Morgunblaðið - 25.11.1997, Page 13

Morgunblaðið - 25.11.1997, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 13 JÓSAVIN Arason, bóndi í Arnarnesi, og Þórður Halldórsson, sem kosinn var formaður fagráðs í lífrænni ræktun, ræða saman. k', : PÉTUR Þórarinsson, prestur í Laufási, og Brynjólfur Sand- holt, fyrrverandi yfirdýralæknir, voru á meðal frummælenda á fundinum. Mörg vandamál í lífrænni ræktun eru enn óleyst Bændur stofna tíu manna fagráð Arnarneshreppi. Morgunblaðið. MÁLÞING um lífræna ræktun var haldið á Akureyri í tilefni af því að bændur í VOR, Félagi framleið- enda í Iífrænum búskap, höfðu stofnað tíu manna fagráð. Fulltrú- ar þess eru frá landbúnaðarráðu- neytinu, bændasamtökunum, bænda- og garðyrkjuskólunum og Rannsóknastofnun landbúnaðarins auk fjögurra bænda úr greininni. Formaður ráðsins er Þórður Hall- dórsson, Akri, Biskupstungum. í framsöguerindum átta ræðu- manna, flestra fulltrúa í fagráðinu, er lífrænn landbúnaður veruleiki en framleiðendur þurfa að horfa upp á mörg vandamál sem enn á eftir að leysa eða ráða fram úr. Til að fá viðurkennda lífræna fram- leiðslu þarf vottun sem hið opin- bera tekur engan þátt í. Vottunar- stofurnar tvær virðast starfa á veikum fjárhagsgrundvelli en bændur í lífrænni ræktun eru að- eins um 30 talsins og löggilding vottunarstofanna er mjög kostnað- arsöm. Rannsóknir hér á landi á nytja- plöntum, sem ræktaðar eru án til- búins áburðar og notast sem fóður og/eða áburður, eru skammt á veg komnar. Langtímarannsóknir eru forsenda fyrir lífrænni ræktun. Markaðsmál þurfa að þróast og má vænta aukinnar eftirspurnar hér á landi miðað við þær viðtökur sem þessar afurðir hafa notið hér. Fordómum um möguleika og tilvist á ræktun og búfjárhaldi með líf- rænum og sjálfbærum aðferðum þarf að eyða. Lífrænn landbúnaður er lífsstefna Hér á landi eru menntunarmögu- leikar nokkuð góðir, bændasamtök- in hafa duglegan og hæfan ráðu- naut í sinni þjónustu. Garðyrkju- skólinn og Bændaskólinn á Hvann- eyri eru með lífræna ræktun sem valgrein þar sem ítarlega er fjallað um efnið, t.d. á Hvanneyri eru kenndar 52 kennslustundir sem gefa tvær einingar í heildamáminu. Hver sá sem stundar lífrænan búskap þarf að vera til fyrirmynd- ar og trúverðugur, hann þarf að sá kærleika og mun þá uppSkera kærleika. Þetta var innlegg í um- ræður á málþinginu og að lífrænn landbúnaður er ekki aðeins búgrein heldur lífsstefna. Þijú ný fjós í sömu sveit Dalvík. Morgunblaðið. Á ÞREMUR bæjum í Svarfaðar- dal hafa nýlega verið tekin í notkun ný fjós og af því tilefni þótti bændum ástæða til að gefa almenningi kost á að kynna sér þessa hlið mjólkurframleiðsl- unnar. Það heyrir einnig til tíð- inda að á sama tíma séu tekin í notkun þrjú ný fjós í sömu sveit, en þau eru á Sökku, Hofi og Hofsá. Framkvæmdir á Sökku hófust 1. júní 1996, en þakinu var lokað 18. nóvmeber sama ár og fjósið gert fokhelt í framhaldi af því. Vinna innanhúss stóð yfir allan veturinn og í sumar og nú er verið að leggja lokahönd á frá- gang. Geldneyti voru sett í fjósið fyrir nokkru og stefnt að því að mjókurkýrnar verði fluttar í lok vikunnar. í fjósinu sem er lausagöngu- fjós, verða 35 n\jólkurkýr, 40 geldneyti og 20 kálfar. Greiðslu- mark er rúmlega 151 þúsund lítrar af n\jólk. Kostnaður við bygginguna er samtals 15 millj- ónir. Bændur á Sökku eru Gunn- steinn Þorgilsson og Dagbjört Jónsdóttir. Uppsteypa tók tvo mánuði Á Hofi er um viðbyggingu að ræða við fjós frá árinu 1955 fyr- ir 28 kýr. Byggt var haughús, sem var orðið lélegt og of lítið, 6 básar og geldneytapláss sem var ekkert fyrir. Framkvæmdir hófust 10. júní í sumar og fyrsta steypa var 18. sama mánaðar og var henni lokið 14. ágúst þannig að uppsteypa hússins tók því aðeins tvo mánuði. Jafnframt nýbyggingunni fóru fram endur- bætur á gamla fjósinu. Kostnaður við nýja fjósið, sem er 6 básar og lausaganga er um 7,5 milljónir. Gripir voru fluttir í lausagönguna fyrr í þessum mánuði en nokkru áður höfðu kýrnar verið settar á básana í nýja fjósinu. Á Hofi eru 34 n\jólk- urkýr, 15 geldneyti og 21 kálfur en greiðslumarkið er rúmlega 103 þúsund lítrar af n\jólk. Abú- endur eru Stefán Jónsson og Filippía Jónsdóttir. 350 lítrar af málningu Á Hofsá hófust framkvæmdir við lausagöngufjós um miðjan maí á liðnu ári og var unnið við uppsteypu byggingarinnar um sumarið og fram í vetrarbyijun en byggingin var fokheld upp úr miðjum nóvember. Þá hófst innivinna og má geta þess að verið var að mála fram undir það að flutt var í fjósið, en alls voru notaðir 350 lítrar af máln- ingu. Geldneyti voru tekin í fjósið viku af október og mjólkurkýrn- ar nokkru síðar. I fjósinu cru 34 mjólkurkýr, 43 geldneyti og 40 kálfar. I fjósinu eru 58 básar. Greiðslumark er rúmlega 147 þúsund lítrar af mjólk. Kostnað- ur nemur um 17,5 mil^ónum króna. Bændur á Hofsá eru Trausti Þórisson og Ásdís Gísla- dóttir, Heiðbjört Jónsdóttir og Gísli Þorleifsson. Morgunblaðið/Kristján KRISTJÁN heiti ég Ólafsson, gæti forseti bæjarsljórnar Dalvík- ur verið að upplýsa kýrnar á Hofsá í Svarfaðardal um, en þar á Sökku og Hofi voru opin fjós um helgina. ÁBÚENDUR á Sökku, Dagbjört Jónsdóttir og Gunnsteinn Þorgilsson, í mjaltabásnum í nýja fjósinu. Gengið í skrokk á manni GENGIÐ var í skrokk á manni í miðbæ Akureyrar um helgina, en áður hafði árásarmaðurinn dregið hann með sér inn í húsagarð. Árás- armaðurinn gaf sér góðan tíma til að koma gleraugum sínum á góðan stað áður en hann gekk til verks og er óvíst hvernig hefði farið ef vegfarandi hefði ekki orðið árásar- innar var og látið lögreglu vita. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur hálfmeðvitundarlaus á sjúkrahús, mikið bólginn og skrám- aður, en mun ekki hafa hlotið alvar- lega áverka. Árásarmaðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann viðurkenndi að hafa ætlað að veita manninum ærlega ráðningu og ganga frá honum í eitt skipti fyrir öll. Bað hann lögreglu eftir yfírheyrslu að sækja gleraugu sín og vísaði á þau í garðinum. Maður- inn hefur oft komið við sögu lög- reglunnar á Akureyri áður. Prests- hjónin kvödd Björk, Mývatnssveit. Morgunblaðið. MÝVETNINGAR kvöddu séra Örn Friðriksson og eiginkonu háns, Álfhildi Sigurðardóttur, með veglegu hófi í Skjól- brekku laugardaginn 22. nóv- ember. Séra Örn er búinn að þjóna hér í sveitinni í 43 ár, kom árið 1954. Stjórnandi og kynnir á sam- komunni var Jón Árni Sigfús- son sem bauð gesti velkomna og alveg sérstaklega heiðurs- hjónin. Dagskráin var ijöl- breytt. Anna Skarphéðins- dóttir las kvæðið Mývatnssveit eftir Jón Þorsteinsson, skáld frá Arnarvatni. Þráinn Þóris- son, fyrrverandi skólastjóri, ávarpaði prestshjónin og af- henti þeim gjöf frá Mývetn- ingum, það var fagurlega gert listaverk eftir Sigurð Þórólfs- son og táknar Mývatnselda. Hulda Harðardóttir færði séra Erni og Álfhildi fagurlega skreytta blómakörfu frá sveit- arstjórn Skútustaðahrepps. Aðrir sem kvöddu sér hljóðs og minntust prestshjónanna með hlýhug og þakklæti voru Guðrún Jakobsdóttir, Helgi Jónasson, Hjörleifur Sigurðs- son og Þorgrímur Starri Björgvinsson. Söngur og veitingar Þá var almennur söngur, stjórnendur Jón Árni Sigfús- son og Þráinn Þórisson, ein- söngur og tvísöngur Steinþór Þráinssonj Margrét Sigurðar- dóttir og Ásmundur Kristjáns- son. Undirleikarar voru Guð- rún Erla Guðmundsdóttir og Örn Friðriksson. Tónlistar- kennarar frá Ungverjalandi, hjón sem nú kenna á Húsavík og í Mývantssveit, léku saman á horn og píanó. Síðast talaði séra Örn og kvaddi sóknar- börn sín. Að lokum var sungið Fjalladrottning móðir mín og Blessuð sértu sveitin mín. Öll- um viðstöddum var boðið upp á rausnarlegar veitingar. Mý- vetningar senda þeim hjónun- um bestu þakkir fyrir liðin ár og óskir um bjarta framtíð. Fjölmenni var.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.