Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 11 Varði dokt- orsritgerð •ÓSKAR Þór Jóhannsson varði hinn 3. júní sl. doktorsritgerð sína „Hereditary Breast Cancer in So- il5b,32mSg- nidnifrom studi- es on the role of BRCA1“ við læknadeild Há- skólans í Lundi, Svíþjóð. Ritgerðin fjallar um rann- sóknir á krabba- meinsgeninu BRCAl. Meðfædd stökkbreyting í þessu geni eykur hættuna á að arfberi fái brjósta- og eggjastokkakrabbamein síðar á ævinni. Ritgerð Óskars lýsir rann- sóknum hans og samstarfsmanna hans á gerð og tíðni BRCAl-stökk- breytinga í rúmlega 100 sænskum fjölskyldum með háa tíðni brjósta- krabbameins. Kannaðar voru lifun- arhorfur þeirra kvenna sem bera BRCAl-stökkbreytingu, ogathug- að hvort líffræði- og meinafræði- þættir BRCAl-tengdra æxla væru frábrugðnir öðrum brjóstaæxlum. Meginniðurstöður rannsóknanna eru þær að stökkbreyting í BRCAl- geninu skýrir aukna tíðni brjósta- krabbameins í um þriðjungi þeirra fjölskyldna sem rannsóknin tók til. Líkindi þess að BRCAl-stökkbreyt- ing væri til staðar ræðst ekki af fjölda brjóstakrabbameina meðal fjölskyldumeðlimanna, heldur af því hve mörg eggjastokkaæxli hafa greinst hjá fjölskyldumeðlimum. Lifunarhorfur sjúklinga með arf- gengar breytingar í BRCAl reynd- ust þær sömu og annarra sjúklinga sem hafa greinst með krabbamein í brjóstum eða eggjastokkum. Hins vegar reyndist meinafræði- og líf- fræðileg hegðun BRCAl-tengdra brjóstaæxla frábrugðin brjóstaæxl- um af öðrum uppruna og greindist há tiðni brenglana á litningasvæð- um sem sjaldan sjást brengluð í öðrum brjóstaæxlum. Talið er að við myndun illkynja krabbameins- vaxtar þurfi starfsemi fleiri gena en BRCAl-gensins að fara úrskeið- is og vonir eru bundnar við að frek- ari rannsóknir á þessum litninga- breytingum leiði til uppgötvunar slíkra gena. Einnig lýsir ritgerðin nýrri og einfaldri aðferð sem nota má til þess að greina æxli sem eru tilkomin vegna stökkbreytinga í BRCAl. Leiðbeinendur Óskars voru þeir dr. Hákan Olsson, prófessor í krabbameinslækningum, og dr. Áke Borg, dósent og sameindalíf- fræðingur við Krabbameinslækn- ingadeild Háskólasjúkrahússins í Lundi. Andmælandi við vörnina var. dr. Carl Blomqvist frá Krabba- meinslækningadeild Háskóla- sjúkrahússins í Helsinki, Finnlandi. Rannsóknirnar voru unnar í sam- vinnu við rannsóknarhópa í Finn- landi (Tampere), Bandaríkjunum (University of Berkeley) og Frumu- líffræðideild Landspítalans, auk annarra rannsóknarhópa í Evrópu og Bandaríkjunum. Óskar Þór Jóhannsson varð stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1980. Hann var við nám í Gínur og herðatré ?Ofnasmiðjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 Læknadeild Háskóla íslands 1980- 1987, þar sem hann auk lækna- prófs lauk B.Sc.-námi í læknavís- indum. B.Sc.-ritgerð hans fjallaði um ættlægt bijóstakrabbamein. Að loknu námi sem aðstoðarlæknir á Landspítalanum fluttist hann 1990 til Svíþjóðar. Samhliða doktors- námi sínu stundaði Óskar fram- haldsnám í krabbameinslækning- um við Krabbameinslækningadeild Háskólasjúkrahússins í Lundi. Hann starfar nú sem læknir við þá deild. Foreldrar Óskars eru Jóhann Gunnar Þorbergsson læknir, sér- fræðingur í lyflækningum og gigtarsjúkdómum, og Ágústa Ósk- arsdóttir, stjórnarráðsfulltrúi og skjalavörður í utanríkisráðuneyt- inu. Óskar er kvæntur dr. Helgu Gunnlaugsdóttur, sem sjálf lauk doktorsnámi 30. maí síðastliðinn. Þau eiga eina dóttur, Kristínu 5 ára. FRÉTTIR Doktor í matvæla- fræði •HELGA Gunnlaugsdóttir varði hinn 30. maí sl. doktorsritgerð sína í matvælafræði við Tækniháskól- ann í Lundi, Sví- þjóð. Ritgerðin heitir „Lipase- Catalysed Lipid Modifications in Supercritical Carbon Di- oxide“. Ritgerðin fjallar um hvernig nota megi enzym (lipasa) til að umbreyta fitu og öðlast þannig nýja og/eða breytta efna- og eðliseiginleika, sem leitt geta til nýrra notkunarmöguleika. Efnahvörfin áttu sér stað í koltví- sýringi, svokölluðum supercritical koltvísýringi. Við ákveðin skilyrði, þ.e. loftþrýsting og hitastig yfír 73 bör og 31°C er supercritical koltvísýringur góður leysir fyrir fituefni. Hann er ólíkur hefð- bundnum leysiefnum s.s. lífrænum leysum að því leyti, að hann er umhverfisvænn. Annar góður kostur hans sem leysiefnis er að eðliseiginleikar hans eru háðir bæði loftþrýstingi og hitastigi. I efnahvörfum með enzymum má notfæra sér þennan eiginleika til þess að aðgreina myndefni frá hvarfefnum meðan á efnahvarfi stendur. Eitt af meginviðfangsefn- um þessarar ritgerðar var að nota lipasa til að framleiða etyl estra úr þorskalýsi og etanóli. Meginá- hersla var lögð á að rannsaka áhrif mismunandi aðstæðna, s.s. áhrif loftþrýstings á aðgreiningar- hæfni koldioxíðsins fyrir myndefn- ið, þ.e.a.s. etyl estrana. Leiðbeinandi Helgu var dr. Björn Sivik en andmælandi við vörn var dr. Jerry W. King frá National Center for Agricultural Utilization Research í Bandaríkjunum. Helga lauk stúdentspróf frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1983. Að loknu B.Sc.-prófí í mat- vælafræði 1987 starfaði Helgasem matvælafræðingur hjá Lýsi hf. til haustsins 1989. Þá hóf hún mast- ersnám við Technical University of Nova Scotia í Kanada. Að því námi loknu fluttist hún 1992 til Svíþjóðar. Helga starfar nú hjá lyfjafyrirtækinu Ferring í Malmö. Foreldrar Helgu eru Gunnlaugur Skúlason héraðsdýralæknir í Laugarási, Biskupstungum, og Renata Vilhjálmsdóttir kennari. Eiginmaður Helgu er dr. med. Ósk- ar Þór Jóhannsson læknir og eiga þau eina dóttur, Kristínu 5 ára. „Ivii gera stíliðnaðarnene i Sheffield, Englandi, jtgar enga viniu er li fí, engir peeiegar til ig sjálfsálitið i lágmarki?" frumsynd 17. oktöber. www.skifan.com DpGMOAniMM LEY □OE^yj* f rnm m nmí á rcaVíctor| W SELECTED THEATRES I------------------------' AVD 1 IIONPÍ' KMOORE UBERTO PASOLIN ROB ER' ODY IEB ™íSS JOHN DE BORMAN esc mms convBmEncafniRfn , REIEJISED Bt TdflMfTH CEWSY R3X a www.foxsearchlight.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.