Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ OSKAR ÖGMUNDSSON + Óskar Ög- mundsson var fæddur í Kaldár- höfða í Grímsnesi 2. júní 1923. Hann lést á sjúkrahúsinu á Selfossi hinn 6. apríl síðastliðinn. Foreldar hans voru Ögmundur Jónsson frá Stóru-Borg í Grímsnesi og kona hans Elísabet Guð- mundsdóttir frá Efra-Apavatni í Grímsnesi. Þau hjón bjuggu allan sinn búskap í Kaldárhöfða í sömu sveit. Óskar kvæntist hinn 1. júní 1951 Pálínu Þorsteinsdótt- ur frá Gíslastöðum í Grímsnesi og varð þeim fimm barna auðið, en þau eru: Anna Soffía og á hún eina dóttur; Elísabet, sem býr ógift í Frakklandi; Ragn- heiður, ógift og býr í Reykjavík; Þorvaldur, kvæntur Þórunni Sigurðardóttur, hún á tvær dæt- ur og búa þau í Grindavík, Snjó- laug Halldóra, gift Elfari Harð- arsyni, þau eiga tvö börn og búa í Reykjavík. Þá ólu Óskar og Pálína einnig upp dóttur Pálínu, Guðlaugu Birgisdóttur, sem er gift Guðmundi Bjarnasyni og bú- sett á Akranesi. Eiga þau tvær dæt- ur og fjögur barna- börn. Uppeldissonur Óskars og Pálínu er Gunnlaugur Jóns- son, sem starfar á ísafirði. Aður en Óskar kvæntist vann hann að bústörfum í Kaldárhöfða með móður sinni sem þar bjó auk þess að starfa á jarðvinnslu- vélum utan heimilis. Eftir lát móður sinnar 1951 tók hann að fullu við búi í Kaldár- höfða þar sem hann bjó ásamt eftirlifandi eiginkonu sinni allt þar til hann lést. Óskar hóf störf hjá Landsvirkjun 1975 og starf- aði þar ailt til ársins 1993. Hann vann talsvert að félagsmálum innan sinnar sveitar og var með- al annars formaður búnaðarfé- lags hreppsins í mörg ár og einn- ig tók hann virkan þátt í starfi Lionsklúbbsins Skjaldbreiður, sem hann átti þátt í að stofna. Utför Óskars fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Pabbi minn. Ósköp lá honum á manninum með ljáinn, hann hefði víst getað beðið og leyft þér að njóta sumarsins eftir að hafa þraukað langan og erfiðan vetur. Það er fyrir hönd okkar barna þinna og fósturbarna sem ég skrifa þér þessa iitlu kveðju. Ekki má ég verða of hátíðleg, því þú vildir enga væmni í kringum þig, en það skal samt segjast að missir okkar er mik- ill og ekki ósár. Ekki vil ég eigna þér fullkomleik- ann og hefði þér heldur ekki þótt það við hæfi. En þegar rótað er í minningakistunni kemur fátt eitt upp annað en þeir fjölmörgu góðu eiginieikar sem þér voru gefnir og sem gerðu þig jafn vinsælan og virt- an sem þú varst. Hæglátur varstu og ekki hávaðinn þar sem þú fórst um, en meiningar þínar settir þú fram af festu og gjarna kryddaðar með þeirri oft meinlegu glettni sem þér var svo töm. Sómakær varstu og máttir ekki vamm þitt vita, verklaginn og hagur til hugar og handa. Þú varst ná- tengdur landinu þínu, bókelskur og ótæmandi þekkingarbrunnur um ís- lenska alþýðumenningu. Líf þitt var ekki alltaf dans á rós- um en léttara varð undir fæti eftir að barnahópurinn komst til manns og þá fórstu að láta eftir þér að sinna þínum mörgu áhugamálum. Öllu deildir þú með mömmu og þið fylgd- ust samhent að við skógrækt, félags- mál og ferðalög. Að þú værir hag- mæltur var einhvern veginn sjálfgef- ið, en að í þér blundaði listamaður við trévinnslu vissu fáir þar til þú komst á eftirlaun og gafst þér tíma til smíða. Enn voruð þið samhent hjónin, þú renndir og hún skar og svo montuðuð þið ykkur hvort af öðru. Þú hafðir hlakkað til eftirlauna- áranna sem því miður urðu of fá, þú áttir enn svo margt ógert. En með þínu vanalega æðruleysi játaðir þú ósigur þinn fyrir hinum leiða sjúk- dómi sem lagði þig að velli og það ríkti friður og sátt yfir þér á banaleg- unni. Þú hugsaðir glaður til nýrra heimkynna og þar óska ég þér að þú finnir silung í vötnum, gott hross til reiðar og tijábút til smíða. Við systkinin kveðjum föður og vin. Elísabet Óskarsdóttir. Óskar í Kaldárhöfða er látinn. í ágúst sl. greindist hann með illvígan sjúkdóm sem að Iokum dró hann til dauða eins og marga aðra. Eg kynntist Óskari eftir að hann kvæntist móðursystur minni Pálínu árið 1951 og urðu þau kynni bæði góð og traust. Kaldárhöfði á land bæði að Úlfljótsvatni og Þingvalla- vatni, svo og „Gljúfrinu", þ.e. þeim hluta Sogsins sem rennur milli Þing- vallavatns og Úlfljótsvatns. Allt frá blautu barnsbeini hafði Óskar alist upp við veiðiskap og var slyngur stangarveiðimaður. Á þessum árum, áður en Steingrímsstöð var byggð, var silungsveiði mikið stunduð í Úl- fljótsvatni og „Gljúfrinu" og gekk mönnum misjafnlega veiðiskapur- inn, þar á meðal undirrituðum. Minn- ist ég þess að iðulega kom Óskar til að líta eftir veiðimönnum, brá sér þá gjarnan með stöng sína á ein- hvern stað sem öðrum veiðimönnum þótti kannski ekki veiðilegur og dró þar góðan afla á stuttri stund. Reyndu margir að leika eftir en tókst sjaldnast. Ætíð var gott að koma í Kaldár- höfða enda var þar oft gestkvæmt. Þrátt fyrir það að ekki væri neinu ríkidæmi fyrir að fara var gestrisni þeirra hjóna viðbrugðið. Ekki er mér grunlaust um að silungurinn sem bóndinn veiddi hafi oft orðið til mik- illa búdrýginda er fjölmennt var við matborðið í Kaldárhöfða, einkum um helgar á sumrin. Hestamaður var Óskar ágætur. Átti hann oftast góða hesta og með í bland úrvalsgæðinga. Sá sem þess- ar línur ritar hafði um nokkurt skeið hest í vörslu þeirra hjóna Óskars og Pálínu og eru mér í fersku minni ánægjustundir á hestbaki með þeim hjónum þar sem hestamaðurinn Ósk- ar naut sín til fulls á góðhesti í bjartri vornóttinni. Fyrir um það bil 18 árum hætti Óskar að búa með fé og fargaði öll- um sínum Qárstofni. Má segja að þá hafi orðið kaflaskipti í búskapar- háttum í Kaldárhöfða því að Pálína hóf að gróðursetja tré og rækta skóg, í fyrstu við lítinn fögnuð Ósk- ars en eftir því sem árin liðu tók Óskar virkari þátt í ræktuninni og varð altekinn sömu hugsjón og Pál- ína, að gróðursetja sem mest og græða landið sem best. Hefur þeim hjónum tekist á þessum árum með eigin höndum að gróðursetja þús- undir tijáplantna í Kaldárhöfðalandi og er myndarlega skógarspildu að sjá í hlíðinni upp af Kaldárhöfðabæn- um. Óskar var hógvær maður og óáreitinn, greindur og íhugull. Með honum er horfinn einn þeirra íslend- inga sem vinna sín störf í kyrrþey og án þeirrar fyrirferðar sem ein- kennir marga þá sem minna hafa til brunns að bera. Þrátt fyrir tak- markaða skólagöngu var Óskar tjöl- fróður og hafði með sjálfmenntun aflað sér þekkingar á ýmsum svið- um. Hann var ekki margmáll en ætíð var hlustað er hann tók til máls enda tillögu- og úrræðagóður. Það lýsir kannski Óskari hvað best að síðustu stundir lífs hans beið hann rólegur endalokanna og er ég heimsótti hann á sjúkrahúsið nú á liðnum páskum ræddi Óskar við mig hinstu rök tilverunnar æðru- og óttalaus. Minningin um góðan dreng mun lifa í hugum allra er þekktu Óskar Ögmundsson. Þorsteinn Júlíusson. Eftir því sem árunum fjölgar og aldurinn færist yfir verða mér ljós- ari sannleiksorð skáldsins þar sem segir: „elfur tímans áfram rennur" o.s.frv. og alltaf er það að endurtak- ast að maður fylgi til grafar sam- ferðafólki sem hefur átt samleið með manni, allt frá æsku- og unglingsá- rum og þeim fer fækkandi sem eftir standa. Og nú er það bróðir minn Óskar Ögmundsson, bóndi í Kaldárhöfða, sem kveður eftir strangt sjúkdóms- stríð. Það var ekki langt á milli þeirra nágrannabænda, Ingólfs bónda á Miðfelli,_ sem lést í janúar sl., og nú er það Óskar sem hverfur yfir móð- una miklu. Þegar ég, nú á þessum tímamót- um, renni huganum yfir farinn veg koma margar minningar upp og all- ar eru þær góðar sem vitna um góðan dreng með róiega og sterka skapgerð og alls staðar var vinsæll og virtur af sínu samferðafólki og lagði jafnan gott til mála hvar sem hann fór. Óskar ólst upp á fæðingarstað sínum á Kaldárhöfða ásamt þremur bræðrum sínum. Þar var ekki auður í garði, enda hafði heimilisfaðirinn misst heilsuna á besta aldri þegar Óskar var í frumbernsku og lést eftir langt veikindastríð, þegar dren- girnir voru á unglingsaldri. Um skólagöngu var því ekki að ræða enda færra til ráða um þau mál en nú eru í þjóðfélaginu. Óskar tók við búi á Kaldárhöfða, sem er leigujörð í eigu kirkjujarðasjóðs og rak þar búskap um nokkurt skeið. Börn þeirra hjóna, Óskars og Pálínu Þorsteinsdóttur frá Gíslastöðum, einn sonur og flórar dætur, auk dóttur sem Pálína átti fyrir, eru ölt uppkomið fólk sem hefur komið sér vel áfram í lífinu og bera uppruna sínum gott vitni og er það gæfa og lán foreldra þegar þannig skipast mál. Ymsar ástæður réðu því að þau hjón lögðu niður hefðbundinn búskap með fénað á jörðinni og gerðist Óskar þá starfs- maður við Sogsvirkjanir og vann þar til 70 ára aldurs. Alltaf stundaði hann veiði í Þing- valla- og Úlfljótsvötnum og var manna kunnugastur á þeim slóðum enda miðlaði hann fróðleik til margra er létu sig veiðimál á þessu svæði eitthvað varða. Oft var gest- kvæmt hjá þeim hjónum og alltaf var gaman að heimsækja þau og ' margur fór heim með silung í soðið, án endurgjalds, því alltaf var eitt- hvað til í silungakistunni í bæj- arlæknum. Þegar ekki var lengur búfénaður sem þurfti að sinna varð það áhuga- mál þeirra hjóna að gera tijágarð og planta út skógi og lögðu þau ómælda vinnu í slíkt og er nú stór skógarreitur kringum bæinn og einnig úti við Sog, sem þau höfðu mikla ánægju af að sjá vaxa og skila árangri erfiðisins. Annað áhugamál áttu þau hjón sem þau ræktu og nutu sameiginlega og með fjölskyldu sinni. Það voru ferðalög bæði innanlands og utan. Þau voru svo hyggin þegar látið var af búskap með skepnur að eiga ekki svo mikið sem kött og létu ekkert binda sig þegar færi gafst til ferða- laga í fríum. Svo þegar Óskar var hættur að vinna var hægt að sinna áhugamálunum betur og þá gáfu börn hans honum rennibekk og undi hann sér lÖngum við að renna úr tré marga fallega muni og hafði mikla ánægju af því. Einnig höfðu þau hjón lengi tekið þátt í félagsstarfi ýmiss konar, s.s. Lionsfélagi o.fl. og notið þess að vera með fólki og ávallt með já- kvæðu hugarfari. Eg ætla að Óskar hafi verið gæfumaður í lífi sínu svo sem lýst hefur verið. Þrátt fyrir erf- ið veikindi á síðasta ári var hann sáttur við lífið og horfði björtum, vonglöðum augum fram á veginn. Þannig er gott að piinnast hans. Kjartan Ögmundsson. Elsku afi, nú ertu horfinn frá okkur og eftir varð undarlegur tóm- leiki í hjartanu. En við þökkum Guði að þú þurftii' ekki að beijast við veikindin lengi. Þegar við horfum framhjá tóm- leikanum bijótast fram minningar um afa, sem alltaf var hlýr með eitt- hvert prakkarablik í augunum. Þeg- ar við vorum litlar, systurnar, höfð- um við þá trú að afi gæti búið til allt. Hann var alltaf að smíða eitt- hvað eða gera við, smíðaði handa okkur litlar hrífur svo við gætum nú tekið þátt í heyskapnum eins og annað fólk, sem er kannski lýsandi fyrir viðhorf hans til fólks. Einn veturinn kom skíðasleði, sem afi hafði smíðað og málað fagurgrænan og rauðan, það var nú dýrgripur í lagi og sá flottasti í nágrenninu. Á sumrin í sveitinni var alltaf gott að hlaupa til afa ef maður vildi eiga rólega stund. Hann var þá gjarna að dytta að bátum, gera við net eða eitthvað að sýsla. Það var dýrmætt að geta dundað eitthvað í nágrenninu og verið maður sjálfur í ævintýrum barnshugans. Miklu dýrmætara, en við gerðum okkur grein fyrir þegar við vorum börn. í hraða samfélagsins í dag eiga ekki mörg börn kost á slíkum samvistum við fullorðna, sem alltaf eru að flýta sér. Við þökkum þér, kæri afi, að hafa fengið að njóta þessa og samvistirn- ar í gegnum árin og kveðjum þig, er þú heldur nú í himnavistina. Þar færðu nýjan dýrðarlíkama, laus við sjúkdóma, fullur af kærleika og friði. Þar heldurðu örugglega áfram að smíða, eins og þú gerðir fram á síð- ustu daga, en nú smíðarðu dýrgripi fyrii' Guð. Elsku amma og systkinin öll, frið- ur Guðs, sem er æðri öllum skilningi sé með ykkur öllum og styrki ykkur á þessum tíma saknaðar þar til við hittumst öll á himnum. Halldóra Traustadóttir, Guðfinna B. Guðmundsdóttir. Afi minn. Hversu oft heyrðist ekki í Kaldár- höfða þetta ávarp þegar einhvers þurfti við. Og afi leyfði okkur að spreyta okkur á alls kyns viðfangs- efnum, hann átti ráð við flestum vanda, leiðbeindi og miðlaði rósemd og hlýju. Einnig hafði hann sérstaka og skemmtilega kímnigáfu sem við nutum óspart af. Afi kenndi okkur að skoða nátt- úruna í kring um okkur. Frá því við vorum agnarsmá ferðuðumst við með afa um landið og lærðum um sögu og náttúru, staðhætti og furð- ur. Við fórum í tjaldútilegur og sum- arhúsaferðir víðs vegar um landið - og ókunnar leiðir voru honum - og okkur - ómótstæðileg freisting, meðan amma þóttist malda í móinn. Af öllum stöðum var þó tilhlökkunin mest að eyða sumarleyfinu á Kleif- um á Ströndum. Að veiða þara- þyrskling, krækling og krabba, skoða hvernig rauðmaginn festi sig við eldhúsvaskinn, stijúka selnum sem festist í netinu. Við vorum líka mjög ung þegar við vorum nógu stór til að vitja um netin í Þingvallavatni eða Úlfljóts- vatni með afa og stýra utanborðs- mótor, eða veiða silung gegn um ís. - Og besti maturinn var oft silung- urinn hans afa, geymdur lifandi í „baðkerinu" í læknum. Við fylgdumst með skóginum hans vaxa og dafna og með þrestin- um hans, sem hann opnaði bílskúr- inn sérstaklega fyrir á hverju vori. Þegar afi hætti að vinna fór hann að smíða fegurstu hluti handa okkur og enginn spýtukubbur eða greinar- stúfur var svo lítilíjörlegur að ekki þyrfti að athuga hvort renna mætti Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi langafi, JÓN GUNNLAUGSSON læknir, Seltjarnarnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 14. apríl. Útför hans verður auglýst síðar. Karen Oktavía Kaldalóns Jónsdóttir, Þorbjörg Kaldalóns Jónsdóttir Balys, Elsa Kristín Kaldalóns Jónsdóttir, Sólveig Kaldalóns Jónsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Sigvaldi Kaldalóns Jónsson, Margrét Kaldalóns Jónsdóttir, Þórhallur Kaldalóns Jónsson, Eggert Stefán Kaldalóns Jónsson, barna- og barnabarnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNATAN ÓLAFSSON hljómlistarmaður, Skólavörðustíg 24, andaðist á Landspítalanum 11. apríl sl. Erla Jónatansdóttir, Garðar Sigurðsson, Gigja Jónatansdóttir, Guðmundur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURVEIG ÞÓRA KRISTMANNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 13. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Börn, tengdabörn barnabörn og barnabarnabörn. Henrik Friis, Helge Grane Madsen, Guðrún H. Brynleifsdóttir, Helga Kristinsdóttir, Gunnþóra Ólafsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.