Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alltaf lærir maður eitthvað nýtt ÞAÐ er bara stanslaust læknir, aftur og nýbúin, aftur og nýbúin . . . Mokveiði í Langá - Kjósin í þúsund FEIKNAGÓÐ veiði hefur verið á mið- og efstu veiðisvæðum Langár á Mýrum, en þar veiddust nýverið á annað hundrað laxar á þremur dögum og hafa nú veiðst um 1.100 laxar í ánni það sem af er sumri. Önnur laxveiðiá sem er komin í fjögurra stafa tölu er Laxá í Kjós sem í gærmorgun var komin í 1.000 laxa. Veiðibatinn þar frá síðasta sumri er geysilegur, því allt sumarið 1996 veiddust í ánni 780 laxar. „Það hefur verið feiknaveiði síð- ustu daga, m.a. veiddi fjögurra stanga hópur á miðsvæðinu 40 laxa á tveimur dögum. Það voru fýrstu maðkveiðimennirnir eftir fluguna. Á sama tíma var þriggja stanga hópur á Fjallinu í þijá daga og fékk 75 laxa, bæði á maðk og flugu. Með þessum afla eru komn- ir um 1.100 laxar á land,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, leigutaki Langár, í samtali við blaðið í gær- dag. í fyrra veiddust 1.510 laxar í Langá og sýnist hugsanlegt að það verði endurtekið í sumar. „Það eru komnir um 1.000 laxar á land og við förum í 1.200 fiska í sumar. Ég sagði það alltaf, strax í vor. Áin er að fá það sem sjávar- netin hafa tekið síðustu árin,“ sagði Ásgeir Heiðar, leigutaki Lax- ár í Kjós, í gærdag. Fyrsta maðka- hollið eftir flugutímann fékk 140 laxa á tveimur dögum og voru þó sex stangir skipaðar reynslulitlum útlendingum. „Þetta hefur ekki dottið neitt sérstaklega niður síð- an, enn er nóg af laxi í ánni og fiskur að ganga þótt ekki sé sami krafturinn í göngunum og fyrr í sumar,“ bætti Ásgeir við. Góð bú- bót í Laxá í sumar, eins og síðustu sumur, hefur verið lífleg sjóbirt- ingsveiði á mið- og neðstu veiði- svæðunum. Á miðsvæðunum hafa veiðst allmargir vænir fiskar, margir 3-5 punda og þeir stærstu allt að 8 pund. „Ljómandi gott“ „Það er allt ljómandi gott að frétta héðan úr Haffjarðará, veiði hefur verið góð, fiskur í öllum hyljum og enn að ganga. Við hjón- in vorum sjálf að veiða á neðsta svæðinu í morgun, fengum fjóra laxa og þar af voru tveir nýgengn- ir,“ sagði Einar Sigfússon á bökk- um Haffjarðarár í gærdag. Ævin- týri hafa verið að gerast við ána síðustu daga, einn 19 punda veidd- ist í Bakka, feiknastór lax slapp eftir tveggja stunda viðureign í Kúlu, veiðimenn sáu fiskinn aldrei, og sá þriðji, í 20 punda flokknum, slapp eftir snarpa 20 mínútna glímu í Hellisfljóti. Rétt tæplega 500 laxar eru komnir á land úr Haffjarðará. Þar veiddust um 700 laxar í fyrra og gæti veiðin í sum- ar farið nærri þeirri tölu, því enn er dijúgur tími eftir. Sautján punda Maríufiskur HUBERT Sigurðsson, sjómaður úr Hafnarfirði, setti í Maríufisk sinn, sem var lax úr Svalbarðsá í Þistil- firði, nýlega. Eins og sést á mynd- inni var þetta enginn smálax, held- ur 17 punda hængur, sem tók 12 gramma svartan Toby í Stórafossi. Viðureignin við laxinn var hin skemmtilegasta en það tók Húbert um 45 mínútur að ná honum á land. Að öðru leyti var lítil veiði í ánni. Húbert og félagar hans voru við veiðar í Þistilfirðinum í fjóra daga og komu aðeins 4 laxar á land á þijár stangir á þeim tíma. Heimsótti skóla í Singapúr og Malasíu Nemendur flokkaðir í bekki eftir getu Marjatta Isberg SÍÐASTLIÐINN vetur var fjallað ítarlega um frammistöðu nemenda í raungreinum víðs vegar um heim. í alþjóðlegri könnun kom í ljós að nemendur í Singapúr stóðu sig mjög vel. Maijatta Isberg er nýkomin frá Singapúr og Malasíu þar sem hún kynnti sér skólakerf- ið, kennslu raungreina og sér- kennslu. Hún var einnig með nýbúakennurum í Tælandi fýrir skömmu. „Ég komst að því að við getum staðið okkur mjög vel á þessum vettvangi ef við beitum sömu kennsluaðferð- um og gert er í Singapúr. Á hinn bóginn er ég ekki viss um að við höfum áhuga á þeirri aðferð sem þar er beitt. Bömin eru flokkuð niður í bekki eftir getu strax við níu til tíu ára aldur eða þegar þau koma úr fjórða bekk. Þá er árganginum skipt í femt eftir getu. Þessi flokkun er endurskoðuð eftir fimmta bekk og í lok sjötta bekks eru lögð fyrir nemendur samræmd próf sem kall- ast PSLE þar sem prófað er í móð- urmáli, ensku og stærðfræði," seg- ir Maijatta. Á unglingastigi bætist við sam- ræmt próf í raungreinum sem sam- anstendur af efnafræði, eðlisfræði og líffræði. - Hvernig eru nemendur flokk- aðir í bekki? „Tíu prósent bama sem koma best út úr samræmdum prófum fá inngöngu í sérstakan skóla fyrir afburðagreind böm. Auk þess er boðið upp á sérstaka braut fyrir þá nemendur sem eru vei yfir með- allagi. Næst kemur nokkurs konar hraðferð og síðan bekkir fyrir með- algreinda nemendur. Slakir nem- endur fá tækifæri tii að reyna að bæta sig og vera meðal þeirra meðalgreindu eða foreldrar geta sent þá í sérskóla sem em einka- reknir.“ Maijatta segir að andlega eða líkamlega fatlaðir nemendur séu í sérskólum og undir engum kringumstæðum í almennum skól- um. - Fá raungreinar áberandi meiri öma í stundaskrá en önnur fög? „Ég talaði meðal annars við nemendur um þetta og þeir sögðu mér að áherslan væri afgerandi á raungreinar og sögðu að slík menntun byði upp á góða starfs- möguleika í framtíðinni," segir hún. Maijatta bendir á að metnaður nemenda, foreldra og kennara sé mjög mikill og áberandi. „Strax í fyrsta bekk í bamaskóla kaupa foreldrar aukalega bækur annars árs og láta bömin sín leysa þau verkefni heima til að þau standi sig vel í námi að ári. Það er áber- andi hversu mikið kapp er lagt á að skara framúr og foreldrar spara ekkert til aukakennslu." Skólagjöldin era að sögn Maij- attu frekar lág en allir þurfa að greiða þau. Þá era nem- endur í sérstökum skóla- búningum og auk þess þurfa foreldrar að leggja út fyrir öllum náms- gögnum bama sinna. - Eru bekkimir fá- mennir í Singapúr og Malasíu? „Nei þvert á móti era bekkirnir stórir en vel að merkja nemendur flokkaðir eftir getu. í Singapúr eru milli 35 og 40 nemendur í bekk og í Malasíu eru þeir frá 45 og upp í 50 í bekk. Yfírleitt er einn kennari sem hefur umsjón með þessum ijölda nemenda þó aðrir komi líka að kennslunni." - Hvernig eru laun kennara? ► Marjatta Isberg fæddist í SavonLinna í Finnlandi. Hún Iauk kandidatsprófi í enskum bókmenntum frá háskólanum í Helsinki. Maijatta lauk skóla- stjórnunarprófi frá Finnlandi og starfaði í nokkur ár sem skóla- stjóri í unglingaskóla þar í landi. Hún lauk prófi í íslensku fyrir erlenda stúdenta árið 1977 og nam síðar sálfræði um skeið við Háskóla íslands. Maijatta hefur kennararéttindi bæði í Finnlandi og á íslandi. Hún hefur áhuga á fomum kvæðum og hóf að gefa út á þessu ári Skáldaþing sem er málgagn Ieirbera og alþýðu- skálda á Suðumesjum. Maijatta er fréttaritari hér á landi fyrir dagblaðið Helsingin Sanomat Síðastliðin fjögur ár hefur hún starfað við Holtaskóla í Keflavík en byijar núna að kenna við grunnskólann í Sandgerði. Marjatta er gift og á þijú böm. „Byijunarlaunin eru ekki mjög há en í meðallagi þegar kennarar era komnir með starfsaldur. Skól- arnir era tvísetnir og kennarar kenna annaðhvort fyrir hádegi eða eftir hádegi. Tómstundakennsla er í boði fyrir eða eftir skóla eða um helgar og kennarar þurfa að taka virkan þátt í henni líka. Fyrir starf sitt fá þeir ákveðin föst laun. - Hvað með menntun kennara? „Á unglingastigi kenna engir nema hafa prófgráðu í sínu sérfagi frá háskóla og hafa síðan tekið kennslufræði. Kennaraháskóla- menntað fólk kennir síðan í bama- skólum. Þessum málum er svipað háttað í Malasíu og Singapúr. Kennslugögnin sem nemendur fá eru svipuð en það vakti athygli mína að fólk er fengið úr ýmsum starfsstéttum atvinnulífsins til að kenna í skólum eins og tölvuforrit- un til dæmis. - Hvernig er náminu háttað í Malasíu? „Þar eru mjög skýrar línur og nýbúið að endurskoða námskrána. Hún er svipuð því sem við þekkjum enda margir yfírmenn búnir að afla sér framhalds- menntunar í Bandaríkj- unum, Bretlandi og Ástralíu. Þar varð ég þó vör við í meira mæli að lögð væri líka rækt við mannleg samskipti og ekki einblínt á metnað- inn þó vissulega væri hann áber- andi.“ Maijatta bendir hinsvegar á að námskráin sé ný og byijað sé eingöngu að framfylgja henni í höfuðborginni Kúala Lumpur. „Draumsýn þeirra er síðan að fram- fylgja stefnunni úti á landi líka.“ Það er athyglisvert að ríkið þar sér um að fjárfesta í að mennta kenn- ara sína og greiðir fyrir þá fram- haldsnám. í Singapúreru 35-40 nem- endur í hverj- um bekk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.