Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 D 3 KR-ingar sigursælir Hlutu bikarinn ífyrsta sinn fyrir besta árangur allra liða KR-ingar voru sigursælir á Essomótinu en lið frá þeim stóð á verðlaunapalli í þrígang við verðlaunaafhendinguna. Fyrir vik- ið kom Essobikarinn í hlut KR-inga en hann var veittur í fyrsta skipti að þessu sinni. Bikarinn hlýtur það lið sem nær bestum árangri í keppni allra liða. I keppni D-liða léku til úrslita KRl, Fjölnir og Þórl. Fjölnir og KRl unnu Þórl, en gerðu svo jafn- tefli sín á milli en KR-ingar sigr- uðu á betra markahlutfalli. í keppni C-liða mættust KR og Fylkir og var hart barist. KR-ingar komust fljótlega yfir og náðu svo að bæta við öðru marki og virtist þá allt stefna í nokkuð öruggan sigur vesturbæinga en strákamir í Fylki voru ekki á þeim buxunum og náðu að lagfæra stöðuna í 2:1, en lengra komust þeir ekki og KR-ingar stóðu uppi sem sigurveg- arar. í keppni B-liða léku Fylkir og KR einnig til úrslita. KR-ingar skoruðu fyrsta markið en ekki leið á löngu þar til sprækir Fylkismenn höfðu jafnað leikinn. Það var svo Fylkir sem náði að skora eitt mark til viðbótar og 2:1 sigur varð stað- reynd. Það ríkti greinilega eftirvænting og spenningur hjá strákunum í ÍR og Þrótti er þeir áttust við í úrslit- um A-liða. Þrátt fyrir skemmtilega takta og vel spilaðan leik tókst hvorugu liðanna að skora í venju- legum leiktíma og það sama var upp á teningnum í bráðabana sem stóð í fímm mínútur. Það varð því að grípa til vítaspyrnukeppni. Mjög mikil spenna og jafnvel taugatitr- ingur ríkti hjá báðum liðum á meðan á vítaspymukeppninni stóð, en í henni skoruðu ÍR-ingar tvíveg- is og Þróttarar einu sinni og það verða því ÍR-ingar sem varðveita bikarinn í keppni A-liða næsta árið. Vítaspyrnukeppni er ómöguleg Eftir vítakeppni ÍR og Þróttar í keppni A-liða kom einn af foreldrunum úr hópi ÍR að máli við blaðamann og sagðist vilja koma því á framfæri að menn teldu það vera afleitan kost að þurfa að grípa til víta- keppni tii að knýja fram úrslit. „Þetta er mannskemmandi fyrir strákana og taka þeir því mjög illa ef þeir skora ekki. Þó við höfum unnið þá viljum við benda forráðamönnum mótsins á að reyna að finna aðra leið til að knýja fram úrslit. Einn okkar stráka sem ekki skoraði tók það mjög nærri sér og er vart búinn að ná sér ennþá þrátt fyrir að sigur ÍR sé orðinn að vemleika." Morgunblaðið/Reynir Eiríksson KR-INGAR með Essoblkarinn. Á myndlnnl eru fyrirllðar í llðum KR ásamt þjálfurum. Aftarl röð f.v. fvar ívarsson, Grímur Gíslason, Vilhjálmur Þðrarinsson, Sigurður Magnússon og Pétur Magnason. Fremri röð f.v. BJörgvln Vilhjálmsson aðstoðarþjálfarl og Lelfur Garðarson þjálfarl. Hafþór hetja ÍR-inga ÞAÐ er óhætt að segja að Hafþór Öm Oddsson markvörður ÍR hafi verið hetja á meðal félaga sinna enda tolleruðu þeir hann eftir að hann varði víti frá Þrótturum og tryggði ÍR þar með sigur í keppni A-liða. „Ég er búinn að æfa knattspymu í eitt og hálft ár og þetta er því í fyrsta skipti sem ég fer á Essomót," sagði Hafþór eftir að hann hafði jafnað sig á gleðilátum félaga sinna. „Það er búið að vera mjög gaman að spila hérna og auðvitað var topp- urinn að við náðum að sigra í úrslita- leiknum. Okkur hefur gengið mjög vel í sumár og urðum meðal annars Reykjavíkurmeistarar og vonandi náum við að halda áfram á sigur- braut.“ Morgunblaðið/Reynir HAFÞÓR Örn Oddsson markvörður ÍR. ÚRSLIT Essómótið Lokastaðan: A-lið: 1. sæti............ÍR 2. sæti.......Þróttur 3. sæti.......Fjölnir B-lið: 1. sæti........Fylkir 2. sæti............KR 3. sæti.......Stjaman C-lið: 1. sæti............KR 2. sæti........Fylkir 3. sæti.........Valur D-lið: 1. sæti.........KR 1 2. sæti.......FJölnir 3. sæti........Þór 1 GEVALIA OPIÐ verður haldið á Hamarsvelli, Borgarnesi, laugardaginn 12. júlí nk. Leikinn verður 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Morgunblaðið/Reynir Besti árangur Grindvíkinga „ VIÐ erum að ná besta árangri Grindavíkur til þessa á Essomóti, en við spilum líklega um 9. sætið," sögðu hressir strákar úr Grindavík sem voru að hita upp fyrir einn leikja sinna. „Við erum 20 strákar sem komum á þetta mót frá Grindavík og það er alveg rosalega gaman að koma hingað og spila á mótinu. Það er auðvitað skemmtilegast að spila leikina en svo gerum við eitt og annað utan leikjanna. Nú svo má ekki gleyma því að einn pabbinn segir alltaf drauga- sögur á kvöldin og það er æðislegt,11 sögðu strákarn- ir og voru roknir til að halda áfram að hita upp. Hér á myndinni fyrir ofan er hluti af B-lið Grindvíkur. Mjög vegleg verðlaun eru veitt fyrir 4 fyrstu sætin með og án for- gjafar, nándarverðlaun á 1/10, 5/14 og 8/17 braut og fæst pútt á flöt. Dregið verður úr 10 skorkortum og ekki má gleyma hinni vinsælu vipp- keppni. Mótagjald er kr. 2.000. Ræst verður út frá kl. 8.00 og hefst skráning fimmtudaginn 10. júlí í síma 437 1663 (14.00-22.00). Skráið ykkur tímanlega, síðast var fullt. Munið gistiaðstöðuna á Hamri Golfklúbbur Ðorgarness. Golfmót - Sauðárkrókur - Golfmót Opna Flugfélagsmótið á Sauðárkróki 12.-13. júlí Keppt verður í eftirfarandi flokkum með og án forgjafar: Kvennaflokki - Karlaflokki Unglingaflokki - 14 ára og yngri VERÐLAUN: Evrópuferðir með Flugleiðum Innanlandsferðir með Flugfélagi íslands Aukaverðlaun: Næst holu á 3. og 6. braut Lengsta upphafshöggið Fæst pútt Skráning í golfskála 11. júlí frá kl. 13.00-20.00. Sími 453 5075.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.