Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 31 tók til starfa Morgunblaðið/Arni Sæberg unar- l en oft ) henni Örn Kárason (í miðið), á fundi gskrárstjóra og Böðvari Björns- larstjóra. KOKKURINN, Baldur Bald- ursson, býður bæði „venju- legan“ mat og pítsur og ýmislegt þar á milli. þess óholla lífernis sem hann hefur lifað. Við leggjum i því efni mesta áherslu á útivist og hreyfingu ásamt listrænni sköpun. Við fáum fólk í heimsókn sem hjálpar okkur að víkka sjóndeildarhring unglinganna og efnum til umræðufunda um það -* Skjálftavirkni fyrir Norðurlandi sem helst brennur á unga fólkinu. Til að ná árangri í meðferðinni er nauðsynlegt að unglingarnir geti séð sjálfa sig í jákvæðu ljósi,“ segir Áskell. Ekki í stað uppeldis Farið er yfir hvernig lífi ungling- urinn hefur iifað og reynt að ná sam- komulagi um að hvaða markmiðum eða draumum hann vill stefna og finna leiðir að þeim. „En ég legg áherslu á að meðferðin hér kemur ekki í staðinn fyrir uppeldi og for- eldrar hafa áfram þýðingarmiklu hlutverki að gegna. Við leggjum mikla áherslu á samstarf við foreldra og heimilin og bjóðum fræðslu og ráðgjöf." Eftir útskriftina eru unglingarnir í eftirmeðferð og segir Áskell hana vel sótta, unglingarnir komi vikulega í nokkra mánuði. „Þegar líður að útskrift hlakka allir til að komast heim en ánægjan getur þó verið kvíðablandin og spurning hvernig umhverfið tekur við þeim á ný. Þess vegna leggjum við áherslu á að fá að fylgja þeim eftir, oftast koma þau hingað en stundum heimsækjum við þau sem búa út um landið, og þeim finnst gott að geta komið aftur til að ræða við okkur.“ Er vistin hér feimnismál? „Ekki virðist það vera, enda er aðdragandinn oft nokkur og þeir sem unglingurinn umgengst dags dag- lega vita hvað er um að vera. En það er alltaf erfitt að vissu leyti að snúa til baka eftir að hafa verið kippt þannig út úr daglegu lífi sínu en sum eru líka bara stolt af því að hafa farið gegnum meðferðina og náð árangri." Vistarverur á Stuðlum eru margar og bjartar, herbergi unglinganna, kennslustofa, meðferðarstofa, fund- arherbergi, setustofa og skrifstofur auk eldhúss og neyðarmóttökusvæð- ið er í sérstakri álmu. Krakkarnir sinna ákveðnum skyldum á heimil- inu, svo sem aðstoð við frágang eft- ir matinn, lítils háttar þrifum og til- tekt og fleira. Dagurinn hefst með morgunfundi eftir morgunverð og síðan standa kennsla og meðferð fram á eftirmiðdaginn og tekur þá við fijálsari tími en heimalærdómur eftir kvöldmat. Agi og umbun Áskell segir að ákveðinn agi verði að vera fyrir hendi á Stuðlum: „Agi er nauðsynlegur á meðferð- arstað fyrir unglinga. í upphafi vist- unar fer unglingurinn ekki úr húsi nema í fylgd. Þrep fyrir þrep vinnur hann sér inn aukin réttindi og fær aukna ábyrgð, eftir því sem hann nær árangri í meðferðinni. Brjóti hann reglur fellur hann niður um þrep og þarf að vinna sig upp á ný. Við leggjum áherslu á að sá sem hefur komið sér í klandur á alltaf eina eða fleiri færar leiðir til að ná sér á strik á ný.“ Umræður í kjölfar brotthlaups unglinga úr meðferð fyrr á árinu segir Áskell að nokkru hafa byggst á misskilningi. „Þótt hér ríki agi mega meðferðin og hjálparstarfið ekki lenda í skugga eftirlits og frels- istakmarkana. Ef unglingur lætur sig hverfa verður hann bara að byija aftur frá bytjun með endurnýjaðan meðferðarsamning. Ef fullorðna fólkið heldur ró sinni átta flestir sig á því að enginn árangur næst með stroki.“ Alls hafa 34 unglingar komið til meðferðar á þessu fyrsta starfsári Stuðla. Áskell segir að flestir nái mjög góðum árangri í meðferðinni en vandinn felist í því að fylgja hon- um eftir þegar út er komið. Eftirmeð- ferð sé ekki nægilega kröftug og hætt við því að árangurinn ijari út þegar frá líður. „Við stefnum að því að halda sambandi við unglingana í 6-8 mánuði eftir að þeir útskrifast. Ef það tekst og ef góð samvinna næst við alla aðila sem standa að unglingum úti í samfélaginu er útlit- ið bjart fyrir þá_ sem útskrifast af Stuðlum," segir Áskell Örn Kárason að lokum. Helstu áhættusvæði Norðurlandsskjálfta Ekki til séráætlun fyr- ir Norðurlandsskjálfta Jarðeðlisfræðingar segja þráláta skjálftavirkni fyrir Norðurlandi að undanfömu velqa spumingar um Húsavíkurskj álfta. Margrét Sveinbjöms- dóttir kannaði hvort skjálftamir hefðu ýtt við almannavamanefndum á svæðinu og hvort til væm sérstakar áætlanir um viðbrögð við stómm skjálfta. IGREIN í Morgunblaðinu sl. þriðjudag fjalla jarðeðlisfræð- ingarnir Ragnar Stefánsson, Páll Halldórsson og Gunnar Guðmundsson um skjálftavirkni fyrir Norðurlandi. Þeir segja þráláta skjálftavirkni á þessum slóðum vekja spurningar um Húsavíkurskjálfta og rekja sögu jarðskjálfta á svæðinu. Fram kemur að fari virknin fyrir mynni Eyjafjarðar að færast austur í átt til Húsavíkur, verði sérstök ástæða til að vera á varðbergi. Aðspurður hvort þeir félagar séu með þessu að boða stóran Húsavíkur- skjálfta í náinni framtíð, segist Páll þó engu geta spáð. Hins vegar þyki þeim mikilvægt að vekja athygli á ákveðinni atburðarás og því að á þess- 'um slóðum hafi orðið stórir skjálftar. Skjálftar fyrir Norðurlandi fallið í skuggann Páll segir sögu Norðurlandsskjálfta mun minna þekkta en sögu Suður- landsskjálfta, ekki síst vegna þess að margir af stóru Norðurlandsskjálft- unum verði úti í sjó og valdi því oft ekki nærri eins miklu tjóni og Suður- landsskjálftarnir, sem eigi upptök sín inni á miðju tiltölulega þéttbýlu svæði. Þess vegna hafi skjálftar fyrir Norð- urlandi oft fallið í skuggann. „Meginhættusvæðið á Norðurlandi nær frá Fljótavík inn eftir Trölla- skaga, inn undir Hjalteyri, þaðan til austurs yfir Eyjaíjöt'ðinn, þaðan beint á austur að Jökulsá á Fjöllum, og síðan í norðurátt að Kópaskeri og út í sjó þar. Úr því fer að draga veru- lega úr hættu. Þegar komið er inn í landið sjálft er um að ræða svokölluð eldvirk svæði og þar verða jarðskjálft- ar alla jafna minni. Þótt þeir séu tíð- ir eru þeir ekki svo öflugir," segir Páll. Áhættugreining nauðsynleg Aðspurð hvort Almannavarnir rík- isins hafi uppi áætlanir um sérstakan viðbúnað vegna hugsanlegra Norður- landsskjálfta segir Sólveig Þorvalds- dóttir framkvæmdastjóri að þar á bæ búist menn alltaf við stórum jarð- skjálftum á þeim svæðum þar sem núningsfletirnir mætist. „Jarð- skjálftavirkni fyrir norðan land hefur alltaf verið mikil og við hjá Almanna- vörnum ríkisins höfum alltaf verið vakandi gagnvart skjálftum jafnt á Norðurlandi sem Suðurlandi. Ég hef raunar vakið athygli á því að það þurfi að gera áhættugreiningu og í allri umræðunni um Suðurlands- skjálfta hef ég minnt á það að Reykja- nes og Norðurland megi ekki gleym- ast,“ segir Sólveig. Til er almenn neyðaráætlun, gefin út af Almannavörnum ríkisins, ætluð til leiðbeiningar fyrir almannavarna- nefndir um allt land. Auk þess eru til áætlanir vegna einstakra atburða, eins og t.d. Kötlugoss og Kröflugoss, en að sögn Sólveigar er ekki til nein sér- áætlun fyrir jarðskjálfta á Norður- landi. Menn eru smeykir en halda þó ró sinni Á Húsavík hafa skjálftarnir að und- anförnu ýtt við mönnum og komið af stað töluverðri umræðu, segir Vigfús Sigurðsson, formaður almannavarna- nefndar Húsavíkur og Tjörneshrepps. Eftir skjálftann 13. september sl. komu nefndarmenn saman og ræddu málin, riíjuðu upp og fóru yfir hlut- verk hvers og eins í skipulaginu. „Menn eru smeykir, það er engin laun- ung á því, en halda þó ró sinni. Þetta er ekki nálægt okkur ennþá en við erum vakandi yfir því ef virknin fær- ist austur eftir misgenginu. Þá fara menn að hugsa sitt ráð,“ segir hann. Hvað varðar kröfur til nýbygginga segir Vigfús að síðustu 10-15 árin a.m.k. hafi verið gengið hart eftir því á Húsavík að hús séu vel járnbent. Þá sé í dejglunni að fá verkfræðideild Háskóla íslands til að skoða hús á svipaðan hátt og gert hefur verið á Selfossi, Hvolsvelli og Hellu. Almannavarnanefnd Öxarijarðar- héraðs á Kópaskeri hélt æfingafund eftir skjálftann á dögunum, þar sem farið var í gegnum og æft svokallað viðbragðsstig almannavarna, en við- brögðum gagnvart jarðskjálfta er í neyðaráætlun Almannavarna ríkisins skipt í þijú stig: viðbúnaðarstig, hættustig og neyðarstig. Að sögn Ingunnar St. Svavarsdótt- ur, formanns nefndarinnar, var ákveðið að senda leikskólastjóra, skólastjóra og forstöðukonu öldrunar- heimilisins á staðnum tilmæli um að sjá til þess að lausar skúffur og hillur yrðu festar og þungir hlutir fjarlægð- ir úr efstu hillum og í stað þess geymdir neðarlega, þannig að ekki væri hætta á að þeir féllu niður við skjálfta. Þá hafí verið haft samband við Veðurstofu íslands og óskað eftir korti af Kópaskersmisgenginu og Húsavíkurmisgenginu og upplýsing- um um hvernig áhrifa hafi gætt í þeim skjálftum sem vitað er um. Einn- ig hafi verið komið á framfæri tilmæl- um til Pósts og síma hf. um að koma lagi á NMT símakerfið, en nokkrir dauðir punktar séu í þvi kerfi á svæð- inu. Að síðustu var óskað eftir því að björgunarsveitirnar á svæðinu yrðu tengdar inn á sömu talstöðvarás og almannavarnanefndin. Árið 1996 voru almannavama- nefndir þrettán sveitarfélaga á Eyja- íjarðarsvæðinu frá Dalvík að Grenivík sameinaðar í eina nefnd, almanna- varnanefnd Eyjaijarðar. Formaður hennar er Björn Jósef Arnviðarson. Hann segir engar sérstakar ráðstaf- anir hafa verið gerðar í tengslum við skjálftavirknina nú en vísar til fyrir- liggjandi skipulags Almannavarna rík- isins. Hann bendir á að á þessu svæði hafí menn hingað til gefið snjóflóða- hættu meiri gaum en jarðskjálftum. Oflugt viðvörunar- og útkallskerfi í sama streng tekur Kristinn Ge- orgsson, varaformaður almanna- varnanefndar Siglufjarðar. Þar hefur sjónum fremur verið beint að aur- skriðum og snjóflóðum. Hann segir^. þó að viðbúnaður við slíku gagnist vel ef til jarðskjálfta kæmi. Þannig sé t.d. til staðar öflugt viðvörunar- og útkallskerfi og áætlanir um iým- ingu húsa. Á Ólafsfirði hefur almannavarna- nefnd ekki komið saman í tengslum við skjálftana að undanförnu. Segir formaður nefndarinnar, Ari Eðvalds- son, að ekki hafi verið talin ástæða til þess eins og sakir standi. Hann segir menn þó vera á verði og ailt sé nokkuð vel skipulagt og útfært ef vá beri að höndum. A undanförnum árum hafi verið dreift í hús bækling- * um um snjóflóð og jarðskjálfta, þann- ig að íbúarnir eigi að vera allvel upp- lýstir. Þá segir hann að auk þess sem skipulag Almannavarna um viðbrögð gegn vá sé fyrir hendi í stjórnstöð sé það einnig til taks heima hjá öllum nefndarmönnum, þannig að hægt sé að grípa til þess strax.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.