Morgunblaðið - 07.12.1997, Side 34

Morgunblaðið - 07.12.1997, Side 34
34 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Bókaverslun Eymundssonar er vafalaust í hugum flestra landsmanna einn af föstu punktunum í tilver- unni. Ekki að undra, þar sem aliar götur frá 1872 hafa bókaáhugamenn getað gengið að Eymundsson vísum í miðbænum, fyrst í Lækjargötu 2 og síðan í Austurstræti 18. Þau eru varla mörg íslensku fyrirtækin sem geta státað af slíkri staðfestu, a.m.k. hvað nafn og staðsetningu varðar. í gegnum tíðina hefur Eymundsson nokkrum sinnum skipt um eigend- ur, síðast fyrir hálfu öðru ári þegar Penninn keypti fyrirtækið og þrjár af 7 bókaverslununum og varð þar með eitt af stærstu bóksölufyrir- tækjum landsins. „Penninn hefur starfrækt verslun í miðbænum frá stofnun fyrirtækis- ins fyrir 65 árum. Það var nánast fyrir tilviljun að við fórum út í kaup- in á Bókaverslun Eymundssonar," segir Gunnar Dungal forstjóri Pennans og Eymundssonar. „Versl- un Pennans var frá upphafi í Hafn- arstræti en við horfðum til Austur- strætis sem betri verslunargötu og fluttum okkur fyrst í húsnæðið þar sem áður hafði verið Verslunin Torgið. Árið eftir flutninginn var Kringlan opnuð og þá dró talsvert úr viðskiptum í miðbænum. Við fór- um þá í samstarf við Almenna bóka- félagið sem rak Bókaverslun Ey- mundssonar í Austurstræti 18 og við fluttum okkur í kjallarann þar með ritfangaverslunina okkar,“ seg- ir Gunnar. Tíð eigendaskipti undanfarin ár Almenna bókafélagið keypti Ey- mundsson, sem þá var bæði bóka- verslun og bókaforlag, í árslok 1958, af hlutafélagi sem rekið hafið fyrir- tækið frá 1951. Þar á undan, frá 1935, hafði Bjöm Pétursson átt fyr- irtækið en hann keypti það af föður sínum Pétri Halldórssyni borgar- stjóra. Pétur hafði keypt verslunina af Sigfúsi Eymundssyni árið 1909. Almenna bókafélagið seldi Ey- mundsson Prentsmiðjunni Odda ár- ið 1990 sem reyndar seldi það sam- dægurs Bókaforlaginu Iðunni. Tveimur árum síðar keypti Oddi aftur af Iðunni og rak Oddi Bóka- verslanir Eymundssonar í 4 ár, þar til í maí á sl. ári að Penninn keypti þrjár verslananna af sjö ásamt nafni fyrirtækisins. „Við lögðum tals- verða áherslu á að fá nafnið ásamt því að kaupa verslunina í Austur- stræti og tvær verslanir i Kringl- unni,“ segir Gunnar. Þar rekur Penninn nú ritfanga- og gjafavöru- verslun og nýja stórglæsilega bóka- verslun Eymundssonar i Suður-Kr- inglunni. I allt eru verslanir Penn- ans og Eymundssonar fimm talsins, í Austurstræti, Hallarmúla, Hafnar- firði og tvær í Kringlunni. Starfs- menn fyrirtækisins eru um 130 tals- Kristinn Forstjórinn ásamt nokkrum af sfnum nánustu samstarfsmönnum. F.v Gunnar Dungal, Rannveig Pálsdóttir verslunarstjóri, Ingimar Jónsson yfírmaður verslunarsviðs og Sara Magnúsdóttir fjármálastjóri. Viljum að nafnið lifi Nú í desember eru liðin 125 ár frá því Sigfús Eymundsson, ljós- myndari og bókbindari, stofnaði bókaverslun sína í Lækjargötu 2. Enn er verslað með bækur undir þessu sama nafni og nánast á sama stað þó að flest annað hafí tekið breytingum í tímans rás. __Hávar Signrjónsson ræddi við Gunnar Dungal um_ Eymundsson og bækurnar, jólamarkaðinn og afmælið. ins og ársveltan er nú um einn og hálfur milljarður. Stærsta bókaverslun landsins „Þegar Borgarkringlunni var lokað og breytingar urðu á því hús- næði gafst okkur tækifæri til að stækka bókaverslunina og við ákváðum að gera hana að stærstu bókaverslun landsins með viðeig- andi úrvali bóka, íslenskra jafnt sem erlendra. Við kaupin á fyrir- tækinu tókum við jafnframt við umboði fyrir erlendar bækur og tímarit og höfum kappkostað að hafa sem best úrval af hvoru- tveggja í verslunum okkar,“ segir Gunnar. Og óneitanlega er verslun- in glæsileg, á 400 fermetrum má finna bækur um allt milli himins og jarðar og andrúmsloftið er við hæfi, svo viðskiptavinum gefst tækifæri til að glugga í bækurnar án asa og hávaða. „Okkar bak- grunnur er ritföng og Penninn hef- ur um áratugaskeið verið stærsti innflytjandi landsins á ritföngum og skólavörum. Fyrir 15 árum byrjuðum við að selja skólabækur og síðar bækur til gjafa þannig að Sigfús Eymundsson 1837-1911 Athafnamaður í anda 19. aldar SIGFÚS Eymundasson ljósmyndari og bók- bindari opnaði bóka- verslun sína í húsinu við Lækjargötu 2 í nóvemberlok árið 1872 og birtist fyrsta auglýsingin frá versl- uninni í blaðinu Göngu-Hrólfi þá fyrir jólin. Þar tilkynnir Sigfus um opnun verslunarinnar og til- greinir ýmsar íslensk- ar bækur sem hann hafí á boðstólum, m.a. Ljóðmæli Kristjáns Jónssonar & 1 ríkisdal og 72 skildinga, Helj- arslóðarorrustu Grön- dals á 2 mörk og Þúsund og eina nótt f þýðingu Steingríms Thor- steinssonar svo eitthvað sé nefnt. Ennfremur auglýsir hann ritföng og er- lendar bækur býðst hann til að útvega við- skiptamönnum sínum. Sigfús Eymundar- son var fæddur í Vopnafirði árið 1837, fór tvítugur til Kaup- mannahafnar og nam þar bókband þjá Urs- in, hinum konunglega hir ðbókbindara. Að námi loknu vann hann um skeið sem verksljóri hjá meist- ara sínum en dvaldi síðan í Noregi á fjórða ár og nam þar Ijós- myndun. Hann sneri sfðan aftur til Kaupmannahafnar og rak þar Ijósmyndastofu um tveggja ára skeið. SIGFÚS Eymundsson Ijósmyndari og bóksali 1837-1911. HÚS Sigfúsar Eymundssonar við Lækjargötu 2 eins og það leit út eftir gagngerar breytingar árið 1882. Sval- irnar á norðausturhomi hússins eru eftirtektarverðar, en þaðan tók Sigfús margar af ljósmyndum sfnum. Sigfús fluttist heim til íslands árið 1866 og settist að í Reykja- vík. Ferðaðist hann víða um land- ið á sumrin og tók ljósmyndir en stundaði bókband f Reykjavfk á vetrum. Sigfús var mikill athafna- maður og lét stjórnmál og félags- líf nyög til sín taka og hafði for- göngu um margs konar fram- kvæmdir. Hann varð fyrstur til að koma á gufubátsferðum um Faxa- flóa. í félagi við aðra keypti hann gufubát frá Englandi og var skip- ið nefnt Faxi. Ekki var það lengi í förum því strax fyrsta haustið sökk það f óveðri í Reykjavíkur- höfn. Auk reksturs ljósmyndastofu og bókaverslunar rak Sigfús prentsmiðju og bókaútgáfu og kostaði kapps um að gefa út vandaðar bækur sem hefðu ótví- rætt bókmenntalegt gildi og fræðibækur sem mættu koma ai- menningi að gagni. Þá var Sigfús um áratugaskeið umboðsmaður fyrir Allan-skipafélagið sem flutti ófáa íslendinga vestur um haf á síðasta fjórðungi 19. aldar- innar. Átti Sigfús mikinn þátt f að bæta aðbúð vesturfaranna um borð í skipum AUen-skipafélags- ins. Sigfús var einnig um tfma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.