Morgunblaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 2
B ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ENDASPRETTURINN AÐ ENGLANDSMEISTARATITLINUM STAÐAN í DEILDINNI þann 7. apríl 1997 Lið L u J T Mörk Stig Manchester Utd. 32 18 9 5 63:36 63 Arsenal 33 17 9 7 55:28 60 Liverpool 32 17 9 6 54:28 60 Newcastle 31 15 8 8 60:37 53 Aston Villa 32 15 8 9 40:28 53 Chelsea 32 13 10 9 51:47 49 Shetfield Wed. 31 12 13 6 41:37 49 Wimbledon 31 12 10 9 42:38 46 Tottenham 32 12 6 14 39:43 42 Leeds 32 11 8 13 26:34 41 Leicester 31 10 9 12 37:44 39 Derby 32 9 11 12 38:49 38 Blackburn 31 8 12 11 33:32 36 Everton 32 9 9 14 38:48 36 Sunderland 33 8 10 15 30:49 34 West Ham 31 8 9 14 31:41 33 Coventry 33 7 12 14 29:47 33 Middlesbrough 31 9 8 14 44:52 32 Nottingham For. 34 6 13 15 29:52 31 Southampton 32 7 9 16 42:52 30 Leikirnir sem liðin eiga eftir: Manchester □ □ Liverpool Liverpool 12/4 Sunderland (LÍ) 19/4 Man.Utd. (H) ?/4 Everton (Ú) 3/5 Tottenham (H) 6/5 Wimbledon (H) 11/5 Sheff. Wed. (Ú) LONDON Manchester Utd. 12/4 Blackburn (Ú) 19/4 Liverpool (Ú) ?/4 Newcastle (H) 3/5 Leicester (Ú) 7/5 Middlesbro. (H) 11/5 WestHam (Ú) Arsenal 12/4 Leicester (H) 19/4 Blackburn (H) 21/4 Coventry (Ú) 3/5 Newcastle (H) 11/5 Derby (Ú) ■ MARIO Zagallo, landsliðs- þjálfari Brasilíu, skrifaði á sunnu- daginn undir nýjan samning við brasilíska knattspymusambandið, samning sem gildir fram yfir HM í Frakklandi. Zagallo fær 7,84 millj. ísl. kr. í laun á mánuði. ■ FYRRIJM leikmenn argent- ínska liðsins Boca Junior, sem urðu Suður-Ameríkumeistarar og heimsmeistararar félagsliða 1978, ætla að koma á ágóðaleik fyrir félaga sinn Carlos Horacio Salinas, sem lifir nú í fátækt í bænum Tucuman. ■ CHELSEA hefur augastað á David Mathieson, markverði skoska liðsins Queen of the South. Hann er 19 ára. Ipswich og nokkur skosk lið hafa einnig áhuga á Mathieseon. ■ HELENIO Herrera, fyrrum þjálfari Inter Mílanó, sagði á sunnudaginn að Alfredo Di Stef- ano, fyrrum leikmaður með Real Madrid, sé besti knattspymumað- ur allra tíma — hann hafi verið betri en Pele. „Hann var sterkur í vörn, lykilmaður á miðjunni og toóm FOLK hættulegasti sóknarleikmaður allra tíma,“ sagði Herrera. ■ PÓL VERJINN Marek Citko, sem Blackburn og Inter Mílanó vildu fá til sín, hefur skrifað undir átján mánaða samning við Widzew Lodz í Póllandi. ■ WIDZEW Lodz hefur fengið liðsstyrk — liðið hefur keypt þýska leikmanninn Uli Borowka, fyrrum leikmann Werder Bremen. ■ MORTEN Olsen, sem tekur við þjálfun Ajax eftir keppnistímabil- ið, hefur ráðið tvo fyrrum lands- liðsmenn Hollands sem aðstoðar- menn sina. Það eru þeir Heini Otto og Jan Wouters. ■ FRANCESCO Guidolin, þjálf- ari Vicenza, er talinn líklegur eftirmaður Roy Hodgson hjá Int- er, þegar Hodgson fer til Black- burn. ■ EVERTON hefur kallað á Paul Rideout frá Kína. Knattspyrnu- stjórinn Dave Watson hætti á ell- eftu stundu við að selja hann til Huan Dao Vanguards á 250 þús. pund, þar sem mikið er um meiðsli hjá lejkmönnum Everton. ■ ÞÝSKI Iandsliðsmaðurinn Oliver Bierhoff, sem leikur með Udinese, sagði um helgina í við- tali við Gazzetta dello Sport að það væru litlar líkur á að hann léki aftur með þýsku liði. Bierhoff, sem lék með Mönchengladbach, segir að það sé erfiður heimur að vera landsliðsmaður í Þýskalandi — hann nefndi Jiirgen Klinsmann máli sínu til stuðnings, að hann væri ekki ánægður hjá Bayern Miinchen. ■ CESAR Luis Menotti, fyrrum þjálfari Argentínu, er nefndur sem næsti þjálfari Sampdoría. ■ BRASILISKI leikmaðurinn Beto hjá Napolí verður frá keppni í mánuð vegna meiðsla á hné - hann meiddist í leik gegn Roma um helgina. KEFLAVÍK að fór eins og margir höfðu óttast, að Keflvíkingar sigruðu Grindvíkinga í þremur leikjum í úrslitarimmu félaganna í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Ég segi óttast því auðvitað hefðu menn viljað fá fímm leiki í stað þriggja, en Keflvíkingar voru ein- faldlega of góðir til að sú von rættist. Það er ekki við þá að sakast að úrslitakeppnin varð ekki lengri. Körfuknattleikurinn hefur löngum verið vin- sæll á Suðumesjum og þaðan hafa sterkustu liðin komið síð- ustu fimmtán árin. Njarðvíkingar urðu fyrst íslandsmeistarar árið 1981 og unnu titiiinn eftirsótta sex sinnum næstu sjö árin. Sigur Keflvíkinga núna er íjórtándi sig- ur liðs frá Suðurnesjum frá árinu 1981, Haukar og KR hafa skot- ist inn á milli, einu sinni hvort. Árangur Keflvíkinga í vetur er eftirtektarverður því liðið hef- ur aðeins tapað fjórum leikjum, þremur í deildinni og einum í úrslitakeppninni. Þeir urðu Reykjanesmeistarar, bikarmeist- arar þar sem þeir iögðu KR-inga í úrslitum eins og í úrslitum Lengjubikarsins, deildarmeistar- ar og á sunnudaginn fullkomn- uðu þeir veturinn og Guðjón Skúlason hóf fimmta bikarinn á loft. Er hægt að hugsa sér það betra? Vel virðist vera að málum staðið í Keflavík. Þó svo áhorf- endum virðist hafa fækkað á leikjum í vetur hafa Keflvíkingar alltaf ákveðinn kjama sem styður vel við bakið á þeim. Sigurður Ingimundarson tók við þjálfun meistaraflokks karla í vetur eftir að hafa stýrt meist- araflokki kvenna með frábæmm árangri um nokkurra ára skeið. Honum hefur tekist að púsla lið- inu saman með einstökum árangri og hefur svo sannarlega sannað að hann er snjall þjálf- ari, hafí einhver efast. Fáir þjálf- arar geta státað af þvi að hampa Íslandsbikar í meistaxaflokki eins oft og hann. Keflvíkingar vom svo sannar- lega bestir í vetur, um það geta allir verið sammála. En þó svo þeir séu bestir verða þeir að gera sér grein fyrir þvf að körfuknatt- leikur í landinu snýst ekki ein- göngu um þá. Fyrir fyrsta úrsiita- leik liðanna gáfu þremenningar nokkrir í Keflavík út leikskrá sem í marga staði var mjög góð, en grein sem einhver þeirra ritar er mjög ósmekkleg árás á Körfu- knattleikssambandið og mynd sem er á forsíðunni er hreinn og beinn dónaskapur. Rétt er að taka fram að þremenningamir tengjast ekki körfuknattleiksdeild Kefla- víkur, en samt... Annað sem ég get ekki látið hjá líða að nefna varðandi Kefl- víkinga er það sem gerðist í upp- hitun fyrir annan úrslitaleikinn í Grindavík. Eftir að gestimir höfðu verið kynntir var komið að heimamönnum, Grindvíking- um. Þegar þeir voru kynntir fóru Keflvíkingar að hita upp við körfu sína. Slíkt er að sjálfsögðu argasti dónaskapur og heyrir sem betur fer til undantekninga. Hvenær myndum við til dæmis sjá knattspyrnumenn eða hand- knattleiksmenn hita upp á meðan lið mótheijanna er kynnt? Skúli Unnar Sveinsson Árangur karlalids Keflvíkinga í vetur er stórglæsilegur Hverju þakkar uppspilarinn VALUR GUÐJÓIM VALSSON góðan árangur Þróttara? Spila meðan þyngdin leyfir VALUR Guðjón Valsson er af nýrri kynslóð uppspilara í ís- lensku blaki. Hann er Reykvíkingur íhúð og hár en tvö síð- ustu árin hefur hann alið manninn í Hafnarfirði. Hann hóf að æfa blak með iiði Þróttar í Reykjavík 1985 þá aðeins 10 ára gamall. Fljótlega komst hann ílæri hjá meistara fingurslags- ins, Leifi Harðarsyni, sem þvingaði hann í uppspilið eftir að hann hafði verið þrjú ár sem kantskellir en hann tók við upp- spilarahlutverkinu haustið 1994. Valur er nemi f sjúkraþjálfun við Háskóla íslands og er í sambúð með Pálínu Margréti Rúnarsdóttur lögfræðinema. Satt best að segja man ég ekki almennilega hvers vegna ég byrjaði í blaki, en mig minnir að Lárentsínus Ág- ústsson, fyrrum Guðmundur H. blakmaður ársins, TmTSSOn hafí verið að Þíálfa okkur ásamt Leifi Harðarsyni. Þeir tveir byijuðu með mig í kompunni í Langholtsskóla og þaðan á ég mínar fyrstu minningarnar úr blakinu, segir Valur þegar hann er spurður um tildrög þess að hann hóf að leika blak. Ert þú dæmi um þennan fjöl- hæfa blakmann sem getur spilað allar stöður? „Nei, en ég hef prufað allar stöðurnar á vellinum með misjöfn- um árangri þó. Ég lék til dæmis með unglingalandsliðinu sem miðjuskellir og var lengi framan af kantskellir hjá Þrótti áður en ég endaði í skemmtilegustu stöð- unni og hef haldið mig þar síðan, með örfáum undantekningum." Hefurðu stundað aðrar íþróttir en blak? „Já, ég aefði og spilaði körfu- bolta með ÍR og náði að verða Reykjavíkurmeistari en svo var ég einnig að dútla í fótbolta með Þrótti en það er ekki í frásögur færandi. Blakið heillaði mig samt alltaf mest, sérstaklega þegar ég fór að skilja leikinn betur.“ Myndir þú segja að blakið hent- aði krökkum vel? „Já, svo sannarlega enda er lít- ið um meiðsli í íþróttinni þar sem leikurinn er án líkamlegrar snert- Morgunblaðið/Jón Svavarsson VALUR GuAJón Valsson vlA nám í gær, hann er neml í sjúkra- þjálfun viA Háskóla íslands. ingar við andstæðinginn. Það eru margir krakkar sem byija í blaki, en hætta síðan fljótlega þar sem þeir ná ekki árangri strax. Grund- vallaratriðið er að hafa þolinmæði og gefa íþróttinni tíma, það skilar sér margfalt." Væri rétt að segja að þú værir hinn sanni meistari fingurslagsins? „Nei, nei, langt í frá. Það væri nær að segja að það væri læri- meistarinn Leifur sem hefur kennt mér tökin á tækninni.“ Hverju þakkar þú þennan góða árangur ykkar Þróttara í vetur? „Við erum búnir að vinna þann erfiðasta og þann mesta en sá skemmtilegasti er eftir en hann verður ekki auðveldur. Árangur- inn er samt að stórum hluta því að þakka að við erum með topp- þjálfara og svo erum við með góða breidd sem hin liðin hafa ekki. Það kemur alltaf maður í manns stað hjá okkur.“ Þú lékst þína fyrstu alvöru- landsleiki á Italíu síðasta sumar. Hvernig var sú upplifun? „Já, það var mjög eftirminni- legt, sérstaklega af því að við unnum til silfurverðlauna þótt lítið hafí verið gert úr því hérna heima. Ég ætla að einbeita mér að því að standa mig vel á Smáþjóðaleik- unum hér heima í sumar og ég hlakka mikið til þeirra." Hverju stefnurðu að í framtíð- inni? „Ætli maður klári ekki námið og haldi áfram að spila blak á meðan þyngdin leyfír og maður lyftir sér upp fyrir netið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.