Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1997 53 MIIMIMINGAR JÓHANNA BJÖRG SIG URÐARDÓTTIR + Jóhanna Björg Sigurðar- dóttir fæddist í Rauðseyjum á Breiðafirði 10. nóvember 1931. Hún lést á Landspítalan- um 18. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Skál- holtskirkju 26. apríl. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibj. Sig.) Með þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja gamla vinkonu, sveitunga og samstarfskonu, Björgu Sigurðardóttur. Henni kynntist ég er ég ung flutti í Gnúpveijahrepp. Björg virkaði strax vel á mig og sótti ég margt gott til hennar, svo sem góð ráð vegna bústarfa. Björg var vel gefin, vel lesin, forkur dugleg, útsjón- arsöm og vel verki farin, sama hvað hún tók sér fyrir hendur. Hún gat verið snögg í tilsvörum og fljót að átta sig á hvað var á seyði. Mikil garðyrkjukona var hún og átti falleg- an garð. Ekki munaði hana um að koma í minn garð og hlaða steinbeð. Ekki nóg með það heldur sótti hún gijótið í beðið með mér líka. Oft hjálp- uðum við hvor annarri í sláturgerð og margt var spjallað og grínast þá. Ekki var ónýtt að hafa hana með sér í Ámesi, þegar ferðahópar komu í mat. Stundum var stressið svo mikið í mér að ég gat ekki talað, þetta vissi Björg og tók þá bara við stjóminni á sinn ljúfa hátt og allt var drifið af og sest niður á eftir með kaffíbollann og hlegið að öllu saman. Síðast en ekki síst unnum við sam- an á Kumbaravogi, þar sem Björg var yfírmanneskja og fórst henni það vel úr hendi. Henni gekk vel að umgangast og stjórna fólki. Sérlega tók maður eftir hennar stóra kosti sem var að sjá alltaf margar hliðar á sama málinu. Stundum kom maður bálillur til hennar út af einhveiju smáatriði en fór aftur brosandi. Hún var góð við gamla fólkið og þótti afar vænt um það. Oft leið henni illa þegar verið var að fiytja það á spít- ala í síðasta sinn. Veit ég að það verða fagnaðarfundir hjá þeim núna. Ég trúis amt varla að Björg sé farin frá okkur. Þó hún hafí átt við mikil veikindi að stríða, fannst mér hún eiga svo mikið eftir að gera hér. En maður er eigingjam og vill hafa þá hjá sér sem manni þykir vænt um. Aldrei mun ég gleyma síðasta deg- inum sem við áttum saman, báðar búnar að stríða við erfíð veikindi, ræddum ýmislegt, grétum og hlógum saman. Kæra vinkona, þakka þér fyrir allt sem þú varst mér og mínum bömum. Við eigum eftir að spjalla saman síðar. Elsku Loftur, böm, tengdaböm, bamaböm og aðrir ættingjar, megi góður guð styrkja ykkur og styðja í sorginni. Kolbrún J. Sigurjónsdóttir. 108 Rcvkjavík ■ Simi 5531099 Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um Skreylingar í'yrir öll tílefni. Gjafavörur. R A E A U G LÝ 5 1 N ( G A R TILK YMIMIMG AR Jin ■ 1 m m W ■ — ■ ■ NAUÐUNGARSALA BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR Borgartúni 3, 105 Rvík, s. 563 2340, myndsendir 562 3219, Skúlagata 21 og 42 og Hverfisgata 105 í samræmi við 17. og 18. gr. skipulagslaga er auglýst kynning á breyttu deiliskipulagi á lóð- um við Skúlagötu 21 og 42 og Hverfisgötu 105. Kynningin fer fram í sal Borgarskipulags og byggingafulltrúa í Borgartúni 3,1. hæð kl. 9.00-16.00 virka daga og stendurtil 18. júní 1997. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en miðvikudaginn 2. júlí 1997. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskil- ins frestss, teljast samþykka tillöguna. Auglýsendur athugið breyttan skilafrest! Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12 á föstudag. Auglýsingadeild Sími 569 1111 • simbréf 569 1110 netfang: augl@mbl.is LISTMUNAUPPBOÐ Málverkauppboð 11. maí Tökum á móti verkum í Gallerí Borg, v/lngólfs- torg. Opið virka daga kl. 12-18. BORG Aðalstræti 6, sími 552 4211. Opið frá kl. 12-18 virka daga. KENIMSLA Þroskaþjálfaskóli íslands pósthólf 5086 108 • Reykjavík • ísland sími: 581 4390 • fax: 581 4390 Við erum að kynna skólann okkar í kvöld, þriðjudagskvöldið 6. maí, kl. 20-22. Gaman væri að sjá ykkur sem flest, t.d. • áhugafólk um þroskaþjálfun • verðandi stúdenta • eldri nemendur • foreldra • afa og ömmur • langafa og langömmur • frændur og frænkur — alla sem kunna að hafa eda eiga eftir að fá áhuga á námi okkar. Nemendur. Höfðabakka 9 • 112 Reykjavik • Sími 577 1400 Bréfasími 577 1401 • Internet heimasíða: http://www.ti.is/ Auglýsing um inntöku nýnema Tæknifræði: B.Sc nám í byggingatæknifræði, vél- og orkutæknifræði, rafmagnstæknifræði, iðnaðartæknifræði. Rekstrarnám: iðnrekstrarfræði, B.Sc nám í útflutningsmarkaðsfræði og vörustjórnun. (Nám hefst um áramót) Iðnfræði: byggingariðnfræði, véliðnfræði, rafmagnsiðnfræði. Frumgreinadeild: námtil raungreinadeildar- prófs. Meinatækni og röntgentækni: næstverð- urtekið inn haustið 1998. Umsóknarfrestur er til 6. júní nk. Skilyrði til inntöku eru eftirfarandi: í tæknífræði: raungreinadeildarpróf eða stúdentspróf af eðlisfræði-, náttúrufræði-, eða tæknibraut auk tveggja ára viðeigandi starfsreynslu. I idnrekstrarfræði: raungreinadeildarpróf eða stúdentspróf og tveggja ára starfsreynsla. í útflutningsmarkaðsfrædi og vörustjórnun: próf í iðn- rekstrarfræði, rekstrarfræði eða sambærilegu. I iðnfræði: iðnnám. í frumgreinadeild: Iðnnám eða sem svarar 20 einingum á framhaldsskólastigi, auk tveggja ára starfsreynslu. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans sem er opin frá kl. 8.30-15.30. Kynningarfulltrúi og deildarstjórar ein- stakra deilda veita nánari upplýsingar í síma 577-1400. Umsóknum skal fylgja staðfest afrit af prófskírteinum og vottorð um starfsreynslu. Rektor Tækniskóla íslands. Tækniskóli Islands er fagháskóli á svið tækni og rekstrar. Námsað- staða er góð og tækja- og tölvukostur er í sífelldri endurnýjun. Allt nám við Tækniskóla Islands er lánshæft hjá LÍN. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR KAUPMANNASAMTOK ÍSLANDS Aðalfundur Kaupmannasamtaka íslands verður haldinn laugardaginn 10 maí nk. á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni, og hefst kl. 10.00 árdegis. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Fjármálaráðherra, Friðrik Sophusson, verður gestur fundarins. Stjórnin. Aðalfundur Manneldisfélags íslands, verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 6. maí, í stofu 11,2. hæð í aðalbyggingu Háskóla íslands, kl. 17.15. Allir velkomnir. Stjórnin. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeir sjálfum sem hér segir: Austurvegur 51, Seyðisfirði, þingl. eig. Jón Þorsteinsson, gerðarbeið- andi sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 9. maí 1997 kl. 10.00. Hjaltastaðir I, Hjaltastaðaþinghá, þingl. eig. Ríkissjóður íslands, gerð- arbeiðendur Samvinnusjóður íslands og Stofnlánadeild landbúnaðar- ins, 9. maí 1997 kl. 15.00. Múlavegur 33, Seyðisfirði, þingl. eig. Páll Sigtryggur Björnsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 9. maí 1997 kl. 11.00. 5. maí 1997, Sýslumaðurinn á Seyðisfirði. ATVINNUHUSNÆÐI Til leigu eratvinnuhúsnæði í þessu glæsilega húsi í Ánanaustum 15, Rvík. Húsið er mjög snyrtilegt og vel við haldið. Sameign og allar innréttingar eins og best verður á kosið. Öll 2. hæð — samt. 622 fm (með sameign). Hluti 3. hæðar — samt. 322 fm (með sameign). Húsnæðið hefur verið notað að hluta við kennslu en býður upp á ýmsa möguleika. Frekari upplýsingar veita Hrönn eða Steinar sími 551 1570. SMAAUGLYSINGAR FELAGSLIF I.0.0.F Rb. 4 = 146567 * — kv. Ekki láta þetta fram hjá þér fara! Sfðasta námskeið vetrarins * Ertu viðkvæm(ur) fyrir athuga- semdum annarra og tekur mikið inn á þig? * Áttu erfitt með að svara fyrir þig? * Finnst þér þú oft fara í ,,vöm“ í samskiptum þinum við annað fólk? * Ertu oft uppstökk(ur), pirruð (að- ur), reið(ur) og næstum því þung- lynd(ur)? Ef þú kannast við eitthv. af ofan- greindu hefðir þú kannski áhuga á að sækja námskeið í Sjálfef.i sem gæti hjálpað þér að takast á við of- angreint. Þú þyrftir þó að fóma einni helgi af lífi þínu því nám- skeiðið er tveir dagar, en efni nám- skeiðsins hefur hjálpað mörgum að ná stjóm á eigin líðan I daglegu lífl og hjálpað þeim til að vara ósnortin af tilraunum annarra til yfirgangs og valdníðslu. Kennari: Kristín Þor- steins. Námsk. 10.—11. maí kl. 10:00 - 15:30. Verðkr. 8.000 (inni- falið í námsk.gjaldi eru veitingar I hádegi báða dagana). Nánari uppl. og skrán. í síma 554 1107 kl. 09:00 - 12:00. □ EDDA 5997050619 I Lf. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Bænastund kl. 20.00. Allir hjartanlega velkomnir. KFUM og KFUK, Holtavegi 28 Minnum á félgasfundinn í kvöld kl. 20 á Holtavegi 28. Stefnumótun og framtíðarsýn. Umræður um félagslega og kirkjulega stöðu félaganna. Félagsfólk fjölmennum! TILKYNNINGAR Auglýsendur athugið breyttan skilafrest! Auglýsingatexta og/eða tilbún- um atvinnu-, rað- og smáauglýs- ingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12 á föstudag. Auglýsingadeild Sími 569 1111 símbréf 569 1110 netfang: augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.