Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR •Lesið í málverk I BASSABATURINN Gunnlaugur Scheving Það sem gerir þetta mál- verk merkilegt, jafnvel einstakt í íslenzkri mynd- list, er hve allt vinnuferlið segir þeim mikla sögu sem í myndina rýnir. Ekki einungis af ungum samviskusömum og leit- andi listamanni er var að ljúka löngu og sígildu námi við lista- skóla erlendis, og rétt að þreifa fyrir sér í sjálfstæðri listsköpun, heldur einnig í listsögulegum skilningi. ________ Hinn hlédrægi en þó metnaðargjarni nem- andi við listaakadem- íuna í Kaupmannahöfn, virðist hafa haft hlut- ina alveg klára fyrir sér um myndefni. Alinn upp á Seyðisfirði var _________ hann í nánu sambandi við sjóinn, árabátana og skipin, hafði að auki unnið við kolaupp- skipun og annað er til féll við höfnina. Hins vegar var ekki mik- ið um sjósókn utan þess að hann reri með fóstru sinni eða leik- bræðrum til fiskjar á firðinum. En það mun án efa hafa skerpt lifun Gunnlaugs að hafa þetta allt í sjónmáli og þó um leið í nokk- í nánu sam- bandi við sjóinn, ára- bátana og skipin urri fjarlægð, líkast leiksviði þar sem hann sjálfur var áhorfandinn sem drakk í sig áhrifin, samsam- aðist lífsrásinni. Með ósa Selár í forgrunni, djúpan fjörðinn, fjöllin há í bakgrunni er runnu saman við himininn og eilífðina. Listamaðurinn þurfti svo engin önnur myndefni en þau sem skör- uðu svið æskustöðvanna. Það sem hann málaði annars staðar er í raun blóðríkar örsögur af lifunum _______ bernskunnar, voru jafnan til staðar í pensilförun- um. En lærdóm sinn í meðhöndlun pentskúfsins sótti hann til útlanda, í strangt akademískt nám í Kaupmannahöfn, og þar er myndin, Bassabát- _______ urinn, máluð á árunum 1928-30. Málverkið segir skoðandanum eðlilega sitthvað af kennurum hans, þeim Ejnari Ni- elsen (1872-1956) og Aksel Jörg- ensen (1883-1957)- Náminu á akademíunni og þeim áhrifum víða að sem lærimeistararnir miðluðu nemendum sínum. Báðir voru þeir víðförlir og gagnmennt- aðir listamenn og Ejnar Nielsen hafði búið á Ítalíu og í París á árunum 1905-11. Einnig skal litið til þess, að Gunnlaugur var ákaf- lega hrifinn £if enskum sjávar- myndamálurum og hafði áður sótt myndvísan lærdóm í smiðju þeirra. Eitt og annað í málverkun- um mun trúlega hafa minnt hann á Seyðisfjörð, æskuheimilið Una- ós, kyrrðina við ármynnið, en í góðu veðri breyttist það í spegil, „fullan af himni“. Málverkið segir okkur einnig að ekkert hefur slakað á þeim aga _________ og sjálfsafneitun sem fóstri Gunnlaugs inn- rætti honum, það var undirstaða þeirrar miklu færni sem hann á fáum árum tileinkaði sér, menn nálgast að- eins með mikill vinnu ___________ og ósérhlífni. Tækni- brögð sem voru undirstaða þess sérstaka vinnulags sem seinna varð aðal og kennimark lista- mannsins, hann sótti til eftir þörf- um en var í litlu háður. Áhrif frá franska málaranum Jules Bastien Lepage (1848-1884) koma fram í því, að sá reyndi að tengja alþýðuraunsæi og stranga akademíska hefð áhrifastefnunni, impressjónismanum. Jafnframt flytur hún önnur boð af hræringum tímanna, sem er táknsæið, og upp í hugann kemur nú hin fræga mynd af fátæka fiskimanninum eftir Pierre Puvis de Chavannes (1824-1898), sem hann málaði 1881. Chavannes var jafnframt einn mikilvægasti veggmyndamál- ari frönsku þjóðarinnar um sína daga. Nær okkar tíma er svo út- hverfa innsæið, expressjónisminn, sem birtist í ýktum áherslum, svo sem höndum í yfirstærðum og þröngum myndskurði að ofan sem magnar upp myndsviðið. Þannig gengur þetta til í mynd- listinni, áhrif renna saman úr mörgum áttum. Og þá er mikilvægt að sá er leggur hönd að búi yfir sterkri persónugerð og sjálfsvit- und sem áhorfandinn meðtekur líkt og gerist í málverkinu af Bassabátnum. Fram koma ýmis einkenni er áttu eftir að fylgja listamanninum alla tíð, svo sem traust rökföst teikning, örugg myndbygging og yfirvegað litafar. Myndefnið meira hugsað en að vera bein milliliðalaus lifun og hér er hið einkennandi sjónarhorn þeg- ar til staðar, að horfa ofan frá í myndefnið, í þessu tilviki bátinn og sjávarflötinn. Sú mikla rósemi og jafnvægi sem einkennir alla myndina er til komin fyrir afar sterka kennd fyrir lögmálum myndflatar og myndskipunar. Hér skynjum við gullna sniðið í algjör- leika sínum, það sker myndflötinn hárnákvæmt lóðrétt sem lárétt, felur í sér öll lögmál samræmi og andstæðra hlutfalla, stórt-Iítið, langt-stutt, breitt-mjótt, þykkt- þunnt. Þetta var meðal þess sem menn fyrrum tileinkuðu sér í aka- demísku námi, varð að innbyggð- um eiginleikum sem sá stað í öllu sem þeir tóku sér fyrir hendur í myndlistinni. Jafnvel einnig í óró- legri myndskipan og óformlegum tjáningarhætti, nokkurs konar reglu í fijálsri mót- Ekkert slakaði á aga og sjálfsaf- neitun un. Þetta ðjúpa, fágaða og svala litaspil í gráu, grænu og fölrauðu, er gengur í gegnum alla myndina, mildar og um- vefur sterkari áherslur í mönnunum og bátnum. Það kannast maður einnig við, jafnt frá lærimeisturum hans sem enskri málaralist. En skyldi ekki eitthvað smálegt sótt í endur- minninguna um himinspeglanirnar á lognkyrrum haustkvöldum í Una- ósi. Þá skuggarnir taka að teygja úr sér allt um kring og mögn Aust- urlandsins eins og smjúga gegnum merg og bein? Bragi Ásgeirsson ínstœður tónlístarvíðburður ogMótettukór Hallgrímskírkju ásamt hljóðfœraleíkurum Stjórnandí Hörður Áskelsson Hallgrmskirkju, laugardagtnn 13. desember kl. 5 og Akureyrarkirkju, sunnudaginn 14. desember kl.5 Míðasala í Bókaverslun Máls og menningar, Laugavegi, og Bókvalí, Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.