Morgunblaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1997 B 7 KÖRFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Einar Faiur Fimmfaldir meistarar tum sem þeir tóku þátt í í vetur og eru fimmfaldir meistarar. Aftari röð frá hægrl: Þórhallur Stelnars- sdóttir, Árni Ragnarsson, Albert Óskarsson, Birgir Örn Birgisson, Þorsteinn Húnfjörð, Kristlnn Friðriks- n, formaður körfuknattleiksdeildar, og Slgurður Ingimundarson þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Falur liði, Gunnar Einarsson er á bak við verðlaunagriplnn, Kristján Guðlaugsson, Elentínus Margelrsson og Jón Ólafsson, stjórnarmaður. Meistararnir í Chicago Bulls tryggðu um helgina að liðið fær fyrst heimaleik alla úrslita- keppnina. Bulls vann Orlando að- faranótt mánudagsins og þó svo Utha Jazz geti jafnað árangur Chicago munu meistararnir ávallt fá heimaleikinn fyrst. Jordan var með 37 stig gegn Orlando og Scottie Pippen 21. Penny Hardaway og Rony Seikaly gerðu 23 stig hvor fyrir Orlando. Eftir sex tapleiki í röð tókst Sacramento loks að vinna, iagði Seattle, 113:101, og Mitch Rich- mond gerði 28 stig fyrir heima- menn, sem unnu öðru sinni í síð- ustu fimmtán leikjum. Sacramento er nú fjórum leikjum á eftir LA Clippers en liðin beijast um áttunda og síðasta sætið í úrslitunum í Vest- urdeildinni. Utah er á mikilli siglingu og eft- ir slakan fyrri hálfleik á móti Gold- en State, hristi Karl Malone af sér slenið, gerði 15 stig í þriðja leik- hluta og alls 30 í leiknum. Þetta var 12. sigur Utah í röð. Vafasamur heiður Leikmenn Dallas settu met um helgina og er sá heiður vægast sagt vafasamur. Liðið gerði aðeins tvö stig í þriðja leikhluta, skoraði úr vítaskotum þegar 1,51 mínúta var eftir af leikhlutanum. Dallas mætti LA Lakers og þátt fyrir þennan „árangur" í þriðja leikhuta tapaði liðið, aðeins 87:80. Gamla metið, fjögur stig í einum leikhluta, átti Buffalo Braves og var það frá árinu 1972 en árið 1987 jafnaði Sacra- mento Kins það. Minnesota í úrslit í fyrsta sinn? Eftir frækinn sigur á Chicago á fimmtudaginn og sex sigra í röð, tapaði Washington aðfaranótt laug- ardagsins, en þá var liðið í Minnea- polis og lék við Minnesota Timber- wolves. Heimamenn sigruðu, 97:95, með því að gera tíu síðustu stig leiksins og Tom Gugliotta tryggði sigurinn með körfu þegar 16 sek- úndur voru eftir. Minnesota eygir nú möguleika á að komast í úrslita- keppnina í fyrsta sinn í sögu félags- ins. Liðið þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í keppnina, eða treysta á að lið Sacramento tapi einum leik. Annars bar það helst til tíðinda aðfaranótt laugardagsins að New York Knicks tapaði, 84:93, á heima- velli fyrir Orlando. Penny Hardaway gerði 23 stig en liðið lék án Dennis Scott og Seikaly sem eru báðir meiddir. Karl Malone varð fyrsti leikmað- ur sögu NBA til að gera meira en 2.000 stig í tíu leiktímabil í röð. Áfanganum náði hann þegar Utah, besta lið Vesturdeildarinnar, vann Vancouver, versta lið deildarainnar. Nýliðinn Antoine Walker gerði 36 stig fyrir Boston þegar liðið vann LA Clippers, 117:102. Guðjón Skúlason, skytta Keflavíkurlíðsins liðsem Keflavík hefur hafl með,“ sagði Sigurður glottandi. „Við töpum bara fjórum leikjum í vetur og það segir sína sögu. Eg held að þetta sé besta lið sem við höfum haft. Úrslitakeppnin hefur verið skemmtileg þó svo leikirnir hafa ekki verið eins margir og und- anfarin ár. Svona keppni er alveg óútreiknanleg og þó svo við vinnum 3-0 held ég að síðustu tveir leik- irnir hafi verið mjög skemmtilegir og það á líka við um fleiri leiki í keppninni." Sigurður var með samning við Keflavík út þetta tímabil og hann sagði að á næstu dögum yrðu málin rædd varðandi framhaldið. „Þetta er búið að vera frábært í vetur, en erfitt. Það er mun erfið- ara að vera þjálfari en leikmaður, eða öðruvísi erfitt. Það er mikil vinna að vera þjálfari. Maður getur verið kærulaus sem leikmaður en ekki sem þjálfari,“ sagði Sigurður. Nú er ég hættur „Það er rosalega erfitt að spila á móti Keflavík. Liðið er með svo margar góðar skyttur og svo Dam- on. Mér fannst leikurinn frekar daufur miðað við hversu mikið var í húfi fyrir okkur, en við vorum komnir í ágæta stöðu í síðari hálf- leiknum, eins og í leiknum í Grindavík, en tókst því miður ekki að fylgja því eftir,“ sagði Jón Kr. Gíslason, leikstjórnandi Grindavík- inga. Jón, sem er landsliðsþjálfari karla, sagðist vera hættur að spila. „Nú er ég hættur. Ég er með samn- ing til ársins 1999 við KKÍ og samkvæmt honum má ég ekki spila í úrvalsdeildinni næsta vetur þann- ig að nú er ég hættur. Ég sé alls ekki eftir því að hafa leikið með í vetur, þetta er búið að vera mjög skemmtilegt,“ sagði landsliðsþjálf- arinn. Morgunblaðið/Einar Falur ristinn Fríðriksson, á góðri stund. Falur lék geysilega vel í úrslita- mmt. Kristinn skoraði ekki mikið en lék vel í vörn og sókn. „ÞETTA lið sem við erum með er það besta sem Keflavík hefur haft,“ sagði Guðjón Skúlason, sigurreifur fyrirliði Keflvíkinga, eftir að hann hafði tekið við Islandsbikarnum. Það var eins og það væri eitt- hvert spennufall hjá leik- mönnum liðanna í upphafi, eins og allir biðu eftir því að annað- hvort liðið færi almennilega í gang. Við náðum ágætum kafla og það hlaut að koma að því að Grindvík- ingar spryngju. Þó Herman [My- ers] skori fimmtíu stig náum við alltaf að svara með nokkrum þriggja stiga körfum og við það náum við forystu. Það hafa margir sagt að við leik- um lélega vörn en ég er ekki sam- mála því. Við leikum hratt og fáum öll lið til að leika hratt á móti okk- ur. Grunnurinn að sigurgöngu okk- ar er góð vörn. Þetta er búinn að vera rosalega skemmtilegur vetur, sá besti sem ég hef tekið þátt í hér í Keflavík. Sigga [Sigurði Ingi- mundarsyni þjálfara] hefur tekist að púsla liðinu saman eins og þurfti. Við höfum nýtt allan mann- skapinn vel í vetur og vonandi verður framhald á þessu hjá okk- ur,“ sagði fyrirliðinn. Frábær vetur „Það var mikill hraði í upphafi fyrri leikjanna og mikið skorað, en núna fórum við varlega í byijun enda erum við ekki það góðir að við getum valtað yfir lið þegar okkur sýnist. Þetta var spennuleik- ur fyrir bæði lið, en við höfðum það sem þurfti, sérstaklega síðustu þijár mínúturnar," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvík- inga. Hann benti einnig á að liðið hefði oft sigrað á síðustu metrun- um í vetur. „Við erum í góðri æf- ingu og það skiptir miklu máli þegar komið er á lokakaflann í jöfnum og spennandi leikjum," sagði Sigurður. „Aðalstyrkur liðsins í vetur hef- ur verið að í því eru margir góðir leikmenn. Að sjálfsögðu spila þeir aldrei allir vel, eða það kemur sjaldan fyrir. Það er hins vegar þannig að það er alltaf einhver sem er tilbúinn að taka af skarið þegar á þarf að halda og hann gerir það mjög vel. Falur hefur til dæmis skoraði mikið í úrslitaleikjunum og stundum er það einhver annar.“ Er þetta besta lið sem Keflvík- ingar haf verið með? „Ég held það sé erfitt að neita því þó svo ég hafi einu sinni spilað Úrslitakeppnin í körfuknattleik 1997 Þriðji leikur liðanna i úrslitunum, leikinn i Keflavik 6. apríi 1997 KEFLAVÍK GRINDAVÍK 106 Skoruð stig 92 6/9 Vítahittni 6/10 14/27 3ja stiga skot 6/15 29/45 2ja stiga skot 34/53 23 Varnarfráköst 20 5 Sóknarfráköst 10 8 Bolta náð 5 13 Bolta tapað 13 17 Stoðsendingar 16 16 Villur 17 Minnesota í úrslit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.