Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1997 35 Talað við „steininn“ eða um „áhyggjulaust ævikvöld“ „ 'í NÝÚTKOMNU heimilisriti sjálfstæðis- manna í Bessastaða- hreppi, en það heitir Grásteinn, var birt við- tal við einn af alþingis- mönnum flokksins um málefni aldraðra. Við- talið bar fyrirsögnina: „Búum öldruðum áhyggjulaust ævi- kvöld.“ Það er árátta stjóm- málamanna og raunar ýmissa embættismanna að tala niður til aldr- aðra, líkt og fleiri hópa, sem þjóðfélagið neyðist til að taka tillit til en vill helst vita sem minnst af, því þeir eru fjötur um hagvaxtarfótinn. Það er samt aldrei talað beinlínis illa um þetta fólk, því að á ögur- stundum eru einstaklingarnir í hóp- unum fullgild atkvæði og sumir geta jafnvel verið móðgunargjamir og langræknir. Nú er það svo að umræddur við- mælandi við „steininn" er almennt þekktur fyrir meira en sýndarvor- kunnsemi við aldraða, en hefur átt dálítið erfítt uppdráttar í flokki hag- vaxtar og fijálshyggjupostula, sem hann þó fyllir. Samt hefur hann smitast af þeim vorkunnarkennda vælutóni sem einkennir allt tal um málefni aldraðra. Eru aldraðir að biðja um áhyggju- laust ævikvöld? Enginn sem er með fullu viti og meðvitund, ungur eða aldinn, getur verið áhyggjulaus. Að hafa áhyggjur eru hluti af því að lifa lífinu. Oftast eru áhyggjur per- sónubundnar en líkar áhyggjur geta hijáð vissa hópa i þjóðfélaginu og á þetta sérlega við um áhyggjur, sem tengjast afkomu, því að hafa í sig og á og þak yfir höfuðið. Öll höfum við svo áhyggjur af sjúkdóm- um og ýmiskonar ann- arri vá sem hent getur okkur á lífsleiðinni allri, þannig að áhyggjur af einhveiju tagi hljóta að fylgja okkur, þar til eitthvað verður til að slökkva á meðvitund- inni. Því er slagorð eins og „að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld" að sínu leyti álíka marklaust og „heil- brigði fyrir alla árið 2000“ og „vímulaust land árið 2002“ en þetta hljómar fallega. Það hefur víst ekki farið framhjá neinum, að s.k. eldri borgarar hafa verið dálítið áhyggjufyllri undanfarið en venjulega og í stað þess að nöldra, hver í sínu horni, hafa þeir komið saman og látið áhyggjur sínar í ljós, þannig að eftir hefur verið tekið. Með þessu hafa þeir valdið ókyrrð í þjóðfélaginu, sem hefur orðið ráða- mönnum nokkurt áhyggjuefni. Sumir hinna áhyggjufullu eldri borgara hafa meira að segja látið í það skína að hnútar ævibundinna flokksbanda séu farnir að rakna. Það er stjómmálamönnunum alvar- legt áhyggjuefni, því það styttist óðum í kosningar. Okkur er sagt að við búum við efnahagslegan stöðugleika og að fótaburðurinn á hagvaxtafætinum sé sífellt að verða tignarlegri en af einhveijum ástæðum hefur hag- vöxturinn dregið hagvaxtarlöppina í málefnum aldraðra og sjúkra. Þar hefur hallað undan fæti því skv. skýrslu sjálfs forsætisráðherra vors á Alþingi fyrir skömmu, þar sem hann vitnaði í Tryggingastofnun ríkisins og Þjóðhagsstofnun, hafa kjör aldraðra rýrnað jafnt og þétt milli áranna 1990 og 1996 og í við- Sumir hinna áhyggju- fullu eldri borgara hafa meira að segja látið í það skína, segir Árni Björnsson, að hnútar ævibundinna flokks- banda séu farnir að rakna. bót við lækkun á launum almanna- trygginga (elli- og örorkulífeyri) með rýrari kaupmætti hefur lyljakostnað- ur hækkað um 44% og læknisþjón- usta, sem áður var ókeypis, nemur nú verulegum fjárhæðum. Á sama tíma og hagur fýrirtækja vænkast að mun og almenn laun í landinu hækka, jafnvel hinna lægst launuðu, sem varía geta þó talist ofaldir, sitja aldraðir eftir. Þeim á að skammta skófimar úr samfélagspottinum. Meðan þróunin í samfélaginu heldur sem horfir er það skrítla að tala um áhyggjulaust ævikvöld, jafnvel þótt menn tali við „steina“. Aldraðir borgarar í landinu eru ekki heldur að biðja stjórnmálamennina um áhyggjuleysi. Þá færu þeir til geðlækna. En þeir krefjast réttlæt- is, sem er fólgið í því að fá að njóta sama réttar til efnahagslegra gæða og aðrir þjóðfélagsþegnar. Þannig vilja þeir eiga nokkra valkosti um það af hveiju þeir hafa áhyggjur og þeir vilja helst ekki þurfa að tala við steina eða steingerða stjórn- málamenn til að koma þessum sjón- armiðum sínum á framfæri. Höfundur er læknir og býr í Bessastaðahreppi. Árni Björnsson Um stærðfræðikunnáttu, glöggskyggni og vandvirkni LESANDI þessara orða kann að halda að greinarstúfurinn fjalli um samræmt próf í stærðfræði við lok grunnskóla 1997 en svo er ekki. Hann fjall- ar hins vegar um af- leiðingar þess að halda ekki vöku í stærðfræði- kennslu og um al- menna meðferð tölu- legra upplýsinga. Á baksíðu Morgun- blaðsins birtist hinn 1. maí frétt undir yfir- skriftinni Uppsetning ljósa á Reykjanesbraut. Mun færri umferðar- slys. Þar er sagt frá því að verulega hafi dregið úr slysum á umræddri braut við uppsetningu ljósa og að alþingismaður hafi greint frá upp- lýsingum sem fengnar voru frá Vegagerðinni. Orðrétt segir síðan í fregninni: „Óhöpp urðu alls sjö frá des- emberbyijun 1996 til marsloka 1997 en á sama tíma árið áður voru þau fimmtán. Óhöppin urðu 114% færri núna en í fyrra, 29% færri en árið þar áður og 200% færri en á tímabil- inu desember 1994 til marsloka 1995.“ Sá sem leggur fram tölurnar seg- ir þetta ekki mjög ábyggilegan sam- anburð þar sem aðeins sé verið að bera saman fjóra mánuði. Til sanns vegar má færa að svo sé en annað og verra er að fínna í þessum upp- lýsingum sem vekur óneitanlega talsverðan ugg í bijósti. Hér á ég við meðferð tölulegra upplýsinga í fréttinni og einnig hitt að enginn prófarkalestur skuli vera á fréttum sem þessum. I fyrsta lagi geta óhöpp ekki orðið 114% færri en þau voru áður. Þau gætu orðið 100% færri og það hefði verið rétt að segja ef engin slys hefðu orðið á til- tekna tímabilinu í vet- ur. Þaðan af síður getur fækkun verið 200%! En hvað veldur því að svona er skrifað og að það skuli reyndar engan veginn vera eins- dæmi í íslenskum Ijölmiðlafregnum? í rannsóknum á stærðfræðinámi er það þekkt að nemendur velja stund- um út úr orðadæmum þau töluorð Óhöpp geta ekki orðið 114% færri, segir Anna Kristjánsdóttir, en þau voru áður. sem þar er að finna og taka síðan þá reikniaðgerð sem þeir telja likleg- asta til að fá snotra útkomu. Það er til dæmis algengt að nemendur deili frekar lægri tölu í þá hærri en hærri tölu í þá lægri ef þeir skilja ekki vel hvað dæmið snýst um. Vegna þessa þarf að leggja meginá- herslu á að nemendur á öllum aldri skilji dæmin sem þeir eru að glíma við og búi yfir glöggskyggni á tölur og tölulega framsetningu. Rétt væri í áðurnefndri fregn að segja að óhöppin þessa tilteknu fjóra mánuði veturinn 1995-1996 hafi verið 114% fleiri en þau reyndust vera á sama tímabili veturinn 1996- 1997. En þar með eru þau ekki 114% færri síðara tímabilið en hið fyrra. Hér reynir á að deila stærri tölunni í þá minni og þar sem verið er að tala um fækkun þarf að gefa því gaum að slysum fækkaði um átta. Til þess að fínna hve miklu færri þau voru síðara tímabilið er fundið hveiju 8/15 samsvarar í pró- sentum. Deilingardæmið 8:15 gefur lausn sem er u.þ.b. 0,53 eða 53%. Hvað varðar samanburð við tíma- bilið veturinn 1994-1995 er öllu erfiðara að átta sig vegna þess að þar koma fram misvísandi upplýs- ingar og er því ekki unnt að segja hvort það var 29% eða 200% sem fregnsegjandi vildi koma á fram- færi. Hafí það verið 200% og sams konar hugsunarvilla á ferðinni og hér á undan, hafa slysin 1994-1995 væntanlega verið tuttugu og eitt (200% fleiri en sjö) og voru því nú í vetur u.þ.b. 67% færri en þann vetur vegna þess að 14:21 er u.þ.b. 0,67 eða 67%. Þessi árangur í fyrirbyggingu slysa er vissulega ánægjulegur og til þess var fregninni komið á fram- færi. En það hlýtur að teljast mjög mikilvægt að rétt sé með tölulegar upplýsingar farið allt eins og okkur þykir sjálfsagt að vanda málfar og láta ekki sannast á okkur alvarlegan þekkingarskort á þeim málefnum sem við fjöllum um. Höfundur er prðfessor við Kennaraháskóla Islands. Anna Kristjánsdóttir Skipbrot í heil- brigðismálum REYKJAVÍKUR- BRÉF Morgunblaðs- ins laugardaginn 26. apríl er helgað heil- brigðismálum. Tilefnið er erindi Ólafs Ólafs- sonar landlæknis á þingi BSRB, þar sem hann gerir úttekt á stöðu heilbrigðismála á grundvelli könnunar sem landlæknisemb- ættið hefur látið gera. Niðurstaðan er ekki glæsileg^ fyrir ríkis- stjórn íslands. Stór hluti fólks hefur ekki efni á að leita sjálf- sagðrar þjónustu og biðlistar hafa lengst verulega með skelfílegum afleiðingum. Ríkisstjóm íslands hef- ur margt jákvætt gert á sínum ferli, segir Olafur Orn Arnarson, I heilbrigðismálum hafa henni hinsvegar verið mislagðar hendur. Bæði núverandi ríkisstjóm og sú síðasta hafa staðið fyrir veru- legum niðurskurði í heilbrigðis- þjónustu. Það sama hefur gerst víða annars staðar á Vesturlönd- um. Grundvallarmunur er hinsveg- ar á þeim aðferðum sem beitt hef- ur verið hér á landi og erlendis. Hér hefur ríkisstjórnin beitt göml- um og úreltum aðf^rðum, þ.e. flöt- um niðurskurði í kerfí fastra fjár- laga. Verkefni einstakra stofnana hafa ekki verið endurskoðuð eða hlutverki þeirra breytt. Hröð þróun á síðustu árum í rannsóknum og meðferð hefur valdið mikilli breytingu á öllum starfsháttum. Þörf fyrir sjúkrarúm og legudeildir hefur farið ört minnkandi og möguleikar eru á ýmsum ráðum til að draga úr kostnaði við þjónustuna. Föst fjár- lög koma í veg fyrir eðlilega þróun á þessu sviði og nánast alls staðar í nálægum löndum hafa verið farn- ar aðrar leiðir til fjármögnunar. Menn hafa leitað allra leiða til hagræðingar og eitt af því sem hefur skilað mjög verulegum ár- angri er ferliverkastarfsemi, sem er auðvitað mun ódýrari þjónusta en sólarhringsvist. Hér á landi er það hinsvegar að gerast að aðgerð- ir heilbrigðisráðuneytis í ferli- verkaverkamálum, sem byggjast á því að setja þá þjónustu á föst fjár- lög, munu sennilega leiða til stöðn- unar í þróun þessara mála hér á landi. Hvað er að gerast annars staðar? Erlendis hafa verið farnar aðrar leiðir. Þar hefur fjöldi stofnana verið lagður niður og aðrar sam- einaðar. Endurbætur hafa verið gerðar á fjármögnun og víðast tek- ið upp það einfalda atriði að fjár- magnið fylgi sjúklingum og fari þangað sem þjónustan er veitt. Kostnaður hefur verið greindur á hvern sjúkling þannig að auðvelt er að finna það form þjónustunnar sem skilar mestri hagkvæmni og kemur í veg fyrir sóun. Sjálfstæði stofnana hefur verið aukið en þær jafnframt gerðar ábyrgari fyrir sínum rekstri. Sjúkrahús hafa get- að nýtt sér öra þróun í lækningum á þann veg að þjóna sjúklingum í vaxandi mæli á dagdeildum í stað sólahringsdeilda og spara þannig mikið fé. Þau hafa einnig getað nýtt sér nýjustu tækni bæði í almennum rekstri og beinni þjónustu við sjúklinga. Það er mik- ill misskilningur hjá Mbl. þegar það heldur að ný tækni og ný lyf valdi ávallt aukningu kostnaðar í heilbrigð- iskerfínu. Þvert á móti hefur það sýnt sig að slíkt sparar og eykur hagkvæmni þegar til lengdar lætur. Tækni- búnaður er einmitt forsenda þess að mögulegt er veita fullnægjandi þjónustu á mun ódýrari hátt en áður. Leiðir Mbl. Mbl. sér aðeins tvær leiðir til þess að leysa vanda heilbrigðis- kerfisins. Önnur er sú að veita mun meiri fjármagni af skatttekjum til reksturs þess. Ég er sammála Mbl. í því að sú leið er illa fær og reyndar ekki nauðsynleg. Hin leið- in sem Mbl. telur færa er að taka upp þá tilraun sem gerð hefur ver- ið á Nýja-Sjálandi, þ.e. að sjúkling- ar eigi þess kost að greiða þjón- ustuna fullu verði og komast þann- ig hjá bið. Viðbrögð við þessari hugmynd hafa hingað til verið slík að það er eiginlega óskiljanlegt, að Mbl. skuli detta í hug að um hana kunni að nást einhver sátt í þjóðfélaginu í dag og að hún sé því raunhæf leið til lausnar á vand- anum. Mbl. virðist því á þeirri skoðun að eina leiðin sé að fá nýtt fjár- magn inn í reksturinn á óbreyttum forsendum. Þetta er rangt. Hvað er til ráða? Hver er þá leiðin sem við eigum að fara ? Við eigum auðvitað að líta til þeirra þjóða sem eru næst okkur og skoða hvað þær eru að gera eins og að ofan er getið. Það þarf að draga úr hlutverki ríkisins í beinum rekstri. Ríkið á að kaupa þjónustu af þeim sem reka heil- brigðisstofnanir og tryggja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er. Þeir sem sjá um reksturinn geta verið opinberir aðilar, félagasamtök, sjálfseignarstofnanir og einkaaðil- ar. Það verður að greina allan kostnað á hvern sjúkling og fjár- magnið verður að fylgja sjúklingn- um. Það verður að gera kerfinu mögulegt að nýta sér ódýrustu leiðirnar til þess að veita þjónustu en ekki leggja stein í götu þeirra eins og nú er verið að gera. Það verður að hætta að refsa sjúkling- um fyrir að njóta þjónustu dag- og göngudeilda eins og nú er gert með mismunandi greiðslum. Sjúkl- ingar í sólarhringsþjónustu greiða ekki neitt. Það þarf að dreifa valdi í stað þeirrar miðstýringar sem nú er við lýði. Sveitarfélögin eiga að taka yfír rekstur heilsugæslu. Þessar hugmyndir eru ekki nein bylting. Hér er um að ræða leiðir sem farnar hafa verið annars stað- ar í mörg ár. Bretar hafa góða reynslu af umbótum í sínu kerfí og Verkamannaflokkurinn hefur lýst því yfir að ekki verði hróflað við þeim komist hann til valda. Ríkisstjórn íslands hefur margt jákvætt gert á sínum ferli. í heil- brigðismálum hafa henni hinsveg- ar verið mislagðar hendur. Fram- tíðin getur oltið á því hvernig til tekst með að ná þjóðarsátt um þennan viðkvæma málaflokk. Höfundur er læknir og framkvæmdastjóri við Sjúkrahús Reykjavíkur. Ólafur Örn Arnarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.