Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 D 19 var svo tekinn í Bessastaðaskóla 1805, stúdent varð hann þar, með einhveijum glæsilegasta vitnisburði þaðan. Séra Jón naut ásamt þremur öðrum piltum þeirrar náðar að halda til í kamersi konrektors í Reykja- víkurskóla og lásu þeir þar latínu og Testamentið á grísku. Er skólinn fluttist að Bessastöðum voru þeir Steingrímur biskup Jónsson og Jón Jónsson, stjúpsonur séra Markúsar Görðum, er seinna varð lektor. Fróðlegt er að lesa frásögn séra Jóns af skólalífi á Bessastöðum og ósiðum ýmsum er þar liðust við kennslu piltanna. Þess er getið að séra Jón hafí talað frönsku prýðilega vel, auk þess sem hann var mæltur á fleiri tungumál. Jón var lengi við verslun- arstörf í ísafjarðarkaupstað. Einnig stundaði hann kennslu, en vígðist árið 1824 aðstoðarprestur í Otra- dal. Fékk það prestakall 1825. Fór síðan í Dýrafjarðarþing, en fékk Sanda í febrúar 1853. Séra Jón virðist hafa reynst móður sinni vel. Af æfiskrá hans verður séð að hann er með móður sinni strax að loknu prófí. Þau eru þá í Hvítanesi. Kári Bjarnason, skjalavörður Háskólabókasafns, útvegaði grein- arhöfundi æfiágrip Jóns prests Sig- urðssonar sem Sighvatur Grímsson Borgfirðingur skrásetti, eftir hans eigin frásögn fyrir 1870. Þar segir m.a. frá: Arið 1828 frétti ég að faðir minn hefði misst konu sína og var hann þá á Kirkjufelli í Eyrar- sveit, bauð ég honum þá til mín með Þóru dóttur sinni og kom hann sama sumar að Otradal. Var þá móðir mín þar líka hjá mér. Um haustið sama ár sló hann upp á að giftast móður minni og var hann þá 64 ára gamall, en hún 75 ára. (Mátti það heita merkilegt að sonur 41 árs gamail gaf í hjónaband báða foreldra sína annað á sjötugsaldri en hitt hálfáttrætt). „Þegar ég hafði verið um tíma í Dýrafirði komst ég í kunningsskap við útlendar þjóðir, einkum Frakka, og gjörði það mest að ég gat vonum framar skilið mál þeirra. Var það eitt sinn er ég var á Núpi að ég hafði tekið barn sem hafði tungu- haft og fékk ég lækni af frönsku herskipi sem þar kom inn á fjörð- inn, að skera tunguhaftið. Spurðu þeir eftir frönsku fiskiskipi, sem hafði tapast hér í Norðurhöfum árið áður og gat ég gefið skýrslu um það eftir það sem ég hafði heyrt af útlendum sjómönnum og skrifaði ég þá skýrslu á latínu. En þegar dr. Gaimard sem ferðaðist hér á íslandi var kominn heim aftur úr ferð sinni sendi hann mér tvíhlaup- aða byssu með öllu tilheyrandi og var það hinn ágætasti gripur, og sáumst við þó aldrei á æfinni, enda var það oftar að ég hafði miki! kynni af Frökkum, tók af þeim tvo veika menn, sinn í hvort sinn. Var annar hjá mér í 3 vikur en annar rúma viku og einu sinni var ég túlk- ur í mánuð fyrir skipherra sem lá í Alviðru. Fékk ég aunga borgun fyrir annan þann veika, sem hjá mér var, þar til ég skrifaði frönsku Gallen MIÐARtg ^ SKAKT Skólavörðustíg l6a Sími 561 4090 TORFI Hjartarson tollstjóri eignaðist allar bækur um Gaimard-leiðangurinn. Ljósmyndin er tekin á heimili Torfa á Flókagötu. stjórnarráði, og fékk ég þá 54 franka í silfri, með frönsku herskipi og var það síðar en hér var komið, því þá var ég kominn að Söndum og komu þeir peninga mér þá í góðar þarfir í mínum bágu kringumstæðum, sem oft hefðu orð- ið mér erfiðari, ef ég hefði ekki haft góð kynni af framandi útlend- ingum, sem reyndust mér betur en sumir landar mínir, en af því enginn ræður sínum næturstað þá sótti ég frá Mýraþingum, mest af ótta fyrir að þjóna þar lengur og sótti ég um Sanda. Voru mér veittir þeir 11. febrúar 1853 og flutti ég þangað sama vor, 66 ára gamall. Gekk mér þar miklu örðugra því þó ég mætti vera heima tvo sunnudaga í senn þá var annexíuvegurinn miklu erfið- ari. Hið sjötta ár sem ég var á Söndum missti ég sjónina, 1859. Þá var ég 72 ára og varð ég þá að resignera." „Þeir Gaimard og Robert sigldu héðan með command. Tréhouart á corvettu þann 1. eða 2. þ.m. Þeir höfðu siglt hringinn kringum landið og norðurhöfín og leitað af sér grun með franska skipið." Úr bréfi Stein- gríms Jónssonar biskups. Enski lávarðurinn Arthur Dillon, sem frægur var á íslandi á sinni tíð, hitti Gaimard og félaga hans er þeir voru hér árið 1835. Dillon segir að enginn af skipveijum á La Recherche hafi kunnað íslensku eða dönsku. Franskir sjómenn er áður höfðu stundað fiskveiðar á íslands- miðum áttu að vera túlkar en töluðu Flandraramál. Urðu þeir forviða er í ljós kom að Reykvíkingar skildu þá ekki. Sjómennimir töldu sig tala íslensku er Flandrarmálið flæddi af vörum þeirra. Höfundur er þulur. Allt stíflað ? Láttu þér batfia með utrivm Otrivin nefúðinn er fljótvirkur og áhrifamikill. Það er hægt að halda kvefinu í skefjum, án lyfseðils. Þú ferð i næsta apótek og nærð pér í Otrivin nefúða. Úðar einu sinni í hvora nös, allt að þrisvar sinnum á dag. Þá losnar um stíflurnar, þú dregur andann djúpt, vandræðalaust og lætur þér batna. Thorarensen Lyf Otrivin nefúðinn og nefdroparnir innihalda xýlómetasólin sem vinnur gegn bólgu, nefstíflu og slímmyndun vegna kvefs og bráðrar bólgu í ennis- og kinnholum. Otrivin virkar fljótt og áhrifin vara í 6-10 klst. Otrivin getur valdið aukaverkunum, s.s. ertingu í slímhúö og sviöatilfinningu. Einnig ógleöi og höfuðverk. Otrivin má nota þrisvar á dag en ekki lengur en í 10 daga í senn. Varúð: Langtímanotkun Otrivin getur leitt til þurrks í nefslímhúð. Sjúklingar með gláku eða þeir sem hafa ofnæmi fyrlr xýlómetasólin eða bensalkonklóriöi ættu ekki aö nota Otrlvin. Kynniö ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymiö þar sem börn ná ekki til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.