Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 4
.^í^rvT^ 4 B MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 fRfanTgllltlIilfltfrÍfr ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Ólafur K. Magn- ússon fæddist í Reykjavík 12. mars 1926. Hann lést á heimili sínu hinn 15. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar Ólafs voru Magnús Jó- hannsson, skipstjóri, f. 16.6. 1894, d. 27.2. 1928, og Kristín Haf- liðadóttir, húsmóðir, f. 9.10. 1896, d. 8.4. 1984. Bræður Ólafs eru: Jóhann Magnús- son, f. 15.7. 1918, Hafliði Magnússon, f. 6.7. 1917. Gunnar Magnússon, f. 25.9. 1921, Sverrir Magnússon, f. 4.11. 1923, d. 14.11. 1978. Ólafur giftist Evu Kristinsdótt- ur, sjúkraliða, f. 19.5. 1931, hinn 10. mars 1956. Foreldrar Evu eru: Ágústa Kristófersdóttir, f. 17.11. 1908, og Kristinn Magnús- son, skipstjóri, f. 2.11.1895, d. 5.8. 1956. Börn Ólafs og Evu eru: Kristinn Ólafsson, f. 24.1. 1960, maki Laufey Gissurardóttir, f. 2.5. 1962, börn: Andri Már, f. 21.4. 1981, Eva Margrét, f. 1.12. 1985, Gissur Ari, f. 11.2. 1993. Berglind Ólafsdóttir, f. 22.11. Ljósmyndari þjóðarinnar er látinn. Olafur K. Magnússon, var ljós- myndari Morgunblaðsins í tæp fimmtíu ár, frá haustinu 1947, er hann sneri heim frá námi í kvik- myndagerð í Hollywood, til síðustu áramóta en þá lét hann af störfum sjötugur að aldri. A þessum fimm áratugum var Olafur í fararbroddi íslenskra blaðaljósmyndara og raunar fyrst- ur Islendinga til að helga blaðaljós- myndun allt ævistarf sitt. Þrátt fyrir að okkur blaðaljósmyndurum ætti smám saman eftir að fjölga, var Ólafur ætíð fremstur í okkar flokki. Ein sérstaða hans var ein- stakt lag á að fanga afgerandi augnablik fréttnæmra atburða, sem hann undirbyggði með næmri og þjálfaðri formrænni skynjun. Þá hafði Ólafur öll bestu einkenni góðs blaðamanns og lagði oft og tíðum á sig ómælt erfiði við að koma sem vönduðustum ljósmyndum fyrir augu lesenda Morgunblaðsins. En Ólafur tók ekki bara fréttamynd- ir.Hann sinnti öllu því sem þurfti að mynda fyrir blaðið og í gífurlega umfangsmiklu myndasafni hans eru ótal perlur; myndir af merkum listamönnum, flugsögulegar mynd- ir og myndir af mannlífinu yfirleitt. Það var ekki að ástæðulausu að hann fékk viðumefnið „Ljósmynd- ari þjóðarinnar." Sjálfur kynntist ég Óla K. fyrst vorið 1979 þegar ég kom í starfskynningu á Morgunblaðið. Þá vildi reyndar ekki betur til en svo, að fyrsta myndin mín í blaðinu var merkt honum. Vitaskuld voru það mér mikil vonbrigði á þeim tíma, en er stoltur af þeim mistök- um í dag. Næstu árin var ég oft með annan fótinn á blaðinu, kynnt- ist Óla þá býsna vel og fékk ósjald- an frá honum tilsögn um ýmislegt sem tengdist ljósmynduninni. Þeg- ar ég var síðan farinn að starfa á deildinni hans, kynntist ég annarri hlið á ljósmyndaranum Óla K., en það var sögumaðurinn. Því þrátt fyrir að hann væri góður kennari og ég bæri mikla virðingu fyrir honum og öllu því sem hann hafði afrekað, þeim gömlu myndum sem hann dró af og til fram og sýndi okkur og sagði frá, þá eru það ekki síst sögustundimar sem maður saknar. Það varð nánast að hefð að einhver okkar yngri ljósmyndar- anna hlypi út í búð seinnipartinn þegar búið var að ganga frá verk- efnum dagsms og næði í kók og vindil fyrir Óla, og þá gat sögust- undin hafist. Óli K. var sögumaður af Guðs náð og með ákaflega gott minni á það sem hann hafði lesið 1961, maki Dag Hel- ge Iversen, f. 2.11. 1962, börn: Edda og Ylva, f. 2.2. 1997. Anna Lóa Olafsdóttir, f. 1.11.1964, börn: Kristinn Frans Stef- ánsson, f. 25.12. 1987, Atli Dagur Stefáns- son, f. 29.1. 1992. Margrét Lind Ólafs- dóttir, f. 13.10. 1967, maki Jóhann Pétur Reyndal, f. 24.3. 1967, börn: Ólafur Alexander, f. 27.8. 1989, Tómas Gauti, f. 3.3. 1993. Magnús Sverrir Ólafs- son, f. 12.3. 1970. Ólafur lauk námi frá Ingimars- skólanum og hélt síðan til New York árið 1944 til náms í ljós- myndun í eitt ár. Að því loknu fór hann til Hollywood og lærði kvikmyndun hjá Paramount Pict- ures. Hann sneri til íslands árið 1947 og hóf þá störf sem Ijós- myndari hjá Morgunblaðinu. Þar starfaði hann í hartnær hálfa öld eðaþartil 1.1. 1997. Útför Ólafs fer fram frá Kristskirkju í Landakoti í dag og hefst athöfnin klukkan 15. eða upplifað. Sögurnar snerust oft um reynslu hans í starfi, flugmál eða siglingar hans á bátnum sínum hér heima eða erlendis, en einkum var það heimsstyrjöldin síðari sem hann hafði áhuga á og var hafsjór af fróðleik um. Ekki lét hann nægja að lesa sér til, heldur sóttist hann eftir að ræða við þátttakend- ur í styrjaldarátökunum, fór á minjasöfn erlendis og gróf upp ýmsan fróðleik sem var iðulega miðlað hér í blaðinu eða nýttist fræðimönnum kunningjum hans sem hafa verið að skrifa bækur um þessa tíma. Síðustu árin voru Óla oft og tíð- um erfið vegna veikinda, en hann vann þó að því að því að flokka og skrásetja hið umfangsmikla filmu- safn sitt. Hann hélt einnig áfram að mynda og naut þess að fara í septemberbyrjun 1995 til Kaup- mannahafnar að halda upp á fimm- tíu ára afmæli áætlunarflugs milli íslands og Danmerkur. Við það tækifæri tók hann þá síðustu af ótal útsíðumyndum sínum fyrir Morgunblaðið; frumherji í íslenskri blaðaljósmyndun myndaði frum- herja í fluginu. Þrátt fyrir að Óli léti af störfum um síðustu áramót höfum við hald- ið góðu sambandi, hringst á eða hist og rætt um ljósmyndun og daginn og veginn, og af og til hefur það komið íyrir að Óli hefur haft samband og bent á fréttnæma at- burði. Nú síðast var það er gömul flugvél, sú eina sinnar tegundar, fórst í Englandi; nokkrum tímum síðar voru komnar á borðið til mín bækur með upplýsingum um vélina og Ijósmyndir sem hann tók af henni á flugsýningu í Englandi. Við vinir og lærisveinar Óla K. á ljósmyndadeild Morgunblaðsins söknum nærveru hans á deildinni sem hann byggði upp, við söknum þess að fá ekki að sjá fleiri nýjar myndir eftir hann, en ég sakna þess einkum að geta ekld lyft sím- tólinu og hringt eða farið í heim- sókn til hans á Melabrautina og heyrt þótt ekki væri nema eina sögu enn. En þrátt fyrir ótímabært fráfall Óla eru þetta ekki sögulok í ævin- týrinu um Ólaf K. Magnússon ljós- myndara. Ég ber þá von í brjósti að við eigum eftir að sjá ljósmyndir hans á sýningum á komandi árum, að myndir hans eigi eftir að koma út í veglegum bókum og að íslend- ingar framtíðarinnar fái þannig að upplifa íslenskt samfélag síðustu fimmtíu ára eins og ljósmyndari þjóðarinnar upplifði það. Einar Falur Ingólfsson. MYND AF LANDSFÖÐURNUM Ólafur K. Magnússon myndaði fjölmarga stjórnmálamenn sem settu svip á þjóðmálin. í þessari mynd af Bjarna Benediktssyni ákvað Ólafur K. Magnússon að ná fram mildum landsfóður en halda jafnframt virðuleikanum. Hann greip þá til síns fræga ráðs til að fá fyrirmyndirnar til að slaka á að hann lét Bjarna setjast á borðshornið og taka af sér gleraugun. Um árangurinn þarf ekki að deila. F J ALLKÓN GURINN Þessi mynd er tekin í réttum og er dagsetning ókunn, þó líklegast ein- hvern tíman um 1960. Ungar reykvískar stúlkur kyssa fjallkónginn. Þetta eru systurnar Þuríður (til vinstri) og Ásdís Kvaran.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.