Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.11.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997 35 Orðin ómuðu fyrir eyrum hennar þegar hún opnaði augun í kínverska svefnherberginu sínu. Hún settist upp í rúminu og fann óbærilegan sársaukann flæða yfír sig. Minning- in um svik föður hennar blandaðist svikum Kwei Tings. Hún skildi ekki hvernig eiginmaður hennar gat svik- ið hana svona grimmilega á hennar eigin heimili, innan vébanda fjöl- skyldunnar. Eins og kvöldið forðum á Breiðabólsstöðum þegar faðir 'hennar sveik hana átti hún erfitt um andardrátt og augun voru full af tár- um. Þegar ekkanum linnti dró hún djúpt andann, baðaði sig upp úr köldu vatni, klæddi sig og snyrti. Hún vissi að hún gat lítið gert við þessu nýja mótlæti nema efla sinn innri styrk. Hún fór til pagóðunnar og kveikti á reykelsi fyrir framan Kuan Yin, gyðju miskunnseminnar, og bað hana hljóða bæn um að gefa sér mátt til að breyta rétt og láta skapið ekki hlaupa með sig í gönur. Henni leið betur eftir bænagjörð- ina og fannst hún betur í stakk búin til að takast á við vandann. Hún von- aði í aðra röndina að þetta væri að- eins lítilsháttar hliðarspor af hálfu manns síns. Þá væri útlitið ekki svo alvarlegt. Hugsunin gerði hana glað- ari í sinni og hún ákvað að gera allt sem í sínu valdi stæði til að bjarga hjónabandinu. Hún álasaði sjálfri sér fyrir að hafa leyft því að drabb- ast niður þessi síðustu ár. ★★★ Afleiðing tveggja heima Skellirnh' í Mah Jongg-kubbunum hljómuðu eins og barsmíðar í eyrum Oddnýjar þar sem hún gekk fram og aftur í setustofunni. Hún hafði und- irbúið sig vandlega; ákveðin í að út- kljá þessi mál og krefja mann sinn sagna. Hún hafði klætt sig í svartan silkikjól skreyttan hvítum fílabeins- hnöppum og vafið hárið upp í tvo hnúta. í þá hafði hún síðan sett hárpinna með ógnandi drekum sem stóðu út í loftið eins og spjót. Henni leið eins og hershöfðingja á leið í bardaga og fann gamla þróttinn streyma um líkama sinn. Þegar spilinu lauk um síðir kom Kwei Ting fram í stofuna. „Odda mín,“ sagði hann undrandi. „Hvað ert þú að gera hér? Ertu and- vaka?“ „Viltu ekki fá þér sæti. Ég þarf aðeins að ræða við þig,“ sagði Oddný kurteislega en ákveðið. Kwei Ting settist í sófann og Oddný fékk sér sæti beint fyrir framan hann. Hún opnaði lófana með hægi’i og þokka- fullri hreyfingu um leið og hún tók til máls: „Ég veit um framhjáhald þitt. Þessi kona, Tsjang Li, sem var hér í teboðinu, er ástkona þín. Hvað hefur þetta samband staðið lengi?" Kwei Ting þagði um stund og leit út um gluggann. Síðan sneri hann sér að Oddnýju og sagði lágt: „í um það bil ár.“ Oddný kinkaði kolli. Svarið kom henni ekki á óvart. Hún fann til létt- is við að vita vissu sína. Kwei Ting horfði sakbitinn á hana og spurði hljóðlega hvort hann mætti segja henni frá sinni hlið á málinu. Hún kinkaði aftur kolli. Kwei Ting byrj- aði, slitróttri röddu: „Ég elskaði þig afar heitt í Edin- borg. Þar átti ég mínar mestu ham- ingjustundir." Hann andvarpaði. „En við hefðum átt að vita betur. Ég held að það hafi verið mikil eldskírn fyrir hjónabandið þegar við flutt- umst til Kína. Það vai’ óráðlegt val þar sem menningararfleifðir okkar eru of ólíkar. Hann Francis, prest- urinn þinn, sem varaði þig við, hafði rétt fyrir sér. Auk þess vissi ég alltaf að þú hafðir aldrei gleymt unnusta þínum á íslandi. Mér fannst ég eins konar uppbót fyrir hann og var oft afbrýðisamur. Grunur minn varð að vissu þegar þú skírðir son okkar í höfuðið á honum. Þú ert fyrsta kona.“ Hann tók sér málhvíld og hélt síð- an áfram: „Samt gat ég skilið þig. Mér hefði tekist að læra að lifa með því. Við hefðum getað yfirstigið öll þessi vandamál hefði Erlendur ekki dáið á þennan skelfilega hátt. Mér fannst eins og samband okkar hyrfi með honum í gröfina.“ Oddný leit niður og deplaði burt tárum sem settust á augnhárin eins og fíngerðar perlur. Kwei Ting hélt áfram: „Um leið og hann dó fann ég gamla umhverfið mitt toga í mig úr öllum áttum, sterkar en nokkru sinni fyrr, og ég varð að velja mér lausn; láta skynsemina ráða, sér- staklega þar sem skyldur mínar við fjölskylduna voru svo margvíslegar. Ég elskaði þig enn en gat ekki sýnt það. Þegar Madame X kom var ég mjög óhamingjusamur, einmana og ástlaus. Hún minnti mig á hvað ég hafði elskað þig heitt í Edinborg og ég þráði þessa hamingju aftur. Efth- að hún fór féll allt í sama farið og við fjarlægðumst hvort annað.“ Oddný hristi dauflega höfuðið. Hún leit upp og horfði beint 1 augu Kwei Tings. ,,“Og núna?“ spurði hún. „Ég hef fundið vissan sálarfrið í sambandi mínu við Tsjang Li,“ sagði hann. „Sagt er að ættmæður hennar hafi verið hh’ðmeyjai’ í Purpurar- auðu forboðnu borginni en það þarf ekki að vera rétt. Kínverjar eni gefnir fyrir sögusagnir. En loksins hef ég gert fjölskyldu minni til hæfis og ég vona að við getum lifað saman í sátt og samlyndi, þrátt fyrir allt.“ Oddný dró djúpt andann. „Kwei Ting, ég skil þig fullkomlega og ég áfellist þig ekki fyrir að elska aðra konu. Hjónaband okkar hefur verið eins konar vinasamband í mörg ár. Ég veit að þú hefðir orðið hamingju- samari með austrænni konu.“ Kwei Ting stóð á fætur og settist hjá henni. Hann tók um andlit henn- ar og kyssti hana á ennið með mikilli blíðu. „Þú gegnir mikilli virðingar- stöðu hér á heimilinu þegar á allt er litið,“ sagði hann. „Hér er ekki um framhjáhald að ræða, eins_ og þið kallið það á Vesturlöndum. Ég elska þig líka mjög heitt. Þú ert „fyrsta kona“ en Tsjang Li er aðeins hjá- kona. Þetta er aldagömul siðvenja. Allir mínir forfeður hafa tekið sér hjákonu!" Tryggðarblóm Oddný brosti dapurlega. „Ég veit það. Ég þarf að setja þetta í sið- venjubókina mína.“ Kwei Ting horfði á hana með votti af sinni gömlu aðdáun. „Þú glatar aldrei kímnigáfunni þinni, Odda mín, hvað sem fyrir þig kemur í lífsins ólgusjó. Það var hlát- ur þinn og stríðni sem dró mig að þér við fyrstu kynni.“ Hann tók Mah Jongg-kubb upp úr vasa sínum og sýndi henni. A kubb- inn var grafin mynd af rauðbláu tryggðarblómi. „Þú erf tryggðarblómið mitt.“ Oddný leit af kubbnum á eigin- mann sinn. „Hvað sagðirðu?" „Krísantema, líka kölluð tryggðar- blóm, er ein af fallegustu táknmynd- unum í Mah Jongg,“ sagði Kwei Ting. „Sagan á bak við tryggðar- blómið er saga keisaraynju sem var tekin að eldast og var döpur vegna hinnar ungu hjákonu sem keisarinn tók sér. En keisarinn sagði við hana: „Þú ert eins og tryggðarblóm að hausti, tákn þroska, visku og fegurð- ar.“ Þannig ert þú fyrir mér.“ Oddný stóð á fætur og sagði kald- hæðnislega að það væri þó betra en ekkert. „Ég fullvissa þig samt um að ég er ekki döpur vegna hinnar ungu hjákonu þinnar,“ sagði hún. „Ég er fyi-st og fremst döpur vegna barn- anna okkar.“ Hún bauð honum góða nótt. Þegar hún ætlaði að loka dyi-unum leit hún við og sá Kwei Ting standa við sófa- borðið með kubbinn með tryggðar- blóminu í hendinni. Andlit hans bar vott um djúpa sorg. Um leið og hún lokaði hljóðlega á eftir sér heyrði hún hann kasta kubbnum í vegginn svo hann brotnaði í spón. • Bókarheiti er Kínverskir skugg- ar. Höfundur er Oddný Sen en út- gefandi Iðunn. Bókin er alls tim 268 bls., myndum prýdd. Munið Ráðstefnudaginn 1997 H nóvember 1997 að Kjarvalsstöðum Skráning stendur yfir - Ráðstefnuskrifstofa 5 ÍSLANDS | SÍMI: 562 6070 | BRÉFASÍMI: 562 6073 Helgarferð til^j^ London 27. nóvember frá kr. 24.990 Nú seljum við síðustu sætin til London í haust, cn síðasta ferðin okkar er þann 27. nóvember, og við höfum fengið nokkur viðbótarherbergi á Senator og Regent Palace hótelinu, sem eru bæði staðsett í hjarta London. Tryggðu þér síðustu sætin til London í haust, eftirsóttustu höfuðborgar heimsins og þú nýtur traustrar þjónustu Heimsferða allan tímann. 24.990 Verð kr. Flugsæti til London pr. mann, með flugvallarsköttum. Út 27. nóv., heim 1. des. Í'Mr 1 Verð kr. 27.990 Regent Palce, 4 nætur, 27. nóv., 2 f herbergi með morgunverð. HEIMSFERÐIR 1992 c: 1997 Austurstræti 17, 2. hæð •sími 562 4600 Jólapakkar til Norðurlanda Tekið er á móti pökkum hjá BM flutningum, Holtagörðum, við hliðina á skrifstofum Samskipa, 1., 2. og 3. des. Skipið fer frá íslandi 4. des. og verður í Árósum 15. des., Moss 16. des. og Varberg 16. des. Nánari upplýsingar veittar hjá BM flutningum í síma 588 9977. SAMSKIP Holtabakka við Holtaveg • Sími: 569 8300 • Fax: 569 8327
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.