Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Heiidar jóga jóga fyrir alla Heildarjóga (grunnnámskeið). Kenndar verða hatha jógastöður, öndun, slökun og hugleiðsla. Fjallað verður um jógaheimspekina, mataræði o.fl. Mán. og mið. kl. 20:00. Hefst 12. feb. Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunniaugssyni. Helgarnámskeið 14.,15. og 16. feb. YOGA# STUDIO Hátúni 6a Sími 511 3100 mBKÍ Áramótaspilakvöld Varðar verður haldið í Súlnasal Hótels Sögu í kvöld, sunnudaginn 9. febrúar, kl. 20.30. Húsið opnar kl. 20.00. Glæsilegir spilavinningar að vanda. Meðal annars: Utanlandsferðir, bækur, matarkörfúr o.fl. o.fl. Gestur kvöldsins, Árni Sigfússon borgarfúlltrúi, flytur ávarp. Aðgangseyrir kr. 600. Æ . . Allir velkomnir. VÖRÐUR - FULLTRÚARÁÐIÐ Á % £ % % I T; M 4 ífiU Skattaþjónustan ehf. Bergur Guðnason hdl. Suðurlandsbraut 52, Reykjavík Undirritaður hefur nú starfað í 35 ár að skattamálum, fyrst 15 ár hjá Skattstofunni í Reykjavík og síðan 20 ár við framtals- og skattaaðstoð sem lögmaður. Nýtið ykkur reynslu mína til að tryggja bestu útkomu fyrir ykkur sjálf, þegar talið er fram. Innifalið er að leiða ykkur í gegnum sífelldar breytingar á skattalögunum, endurgjaldslaust, allt árið 1997. Hvernig ætlar þú t.d. að haga ávöxtun fjármagns þíns með tilkomu fjármagnstekjuskatts? Tímapantanir kl. 09-17 í síma 568-2828. Skattaþjónustan ehf. Bergur Guðnason hdl. '9 ■4 - kjarni málsins! ÍDAG skák llmsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á opnu móti í Ubeda á Spáni sem lauk í síðustu viku. Júrí Sjúlman (2.555), Hvíta- Rússlandi, var með hvítt og átti leik, en Ðavid Marc- iano (2.485), Frakklandi, hafði svart. Svartur lék síð- ast 25. - Ha8-g8 og valdaði mátið á g7, en hvítur á stórglæsi- legt svar við því: 26. Df7+!! og svartur gafst upp. Eftir 26. - Bxf7 27. Hxf7+ er eini löglegi leikur hans 27. - Hg7. En eftir 28. Hxg7+ - Kh8 29. Hxe7+ - Kg8 30. Hxd7 væri hann búinn að tapa öllu liði sínu. Ubeda er skammt frá Linares, þar sem stór- mótið stendur nú yfir. Hraðskákmót Reykjavík- ur 1997 fer fram í dag kl. 14 í félagsheimili TR, Faxa- feni 12. Atkvöld HeUis mánudaginn 10. febrúar kl. 20 í félagsheimilinu Þöngla- bakka 1 í Mjódd. (Hjá Bridgesambandinu) Fyrst eru tefldar þrjár hraðskákir en síðan þrjár atskákir. Teflt með vinsælu Fischer-FIDE klukkunum. HÖGNIHREKKVÍSI TUTTUGU og fimm ára Ghanastúlka með áhuga á matseld, ljósmyndun, póst- kortum og ferðalögum: Dorothy Essuman, P.O. Box 1183, Oguaa Town, Ghana. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Svar frá gatna- málastjóra ÞEIRRI fyrirspurn var beint til gatnamálastjóra í Velvakanda föstudag- inn 31. janúar, hvort fyr- ir dyrum stæðu einhveij- ar aðgerðir af hans hálfu til að draga úr umferðar- hraða á Hofsvallagötu. Því er til að svara að í ágúst sl. samþykkti umferðamefnd tillögur íbúasamtaka Vestur- bæjar um miðeyjur á Hofsvallagötu milli Hringbrautar og Tún- götu. Gert er ráð fyrir að eyjubútum verði komið fyrir við öll gatnamót þar sem gönguleiðir liggja yfir Hofsvallagötu og er tilgangurinn að auka öryggi gangandi vegfarenda og draga úr umferðarhraða. Reiknað er með fram- kvæmdum fyrrihluta sumars. Sigurður I. Skarphéðinsson gatnamálastjóri. Um rýmkun á einokun ÁTVR GUÐMUNDUR hringdi því honum þykir undar- legt hvað framsóknar- menn taka illa bollalegg- ingum stjórnar ÁTVR um rýmkun á einokun áfengisverslunarinnar á meðan þeir eru tilbúnir að taka þá áhættu að Ieggja kannski byggðir og bú Hvalfirðinga og Kjósveija í rúst með eiturefnum frá álverk- smiðju. „Það er skrítinn fugl kanínan" eins og maður- inn sagði. - Tapað/fundið Gleraugu töpuðust FÍNLEG, nýleg kven- mannsgleraugu úr létt- um málmi týndust á leið- inni frá Hamraborg að Skjólbraut í Kópavogi sl. föstudagsmorgun. Þetta kemur sér afar illa fyrir eigandann og biður hann skilvísan finnanda vin- samlega að hafa sam- band í síma 554-1145 sem allra fyrst. Með morgunkaffinu Ast er,.. . . . fyrirþá sem eru ungiríanda. TM R*o U.S P»t. Oft. — aU ritfitt reterved (c) 1997 Loa Angeles Tknes Syndicste • » HVAÐ áttu margar túbur af Tonnataki? Víkveiji skrifar... ARIN eru sem augnablik í sögu þjóðarinnar. Aðstæður henn- ar, hvers konar, hafa á hinn bóginn breytzt meir síðustu hundrað árin en í þúsund ár þar á undan. Vík- veiji þorir ekki að fullyrða að ein- staklingurinn sé menningarlegar sinnaður í dag en fyrir hundrað árum - eða næmari á listir: hljóm-, leik-, mynd- eða orðsins list. Fram- boð hvers konar lista er þó mörgum sinnum meira. Að vísu er umdeilan- legt, nú sem fyrr, hvað er list. En jafvel þó að aðeins tíundi hluti list- framboðsins á íslandi dagsins í dag rísi undir nafni [og við skulum vona að þá sé varlega í sakimar farið] þá má þessi litla þjóð vera stolt af afrakstrinum. En hvað var að gerast í íslenzkri menningu árið 1897, fyrir hundrað árum? Tvö þá ung góðskáld gáfu út sínar fyrstu ljóðabækur: Einar Benediktsson og Þorsteinn Erlings- son. xxx BÆÐI þessi skáld, sem reyndar voru um margt ólík, náðu eyrum þjóðarinnar. Nú er vetur og því við hæfi að minna á sólarsýn Þorsteins Erlingssonar í skammdegi löngu liðins tíma: Þegar vetrar þokan grá þig vill ptra inni. Svifðu burt og seztu hjá sumargleði þinni. Með sól í sinni horfði hann til framtíðar í mesta skammdeginu. Þessi litla staka er góður vegvísir fyrir okkur öll. Vegvísir skáldjöfursins Einars Benediktssonar á jafnríkt erindi til nútímamanna sem fyrri tíðar fólks: Hafknörrinn glæsti og fjörunnar flak fljóta bæði. Trú þú og vak! Marmarans höll er sem moldar hrúga. Musteri Guðs eru hjörtu sem trúa, þó hafí þau ei yfír höfði þak. Það er gott og blessað að herða stærðfræðitök í skólum landsins. Það væri og við hæfi, í tilefni af hundrað ára afmæli fyrstu ljóðbóka Einars og Þorsteins, að hið unga ísland bergði á þroskans vitamíni í kveðskap þeirra. xxx SKULDIR heimila hér á landi eru allnokkrar. Þær gætu þyngst verulega ef verðbólguskriðan fer af stað á nýjan leik, t.d. í kjölfar óhyggilegra kjarasamninga. Fyrir skemmstu spurði Jóhanna Sigurðardóttir á þingi: „Hvaða út- gjaldaflokkar og undirflokkar eldri lánskjaravísitölu höfðu helzt áhrif til hækkunar á skuldir heimilanna." Úr svari forsætisráðherra: „Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka íslands má ætla að verðtryggðar skuldir heimilanna í marz 1995 hafí numið 267 milljörð- um króna. Á tímabilinu frá marz 1995 til desember 1996 hækkaði vísitala neyzluverðs um 3,4% og má því ætla að verðtryggðar skuld- ir heimilanna hafi hækkað um 9 milljarða króna í heild. Af einstök- um útgjaldaflokkum vegur hækkun matvæla um 0,6% en það svarar til 1,6 milljarða króna, um 1,8 miljarða króna má rekja til hækkunar á rekstrarkostnaði eigin bifreiðar og um 1,3 milljarða króna til hækkun- ar á liðnum tómstundaiðkun, menntun. Frá febrúarmánuði 1989 til marz 1995 var lánskjaravísitalan samsett að jöfnu úr vísitölu neyzluverðs, vísitölu byggingakostnaðar og launavísitölu. Þessa samsettu vísi- tölu er ekki unnt að sundurgreina í útgjaldaflokka með líkum hætti og neyzluvísitöluna. Þess í stað verður að líta á ósundurgreinda vísi- tölu, en frá ársbyijun 1993 til árs- byrjunar 1995 hækkaði lánskjara- vísitalan um 4,3%. Verðtryggðar skuldir heimilanna í ársbyijun 1993 voru 230 milljarðir króna og því má ætla að skuldirnar hafi hækkað um 10 milljarða króna vegna verð- tryggingarinnar." Hvernig hönnum við framtíðina að þessu leyti? Hver verður vaxta- þróun næstu missera?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.