Morgunblaðið - 11.12.1997, Side 30

Morgunblaðið - 11.12.1997, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Friðarsamningar Kóreuríkjanna Akveðið að hitt- ast aftur í mars Genf. Reuters. ÁKVEÐIÐ hefur verið að ný lota í fjórhliða samningaviðræðum, sem hafa það að markmiði að koma á friðarsamningi milli Kóreuríkj- anna, verði haldin í mars. Var það niðurstaða tveggja daga samningafundar fulltrúa Kóreu- ríkjanna, Kína og Bandaríkjanna í Genf í gær. Stanley Roth, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna í málefn- um Asíu- og Kyrrahafslanda, sagði að samningaumleitanir hefðu farið vel af stað. Sagðist hann gera ráð fyrir að næsti fundur, í mars, yrði nokkrum dögum lengri. Sagði í sameiginlegri yfirlýsingu samninganefndanna, að vinnuhóp- ur aðila myndi hittast í Peking í febrúar til þess að móta tillögur og kosti sem tekin yrðu fyrir á samn- ingafundinum í mars. Takmarkið með fundunum er að vinna að friðarsamningi sem leysa mundi af hólmi vopnahléssam: komulag Kóreuríkjanna frá 1953. í fundunum í Genf að þessu sinni tóku þátt Tang Jiaxuan aðstoð- arutanríkisráðherra Kína, norður- kóreskur starfsbróðir hans, Kim Gye-gwan, Lee See-young sendi- herra Suður-Kóreu í Frakklandi og Roth. Viðræðumar í Genf eru söguleg- ar vegna þess að þetta er í íyrsta sinn frá því átökum í Kóreu linnti 1953 sem allir deiluaðilar hittast formlega. Það hefur tekið fjóra áratugi að koma á eiginlegum friðarumleitun- um og hefur upphaf þeirra vakið bjartsýni. Þó er talið líklegt að við- ræðumar eigi eftir að standa í mörg ár. ricLbrunn l SJtýtíWiJ fom u Setið við sagnabrunn Þórður Tómasson í Skógum er löngu orðinn þjóðþekktur fyrir bækur sínar um þjóðhætti fyrri tíma. í þessari bók er m.a fjallað um huldufólk, siði serr tengjast dauða og greftrun, aul fjölda frásagna af einstaklingun og horfnu mannlíf Bók fyrir alla áhugamenn um þjóðfræði og sögu Perð höfundarins eftir bandaríska bókmenntafræð- inginn Christopher Vogler, forstjóra Storytech í Hollywood. Bókin lýsir því hvernig hugmyndaheimur goðsagna endurspeglast í kvikmyndum sagnaþula á borð við Steven Spielberg og George Lucas, auk fjölmargra annarra höfunda sem nýtt hafa sér hugmyndir þessarar bókar. Frábær bók fyrir þá sem unna kvikmyndum og skáldskap Nýjar bsekur ftá M&li og mynd Bakkabræður fslensk börn hafa gleypt í sig sögur af Bakkabræðrum frá því þær komu fyrst út snemma á öldinni. f þessari nýju bók birtast m.a. nokkrar sögur sem hafa ekki áður birst í bókum um Bakkabræður. Bókin er ríkulega myndskreytt með vatnslitamyndum Kristínar Arngrímsdóttur. íslensk barnabók eins og hún gerist best Reuters EMBÆTTISMENN frá Saudi-Arabíu bíða eftir krónprinsi landsins, Abdullah ibn Abd al-Aziz as-Saud, við mynd af Khomeini erkiklerki, leiðtoga íslömsku byltingarinnar í íran. Krónprinsinn var að ræða við Hafez al-Assad, forseta Sýrlands. Rafmagnsleysi truflar leiðtogafund araba í Teheran Deila um friðar- samninga við Israela Teheran. Reuters. DEILUR um friðarumleitanir í Mið-Austurlöndum og öryggismál vörpuðu skugga á leiðtogafund sam- taka múslimaríkja, OIC, í Teheran í gær og fresta varð umræðunni í nokkrar klukkustundir vegna raf- magnsleysis á fundarstaðnum. Urhelli og síðan snjókoma olli raf- magnsleysi í nýrri ráðstefnumiðstöð í norðurhluta Teheran, þar sem leið- togafundurinn er haldinn, þannig að fresta varð frekari umræðum. Leki á þaki byggingarinnar varð til þess rafkerfið bilaði. Rafmagnsleysið var mjög vand- ræðalegt fýrir ráðamenn í Iran, sem höfðu lagt áherslu á að tryggja að leiðtogafundurinn heppnaðist vel og sýndi að Iranar nytu virðingar í múslimaheiminum þrátt fyrir til- raunir Bandaríkjamanna til að ein- angra þá. Iranska fréttastofan IRNA reyndi að gera lítið úr rafmagns- leysinu og sagði það hafa veitt fund- argestunum „tækifæri til að virða fyrir sér stórkostlega snjókomu í írönsku höfuðborginni". Óánægja með drög Irana Nabil Shaath, fulltrúi heima- stjórnar Palestínumanna, sagði að nokkur ríkjanna, þeirra á meðal Eg- yptaland og Sýrland, hefðu látið í ljós efasemdir um þann hluta draga að lokayfirlýsingu leiðtogafundarins þar sem fjallað er um friðarumleit- animar í Miðausturlöndum. íranar eru í forsæti OIC og lögðu drög að yfirlýsingunni. Aðrir embættismenn staðfestu að nokkur arabaríki væni óánægð með drög Irana. Aðildarríki múslima- samtakanna eru sammála um að ísraelar hafi verið dragbítar á frið- arumleitunum en samtökin hafa stutt þá stefnu að arabar semji um frið við Israela gegn því að þeir láti hernumin svæði af hendi. íranar hafa þó lengi lagst gegn friðarviðræðum ísraela og Palest- ínumanna og friðarsamningum sem ísraelar hafa gert við Egypta og Jórdani. AIi Khamenei erkiklerkur, æðsti leiðtogi Irans, sagði á fundin- um að óhjákvæmilegt væri að Pa- lestínumenn töpuðu á friðarsamn- ingunum og hvatti múslimaríkin til að taka höndum saman og „endur- heimta réttindi Palestínu- manna“. Tillaga Irana um að Persaflóaríkin mynduðu varnar- bandalag til að þurfa ekki að reiða sig á íhlutun annarra ríkja olli einnig deilum á leiðtogafundinum. Nokkur ríkjanna, þeirra á meðal Saudi-Arabía og Kúveit, hafa verið í nánum tengslum við Bandaríkin í vamarmálum þar sem þau telja ör- yggi sínu stafa hætta af írökum og Irönum. Leiðtogamir ræddu einnig drög að ályktun þar sem múslimaríki eru hvött til að hætta allri hernaðarsam- vinnu við Israela og er þar greini- lega vísað til Tyrkja, sem tóku á móti Yitzhak Mordechai, varnar- málaráðherra ísraels, fyrr í vikunni. í annarri ályktun er lögð áhersla á fullveldi Iraks og þess krafist að landamæri ríkisins verði virt. Þar er einnig skírskotað til Tyrkja, sem hafa ítrekað sent hersveitir til íraks í því skyni að ráðast á kúrdíska að- skilnaðarsinna. Kröfu um sæti í öryggisráði SÞ hafnað Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var staddur í Teheran í tilefni af leiðtogafundinum og hafnaði þeirri kröfu Irana að OIC fengi fast sæti og neitunarvald í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ann- an sagði að öryggisráðið væri skipað fulltrúum ríkja en ekki samtaka sem byggðust á trúarbrögðum. Hann kvaðst þó hlynntur því að áhrif þriðjaheimsríkja yrðu aukin í örygg- isráðinu. Annan minntist 49 ára afmælis mannréttindayfirlýsingar Samein- uðu þjóðanna og notaði tækifærið til að skora á ráðamenn í íran að virða mannréttindi. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur gagnrýnt mannréttindabrot írana og Annan sagði að þeir gætu ekki valið milli mannréttinda, virt sum þeirra að vettugi og haft önnur í heiðri. ■ Ari Ingimundarson, Kópavogi, hreppti glæsilegt Panasonic myndbandstæki frá Japis, að verðmæti 60.000 kr. þegardregið varúr síðasta Safnkortspotti. í hvert skipti sem þú notar Safnkortið fer nafnið þitt í Safnkortspottinn. Vertu með!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.