Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ „Líkam- inní góðu lagi ennþá“ Erlingurfyrirliði Kristjánsson leggurhand- boltaskóna á hilluna við hliðina á takkaskónum ÞAÐ var söguleg stund þegar Erlingur Kristjánsson tók við íslands- meistarabikarnum (KA-heimilinu á laugardaginn. Loksins hafði liði utan höfuðborgarsvæðisins tekist að hampa þessum eftir- sótta bikar. Einnig er það einsdæmi að sami einstaklingur taki sem fyrirliði við íslandsmeistarabikar bæði í handknattleik og knattspyrnu, en Erlingur var fyrirliði KA í knattspyrnu 1989. Jón bróðir hans hefur orðið íslandsmeistari f báðum greinum og reynd- ar fleiri slyngir boltamenn en Erlingur var fyrirliði KA í báðum þessum meistaraliðum. Handboltaskórnir eru nú komnir á hilluna en hvað skyldi taka við hjá meistaranum? Erlingur er orðvar maður. Hann sagðist hafa verið búinn að ákveða að leggja handboltaskóna á ■^■■H hilluna eftir þetta Stefán Þór keppnistímabil. Fyrir Sæmundsson á hillunni eru snjáðir skrifar frá takkaskór sem hafa Akureyn verið þar síðan haustið 1991. Kannski fjárfestir hann í blakskóm. Eiginkonan, Karit- as Jónsdóttir, er mikil blakdrottning og vill gjarnan fá eiginmanninn með í öldungablakið. Erlingur lofar engu, nema hvað hann kveðst ekki ætla að syngja í karlakór! Sund eða önn- ur holl hreyfing fyrir „roskna" íþróttamenn kemur vel til álita. Þjálfun er ekkert frekar á döfinni en Erlingur er íþróttakennari og hefur langa reynslu af þjálfun hjá sínu félagi. „Framtíðin er óráðin á þessari stundu en ég kem eflaust til með að verða áfram viðloðandi KA þótt ég sé hættur að keppa, hvernig svo sem það verður. Ég var ákveðinn í því að hætta núna og vissulega var sætt að fá íslandsmeistaratitilinn áður. Hann var kærkomin sárabót eftir misjafnt gengi í vetur. Já, ég er sáttur við að hætta núna. Ég hef verið heppinn og sloppið við slæm meiðsl á ferlinum. Líkaminn er í góðu lagi ennþá og... er það ekki?“ hváði Erlingur og leit spyijandi á Karitas sem hafði gert sig seka um að ræskja sig á þessu augnabliki. Hátt í 900 meistaraflokksleikir Erlingur er á 35. aldursári. Hann lék 502 leiki með meistaraflokki KA í handbolta og 300-400 leiki í fótbolt- anum. Tryggari KA-maður er trauðla til. Fyrir utan einn vetur í Noregi hefur hann alitaf spilað með KA þótt stundum hafi önnur félög verið inni í myndinni. „Ég hef kannski verið heldur heimakær og einhvern veginn æxl- aðist það svo að ég skipti aldrei um félag. Annars er þetta einstaklings- bundið. Sumir hafa gott af því að komast í nýtt umhverfi, breyta til, reyna eitthvað nýtt. Aðrir gera of mikið af því að flakka á milli félaga og ná því aldrei að verða trúir sínu félagi,“ sagði Erlingur er við ræddum um þau mál. Lítum aðeins um öxl. Hvernig stóð á því að þú varst fram eftir öllu að keppa í báðum þessum boltagreinum? „Ég var bara eins og svo margir aðrir í handbolta á veturna og fót- bolta á sumrin. Þegar ég bytjaði í meistaraflokki 17-18 ára gamall var þetta ekki mikið vandamál. Þá voru ekki komin þessi stífu undirbúnings- tímabil og ströngu æfingar. Við æfðum kannski þrisvar í viku og þegar fótboltinn var búinn í septem- ber fór maður í handboltann. Svo urðu kröfurnar meiri, æfingarnar strangari og þetta var orðið alltof mikið fyrir mig. Núna þurfa menn að velja á milli íþróttagreina 16-17 ára gamlir. Síðasta keppnistímabilið mitt í fótboltanum var sumarið 1991.“ Og hvers vegna valdirðu hand- boltann? „Ætli líkamsvöxturinn hafi ekki ráðið því. Ég er stór og þungur og það hentar betur í handbolta en fót- bolta. Fyrst ég þurfti að velja á annað borð varð ég að taka þetta með í reikninginn." Velur ekki alltaf réttu orðin! Erlingur er vissulega allstór og nokkuð þungur og sjaldan orðaður við lipurð og léttleika. Ekki inni á vellinum. Hins vegar er hann lipur og Ijúfur í mannlegum samskiptum og nýtast þeir eiginleikar honum vel í kennslunni. Þar kemur hins vegar upp önnur þversögn því oft hefur hann þótt þver og fúll í leikjum, dálítið gjarn á það að tuða í dómur- um. Sem fyrirliði má hann reyndar segja sína skoðun á málunum. „Já, ég má alveg tala við dómar- ana en stundum hef ég bara ekki valið réttu orðin,“ segir Erlingur og glottir. Gæðablóðið hefur þurft að víkja fyrir hinum harða keppnis- manni þegar á hólminn er komið. Þú talaðir um stærð og þyngd og víst hefur þú títt verið stimplaður „gamli varnarjaxlinn", raunar bæði í fótbolta og handbolta. Hvernig kanntu við þennan stimpil? „Ja, maður verður að sætta sig • : . . 1 1 ^ jSfr. > i Fyrirliðinn Morgunblaðið/Golli ERLINGUR Kristjánsson, fyrirllðl KA, tekur á móti bikarnum, sem Sigurjón Pétursson, varaformaður Handknattleikssam- bands íslands, afhendir honum. við slíkan stimpil. Hann skiptir engu svo framarlega sem maður nær ár- angri. Hins vegar fannst mér sumir byija óþarflega snemma á því að skeyta þessu „garnli" framan við varnaijaxlinn því mér finnst aldurinn ekki hafa háð mér neitt.“ Nei, reynslan hefur líka vegið þungt. Svo má ekki gleyma því að þú varst lengi vel öflug stórskytta, en ekki bara varnarjaxl. „Já, ég átti mjög góð tímabil þeg- ar ég var á besta aidri í handboltan- um og var sennilega þrisvar marka- kóngur KA og nokkrum sinnum meðal markahæstu manna í deild- inni. Það var ekki fyrr en á síðasta tímabili sem ég fór að draga mig út úr sóknarleiknum." Viljinn og hungrið skiluðu titli Þú ert enn í sigurvímu, en var ekki komin örvænting í mannskapinn eftir rysjótta tíð? Þið hljótið að hafa sett markið hátt í vetur. „Jú, markið var sett hátt. Við ætluðum helst að vinna alla titla sem við áttum möguleika á. Svo spiluðum við mjög upp og niður í vetur og lent- um í hrakningum á skömmu tímabili þegar við töpuðum tveimur deildar- leikjum, Evrópuleik og bikarúrslita- leik. Ástandið var slæmt eftir þetta. Við settumst niður og eftir þann fund komu tveir skárri leikir sem töpuðust þó báðir, en síðan lá leiðin upp á við. I úrslitakeppninni náðum við okkur loksins á strik og raunar var það aðeins þá sem kom sama stemmning- in og einkenndi liðið síðustu tvö tíma- bil. Þessi samstaða og leikgleði fleytti okkur alla leið. Við vorum ekki endi- lega að spila fallegan handbolta en vömin var hörkugóð, markvarslan small í lag og stemmningin í hópnum eins og hún getur best orðið. Þetta, ásamt viljanum og hungrinu, skilaði okkur verðskulduðum Islandsmeist- aratitli." Já, titlarnir hafa streymt norður síðustu þijú árin. Þú hefur varla átt von á þessu blómaskeiði fyrir sex árum áður en Alfreð Gíslason sneri aftur. Hvað gerðist? „Það er eiginlega tvennt sem gerðist. Við vorum búnir að vera í lakari kantinum í 1. deild í nokkur ár og ekkert útlit fyrir breytingar. Þá var KA-húsið byggt og aðstaðan gjörbreyttist og á sama tíma kom Alfreð heim, frægur og vinsæll eftir feril sinn í Þýskalandi og á Spáni. Nú vildu allir allt fyrir handboltann gera og þar réð persónufylgi Alfreðs miklu. Handknattleiksdeildin hafði verið ijúkandi rústir en nú voru pen- ingar ekki lengur vandamál og upp- bygging gat hafist. Árangurinn lét reyndar á sér standa til að byija með því bjartsýnustu menn vildu helst fá titla strax fyrsta árið. Eftir þetta hikst hefur gengið verið frá- bært. Við komumst í úrslit bikar- keppninnar fyrir fjórum árum og það var svo eftirminnilegt að slæmt tap gegn FH er ekkert niðurdrepandi í minningunni. Síðustu þijú árin hafa svo verið farsæl." Harðir Þórsarar halda með KA Það eru töluverðir peningar í spil- inu og þið hafið verið að „kaupa“ eða fá til ykkar menn á borð við Valdimar Grímsson, Patrek Jóhann- esson, Julian Duranona og Sergei Ziza á sama tíma og 2. og 3. flokk- ur KA hefur verið mjög öflugur. Fá ungu KA-strákarnir næg tækifæri með meistaraflokki? „Þeir skila sér náttúrulega aldrei allir upp í meistaraflokk en strákar eins og Sverrir Björnsson og Heiðm- ar Felixson hafa verið að spila tölu- vert í vetur. Ungu strákarnir hafa hins vegar ekki taugar í svona úr- slitakeppni og þá hefur verið keyrt á þessum reyndari. Það var t.d. gott að eiga Jakob Jónsson í pokahorninu núna. Svo er ekki alltaf fylgi á milli öflugra yngri flokka og meistara- flokks." En hefur ekki gott gengi meist- araflokksins skilað sér í auknum handboltaáhuga í bænum? „Jú, tvímælalaust, bæði innan fé- lagsins og á Akureyri. Meira að segja hörðustu Þórsarar eru farnir að halda með KA í handbolta og þá er mikið sagt,“ segir hinn harði KA- maður. Erlingur er bjartsýnn á að KA haldi stöðu sinni meðal toppliða í 1. deild og hann segir að ef lykil- menn fari frá félaginu verði að fá aðra, og helst betri, í staðinn. Hann er metnaðarfullur fyrir hönd félags- ins. En farsælum ferli litríks íþrótta- manns á gólfi og grasi er að öllum líkindum lokið. Hann hlakkar til að koma til kennslu í Síðuskóla því hann veit að nemendur munu fagna honum vel. Sem afreksíþróttamaður er Erl- ingur fyrirmynd yngri kynslóðarinn- ar, verðug fyrirmynd sem fleiri mættu taka sér til eftirbreytni. Hóg- vær, reglusamur, duglegur og traustur. Svo á hins vegar eftir að koma í ljós hvort nemendur beri jafn mikla virðingu fyrir honum þegar hann hættir að baða sig í frægðar- ljóma íþróttanna. Sumir hafa ekki hugmynd um að Erlingur var knatt- spyrnumaður í fremstu röð, en hann hefur markað sín spor í íþróttasög- una og þau verða ekki máð út. Ofthætt, en fyrst nú skriflega ALFREÐ Gíslason segist endan- lega hættur að leika handknatt- leik. „Ég er búinn að lofa því síðustu íjögur árin að hætta, en gerði það í fyrsta skriflega núna!“ sagði Alfreð en á treyju sem hann áritaði, fyrir ungan aðdáenda eftir leikinn á laugar- daginn, bætti hann við í sviga fyrir aftan nafn sitt: Örugglega hættur. Og því fylgdi Alfreð eft- ir við blaðamann, er hann sagði: „Ég lofa því að ég kem aldrei aftur inn á handknattleiksvöll sem leikmaður - aldrei!" Patrekur fylgdist með FLJÓTLEGA eftir að leiknum á Akureyri falaðist Morgunblaðið eftir spjalli við Alfreð Gíslason, en hann bað um smá frest. „Ég var nefnilega búinn að lofa að hringja í Patta,“ sagði hann um leið hann greip farsímann. Pat- rekur, sem lék með KA síðustu tvö ár, sendi svo fyrrum félögum sínum skeyti í tilefni sigursins. Núna get ég dáið... „NÚNA get ég dáið hamingju- samur," sagði gamalkunnur KA-maður eftir að Islandsmeist- aratitillinn var í höfn á laugar- daginn. „Það er ekki víst að konunni sé sama því ég er enn í fullu fjöri, en eftir að KA er búið að vinna íslandsmeistara- titilinn bæði í knattspyrnu og handknattleik, er ég tilbúinn... Tappaðaf hnénu ALFREÐ Gíslason er meiddur í báðum hnjám. Fyrir leikinn í Mosfellsbæ síðastliðinn fímmtu- dag var tappað um 50 millflítr- um af vökva úr hægra hné hans, sem var „persónulegt met“ að sögn Alfreðs, en metið var svo bætt á laugardag. Þá var tappað rúmlega 70 millilítrum úr vinstra hnénu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.