Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997 15 * Osamið í tóbaks- máli New York. Reuter. MIKE MOORE, yfirmaður dóms- mála í Mississippi, segir að lausn á tóbaksmálarekstri sé ekki í nánd, þótt hann vonist til að vita innan tveggja vikna hvort hægt verður að ná samkomulagi. Moore kvað fréttir um lausn í nánd rangar og sagði að lausn ætti enn langt í land. Ef ekki yrði sam- ið yrði að undirbúa fyrirhuguð rétt- arhöld. Moore er aðalsamningamaður Mississippi og 28 annarra ríkja, sem hafa farið í mál við tóbaksiðnaðinn til að fá bætur fyrir opinberan fjárstuðning vegna Iæknisaðstoðar við reykingamenn. Réttarhöld eiga að hefjast 7. júlí í Mississippi og verður réttað næst í Flórída og Texas. Hugmyndir um hindranir? Hann gagnrýndi þá frétt Wa.ll Street Journal að valinn hópur yfir- manna dómsmála og lögfræðinga tóbaksfyrirtækja væri nærri sam- komulagi um ráðagerð, sem mundi draga mjög úr möguleikum reyk- ingamanna til að fara í mál. Blaðið sagði að hugmyndirnar mundu einnig gera reykingamönn- um nánast ókleift í framtíðinni að fá bætur fyrir algengustu sjúkdóma tengda reykingum, svo sem lungna- krabbamein. „Fréttin er röng,“ sagði Moore. „Viðræðurnar snúast um framtíð- ina. Athyglin hefur beinzt að heil- brigði barna og almennings og leið- ir til að draga úr reykingum ... Sáralitlum tíma hefur verið varið til umræðna um skaðabótaskyldu.“ Hann sagði að skaðabótaskylda væri miklu aftar í forgangsröðinni en tilraunir til að draga úr reyking- um barna. ♦ ♦ Rússar bjóða út demantasvæði Moskvu. Reuter. RÚSSAR munu reyna að fá erlenda fjárfesta til að bjóða í uppbyggingu Lomonosov demantasvæðisins í Norður-Rússlandi að sögn embætt- ismanna. „Útboðið fer fram á þessu ári,“ sagði Viktor Tsjernov, forstöðu- maður ríkisstofnunar sem stjórnar þróun náttúruauðlinda í Norður- Arkangelsk héraði. ------» ♦ ♦---- Nýmetá peningamark- aði íBriissel BrUssel. MIKIÐ hefur verið um samruna fyrirtækja í Belgíu. Bollalagt er um bandalög og ný met hafa verið sleg- in í kauphöllinni í Brussel. Bel-20 vísitala fyrsta flokks verð- bréfa hækkaði í 2273,79 punkta í morgunviðskiptum á mánudag, sem er nýtt met. Á föstudag mældist Bel-20 2267,78 punktar. -----» » ♦---- VW ferfram úrFiatí Mið-Evrópu Búdapest. Reuter. VOLKSWAGEN AG fór fram úr Fiat SPA í marz og komst í efsta sæti á ört vaxandi bílamarkaði Mið- Evrópu samkvæmt mánaðarkönnun Reuters. Fiat varð í öðru sæti, en Daewoo samsteypan í Suður-Kóreu fylgdi fast á eftir. Fíladelfíu. BANDARÍSKA flugfélagið US Airways hefur til- kynnt hluthöfum að þar sem samkomulag hafi ekki náðst við verkalýðsfélög um að draga úr launakostnaði hafí fýrirtækið hafizt handa um að beina milljónum dollara, sem átti að veija til að auka umsvif í heiminum, til annarra fjárfestinga. Stjómarformaður US Airways, Stephen Wolf, sagði á árlegum hluthafafundi að félagið ætti í viðræðum við framleiðendur lítilla landshluta- Minni þjónusta hjá US Airways þotna um endurnýjun á skrúfuvélaflota dótturfyr- irtækja US Airways. Til flugvélakaupanna verður varið fé, sem fé- lagið hefur lagt fyrir til að kaupa breiðþotur til nota í millilandaflugi. Wolf sagði að félagið hefði þegar ráðstafað 126 milljónum dollara til að kaupa aftur hluta- bréf af British Airways og auka þar með verð- gildi hlutabréfa sinna. British Airways skýrði nýlega frá því að félag- ið hefði selt hlut þann sem það átti eftir í US Airways fyrir 500 milljónir dollara. SUZUKIIVITARA V6 Jafnvel þó vélin sé einstaklega kraftmikil, er hann ekki bensínhákur. * Og hann er á verði sem aðrir jeppar eiga ekkert svar við. ** SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. SUZUKI SÖ1UUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slml 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, simi 482 3700. *Við 90 km á klst. 8,2/8,5 lítrar á 100 km. **SUZUKI VITARA V6:2.390.000 kr. EÐALJEPPINN krafturinn, getan og traustið kemur innan frá • Hann kemur þér þangað sem þú vilt komast, með stíl. Sameinar þægindi, úthald og kraft. • Hann eykur vellíðan þína. Veitir þér örugga stjórn og aksturseiginleika þegar mest á reynir. • í honum er gott pláss fyrir fylgihluti í útivist og veiðitúrinn. • Ekta jeppi að sjálfsögðu, með háu og lágu drifi - upphækkanlegur, sterkbyggður á grind, með feikilega stöðuga fjöðrun og gott veggrip. • Verðgildið er í eðalklassa. Hann er byggður til að endast. V6,, 4ra kambása 24 ventla H20A vélin 6 strokka, 4 ventlar á strokk með íjölinnsprautun. 136 hö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.