamtök lýstu stór- felldum áhyggjum yfir ákvörðun um lokun versins, fyrst engin orkuupp- spretta kæmi í staðinn. Göran Johnsson, formaður málmiðnaðar- manna, segir ljóst að orkan sem komi í staðinn verði kolaorka frá Danmörku, norskt jarðgas eða kjarnorka frá Rússlandi, svo um- hverfisvemdarrök fyrir lokun verði að engu. Bæði talsmenn atvinnurek- enda, iðnaðar- og verkalýðshreyf- ingar eru uggandi um að kostnaður af lokun kjarnorkuvera muni lenda á atvinnufyrirtækjum og auki þar með atvinnuleysi og hærri orku- skattar bitni á almenningi. Sérfræðingar efast um að hægt verði að loka öðrum ofni Barsebáck fyrir næstu kosningar, því það er seinlegt og tímafrekt verk. Og Syd- kraft er hlutafélag, ekki ríkisfyrir- tæki og formælendur þess segja að ríkið verði að bæta tapið að fullu og ríkið geti ekki gripið inn í rekst- ur einkafyrirtækis á þennan hátt. Mörg ummæli um ákvörðun flokk- anna þriggja lúta að þvf að með þessu sé Göran Persson að draga Miðflokkinn fjær Hægriflokknum, sem hann sat í stjórn með 1991- 1994. Þar sem stjóminni verður svarafátt um afleiðingar lokunar og ákvörðunin virðist ekki vel undirbúin þykir það benda til að ákvörðunin sé fyrst og fremst stjórnmálalegs eðlis. Olof Johansson formaður Mið- flokksins hefur um árabil sett lokun kjamorkuvera á oddinn, en fékk því máli ekki hreyft í hægristjórn Carl Bildts. Og þar sem Hægriflokkurinn er eindregið gegn afnámi kjarnorku- nýtingar meðan aðrir kostir eru ekki er ósennilegt að Johansson muni fýsa aftur í samstarf með Hægri- flokknum, þó þeir hafi nú meirihluta ef marka má skoðanakannanir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.