Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER1997 ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Ólafur K. Magnússon, Óli Ká eða Óli ljós, eins og við félagar hans kölluðum hann oft í daglegu tali, var einstakur Ijósmyndari og á því leikur ekki nokkur vafi, að með snilld sinni í ljósmyndun braut hann blað í íslenzkri blaða- mennsku. Hann hóf nám í ljós- myndun í New York á stríðsárun- um og síðan kvikmyndun hjá Para- mount Pictures í Hollywood. Einnig lærði hann að fljúga og var flug og þróun íslenzkra flugmála alla tíð eitt helzta áhugamál hans, svo og siglingar. Stríðsárin voru honum mikill reynslutími og hafði hann alla tíð mikinn áhuga á sögu þessa tímabils, svo og áhrifum Þjóðverja fyrir stríð á þróun ís- lenzkra flugmála. Ófáar fréttir, greinar og myndir í Morgunblað- inu má rekja til viðamikillar þekk- ingar hans á styrjaldarsögunnni. Ólafur K. Magnússon hóf störf sem ljósmyndari á Morgunblaðinu eftir að hann koma heim frá Bandaríkjunum 1947 og þar vann hann um nær hálfrar aldar skeið, eða þar til 1. janúar 1997. Óhætt er að segja, að fáir menn hafí sett jafn mikinn svip á blaðið og hann gerði, einkum fyrri hluta starfsferils síns, þegar hann var eini ljósmyndari þess. Hann hafði sérlega næmt auga fyrir hlutverki ljósmyndar- innar, hvort sem um var að ræða fréttamyndir, náttúnilífsmyndir eða svipmyndir af fólki. Reykjavík- urmyndir hans eru merk heimild um þróun borgarinnar á tímum mikilla umbyltinga og enginn ljós- myndari annar á jafnmikið safn mynda úr bæjarlífinu. Vert er að hafa í huga, að ljósmyndatækni var tiltölulega frumstæð á fyrri hluta starfsferilsins og í ljósi þess náði Óli Ká ótrúlegum árangri í sínu fagi. Þegar hann tók myndir sínar gerði hann það kyrrlátlega og blaðamennirnir, sem með honum voru, héldu stundum að hann hefði engar myndir tekið. Gott dæmi um fágætt næmi hans á fréttagildi „augnablikins" má ráða af því, að hann var eini ljósmyndarinn, sem festi á filmu þá sögulegu stund er Helge Larsen, menntamálaráð- hen-a Dana, afhenti Gylfa Þ. Gísla- syni Flateyjarbók á handritahátíð- inni í Háskólabíói 21. apríl 1971, „Vær saa god, Flatöbogen.“ Þannig var það iðulega. Með sínum kyrrláta hætti tókst honum það, sem öðrum tókst ekki, eða hafði einfaldlega betra auga fyrir við- fangsefninu en aðrir. Engin gufa var hann samt, heldur þvert á móti gat hann oft verið ærslafullur og bráðskemmtilegur var hann á slík- um stundum. Við Óli Ká störfuðum saman á ritstjórn Morgunblaðsins um ára- tuga skeið og samvinna okkar var náin, ekki sízt á fréttastjóraárum mínum, og í starfi okkar fyrir Haf- stein Guðmundsson við útgáfu ár- bóka Þjóðsögu. Ótaldar eru og myndimar, sem ég fékk hjá honum fyrir Associated Press fréttastof- una og ýmis erlend blöð og tímarit. Óli Ká er einn eftirminnilegasti starfsfélagi sem ég hef átt um dag- ana. Það er því með söknuði og þökkum, sem ég kveð minn gamla vin. Eg sendi eiginkonu hans, Evu, börnum og öðrum ástvinum inni- legustu samúðarkveðjur við fráfall hans. Björn Jóhannsson. Hinsta siglingin hans Ólafs K. Magnússonar er hafin. Þessi góði frændi er horfinn af sjónarsviðinu og skilur eftir sig mikið tóm, þó hann hafi að jafnaði látið lítið fyrir sér fara. Hann var yngstur fimm bræðra, sonur móðursystur minn- ar, Kristínar Hafliðadóttur og Magnúsar Jóhannssonar, skip- stjóra. Ólafur var aðeins tveggja ára er feðir hans fórst með togar- anum Jóni forseta árið 1928. Nokkrum árum síðar, eða 1935, flutti ekkjan unga með fimm syni sína í hús foreldra minna við Sól- vallagötuna. Móðuramma okkar hafði einnig flutt til okkar nokkrum árum áður. Það kom í hlut hennar að fylgjast með drengjunum á daginn því móður- systir mín fór að vinna úti. Minn- ingamar eru ljúfar frá þessum ár- um á Sólvallagötunni, þar sem kærleikur og umhyggja einkenndi líf okkar allra. Þegar við vorum börn og ung- lingar í Vesturbænum og virtum fyrir okkur Breta og Bandaríkja- menn á strætum borgarinnar varð Ólafur bergnuminn af heimsstyrj- öldinni síðari og gangi hennar. Það var ekki aðeins, að hann þekkti all- ar stríðsvélar á lofti, láði og legi, heldur vissi hann öll nöfn stjóm- málamanna, herráðsmanna og or- ustusvæða. Þá var honum kunnugt um leyniþjónustur aðildarríkja styrjaldarinnar og bætti við þekk- ingu sína varðandi þessi ár á með- an hann lifði. Ólafur var tápmikill ungur maður og vildi út eins og förfeður okkar. Bræðurnir, Jó- hann, Gunnar og Sverrir, fóra á sjóinn sem hafnsögumaður, skip- stjóri og bátsmaður, Hafliði og Ólafur tóku aðra stefnu, en á þeim áram var svifflugið aðaláhugamál þeirra beggja. Undir stríðslok fóra þeir til náms í Bandaríkjunum. Ólafur var eitt ár við nám í ljós- myndun í New York og héit síðan til Hollywood þar sem hann lærði kvikmyndaiðn. Það vora fróðleg og skemmtileg bréf sem við fengum frá honum á þessum árum. Við heimkomuna réðst hann til Morg- unblaðsins, þar sem hann varð að- alljósmyndari í nærfellt hálfe öld. Hans sagnfræði var skráð með hjálp myndavélarinnar og vonandi verður það myndasafn einn dag gert aðgengilegt fyrir þá sem vilja kynnast myndasögu þjóðarinnar seinni helming aldarinnar, sem brátt kveður. Meistari Kjarval hafði miklar mætur á myndsmíð Ólafs K., enda skiptust þeir á myndverkum sínum með gagnkvæmri virðingu. Sú ein- kunn stendur einna hæst eftir þennan listfenga vin okkar auk þeirrar virðingar, sem samstarfs- mennirnir á Morgunblaðinu hafa ávallt sýnt honum. Það var mikil gæfa fyrir hann frænda minn að eignast Evu Kristinsdóttur íyrir eiginkonu. Hún hefur örvað og stutt hann í erilsömu starfi og fætt honum fimm mannvænleg börn. Óskadraumur sjómannssonarins í mörg ár var að eignast bát. Þegar bömin vora vaxin úr grasi tóku þau hjónin sig upp og fóra nokkrar ferðir til Bandaríkjanna, þar sem Ólafur leitaði að draumabátnum. Þá hafði hann ekki komið til Bandaríkjanna síðan á námsáran- um og við, sem nutum þess að vera með þeim, sáum að þar fór aftur heimsmaðurinn sem komið hafði heim með hatt á höfði 1947 og ekið um í sportbfl. Mikil var gleðin eftir leitina á Long Island, þegar bátur- inn fannst í Houston. Þar sigldu þau hjónin um Mexíkóflóann. Aður en farið var tekið upp fékk Ólafur að láni gamlan dráttarbíl og skellti sér inn í vörabílalest, sem hann fékk að fljóta með upp til Norður- ríkjanna, þar sem Eimskip tók við bátnum. Báturinn hafði stutta við- dvöl hér og komst í lygnari sjó síð- ustu árin. Ólafur fór síðast í sumar til Danmerkur og nostraði við þessa eign sína. Það er svo ótal margt, sem hægt væri að segja um þennan góða dreng, en minningin um hann er hjartfólgin og mun geymast meðan dagar endast. Yndislegri vinkonu, Evu, börnum hennar og fjölskyld- um þeirra sendir fjölskylda mín djúpar samúðarkveðjur. Ölafur K. Magnússon hefur ýtt úr vör. Vilborg G. Kristjánsdóttir. JHffgUllMllfrÍfr MIÐVIKUDAGUR26. NÓVEMBER 1997 B 7 ÓLAFUR K. MAGNÚSSON EYJARSKEGGJAR FAGNA FLUGI Ólafur K. Magnússon var alla tíð mikill flugáhugamaður. Þegar Flugfé- lag íslands flaug fyrsta sinni á DC-3 til Grímseyjar, líklegast 1954, var Ólafur auðvitað með og hér stilla eyjaskeggjar sér upp við flugvélina með áhöfn hennar. Flugmaðurinn lengst til vinstri er Jóhannes Snorra- son, en sá lengst til hægri er Þorsteinn Jónsson. VIÐ TJÖRNINA Drengir á hornsílaveiðum í Tjörninni í Reykjavík. Myndin er tekin 1970. MEÐ ÞUNGA LINSU AÐ VOPNI f konunglegri heimsókn Filipusar hei-toga af Edinborg til íslands 1964 óskaði hann eftir að renna fyrir lax í Norðurá í Borgarfirði og jafnframt að fá að vera í friði fyrir blaðamönnum við ána. Blaðamannahópnum var þvf haldið í veiðihúsinu. Ólafur K. Magnússon hafði fengið lánaða gríðarlanga og þunga aðdráttarlinsu. Nú skreið hann með blaðamanni Mbl. í blautu grasi og hríslum á valinn stað uppi í hlíðinni, lyfti með styrkri hendi myndavélinni með þungu linsunni og náði óhreyfðum einstökum myndum sem fengur þótti að. ÁRÁSIN Á ALÞINGISHÚSIÐ Alþingi samþykkti inngöngu íslands í Atlantshafsbandalagið á fundi hinn 30. marz 1949. Kommúnistar mótmæltu og múgur réðst á Alþingishúsið og nokkrir lögreglumenn særðust. Ólafur tók þessa mynd, sem sýnir ineðal annars táragasaðgerðir lögreglunnar á Austurvelli framan við þinghúsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.