Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 2 stúlkur slösuðust í hörðum árekstri Bíllinn rifnaði í sundur TVÆR stúlkur um tvítugt slösuð- ust alvarlega þegar bifreið þeirra lenti í hörðum árekstri við flutn- ingabfl á Reykjanesbraut laust eftir klukkan 14 í gær. Þær eru þó ekki taldar í lífshættu. Stúlkurnar, á 22. og 20. aldurs- ári, óku Lancer-bifreið eftir Reykja- nesbraut í átt frá Keflavík. Virðist sem ökumaðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni á móts við álverið í Straumsvík. Á móti bifreiðinni kom stór flutn- ingabíll með aftanívagni og lenti fólksbifreiðin á vinstra homi hans, með þeim afleiðingum að framhluti bíls stúlknanna sviptist af, við fætur þeirra svo að segja. Þriðja bifreiðin, sem ók á eftir stúlkunum, fékk yflr sig brak við áreksturinn, vélarhluti o.fl. og er talin mikið skemmd, en ökumaður hennar slapp ómeiddur. Kalla þurfti til tækjabíl slökkvi- liðsins og beita klippum á flak bif- reiðarinnar til að losa stúlkurnar úr því. Þær voru fluttar á slysadeild. „Ég hef verið í lögreglunni í 35 ár og efast um að ég hafí séð jafn hörmulega útleikinn bíl eftir árekst- ur. Vél bifreiðarinnar og framhlut- inn var um 40 metmm frá þeim stað sem yflrbygging hennar, sem stúlkumar lágu í, var og á milli flutningabílsins og flaksins voru um 200 metrar þegar upp var staðið. Þetta var einna líkast flugslysi og hlutar af bílnum lágu eins og hráviði í 30-40 metra radíus um- hverfis slysstað," segir Eðvar Ólafs- son varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Missti stjórn i hálku Annar árekstur varð á Reykja- nesbrautinni í gærmorgun, þegar ökumaður bifreiðar missti stjóm á henni sökum hálku og kastaðist yfír á rangan vegarhelming, með þeim afleiðingum að henni laust saman við bíl á suðurleið. Ökumað- ur annars bílsins slasaðist, en þó ekki mikið að því talið er. Kartöfluinnflytjandi sýknaður Vilja endurupptöku þriggja eldri mála ÞRÍR menn sem dæmdir hafa verið til refsingar fyrir að koma sér und- an greiðslu sérstaks jöfnunargjalds á innfluttar franskar kartöflur und- irbúna nú kröfu um endurupptöku dómsmála á hendur sér. Héraðsdómur Reykjavíkur sýkn- aði í gær fjórða innflytjandann af ákæmm um að hafa komið sér undan því að greiða um 6,5 milljón- ir króna í gjöld af innflutningi á frönskum kartöflum á ámnum 1991 og 1992 með því að framvísa inn- flutningsreikningum þar sem inn- kaupsverð vömnnar var tilgreint of lágt. Sýknan byggist á því að Hæsti- réttur hafði áður fallist á kröfu mannsins í einkamáli á hendur rík- inu og kveðið upp þann dóm að álagning sérstaks jöfnunargjalds hafi ekki staðist lög þar sem skatt- lagningin hafi ekki stuðst við full- nægjandi lagaheimildir. Því hafi gmndvöllur álagningar hins sér- staka jöfnunargjalds verið ólög- mætur fýrir það tímabil sem ákær- an tekur til. Jón Magnússon, hrl., lögmaður innflytjandans, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þeir menn sem þegar hafa verið dæmdir fyrir sams konar brot séu að undirbúa kröfu um endumpptöku málanna. Morg-iinblaðið/Júlíus BIFREIÐ stúlknanna er gjörónýt eftir áreksturinn við flutningabílinn. Lögreglumaður sem kom á vettvang sagði aðkomuna hafa minnt sig á flugslys. ) I i í ) \ t i > I I i Landssambönd ASÍ ræða í dag við vinnuveitendur Engínn árangur af fundum í gær ENGINN árangur varð á fundi samninganefndar vinnuveitenda og formanna landssambanda ASÍ í gær. Síðdegis féllust samnings- aðilar á tillögu ríkissáttasemjara um að samninganefndir einstakra landssambanda myndu ræða við vinnuveitendur í dag. Guðmundur Gunnarsson, formaður Raflðn- aðarsambandsins, sagði að ef ekk- ert gerðist á fundinum í dag myndi Rafiðnaðarsambandið slíta sig út úr því samfloti sem landssambönd ASI komu sér saman um í síðustu viku. Bjöm Grétar Sveinsson, for- maður Verkamannasambandsins, sagði að viðræður gengju mun hægar fyrir sig en hann hefði von- ast eftir. Starfshópur hagfræðinga beggja samningsaðila, sem var falið að skoða áhrif kröfugerðar landssambandanna á verðlag og fleira, hefði ekki skilað sameigin- legu áliti. Ekki væri heldur komin niðurstaða frá starfshópi lögfræð- inga samningsaðila sem falið var að fjalla um lögfræðilega hlið kröf- unnar um færslu taxta að greiddu kaupi. Rafiðnaðarmenn vijja slíta samfloti Guðmundur Gunnarsson sagði að formenn landssambanda ASÍ væru búnir að kynna kjarastefnu sína fyrir ríkisstjóminni og vinnu- veitendum. Forystumenn ríkis- stjórnarinnar hefðu lýst sig tilbúna til að fara þessa leið, en að sínu mati hefðu vinnuveitendur hafnað henni í gær. Hann sagði mikilvægt að allir gerðu sér grein fyrir að samningaviðræður hefðu ekki ver- ið að hefjast á föstudaginn þegar ASÍ lagði fram samræmda kjara- stefnu. Þær hefðu staðið frá því í nóvember þegar kröfugerðir voru lagðar fram. „Það er alveg skýrt af hálfu Rafíðnaðarsambandsins að við slítum okkur út úr þessu á morgun ef vinnuveitendur sýna ekki já- kvæð viðbrögð við kröfum okkar. Það var fundur í næststærsta fé- lagi rafíðnaðarmanna síðdegis í dag og menn voru sammála um það að við myndum ekki fara að versla með þessar fímm þúsund krónur,“ sagði Guðmundur. Hannes G. Sigurðsson, að- stoðarframkvæmdastjóri VSÍ, sagði að krafa ASÍ væri um margt óljós og það skorti nokkuð á full- nægjandi svör af hálfu ASÍ um hvernig ætti að útfæra krónutölu- hækkun í nýtt kauptaxtakerfi. Hann sagði þetta flókið mál og menn þyrftu tíma til að skoða það frá öllum hliðum. Vonast væri eftir að samningamenn næðu meiri árangri í viðræðum í smærri hópum en á stórum fundi formanna allra landssam- bandanna. Fyrirspurn á alþingi um útsendingar- tíma sjónvarpsstöðvanna Hlutfall íslensks efnis er HLUTFALL íslensks efnis f heild- arútsendingartíma íslenskra sjón- varpsstöðva var 16,58% árið 1996. Hlutfallið var hæst á Ríkis- sjónvarpinu, 35%, næstmest á Stöð 2, 19,9%, 7% á Sýn en lægst á Stöð 3, 5,3%. Þetta kom fram í svari Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra við fyrir- spum Svavars Gestssonar alþing- ismanns um íslenskt sjónvarps- efni. Fram kom í svari ráðherra að útsendingartími stöðvanna fjög- urra var 15.213 klukkustundir á árinu. Ríkissjónvarpið sendi út 3.500 klst. en þar af 1.220 klst. af íslensku efni. Á Stöð 2 voru íslenskar stundir 935 af alls 5.134, á Sýn voru þær 197 af 3.079 en á Stöð 3 185 af alls 3.500 klst. Hlutfall frétta- efnis tæp 5% Hlutfall frétta og fréttatengds efnis var 4,87% af heildarútsend- 16,58% ingartíma allra sjónvarpsstöðv- anna. Hæst var það á Ríkissjón- varpinu, 12-14%, 5,48% á Stöð 2 en ekkert eða óverulegt á Sýn og Stöð 3. íþróttaefni var sent út nærri tíunda hluta heildarútsendingar- tímans á stöðvunum fjórum. Hlut- fall þess var mest á Sýn, 16%, næstmest á Ríkissjónvarpinu 12-14%, 7% á Stöð 3 en minnst á Stöð 2, 2,97%. Hlutur barna- og unglingaefnis var 15% af heildardagskrártíma Ríkissjónvarps, eða um 520 klst. Þar af voru sendar út 60 stundir af innlendu barnaefni, en 125 stundir af talsettu barnaefni á ís- lensku. Á Stöð 2 var innlent barna- efni 11 klst. en barnaefm talsett á íslensku 181 stund. íslenskt barnaefni var óverulegt á Sýn. Á Stöð 3 var barnaefni 13% af út- sendingartíma. Þar af voru 20 stundir íslensk kynning á barna- efni, sem svarartil 0,6% af heildar- útsendingartíma. I I I I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.