Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 9 FRÉTTIR ÚTLIT er fyrir góða laxveiði á komandi sumri. Myndin er frá Vesturdalsá í Vopnafirði. Horfur ágóðu laxveiði- sumri VEIÐIHORFUR fyrir komandi laxveiðivertíð eru góðar að mati fiskifræðinga Veiðimálastofn- unar sem mældu þéttleika seiða sem héldu til sjávar á síðasta sumri og eiga að koma sem eins árs fiskur úr sjó á sumri kom- anda. Að sögn þeirra Sigurðar Guð- jónssonar, Guðna Guðbergsson- ar og Sigurðar Más Einarssonar var seiðabúskapur víðast hvar góður og sums staðar mjög góð- ur. Þá var ástand sjávar mun hagstæðara fyrir gönguseiðin 1996 en 1995. Sigurður Már Einarsson hefur aðsetur í Borgarnesi og fylgist með gangi mála í ám á vestan- verðu landinu. Sagði hann að gönguseiðaárgangurinn hefði verið mjög góður, t.d. í Norðurá, Gljúfurá, Laxá í Leirársveit og Langá, svo nokkrar ár séu nefndar, og seiðin verið „feit og falleg eftir hlýtt og gott sumar“. Sigurður Guðjónsson var við seiðamælingar á Norðaust- urlandi, einkum í ánum í Þistil- firði og Vopnafirði. Hann sagði að ástandið í seiðamálum í Þistil- firði hefði verið „gott“, einkum í Svalbarðsá, Hafralónsá og Sandá. „Við hefðum viljað sjá meira af seiðum í Vopnafirði, en ástandið þar var þó ekki slæmt,“ sagði Sigurður. Ástand var og gott í ám á Norðurlandi og þar sem víðar fóru seiðin til sjávar framan af sumri í stað síðsumars eins og raunin var 1995. Böðvar Sig- valdason, formaður Veiðifélags Miðfjarðarár sagði muninn milli áranna hafa verið eins og svart og hvítt. Sem dæmi sagði hann að um mánaðamót júní og júlí hefðu 4.000 seiði „sópast“ áleið- is til sjávar í gegn um seiða- gildru á svæðino. Á sama tíma 1995 hefðu um 10 seiði verið farin til sjávar. Hagstætt ástand í hafinu Ofangreindir viðmælendur töldu að miðað við þær upplýs- ingar sem fyrir liggja gæti veiði á eins árs laxi orðið ágæt þar sem ástand hafsins fyrir vestan land væri hagstætt og hafið fyr- ir norðan og austan betra en 1995. Erfiðara væri að meta hvað gengi af tveggja ára laxi. Hann hefur oft verið talinn fylgja smálaxafjölda frá árinu áður, enda sami árgangur. Sam- kvæmt því gæti orðið gott stór- laxaár á vestanverðu landinu, en eitthvað lakara fyrir norðan og norðaustan. Árgangurinn sem á að skila tröllum er sterkur og gæti því orðið talsvert af slík- um fiski á ferðinni, þ.e.a.s. laxi yfir 20 pundum. i-----------------------------------------j | HEF OPNAÐ LÆKNASTOFU í SIÐUMÚLA 37 j i TÍMAPANTANIR í SÍMA 568 6200 VIRKA DAGA KL. 13-17, NEMA FÖSTUDAGA KL. 13-15. KARL ANDERSEN, sérgrein: Lyflækningar og hjartasjúkdómar. i_________________________________________i Samtökin óspillt land í Hvalfirði Kannað verði hvort Columbia Ventures sé á svörtum lista STJÓRN Samtakanna óspillt land í Hvalfirði gekk á fund umhverfis- nefndar Alþingis á föstudag og lagði þar fram kröfu um að nefnd- in leggist gegn því að fyrirhugað álver Columbia Ventures rísi á Grundartanga. Að sögn Ólafs M. Magnússonar, formanns SÓL, var jafnframt óskað eftir að umhverf- isnefnd Alþingis léti kanna starf- semi Columbia Ventures í Banda- ríkjunum, en óstaðfestar fregnir hefðu borist um að fyrirtækið væri þar á svörtum lista vegna slakrar frammistöðu í mengunarvörnum. Auk kröfunnar um að um- hverfisnefnd Alþingis leggist gegn því að fyrirhugað álver rísi lagði stjórn SÓL fram nokkrar kröfur til vara. Þar er í fyrsta lagi krafa um að tryggðar verði bestu fáan- legar mengunarvarnir fyrir álver sem rísi á Islandi og að þær verði eigi síðri en þar sem bestur árang- ur næst hjá nágrannaþjóðunum í mengunarvörnum. Þess er krafist að umhverfisnefnd Alþingis tryggi að gerðar verði rannsóknir á vatns- búskap á væntanlegu byggingar- svæði álvers og að hafist verði handa við rannsókn á áhrifum stór- iðju á landbúnað beggja vegna Hvalfjarðar, og SÓL skorar á um- hverfisnefnd að nýta sér þekkingu og reynslu Högna Hanssonar á sviði mengunarvarna og kalla hann heim til viðræðna við nefndina. Hlutverk markaðsskrifstofu verði kannað Þá láti umhverfisnefnd fara fram rannsókn á því hvort brot- alöm sé í skipulagsferli vegna stór- iðju á Grundartanga, og jafnframt skorar stjórn SÓL á umhverfis- nefnd að hún láti rannsaka hvort hlutverk Markaðsskrifstofu iðnað- arráðuneytisins og Landsvirkjun- ar, MIL, sé eðlilegt þar sem MIL hafí bæði verið umsagnaraðili um úrskurð skipulagsstjóra um um- hverfismat og jafnframt kærandi fyrir hönd Columbia Ventures Öorporation. Ölafur M. Magnússon sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi fundinn með umhverfisnefnd Alþingis hafa verið mjög gagnleg- an og stjórn SÓL bindi miklar von- ir við störf nefndarinnar. PRJONAFOLK!!! HÖNNUNARSAMKEPPNI GARNBÚÐARINNAR TINNU í HAFNARFIRÐI Rík: Barnapeysa íyrir 2 til 12 ára. T.d. peysa með berustykki, laskermum eða ísettum ermum, marglit munsturpeysa, kaðlapeysa, einlit útprjónuð peysa, myndpijónspeysa ofl. Garn: Smart, Peer Gynt, Lanett, Mandarin Petit, Mandarin Classic eða Sisu. Skiladagur: 1. maí 1997 Verðlaun: 1. Verðlaun 80.000 krónur + hfinnunarbikar 2. Verðlaun 60.000 krðnur 3. Verðlaun 50.000 krðnur Auk þess mun Gambúðin Tinna greiða 20.000 krónur fyrir aðrar uppskriftir sem kunna að verða notaðar. Athugið að einungis þarf að pijóna peysuna, ekki þarf að teikna upp munstur eða reikna út lykkjuflölda. Peysumar skal senda til Garnbúðarinnar Tinnu, Hjallahrauni 4, Box 34, 220 Hafnarflrði merktar nafni, síma og heimilisfangi viðkomandi. Athugið nviir litir í Smart. Peer Gvnt, Mandarin Petit, Sisu og Mandarin Classic. Aukaverðlaun verða veitt fyrir skemmtilega hönnun á t.d. barnateppum, húfum, vettlingum og sokkum. Verðlaunaafhending fer fram laugardaginn 17. maí næstkomandi. Nánar auglýst síðar. Allar nánari upplýsingar gefur Bergrós Kjartansdótúr hjá Gambúðinni Tinnu í síma 565-4610 milli klukkan 14 og 15:30. Utsala Stórlokkað verð á NIKE fatnaði 03 skóm Utsala 0|>ií sunnudag kl. 13 -17 Utsala UNGBARNASUND Námskeið í ungbamasundi fyrir byrjendur og lengra komna. Ný námskeið hefjast 12. febrúar í sundlaug Kópavogshælis. Nánari upplýsingar og skráning í síma 565 8677. Sæunn Gísladóttir, íþróttakennari. Gambúðin Tinna er heild- og smásala með pijónagam auk þess að gefa út Pijónablaðið Ýr og reka Pijónaskóla Tinnu. Fyrirtækið var stoíhað 1981 og starfa þar 6 manns. P.s. PRJÓNABLAÐIÐ ÝR kemur út eftir tvo daga. GARNBÚÐIN j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.