Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997____________________________ FRÉTTIR Engin sáttatillaga komin fram í kjaradeilunni á Vestfjörðum Stimpingar þegar reynt var að hindra löndun Morgunblaðið/Jenný TIl stímpinga kom á Drangsnesi í fyrrinótt þegar verkfallsverð- ir úr verkalýðsfélagi Hólmavíkur reyndu að koma í veg fyrir að Víkumesið landaði þar tæplega 30 tonnum af rækju. TIL stimpinga kom milli verkfalls- varða frá ASV bæði á Drangsnesi og Hvammstanga í gær þegar reynt var að landa þar. Verkfallsverðir úr verkalýðsfélagi Hólmavíkur reyndu að koma í veg fyrir að Vík- urnesið landaði tæplega 30 tonnum af rækju aðfaranótt þriðjudags. Verkfallsverðir voru komnir á bryggjuna þegar báturinn lagðist upp að og slasaðist kona úr hópi verkfallsvarða á hendi. Bílum heimamanna var lagt yfir veginn að hafnarsvæðinu og hindruðu þeir þannig aðgang fleiri verkfallsvarða og tepptu um leið umferð um þjóð- veginn gegnum þorpið. Á Hvammstanga tókst verkfalls- vörðum ekki að koma í veg fyrir löndun úr Framnesinu en þeir töfðu verkið fram eftir degi. Varaformað- ur verkalýðsfélagsins Hvatar hafði um síðustu helgi skrifað undir yfir- lýsingu um að ekki yrði landað úr vestfirskum skipum meðan verk- fallið stæði og undir þá yfírlýsingu skrifuðu líka tveir verkstjórar hjá Meleyri sem stóð að lönduninni í gær. Eins og þjófar á nóttu Togarinn Páll Pálsson ÍS-102 kom til hafnar í Grundarfírði á þriðju- dagsmorgun með tæp 70 tonn af blönduðum físki. Þar sem verkfalls- verðir voru ekki á svæðinu gekk greiðlega að landa úr skipinu og um kl. 10 lagði skipið af stað heimleiðis. „Þeir læddust inn á Grundar- fjörð, hentu fískinum í land og köll- uðu svo vigtarmennina út og voru famir þegar að því kom, rétt eins og þjófar á nóttu,“ sagði Pétur Sig- urðsson, forseti ASV, og átti þar við skipshöfnina á Páli Pálssyni. „Svo brjóta þeir lög, gefa upp til Tilkynningaskyldunnar allt aðrar staðsetningar þannig að menn eru bara komnir í sjóræningaleik og á það við Framnesið líka sem landaði á Hvammstanga." „Mönnum fannst forsætisráð- herra blanda sér óviðurkvæmilega í kjaradeiluna og kom fram reiði og tortryggni í garð hans á fundi okkar á mánudagskvöld,“ sagði Pétur Sig- urðsson, forseti ÁSV, í samtali við Morgunblaðið í gær. I ályktun fund- ar ASV í fyrrakvöld segir að forsæt- isráðherra hafí tekið afstöðu með öðrum aðilanum um leið og hann hafí gefíð uppskrift að lausn deilunn- ar sem verkafólk geti engan veginn sætt sig við. „Þrátt fyrir það lýsir fundurinn fyllsta trausti á embætti ríkissáttasemjara og telur hlutleysi hans hafíð yfir ógætilegar glósur frá forsætisráðherra," segir í lok álykt- unarinnar. Pétur Sigurðsson sagði að á óformlegum fundi með sáttasemj- ara í Reykjavík í fyrradag hefðu atvinnurekendur kippt til baka þeim atriðum sem samið hefði verið um í viðræðunum fyrir vestan á dögun- um þegar farið var yfír stöðuna: „Okkur þótti hart að vinnuveitendur stæðu ekki við orð sín, jafnvel skrif- leg plögg, þeir kipptu því til baka og sýndu þama ný vinnubrögð sem stjómað var af Hannesi Sigurðssyni hjá Vinnuveitendasambandinu." Stjóm Fjórðungssambands Vest- fírðinga samþykkti ályktun á fundi sínum í gær þar sem hún lýsir þung- um áhyggjum vegna hins langvinna verkfalls og skorar á aðila að taka höndum saman um lausn deilunnar. Áætlað að ljúka einsetningu grunnskóla í Reykjavík árið 2001 Kostnaður talínn 5 milljarðar BORGARRÁÐ hefur samþykkt samhljóða fímm ára áætlun um að allir grunnskólar borgarinnar verði einsetnir í lok ársins 2001. Áætlaður kostnaður er 5 milljarðar króna. Í haust verða 18 af 29 skólum borgarinnar einsetnir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, segir að í áætluninni sé kveðið á um hvernig standa skuli að einsetningu skólanna, í hvaða röð skólarnir séu og hversu miklum fjármunum verður varið í hvern skóla. „Gert er ráð fyrir að þessi áætlun sé höfð til viðmiðunar við gerð fjárhagsáætunar hverju sinni,“ sagði Ingibjörg. „Auðvitað er hún ekki óumbreytanleg en þetta er stefnumótunin í grunn- skólum borgarinnar." „Þetta er áætlun upp á um 5 MEÐ blaðinu í dag fylgir fjög- urra síðna auglýsingablað frá BYKO. milljarða króna þannig að þetta er stór pakki,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir formaður skóla- málaráðs. „Þetta er áætlun um einsetningu en jafnframt tökum við á þeim skólum, sem eru ein- setnir í dag og þarf að byggja við þegar horft er til nýrrar aldar.“ Miklar breytingar framundan Sigrún sagði miklar breytingar framundan með lengingu skóla- dagsins. Stefnt væri að samfelld- um 6-7 stunda skóladegi með hádegishléi en síðan tæki við tóm- stundastarf. „Þó við séum hér að fjalla um mjög merkilega uppbyggingu í manvirkjum þá er einsetning ekki síður merkileg því ég hef þá trú að um aldamót þegar við höfum náð þessu markmiði þá verði gjör- breyting á högum fjölskyldunnar og nánast í mínum huga bylting hvað varðar festu og ögun sem fólk býr við þegar það fær þessa vissu um böm sín bæði á leikskól- um og í grunnskólum borgarinn- ar,“ sagði Sigrún. Fjórir skólar voru einsetnir í Reykjavík við upphaf kjörtímabils- ins en næsta haust verður búið að einsetja 18 skóla. „Við höfum sett í forgang þá skóla sem bjuggu við mestu þrengslin og þess vegna einsetjum við Grandaskóla í haust,“ sagði Sigrún. „í Árbæjar- hverfi er óvissa í þessari áætlun en þar er gert ráð fyrir viðbygg- ingu við Arbæjarskólann og að honum verði skipt í barna- og unglingaskóla en við gerum jafn- framt ráð fyrir að byggður verði nýr skóli.“ UNDIRBUNINGUR OG FRAMKVÆMDIR VEGNA EINSETNINGAR SKÓLA í REYKJAVÍK Yfirlit og tillaga að forgangsröðun 1997-2001 Undirfoúningur I Framkvæmdir | Einsetning Tvísetnir skólar. 1996 11997.1998,1999,2000 2001 Grandaskóli Meiaskóli Vesturbæjarskóli Álftamýrarskóli Æfingaskólinn Hlíðaskóli Hvassaleitisskóii Fellaskóli Hólabrekkuskóli Seljaskóli Árbæjarskóli Ártúnsskóli Selásskóli Foldaskóli Einsetnir skólar 1996 1997 1998 1999 2000 2001 Hagaskóli Austurbæjarskóli Langholtsskóli Laugalækjarskóli Laugarnesskóli Vogaskóli Breiðagerðisskóli Fossvogsskóli Réttarholtsskóli Breiðholtsskóli Ölduselsskóli Hamraskóli Húsaskóli Nýir skóiar Rimaskóli Engjaskóli Borgaskólí Víkurskóli Nýr skóli i Árbæ Kirkjutúnsskóli 1996 1997 1998 1999 2000 2001 MOÍIGUNBLAÐID Mikill leki kom að Birni Halldórssyni REútafKópi Sjór upp á mið kör í lestinni MIKILL leki kom að trillunni Birni Halldórssyni um 16 sjómílur vestan Kóps um miðj- an dag í gær. Tveir menn voru um borð í bátnum og kölluðu þeir á hjálp nærstaddra báta. Báturinn var þá orðinn mjög siginn en skipveijum tókst að dæla úr honum með aðstoð skipveija á Lukku sem kom á staðinn. Skipverjar héldu vél- inni í gangi og komst hann fyrir eigin vélarafli til Tálkna- fjarðar. Lukka fylgdi bátnum eftir til lands. Bjöm Halldórsson er fímm tonna bátur og hét áður Vik- ar. Stefán Sigurðsson, annar skipveija, sagði í samtali við Morgunblaðið um fjögurleytið í gær að báturinn læki ennþá. „Það hefst undan að lensa. Hann lensaði ekki fyrst og sjór var kominn í vélarrúm og lest. Það kemur sjór í hann strax og við hættum að dæla. Við sjáum hvergi hvar lekinn kem- ur. Báturinn var orðinn ansi mikið siginn en Lukkan fylgir okkur eftir og það er stutt í varðskip sem er hérna,“ sagði Stefán. Sunnankaldi og kröppkvika var þegar þetta gerðist. Ásamt Stefáni er Páll Sigurðsson á bátnum. Þeir vom á skaki og komnir með talsverðan afla. Brá þegar hann leit í lestina „Við urðum varir við þetta þegar við lögðum af stað í land. Mér fannst grunsamlegt hversu mjög báturinn var far- inn að hallast. Það átti ekkert að geta hreyfst í honum því fískurinn er í körum í lestinni. Ég kíkti svo ofan í lest og brá í brún þegar ég sá að sjórinn var kominn upp á mið kör og vélin byijuð að ausa upp á sig. Það hefur ekki mátt miklu muna að vélin stöðvaðist og ég skil eiginlega ekki að hún skyldi ganga. Hefði drepist á henni og ekkert verið hægt að lensa hefði báturinn getað sokkið," sagði Stefán. 24 þúsund laxaseiði drápust UM 24 þúsund laxaseiði drápust þegar flutningabifreið, sem flutti þau, vglt í Kerlingarskarði um klukkan 16 í gær. Seiðin voru í þremur tönkum og runnu öll seiðin úr einum tankinum niður á veginn en flest hinna drápust af völdum súrefnisskorts í kjölfar óhappsins. Bifreiðin var að koma úr Borgarfírði á leið til Grundarfjarð- ar, en þar er hafbeitarstöðin Lárós sem átti seiðin. Vegurinn um skarðið er ákaf- lega lélegur samkvæmt upplýsing- um frá lögreglu og er talið að veg- kantur hafi gefið sig undan þunga bifreiðarinnar eftir rigningar á þessum slóðum. Talsverðar skemmdir urðu á bílnum en öku- maðurinn slapp ómeiddur. Umferð um skarðið tepptist um tíma af völdum óhappsins en rétt fyrir klukkan 22 í gærkvöldi var búið að koma bifreiðinni á réttan kjöl, þannig að umferð um veginn gat gengið með eðlilegum hætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.