Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ SKILNAÐARGJÖF til gesta við vígslu Sleipnis Vest var vatnslitamynd og í texta með henni seg- ir að þetta sé eitt af 200 tilbrigðum við þemað Snæfellsjökull, málað af listamanninum Kristínu Þorkelsdóttur 1997. Morgunblaðið/Ásdís LJOS- HAF ÁBOR- PALLI KRISTÍN Þorkelsdóttir myndlistarmaður í vinnustofu sinni. Sl. fimmtudag vígði Statoil í Noregi nýjan bor- pall í Norðursjó. Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti, opnaði hann formlega í aðal- stöðvunum í Stavanger. Úti á borpallinum var komið iyrir stórri vatnslitamynd eftir Kristínu Þorkelsdóttur myndlistarmann, boðskort gest- anna 200 voru frummyndir eftir hana og hver gestur var leystur út með vatnslitamynd um tilbrigði við Snæfellsjökul. Elín Pálmadóttir forvitnaðist um þennan óvenjulega viðburð. FRÁ áramótum hefur ekki verið slegið slöku við í vinnustofu mynd- listarmannsins Kristín- ar Þorkelsdóttur í Lindarhvammi 13 í Kópavogi, allt þar til allar mynd- irnar fóru til Noregs um síðustu helgi. Og ekki er allt búið enn, því í framhaldi er enn nýtt átak í vændum. í tengslum við opnun á nýjum borpöllum hefur Statoil lagt í vana sinn að leysa boðsgesti út með myndlist og vildi einnig gera það nú þegar vígður er þriðji stærsti borpallur í heimi, sem ber nafnið Sleipnir Vest. Því leitaði Helge Hoel, sem að þessu stend- ur, til Kristínar fyrir jólin um að hún málaði vatnslitamyndir til að gefa hveijum gesti. Kristín segir það röð tilviljana að hann sneri sér til hennar. Eið- ur Guðnason sendiherra hafði sjálfur nokkrum mánuðum fyrr haft hug á að eignast mynd eftir hana og bauðst til að kynna hana í Noregi eftir að hafa komið í vinnustofuna hennar. Fór til Ósló með eitthvað af myndum eftir hana. Þegar Hoel nokkrum vikum síðar spurði hann um listamann sem hefði ísland að viðfangsefni sýndi hann honum myndirnar. Hoel beið ekki boðanna og hafði beint samband við Kristínu milli jóla og nýárs. Boðskortin frummyndir Venjulega hafa boðskortin til vígslu á borpöllunum verið prentaðar eftirmyndir af listaverki eftir viðkomandi listamann „Þegar tveir eldhugar mætast gerist stundum eitthvað óvænt. Þetta æxlaðist þannig að ég skyldi líka gera 200 boðskort með frummynd- um handa gestunum," segir Krist- ín til skýringar þegar leitað er eftir því hvað kom til. Okkur datt í hug að ég handgerði litlar mynd- ir í boðsmöppur. Það kom í ljós að komið var í tímaþröng, því þess- ir boðsgestir víðs vegar að eru mjög upptekið fólk. Kristín tók því til óspilltra málanna við að mála LJÓSHAFIÐ var þemað í 230 boðsmyndum til vígsluathafnar borpallsins Sleipnis Vest. Engar tvær myndir eru eins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.