Morgunblaðið - 17.06.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.06.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1997 B 5 AKSTURSÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA I toppslagnum Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson étursson gaf ekkert eftir og velti tvívegis í slagnum um stig í þrautun- iðar. Hann sigraði þó í torfærunnl og er efstur í stlgakeppninni. nacher að láni Reuter Panis hafnar á öryggisvegg í kappakstursbrautinni í Montreal. Ein all á höfðl Panis. Tvíbrotnaöl hann á báðum fótum. Talið er að rekja ií óhapplð til bilunar í fjöðrunarbúnaði. Rauð íslensk helgi í Svíþjóð Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar Framganga íslensku knattspyrnu- mannanna sem leika í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu ein- kenndist ekki öðru fremur af snilli í 11. umferð sem leikin var um helgina, heldur af því að tveimur þeirra, Arnóri Guðjohnsen og Stefáni Þórðarsyni, var vikið af leikvelli í leikjum með liðum sínum. í Örebro mættu heimamenn toppl- iði Elfsborgar og sigruðu 1:0, Gawel- in gerði sigurmark Örebro í síðari hálfleik. Fréttnæmast úr leiknum var þó að Arnór Guðjohnsen, sem var nýkominn úr 3 leikja banni, fékk að líta rauða spjaldið á 70. mínútu, er hann fékk sitt annað gula spjald. Arnór hafði fengið spjald í fyrri hálfleik fyrir tæklingu aftan frá en síðara spjaldið kom er hann tók knöttinn með hendi og stoppaði er hann var á leið yfir hann. „Furðuleg aðgerð hjá 36 ára gömlum leik- manni með alla þessa reynslu," sagði fréttamaður sænska útvarpsins sem lýsti leiknum. „Þetta var óheppni en ég hef enga skýringu á atvikinu," sagði Arnór við Expressen eftir leik- inn, en hann fær eins leiks bann fyrir vikið. Sigurður Jónsson lék ekki með Örebro, var meiddur í baki og Kristján Jónsson er með sýkingu í hæl og var ekki í leikmannahópi Elfsborgara. Öster tókst ekki að leggja AIK í markalausum en fjörugum leik í Váxjö. Stefán Þórðarson var nokkuð atkvæðamikill og í fyrri hálfleik varði Hedman, markvörður AIK, vel frá honum er hann komst einn inn- fyrir. í seinni hálfleik átti síðan Stef- án þrumuskot úr aukaspyrnu en knötturinn sleikti samskeytin. Stef- án varð að bíta í það súra epli að fá tvær ámiriningar og því rautt spjald undir lok leiksins. Örgryte Rúnars Kristinssonar varð að sætta sig við jafntefli gegn botnliði Ljungskile á útivelli. Heima- menn höfðu forystu allt fram á 80. mínútu er Vennberg tryggði Örgryte stigið. Rúnar lék allan leikinn. Islensku leikmennirnir hafa verið í fréttunum fyrir rauð og gul spjöld. Arnór hefur forystu í „Skammar- króksdeildinni" með tvö rauð spjöld og Rúnar hefur fengið flest gul spjöld allra, 4 talsins. Þrjú glæsimörk tryggðu Madrid 27. meistaratitilinn REAL Madrid tryggði sér meistaratitiiinn i spænsku knattspyrnunni á iaugardags- kvöld er liðið vann fyrirhafnar- Iftinn sigur á nágrannaliðinu Atletico de Madrid. Þetta er 27. meistartitill Real Madrid í sögu félagsins og þykir sigur- inn verðskuldaður. Barcelona, sem er í öðru sæti með 87 stig, er enn fimm stigum á eftir meisturunum eftir sigur á Real Betis en þessi lið mætast i úrslitum bikarkeppninnar síðar íþessum mánuði. Real Madrid nægði jafntefli í leiknum gegn Atletico og fyr- irfram var búist við að taugaspenna og varfærni myndi Ásgeir einkenna leik liðs- Sverrisson ins. Annað kom á skrifar daginn og Real frá Spáni Madrid Iék einn sinn besta leik á keppnistímabilinu. Liðið náði strax góðum tökum á leiknum og lék sóknarknattspyrnu eins og það getur best. Taugaspennan virt- ist frekar þjaka leikmenn Atletico sem fengu fá færi í leiknum og sýndu heldur lítil tilþrif. Glæsitilþrif Raúls Um 100.000 áhorfendur voru á Santiago Bernabeu-leikvanginum og gífurleg fagnaðarlæti brutust út þegar heimaliðið náði forustunni á 36. mínútu. Markið gerði besti knattspyrnumaður Spánar, Raúl Gonzalez og var það sérleg glæsi- legt. Sending barst til Raúl frá vinstri þar sem hann var inni í víta- teignum og sneri baki í markið. Hann tók boltann niður með vinstri fæti, hélt honum á lofti, sneri sér við og smurði leðrinu upp í þaknet- ið. Þetta var 21. mark Raúls á þessu keppnistímabili. Eftir markið var aldrei spurning hvort liðið myndi sigra. Varnarmaðurinn frábæri og fé- lagi Raúl í landsliðinu, Fernando Hierro, kom Real í 2-0 með góðu marki úr aukaspyrnu fyrir utan teig. Þetta var 6. mark Hierros á leiktíðinni og fagnaði hann því ákaft enda þá ljóst að titillinn væri í höfn. Hierro hljóp að hliðarlínunni og faðmaði að sér Fabio Capello, þjálf- ara liðsins, en þetta var síðasti leik- ur hans á Bernabeu þar eð hann hefur ákveðið að gerast á ný þjálf- ari A.C. Milan í heimalandi sínu, Ítalíu. Svartfellingurinn Petja Mijatovic koma heimamönnum í 3-0 á 56. mínútu eftir magnaða sendingu frá Clarence Seedorf, sem átti mjög góðan leik. Mijatovic lék fram hjá markmanninum, sem kom hlaup- andi út og renndi knettinum í net- ið. Atletico minnkaði muninn á 64. mínútu er Esnaider nýtti sér kæru- leysi í vörn Madrid og sendi knött- inn framhjá Bodo Ilgner, hinum þýska markverði heimaliðsins. Lið stöðugleika og aga Með sigrinum komst Real Madrid í 92 stig og hefur fimm stiga for- skot á Barcelona þegar aðeins ein umferð er eftir. Real Madrid hefur aðeins tapað þremur leikjum á þessu tímabili, öllum með einu marki gegn engu og öllum á úti- velli. Enginn vafi leikur á að liðið er hið besta á Spáni. Það hefur sýnt mestan stöðugleika í þessari löngu og ströngu meistarakeppni. Liðið er geysilega vel skipað og agað. í leikmannahópnum er að finna nokkra snillinga sem eru í hópi bestu knattspyrnumanna heims. Nægir þar að nefna þá Raul og Hierro, Króatann Davor Suker, Mijatovic og Hollendinginn Seedorf. Þá er markmaðurinn Bodo Ilgner í sérflokki. Góður árangur Robsons Þótt Barcelona hafi oftlega boðið til réttnefndra flugeldasýninga á þessari leiktíð skortir liðið þann stöðugleika sem tryggt hefur Real Madrid meistaratitilinn í spænsku fyrstu deildinni. Liðið var um of háð frammistöðu Brasilíumannsins Ronaldos á þessari leiktíð og skorti jafnvægi. Hins vegar skrýðast margir frábærir knattspyrnumenn búningi Barcelona og skulu sérstak- lega nefndir þeir Ivan de la Penya, Portúgalinn Luis Figo, fyrirliðinn Pep Guardiola og búlgarski snilling- urinn, hrokagikkurinn og herkiliinr Hristo Stoichkov. Þjálfari liðsins. Englendingurinn Bobby Robson, var oft gagnrýndur á þessu keppnis- tímabili fyrir liðsuppstillinguna og sennilega átti sú gagnrýni við nokk- ur rök að styðjast. Robson átti sýni- lega í nokkrum erfiðleikum með ac aðlagast aðstæðum hér á Spáni. Engu að síður hefur hann náð góð- um árangri í starfi sínu. Barcelona er í öðru sæti deildarinnar, liðið ei Evrópumeistari bikarhafa og er : úrslitum í spænsku bikarkeppninni mætir Real Betis í úrslitaleiknurr þann 28. þessa mánaðar. Stoichkov í stuði Barcelona tók á móti Betis é heimavelli sínum, Camp Nou, é sunnudagskvöld og sigraði mec þremur mörkum gegn engu. Leikur- inn var heldur tilþrifalítill enda urr ekkert að keppa. Hristo Stoichkov lagði upp fyrsta markið á 44. mín- útu sem framheijinn Oscar Garcíí skoraði. Stoichkov gerði annac markið á 75. mínútu eftir glæsilegc og hraða sókn sem lauk með þv að Búlgarinn tók knöttinn á loft: er hann kom hlaupandi á fullri ferc inn í vítateiginn og sendi hann ai afli með vinstri fæti í markið. Þriðjc markið kom átta mínútum fyrii leikslok og var þar á ferðinni Luis Enrique. Þetta var 17. mark hans . á tímabilinu og 100. mark Barcel- ona í fyrstu deildinni í ár. Evrópusæti Valladolid Valladolid, sem átt hefur mjög gott keppnistímabil, sigraði Hercu- les, sem fallið er í aðra deild mec einu marki gegn engu. Með sigrin- um tryggði Valladolid sér þátttöku- rétt í Evrópukeppni félagsliða é næsta ári. Auk Hercules eru Sevilk og Logronyes fallin í aðra deild er Extremadura, Rayo Vallecano og Celta berjast um að halda sæti síni í deildinni. í annarri deild sigraði Merida og fer liðið upp í þá fyrstu ásamt Sala- manca. Hlutskipti B-liða stórliðanm spænsku, Barcelona og Real Madric varð hins vegar að falla niður í 2- deild B ásamt Almeria og Ecija.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.