Morgunblaðið - 02.08.1997, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 02.08.1997, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 33 AÐSEIMDAR GREINAR Einvígið á akbrautinni ÞÁ HEFUR litið dagsins ljós nýtt punktakerfi fyrir brot í umferðinni sem leiða á til sviptingar ökuleyfis eftir ákveðna uppsafnaða punkta og skal þetta kerfi taka gildi 15. septem- ber nk. Það hlýtur að vera mikið framfaraspor að fá loksins slíkt kerfi, sem beðið hefur verið eftir í ára- tugi. - Hins vegar vekur nokkra undrun sú uppsetning sem Umferð- arráð hefur lagt fram í kynningu á kerfinu og mætti ætla að einhverjir viðvaningar hafi haft áhrif á af- greiðslu málsins, en reyndir aðilar hindraðir í að komast að því. Það má velta rækilega fyrir sér vægi brotanna, t.d. að einn punktur er gefinn fyrir of stutt bil á milli ökutækja, sem er þó orsök flestra slysa og mests eignatjóns í umferð- inni á íslandi, langt umfram það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Aft- ur á móti er mér ekki Ijóst hvernig veiða má punktinn, hvort hann er hrifsaður eftir að óhappið hefur orð- Lögreglan í Reykjavík, segir Gylfi Guðjóns- son, var ekki kölluð til umsagnar um punkta- kerfið. ið eða hvort lögreglan verður svo efld að hún nái brotamanninum út úr röðinni í hálkunni. Hins vegar er lagt að jöfnu ef skráningarmerki vantar eða þau eru ógreinileg. Ég efa að þetta hafi nokk- urn tíma valdið slysi og ágætt eftir- lit er með þessum brotaflokki hjá skoðunarstöðvum. Margt annað á hugsanlega eftir að vekja mönnum efa um gildi þessa kerfis, þegar brotaþolar sem missa ökuleyfið átta sig á röngu vægi brotaþáttanna. Eitt atriði er sérstakt undrunarefni, en hvergi er minnst á stefnuljós í þessu nýja kerfi. Það eitt gefur hugmynd um að ekki hafi öll leiðarljós verið í hávegum höfð við samningu kerfis- ins. Rétt gefin stefnuljós eru gífur- lega ríkur þáttur í að skapa öryggi í umferðinni og gera öllum vegfar- endum ljóst hvað er _að gerast í ná- grenni við þá. Hér á íslandi er notk- un þessa mikilvæga öryggistækis í stöðnuðu lágmarki og veldur oft og tíðum óhöppum og slysum vegna notkunarleysis eða misnotkunar. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef, þá mun lögreglan í Reykjavík hafa sent gögn fyrir allnokkrum árum varðandi hið væntanlega punktakerfi og ítrekað fyrri athuga- semdir fyrir um fimm árum. Lögregl- an í Reykjavík, sem ber hitann og þungann af umferðaróhöppum á Is- landi, var ekki kölluð til umsagnar um þetta nýja punktakerfi, sem nú hefur litið dagsins ljós - og hvers vegna? Mér dettur í hug þegar skoðað er atriði í kerfinu um ólöglegan fra- múrakstur á vegamótum skv. 22. gr. umferðarlaga, að fyrir nokkrum árum kom ágætur skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu því á framfæri við landsmenn, að þeir ökumenn, sem færu fram úr öðru ökutæki á gatna- mótum og lentu í árekstri, hefðu umferðarrétt gagnvart þeim sem beygði til vinstri. Þetta hafði skrif- stofustjórinn úr einhveiju EES safni, en í raun gat þetta aldrei átt sér stað, en olli sárindum og tjóni. Nú er talið að hann sé upphafsmaður að ákvæði í reglugerð um að íslend- ingar sem búsettir hafa verið lengri eða skemmri tíma erlendis megi ekki taka hér ökupróf nema eftir sex mánaða dvöl. Þetta er þvílík skerðing á ríkisborgararétti að jafna mætti við að ekki væri ieyfilegt að skíra, gifta eða grafa fólk hér nema það hefði dvalið hér í sex mánuði. Þing- menn mættu fylgjast betur með þessu máli. Við hjónin höfum farið tvisvar út á land um helgar nú í sumar, fyrri ferðin var á Snæfellsnes. Úr þeirri ferð kom ég miður mín til baka vegna umferðarbrota samferðamanna minna og hefi ég aldrei séð annað eins. Fóik bókstaflega kepptist um að aka framúr á óbrotnum línum hvar sem var. Á einum stað hafði verið skipt um malbik svo engar yfir- borðsmerkingar voru fyrir hendi. Á blindhæð fór framúr okkur maður með konu sína og börn. - Seinni ferðin var vestur í Isaijarðardjúp föstudaginn 25. júlí sl. og hófst í Mosfellsbæ ki. 13:30. Strax á.Kjal- arnesi hófst ýmiskonar framúrakstur I trássi við lög og merkingar. Þegar í Kjósina kom birtist vöruflutningabíll með tengivagn. Rétt er við mættum honum birtist hvítur fólksbíll í framúrakstri á miklum hraða. Þarna hélt ég að líftóran í okkur hjónum flygi út í eilífðina. Við settum okkar bíl út í kantinn sem hægt var og flutningabílstjórinn gerði það sama. Þarna mætti maður í fyrsta skipti á ævinni tveimur bílum saman á veginum og þetta slapp. Ég tel það vera flutn- Gylfi Guðjónsson ingabílstjóranum að þakka svo og góðum útreikningi okkar meg- in. Hann þandi flautuna til að vara við og sendi ég honum hér með þakkir fyrir lífgjöfina. Áfram var ekið og umferðarsóðarnir héldu áfram framúrakstri á bönnuðum línum hvar sem var. Mikið bar á svörtum tveggja dyra bíl, líklega Porche, með tveimur mönnum, en þeir óku að margra mati eins og þeir hefðu sjálfsmorð í hyggju. Svipað ástand ríkti á suðurleið á sunnudegi og í Hvalfirði fengum við aftur bifreið óvænt á móti okkur í æðisgengnum fram- úrakstri, en þó var ekki lífshætta í líkingu við fyrra skiptið. Þessi út- koma mun vera afraksturinn af því að vegalögreglan var lögð niður, enda getur maður nú ekið nánast um allt land án þess að sjá lögreglu- bíl nema í þéttbýli. Lögreglan í Reykjavík mun hafa gert athuganir á því að rétt hlutfall er á milli fækk- unar á vegalögreglubílum og ijöigun- ar óhappa á þjóðvegunum. - Ég þykist vita að ekki taki allir vel slík- um aðfinnsium sem hér koma fram. Þó verður að vænta þess að nýskipað- ur ríkislögreglustjóri taki þessum ábendingum vel og vinni að þessum málum af heilindum með lögreglu- mönnum og lögreglustjórum um allt land. Höfundur er ökukennari og formaður skipulags- og umferðarnefndar. þetta tilboð er ekki alveg milljón! VERÐ FRA 99 5 ÞUS. Einfalt daemi ________ ______ Accent GS 3ja dyra: 1-079.000 kr. ACC . tsn nno kr Pinn bíll upp i Mismunur: Meðalgr. Pr- . mánuð m.v. 5 ar 650.000 kr. 429.000 kr. 9.350 kr. 58 í sérstakri „elite"útgáfu sem núna býðst á ótrúlegu verði næstu daga. „Elite" útgáfan er með aukahlutum að verómæti yfir 100.000 kr.; álfelgum, vindskeið og þokuljósum. Sölumenn okkar eru i samningastuði, þú kemur með gamla bílinn, semur um lauflétta miLligjöf og ekur heim á nýjum Hyundai Accent 1998. Kynntu þér upplýsingarnar hér að neðan og valið ætti að verða auóvelt. Hyundai Accent LSi 1998 VW Golf CL 1997 Toyota Corolla 1998 Opel Astra GL 1997 Nissan Almera LX 1997 Rúmtak vélar sm2 1341 1398 1332 1389 1392 Hestöfl 84 60 86 60 87 Lenqd sm 4103 4020 4100 4051 4120 Breidd sm 1620 1696 1690 1691 1690 Þynqd kq 980 960 1115 980 1035 Vökva- veltistýri J 3 3 J útvarp / kass.tæki J 3/N J J/N 0 VERÐ: 995.000 1.194.000 1.299.000 1.299.000 1.248.000 HYUnDRI - til framtíðar B&L, Suðurlandsbraut 14 & Ármúla 13, Sími: 568 1200, Beinn sími: 553 1236, Fax: 568 8675, Email: bl@bl.is, Internet: www.bl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.