Morgunblaðið - 17.06.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.06.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1997 B 3 Tveir til Skalla- gríms SKALLAGRÍMUR úr Borgar- nesi hefur fengið til liðs við sig færeyskan leikmann sem heitir Alan Johansen og hefur leikið með Klaksvík. Hann er miðvallarleikmaður og hefur spilað nokkra heimaleiki með landsliði Færeyja. Johansen, sem er nyög fiughræddur og hefur því ekki gefíð kost á sér í útileiki með landsliðinu, kem- ur til landsins á fimmtudag með skipinu Norrænu og leik- ur fyrsta leik sinn með Skalla- grimi á móti Fram í 7. umferð næsta sunnudag. Samkvæmt heimildum biaðsins er Júgóslavinn Vlad- an Tomic, miðvallarleikmaður ÍA, á leið til Skallagríms vegna þess að Skagamenn hafa ekki not fyrir hann í liði sínu. Skal- lagrímur og ÍA mætast annað kvðld, en eftir þann leik fá Borgnesingar að nota Tomic. Bergþóra meiddist MIKIÐ var að gerast þjá Berg- þóru Laxdal á laugardaginn en hún náði ekki sjálf að fylgj- ast með allri atburðarásinni. Hún lék með iiði sínu, Val, gegn ÍBA á Hlíðarenda og skoraði tvö góð mðrk en lenti siðan i samstuði við markvSrð Akureyringa og rotaðist. Hringt var eftir sjúkrabíl og rankaði Bergþóra við sér skömmu síðar. Hún fékk heila- hristing en þar sem tvær vikur eru í næsta leik Valsstúlkna, má reikna með að hún verði mætt i slaginn á ný. Fleiri Út- lendingar ÁRSÞING Handknattleiks- sambandsins var haldið fyrir helgi og var Guðmundur Ág. Ingvarsson endurkjörin for- maður. Þrír nýir koma inn í sljórnina, Jóhanna Ág. Sigurð- ardóttir, fyrrum gjaldkeri HSÍ, er orðin gjaldkeri á nýjan leik og Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri þjá Sam- skipum, og Goði Sveinsson, framkvæmdastj óri Úrvals- Útsýnar, voru báðir kosnir í síjórn. Úr stjórninni ganga Ásdís Höskuldsdóttir og Kjart- an K. Steinbach. Guðmundur sagði að mikið hafi verið rætt um erlenda leik- menn á þinginu og samþykkt hefði verið að heimila tvo leik- mann utan evrópska efnahags- svæðisins næsta vetur og ótak- markaðan fjölda frá löndum innan svæðisins. Einnig var mikið rætt um peninga og sagði | Guðmundur að velta sambands- ins hefði verið um 50 milljónir króna og að skuldimar væru enn um 100 miiyónir. „Þetta snýst því miður mikið um peninga og skuldirnar eru geigvænlegar. Kostnaðurinn hefur minnkað eins og stefnt var að en það er bullandi tap eins og er. Þegar nauðasamn- ingar hafa tekist breytist þetta allt til hins betra. Það ríkti mikill einhugur og samstaða á þinginu og við höfum fundið fyrir miklum áhuga almenn- ings á handbolta, bæði á HM í Japan og þegar við lögðum Dani 1. desember,“ sagði formaðurinn. Á þinginu var að vepju til- kynnt hvaða félag hlyti Ungl- ingabikar HSÍ og að þessu sinni var það FH. ÍÞRÓTTIR KARATE FULLTRÚAR íslands á Evrópumótinu voru þelr Sigþór Markús son, Ásmundur ísak Jónsson og Jón Ingl Þorvaldsson. Islendingar komu á óvart Íslendingar náðu góðum árangri í hópkata á Evrópumeistaramót- inu í hefðbundnu karate ETKF, sem fór fram í Davos í Sviss um helg- ina. Liðið _ skipuðu Þórshamars- mennimir Ásmundur ísak Jónsson, Jón Ingi Þorvaldsson og Sigþór Markússon. Þeir lentu í fjórða sæti í hópkata, sem verður að teljast mjög góður árangur því 22 þjóðir voru með á mótinu. „Við bjuggumst alls ekki við svona góðum árangri í hópkata. Samt sem áður hafði ég gert mér meiri vonir um góða frammistöðu liðsins í enbu, en þetta er í fyrsta skipti sem við keppum í þeirri grein á Evrópumóti og drengirnir lögðu sig alla fram,“ sagði Ólafur Walle- vik, liðstjóri íslenska liðsins og dóm- ari á mótinu. Enbu er grein innan karate sem byggist á því að tveir keppendur úr sama liði fá 60 sek- úndur til að sýna fyrirfram skipu- lagðan bardaga. íslendingamir komust ekki í fjögurra liða úrslit í þeirri grein, en tíu þjóðir hófu keppni. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu okkar á mótinu," sagði Sigþór í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. „Það var gaman að komast í úrslit á svona stóru móti. Sérstaklega þótti mér fróðlegt að sjá enbu eins og það gerist best. Þá sá ég að við þurfum að krydda æfingar okkar meira með ýmsum fínum töktum,“ sagði Sigþór. íslendingamir tóku einnig þátt í einstaklingskeppni í kata og kum- ite. Jón Ingi féll út í fyrstu umferð í kumite og komst ekki upp úr öðr- um riðlinum af tveimur í kata, en þrír efstu úr hvomm riðlinum kom- ust í úrslit. Minnstu munaði þó að Ásmundur ísak kæmist upp úr sín- um riðli og var tilkynnt í fyrstu að hann hefði komist áfram, en hann og annar keppandi vom jafnir í síð- asta lausa sætinu í sex manna úr- slitum. Síðar kom í ljós að um mis- tök var að ræða og Ásmundur sat eftir með sárt ennið, en hinn kepp- andinn komst áfram vegna þess að lægsta einkunn hans var hærri en lægsta einkunn Ásmundar. KNATTSPYRNA Breiðablik og KR á sigurbraut BREIÐABLIK og KR eru enn á toppi efstu deildar kvenna eftir leiki helgarinnar en Blikar halda toppsætinu með glæsilegu markahlutfalii - hafa skorað 23 mörk en fengið á sig fjögur. KR vann ÍA 3:0 á Akranesi og í Eyjum bar Stjarnan sigurorð af heima- stúlkum, 2:1. Morgunblaðið/Ásdís ÍRÍS Andrésdóttlr braut ísinn með fyrsta marki Vals í 4:3 slgri á Akureyrlngum á laugardaglnn. Hér er hún að kljást við Brynhildi Smáradóttur. Blikastúlkur sóttu af krafti frá byijun og uppskám fyrsta markið frá fynrliðanum Sigrúnu Óttarsdóttur á 19. Stefán mín“tu eftir mörg Stefánsson agæt tækifæn. skrifar Haukastúlkur vörð- ust og tókst einnig að skora á 33. mínútu með marki Halldóru Hálfdánardóttur en Kristr- ún L. Daðadóttir kom Breiðabliki aftur yfír fimm mínútum fyrir leik- hlé. Blikar slógu hvergi af eftir hlé, Margrét Ólafsdóttir skaut í stöng og skömmu síðar gerðu Hafnfirðing- ar sjálfsmark. Á 58. mínútu pijón- aði Margrét sig í gegnum vörn Hauka og renndi boltanum á Erlu Hendriksdóttur sem skoraði fjórða mark Kópavogsbúa og þremur mín- útum síðar skoraði Erla beint úr hornspyrnu. Öðmm þremur mínút- um síðar skoraði Hildur Ólafsdóttir sitt fyrsta mark í deildinni og sjötta mark Blika og Katrín Jónsdóttir það sjöunda en Haukastúlkur ráku sjálf- ar endahnútinn með öðru sjálfs- marki. Blikastúlkur ætluðu sér um of við markaskorunina til að byija með en náðu síðan að sýna hvað þær kunna fyrir sér. Þær léku án Ásthildar Helgadóttur og Sigfríðar Sophus- dóttur, sem vom í fríi. Margrét Ól- afsdóttir var allt í öllu hjá liðir.u en Kristrún L. Daðadóttir og Katrín Jónsdóttir voru ágætar. Haukastúlk- ur héldu uppi góðum vörnum lengi vel en það tekur sinn toll að halda í við leikreynt lið eins og Breiðablik og því gáfu þær eftir þegar á leið. Gréta R. Árnadóttir markvörður og Hanna G. Stefánsdóttir áttu góðan leik fyrir Hafnfirðinga. Stíflan brast eftir hlé Eftir frekar tíðindalítinn fyrri hálfleik hjá Val og ÍBA að Hlíðar- enda á sunnudaginn, brast stíflan strax eftir hlé og sjö mörk litu dags- ins ljós. Af þeim gerðu Valsstúlkur íjögur en gestir þeirra frá Akureyri þijú og unnu Valsstúlkur þar með þriðja sigur sinn í sumar. Fyrir hlé var baráttan mikil og Vaiur lengst af í sókn án þess þó að skapa mikla hættu við mark gest- anna, sem sjálfum tókst aldrei að komast í tæri við mark Vals. Á fjórðu mínútu síðari hálfleiks kom fyrsta markið þegar írís Andrésdóttir skor- aði fyrir Val eftir góða fyrirgjöf Rósu J. Steinþórsdóttur og tveimur mínútum síðar bætti Ásgerður H. Ingibergsdóttir við. Stundarfjórð- ungi síðar stakk Katrín M. Hjalta- dóttir vörn Vals af og minnkaði muninn í 2:1 með góðu marki. Tíu mínútum síðar, á 75. mínútu, var Bergþóra Laxdal felld inni í vítateig ÍBA, svo að dæmd var vítaspyrna sem Bergþóra sjálf skoraði úr og fímm mínútum síðar braust hún í gegnum vörn ÍBA og kom Val í 4:1. En Akureyringar voru ekki búnir að segja sitt síðasta og þegar fimm mínútur voru til leiksloka minnkaði Þorbjörg Jóhannsdóttir muninn í 4:2 og rétt á eftir kom Katrín með ann- að mark með glæsilegu þrumuskoti utan vítateigs. Akureyringar gerðu sér þá grein fyrir því að mögulegt væri að ná að minnsta kosti jafn- tefli en Valsstúlkur gáfu ekkert eft- ir og héldu sínum hlut. Stjörnubjart í Eyjum Stjörnustúlkur nældu sér í þijú dýrmæt stig í Vestmannaeyj- um í gærkvöldi er þær unnu ÍBV I 2:1 í efstu deild Sigfús kvenna, Stofndeild- Gunnar inni. Öll mörkin voru Guðmundsson gerð í fyrri hálfleik. skrrfar Auður Skúladóttir kom Stjörnunni yfir strax á upphafs- mínútum leiksins er hún skoraði beint úr aukaspymu. Fanný Yngva- dóttir jafnaði tíu mínútum síðar fyr- ir ÍBV. Guðný Guðnadóttir kom Stjörnunni aftur yfir um miðjan hálf- leikinn og þar við sat. Sigríður Þor- láksdóttir úr Stjörnunni var rekin út af snemma í síðari hálfleik og eftir það sóttu Eyjastúlkur stans- laust en inn vildi boltinn ekki. KR sigraði á Skaganum Leikur ÍA og KR á Akranesi sem fram fór í gærkvöldi var tíð- indalítill og bragðdaufur. Ekkert mark var skorað í Jóhannes fyrri húlfleik en KR- Harðarson ingar tryggðu sér skrifar sigur með þremur mörkum i síðari hálf- leik. Fyrri hálfleikur var rólegur og einkenndist af miðjuþófí. Reyndar brá fyrir ágætis spili úti á vellinum hjá báðum liðum en er nær dró víta- teig andstæðinganna fjaraði sókn- arleikurinn út. Enda fór það svo að aðeins tvö marktækifæri sáust fyrir leikhlé, Helena Ólafsdóttir fyrir KR-inga og Silja Rán Ágústsdóttir fyrir IA en hvorug náði að nýta sitt færi. Síðari hálfleikur fór af stað með miklum látum. Á 46. mínútu átti Edda Garðarsdóttir óvænt þrumu- skot af löngu færi og boltinn hafn- aði efst í markhorninu og gestirnir komnir yfir. Eftir þessa fjörlegu byijun datt leikurinn aftur niður á það stig sem hann var á í fyrri hálf- leik og fátt markvert gerðist þar til Olga Færseth skoraði annað mark KR-stúlkna með skalla af stuttu færi þegar átta mínútur voru eftir af leiknum. Aðeins ijórum mínútum síðar skoruðu þær aftur og nú var Sigurlín Jónsdóttir að verki með skoti frá markteig eftir hornspyrnu. Skagastúlkur náðu ekki að ógna marki gestanna á þeim fáu mínútum sem eftir voru og því öruggur KR sigur í höfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.