Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.02.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 37 HELGI JÓNSSON HAFÞORINGI MAGNÚSSON + Helgi Jónsson fæddist í Rangárvallasýslu 31. ágúst 1937. Hann lést af slysförum 12. janúar siðastliðinn _og fór útför hans fram frá Ábæjar- kirkju, Austurdal, 21. janúar. Endurminning um gamla eftir- lætislesningu kemur nú upp í hug- ann þegar minnast skal óvæntra kaflaskipta á þeim stað þar sem hrikaleiki náttúrunnar nær sér hvað hæst í íslenzkri mannabyggð. Það var hinn mikilvirki rithöfundur Guð- mundur Gíslason Hagalín sem með bók sinni „Konan í dalnum og dæt- urnar sjö“ hafði allt í einu fært bóndabæinn Merkigil í Skagafirði inn í vitund alþjóðar, þrátt fyrir afskekkta legu, en bókin hafði kom- ið út árið 1954 og náð geysilegri útbreiðslu. Ekkjan Monika Helga- dóttir, sem af óbilandi elju og trú á lífíð, hélt nú áfram að bjóða erfíð- leikunum birginn ásamt börnum sínum, var orðin þjóðkunn mann- eskja fyrr en varði og margir litu á hana sem drottningu þessa dals fyrir þrautseigju hennar. Þar kom þó að tíminn hafði talið niður æviár hennar nær því til ýtrustu marka, að minnsta kosti hvað starfsþrek snerti, og einhver umskipti urðu ekki umflúin. Og þá gerist það þjóð- hátíðarárið 1974 að Helgi Jónsson kemur inn í sögu Merkigils. Sú saga er fjöidanum SI'ðan kunn. Helgi gerðist ráðsmaður og síðan eigandi jarðarinnar og þar átti gamla hús_- móðirin upp frá því öruggt skjól. Á Helga var síðan margoft minnzt sem bóndann í dalnum og að lokum eina sóknarbamið og það hlutverk hans að vera kirkjuhaldari hinnar afskekktu kirkju að Ábæ og gest- gjafi við hina árlegu messu þar var löngu orðið hljóðbært um byggðir. Nafn Helga á Merkigili hljómaði kunnuglega og menn settu sér fyr- ir sjónir þá nærfellt ótrúlegu nátt- úrusköpun sem umhverfí hans í hinum nýlegu heimkynnum óneit- anlega var. Það gætu verið svo sem tvö til þrjú ár síðan góðkunningi minn einn kvaðst hafa talað við Helga bónda í síma og leitað eftir lýsingu hans á aðstöðu til ferðar á þessar slóðir, og rómaði hann alúð hins bláókunn- uga manns við að gefa sem greinabezta lýsingu á náttúrufari og vegalengdum. Sjálfur var ég þá á þessum síðari árum farinn að hafa vemlegan áhuga á að kynnast svæðinu og þá einna helzt með því að vera viðstaddur Ábæjarmessu. Fyrsta viðleitni mín í þá átt var að eiga tal við séra Ólaf á Mæli- felli, sem lýsti öllu eins vel og tök vom á. En samtal okkar leiddi af sér áhrifameira framhald og flýtti því að sú för yrði farin. Presturinn hafði nú fregnað að í byggðum mínum á Mýmm vestur, í Borgar- nesi og grennd, starfaði blandaður kór, og nokkru fyrir messuna 1995 var afráðið að hluti hans færi norð- ur og annaðist söngþjónustu við messuna. Og nú var það næsta og sjálfsagðasta skrefið að tala við Helga bónda áður en áætlunin um ferðina væri algerlega mótuð. Fyrsta símtal okkar var hið ánægju- legasta, eins og öll hin, sem á eftir fóru, og Helgi lagði á það megin- áherzlu að við fæmm nægilega snemma af stað, með því að vega- lengdin væri svo geysileg sem allir vissu og sums staðar gæti verið seinfarið, sér í lagi ef til vætu kynni að draga. Og er ekki að orðlengja það að reynt var í hvívetna að hafa þessar ráðleggingar í heiðri. Ekki var sá kosturinn síztur er við nutum í því að hafa með í förinni mann sem þekkti þarna allt eins og heima hjá sér, séra Gísla H. Kolbeins, en hann þjónaði þá um eins árs bil hluta þess svæðis þar sem umrædd- ur kór á búsetu. Og í ferðinni gekk allt eins og bezt mátti verða, sól- skin og blíða sem mest getur orðið á miðsumri, og við vomm lent spöl- korn frá kirkjunni hálftíma fyrir boðaðan messutíma. Var þá fáni þegar við hún hjá sáluhliði og all- margir komnir á staðinn. Vinaleg en sérkennileg lítil kirkja blasti við, fyrirferðarmikill kross upp af fram- stafni, gluggi sem hluti af boga- fleti upp af dymm og annar mun stærri á kórgafli, á svipaðri grunn- mynd en með tólf rúðum. Fólk dreif að í sífellu, og gaman var að sjá að minnsta kosti tvo koma ríðandi. Við gengum svo heim, og var ég í engum vandræðum með að þekkja Helga af myndum er ég hafði séð. Hitt kom mér kannski eilítið meira á óvart hve hár og karlmannlegur hann var, og var vel hægt að láta lýsingu sögualdargarpa koma sér í hug, þar sem auðséð var að frá- bært áræði bjó honum í huga við hvert það hlutverk sem til fram- kvæmdar var hverju sinni. Þegar prestur var mættur gekk Helgi þegar til þess starfs sem meðhjálpari að skrýða hann, en vegna smæðar kirkjunnar hentaði betur að sú athöfn færi fram úti, við syðra bakhom hennar. Ekki var hljóðfæri fyrir hendi á staðnum, og var komið með þægilegt hljómborð sem staðið gat á borði gegnt alt- ari, en söngfólk tók sér stöðu þar fyrir innan, framan við altaristöfl- una. Eitthvað átti organistinn í örð- ugleikum fyrst í stað með uppstill- ingu söngbóka fyrir messuna og bar það atriði upp fyrir Helga, sem ekki var lengi að átta sig á hvemig úr því mætti bæta. Hinn fyrrnefndi hafði handtösku meðferðis og hugði gott til að láta hana halda kirkju- söngsbókinni í skorðum, en taskan hafði reynzt of létt. Helgi skálmaði þegar út og kom að vörmu spori með mátulega stóran stein sem hann lagði þar á ofan, en hann gerði hvort tveggja að halda tösk- unni fastri og veita nótnabókum bakstuðning. Messan fór svo fram með hátíðleika og lauk með því að sungið var „ísland ögrum skorið". Álitum við að þar hefðu kirkjugest- ir úti jafnt sem inni tekið undir af lífi og sál í samræmi við helgiblæ stundarinnar. Viðstaddir tæknimenn, sem höfðu tekið messuhaldið upp til útsendingar, tóku Helga tali góða stund og áður en menn skildu á staðnum höfðu þeir fært honum að gjöf eintak af segulbandsupp- töku messunnar sem hann fagnaði mjög. Spurði hann síðan hvort við værum ekki tilbúin að standa að almennum fjöldasöng heima hjá sér við kaffið, og var vandalaust að játa því. Og leiðin lá frá Ábæ að þessu sinni. Kirkjugestir, sem nú reyndust eftir talningu í gesta- bók hafa verið nokkuð á þriðja hundrað og höfðust að meginhluta við á grænni grund kirkjugarðs og kirkjuflatar, undirbjuggu nú för sína heim að Merkigili, þar sem Helgi hélt stranglega þá hefð í heiðri að bjóða upp á kirkjukaffi. Litla kirkjan með iágu, vinalegu garðhleðsluna til hliðar og að baki var nú kvödd við skin síðdegissól- ar, og umhverfið skartaði þeirri tígulegu sjónmynd sem fyrir hendi var, þar sem roða brá á fjallagníp- ur, fell og hóla, en mildur gróður kúrði í brekkum og á flötum. „Hlaðkonsertinn" var hafinn þegar þeir Helgi og presturinn komu á staðinn og aðstaða til söngs á Merkigilshlaði hin ágætasta í góðviðrinu. Tók þarna fjöldi fólks lagið, eins og nærri má geta í skag- firzkri byggð enda þótt þess sé jafnframt að geta að til Abæjar- messu sækir fólk að jafnaði hvað- anæva að. Hversu lengi var haldið út með sönginn man sjálfsagt eng- inn því tíminn var á þessari stundu fjarlægt hugtak. En svo mikið er víst að fá munu þau hafa verið íslenzku ættjarðar- og alþýðulögin sem hópurinn fékk ekki útrás i að syngja hér. Og veitingarnar þáði fólkið bæði inni og utan dyra eftir því sem á stóð. En allir dagar eiga sér kvöld og þá einnig hinn 6. ágúst 1995. Horft var heim að Merkigili yfir hrikagljúfur Jökuls- árinnar þar til hvort tveggja var að baki og nokkurra klukkutíma heimferð fyrir höndum. Vitað var að Helgi hugsaði með fögnuði til hins árlega helgihalds. Sömuleiðis var það kunnugt að hann átti sér draum um endurbætur á kirkjunni gömlu og hafði þegar unnið nokkuð í því að koma því máli í framkvæmd. Og sjálfsagt hefur engum fundizt það nein tilvilj- un er hann gerði kunnugt að hann kysi sér legstað í þessum afskekkta helga reit í fyllingu tímans, þó hvorki hann né aðra óraði fyrir því að til umskiptanna væri eins skammt og raun varð á. Umsjón Ábæjarkirkju var stór þáttur í and- legu lífi Helga og honum mikið metnaðaratriði að sem mest reisn hvíldi yfír síðsumarshelginni góðu þegar horfín saga nálgaðist okkur að nýju við helgar tíðir. Helgi var af sunnlenzkri rót og afneitaði aldrei þeirri arfleifð þó seinna umhverfið væri honum hjartfólgið. í Holtunum lá bernsku- slóðin og nokkra góðvini mína þar þekkti hann að sjálfsögðu vel. Kjarkur og hikleysi virtust vera eins konar leiðarsteinar í skapgerð hans og svaðilfarir aðeins eitthvað sem þurfti að sigrast á. Landið virtist víða bjóða upp á baráttu við ögrandi aðstæður og sem dæmi um það má nefna að fyrir fáum árum skýrði Helgi frá því hvernig hann hefði gabbað villiref með því að ginna hann í skotmál bundinnar byssu, en sjálfur hafði bóndinn tengt garn við byssugikkinn. Var þá ekki að sökum að spyija að þegar hann kippti í snærið í allmik- illi fjarlægð féll tófan fyrir hug- kvæmni mannsins. Eins og öllum er nú kunnugt lézt Helgi af slysför- um á tólfta degi nýbyijaðs árs. Á öðrum degi eftir næstsiðustu Ábæjarmessu hafði hann símað til mín suður, glaður eftir viðburðinn, til þess að þakka fyrir síðast. Og nú hafði ég símað til hans norður með nýársósk viku áður en hann dó, og bar ýmislegt á góma að venju. Ábæjarmessur voru honum svo ofarlega í huga að einnig í þessu samtali minntist hann þeirra sem sömu öndvegisviðburða og ætíð fyrr. Ég sé fyrir mér Austurdalinn á lognkyrrum degi, þegar sól lengir göngu sína á útlíðandi vetri og boðar dýrðarfullan samruna í birtu dags og nætur á svæðinu þar sem Helgi á Merkigili fékk síðustu ósk sína uppfyllta. Með samúðaróskum til aðstand- enda. Lifi minning hans. Bjarni Valtýr Guðjónsson. + Hafþór Ingi Magnússon fæddist á Akureyri 1. nóv- ember 1978. Hann lést á heim- ili sinu 11. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 18. febrúar. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast.“ (Davíðssálmur 23:1-2) Djúpt skarð hefur verið höggvið í okkar ástkæra vinahóp. Haffi er farinn frá okkur eftir mikil veik- indi. Það er erfítt að skilja að við munum ekki sjá hann aftur hér á jörð. Við kynntumst Haffa á mismun- andi vegu, sumir í skóla, aðrir á Ástjöm í Kelduhverfí og enn aðrir á unglingafundunum á Sjónarhæð. Hann var mjög rólegur og traustur félagi og það var einkenni á honum hversu skapgóður hann var. Það var einnig alltaf stutt í gamanið hjá honum. Haffí byijaði að sækja unglinga- fundina vorið 1990. Hann var einn af þeim sem misstu mjög sjaldan af fundi og tók virkan þátt í starf- inu. Hann fór allar ferðir sem við fórum saman, m.a. til Færeyja tvisvar sinnum og einnig oft innan- lands. Það er undarlegt að hann muni aldrei framar koma á fund eða taka þátt í starfínu og við munum öll sakna hans sárt. Öll vissum við að Haffí hafði mjög mikinn áhuga á körfubolta og svo mikill var áhuginn, að hann sótti alla heimaleiki og nær alla útileiki körfuboltaliðs Þórs síðastlið- in þijú til fjögur ár. Hann ætlaði að fara að æfa núna í haust, en veikindin komu í veg fyrir það. Haffi hafði einnig mikinn áhuga á vörubílum og stefndi að því að taka meirapróf síðar meir. Hann átti gott safn muna um vörubíla og draumabfllinn hans var vörubfll- inn hans Stjána Júl. Haffí hafði því mjög mikla ánægju af því þegar honum bauðst að fara með eina ferð _þegar verið var að flytja hús til Ástjamar vorið 1994. Hann geislaði af ánægju og naut þess að fá að sitja við hlið bílstjórans og fylgjast með honum að störfum. Þegar við fréttum að hann væri veikur grunaði okkur ekki að hann færi frá okkur svo fljótt. Hann gerði ekki mikið úr veikindum sínum og þegar hann lá á sjúkrahúsinu bað hann mikið fyrir konunni, sem lá veik á sömu stofu. Haffí var góður drengur og hugsaði fyrst og fremst um aðra. Við sendum Sólrúnu, Lofti, Gunnari og Magnúsi okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að hugga þau í sorg þeirra. „Gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína og í húsi Drottins bý ég langa ævi.“ (Davíðssálmur 23:6) Kveðja frá unglingunum á Sjón- arhæð. Árni Hilmarsson Það stóð ei þys né styr um þína vegi, þú stilltir jafnan geði þínu í hóf og því var bjart á þínum hinsta degi þegar vetur líkklæði þér óf. (Guðm. Guðm.) Þessar ljóðlínur koma í hugann þegar við minnumst Hafþórs Inga frænda okkar. Hann háði baráttu við hinn illvíga sjúkdóm krabba- mein fullur lífsorku og lífsvilja en varð að lokum að lúta í lægra haldi. Elsku Hafþór, nú þegar þú ert horfínn yfír móðuna miklu vonum við að þér líði vel. Við trúum því og treystum að afi hafí tekið á móti þér og þið séuð saman núna. Ég fel í forsjá þína, guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma, og ljúfa engla geyma 511 bömin þ!n, svo blundi rótt. (M. Joch.) Hvfl þú í friði. Guð blessi þig, Hafþór Ingi. Elsku Maggi, amma, Solla, Loft-, ur, Gunnar Þór og Gunnar, við ' sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi sá sem öllu ræður gefa styrk og þerra tár í ykkr.r mikla missi. Föðursystrabörnin. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaöra ASCII-ski-áa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallinu- v ' bil og hæfilega linuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fhnmtudaginn 13. mars 19971 efri þingsölum Hótels Loftleiða og hefst kl 14.00. Dagskrá 1. Venjuleg aöalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur ffá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar cigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Stjóm Flugleiða hf Aðgönguraiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins, Rey kj a víkurfl ugvel 1 i. hlutabrcfadeild á 1. hxðfrá og mcð 6. mars kl. 14.00. Dagana 10. til 12. marsveróagögn afgreidd írákl. 09:00 til 17:00 og fundardagtilkl. 12:00. Hlutliafar eru vinsamlegast beðnir að vltja fundargagna sinna fyrir kl. 12:00 á fundardcgi. FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðofélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.