Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 51 + Matthildur Kristinsdóttir var fædd á Brim- nesi í Viðvíkursveit í Skagafirði 13. jan- úar 1924. Hún and- aðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Foss- vogi, 3. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Gunnhildur Stefan- ía Sigurðardóttir, f. 19.6. 1898, d. 23.11. 1929, og Kristinn Gunn- laugsson, f. 27.5. 1897, d. 22.2.1984. Systur Matt- hildar: Sigurlaug, f. 22.7. 1921, d. 3.1. 1996, og Auður, f. 30.4. 1926. Seinni kona Kristins var Guðný Jóhannsdóttir, f. 17.7. 1885, d. 7.6. 1981. Þau áttu ekki böm saman en fyrir átti Guðný: Baldur (látinn), Val- borgu (látin) og Huldu, f. 14.6. 1926. Fósturforeldrar Matthildar, frá 5 ára aldri, vom María Pálsdóttir, f. 7.2. 1882, d. 1.10. 1950, og Steindór Jónsson, f. 16.7.1879, d. 28.8.1953. Fóstur- bróðir Matthildar var Sigurður Svafar Steindórsson, f. 8.2. 1915, d. 15.8. 1991. Hinn 27. maí 1947 giftist Matthildur Elí Jóhannessyni, húsasmíðameistara, frá Hlíð í Álftafirði, f. 19.10. 1925. Börn þeirra eru: 1) Gunnar Stefán, f. 16.8. 1950, kvæntur Elínu E. Ellertsdóttur, f. 8.6. 1951. Þeirra böm em: Gunnhildur Ásta, Hrafnhildur, Bryndís og Stefán Carl. Gunnar og Elín eiga sex barnabörn. 2) Kristín, Elsku amma. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Mér fínnst rosa- lega sárt að hugsa um að þú sért búin að kveðja þennan heim, en get huggað mig við það að ég á marg- ar góðar minningar úr návist þinni, elsku amma mín. Oft fékk ég að sofa heima hjá þér og afa þegar ég var lítill. Ég man alltaf eftir einu skipti þegar ég var veikur og með hálsbólgu. Þá komst þú með soðið vatn með sírópi í og sítrónu inn til mín og ég drakk það og lagaðist heilmikið. Þú hafðir ráð við svo mörgu og vissir alveg hvað þú varst að tala um. Stundum kom ég til ykkar í Kópavoginn í hádeginu þeg- ar ég var að vinna þar og fékk að borða hjá ykkur, alltaf heitur mat- ur, það lýsir því hvað þú varst dug- leg, amma mín. Núna finnst mér erfitt að hugsa um jólin án þín af því að þú hefur verið svo stór part- ur af jólunum. Matarboðin ájóladag voru alltaf skemmtileg. Amma mín, þú hefur gefíð mér allt sem þú hefur getað og fráfall þitt tekur rosalega mikið á. Ég færði þér tvær langömmustelpur og þú sást Tinnu Ósk tveimur vikum áður en þú lést og Þóru Kristínu líka. Þóra Kristín á þá minningu og ég segi Tinnu Ósk að hún hafí séð langömmu sína og segi henni frá þér þegar hún verður eldri. Elsku amma og langamma, hvíl þú í friði og Guð gefí þér gleðileg jól. Við elskum þig. Brynjar Logi, Arna, Þóra Kristín og Tinna Ósk. Elsku amma! Ég á svo erfítt með að trúa því að þú sért farin frá okkur. Ég sit hér í annarri heimsálfu og bíð eftir því að komast heim til þess að fá að kveðja þig í hinsta sinn. Það verður erfitt að kveðja elskulega ömmu sína en ég trúi því að nú sért þú í góðum höndum og að þér líði vel. Ég vil þakka þér fyrir allar þær stundir sem ég fékk að eiga með þér og hve yndisleg þú hefur verið f. 14.8. 1951, gift Þóri Þórarinssyni, f. 24.9. 1949. Þeirra synir eru: Elí Þór, Brynjar Logi og Ingimar Trausti. Kristín og Þórir eiga fjögur barna- börn. 3) Agnes, f 30.8. 1954, gift Árna Bergi Sigur- bergssyni, f. 4.3. 1948. Þeirra synir eru: Sigurbergur og Finnur Már. 4) Málfríður, f. 9.10. 1959, gift Víði Þormar Guðjónssyni, f. 15.5. 1957. Þeirra börn eru: Matthild- ur Elín, Karen og Arnór. 5) Kristbjörg, f. 26.9. 1962, sam- býlismaður hennar er Sigur- geir Gteorgsson, f. 3.8. 1957. 6) Steindór Jóhannes, f. 16.10. 1965, kvæntur Valgerði G. Guð- geirsdóttur, f. 12.7.1968. Sonur þeirra er Hinrik. Sonur Stein- dórs frá fyrra hjónabandi er Kristinn. Matthildur og Elí hófu sinn búskap í Borgarnesi en fluttu í Kópavog 1952 og reistu þar sitt eigið hús á Bjarnhólastíg 9 og bjuggu þar til ársins 1980 er þau fluttu að Suðurbraut 7, sem þau einnig byggðu en síð- ustu árin hafa þau búið á Álf- hólsvegi 151. Matthildur ólst upp á Sauðárkróki. Hún fór ung á húsmæðraskólann á Stað- arfelli í Dölum. Eftir hjónaband var hennar starfsvettvangur að annast börnin sín, eiginmann og iieimilið. Útför Matthildar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. mér. Ég á eftir að sakna þín ólýsan- lega mikið en minningamar um þig geymi ég ætíð í hjarta mínu. Elsku afi, megi góður guð styrkja þig í sorginni. Þú ert fallin amma okkar kær sem ætíð vildir hjálpa, blessa, styðja. Þinn hinsti blundur megi verða vær. Við getum aðeins kvatt með því að biðja. Við minnumst þín svo marga góða stund, morgna, daga, nætur, kvöld og árin. Leiðin best að fara á þinn fund, þér fannst það ljúft að þerra barna tárin. Og nú er okkar hinsta kveðja klökk. Það kemur aldrei, það sem burt er farið. Við kistu þína hvísla hjörtun þökk. Á kerti þínu út er brunnið skarið. (Höf. ókunnur) Guð geymi þig, elsku amma. Þín Matthildur (Mattý). Elsku amma okkar! Það var svo sárt þegar hringt var í okkur og sagt að þú værir í þann veginn að kveðja þennan heim. En það var gott að vita að þér myndi líða betur á nýja staðn- um. Þú varst búin að vera svo lengi veik og þjást mikið. Þú varst okkur alltaf svo góð og var alltaf jafn gaman að koma í heimsókn til þín og afa á Álfhólsveginn, enda leið varla sú vika að við kæmum ekki í heimsókn til ykkar. Við munum sakna þín mjög sárt og verður þú ávallt í huga okkar. Vonandi líður þér betur á nýja staðnum. Elsku afi, megi Guð styrkja þig á þessum erfiða tíma. Karen og Arnór. Nú er Guð búinn að fá ömmu Mattý til sín. Það var alltaf svo gott að koma til ömmu Mattý og afa Ella í Kópavoginn. Amma Mattý var svo hlý og góð. Við þökkum Guði fyrir samverustundirnar með ömmu okkar. Við vitum að Guð lætur ömmu Mattý líða vel hjá sér. Góði Guð, styrktu afa Ella í sorg- inni og okkur öll hin í fjölskyldunni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Aníta Sif og Bergþór Snær. Elsku Mattý mín, það er ótrúlegt að það séu bara rúm þijú ár síðan við hittumst fyrst. Við Steindór vorum ekki búin að þekkjast lengi þegar hann fór með mig í heimsókn til ykkar Ella á Álfhólsveginn. Oft er sagt að það sé erfítt að hitta tilvonandi tengdamóður sína í fyrsta sinn. Það átti svo sannar- lega ekki við þegar ég hitti þig. Að sjálfsögðu mældir þú mig út þar sem sonur þinn kynnti mig sem kærustu sína. En síðan opnaðir þú faðminn og bauðst mig velkomna. Alla tíð síðan hefur faðmur þinn staðið mér opinn. Ég man hvað þú gladdist mikið þegar við Steindór sögðum þér að nú væri von á einu ömmubaminu enn í þína stóm fjölskyldu. Þú áttir alltaf svo mikið í öllum þínum stóra bamaskara. Þú byijaðir strax að pijóna litla sokka þó að þú ættir í vandræðum orðið með pijónaskap- inn. Litla afkomandanum átti ekki að verða kalt. Hann Hinrik okkar hefur á sinni stuttu ævi tengst þér traustum böndum enda fann hann strax hlýju þína þegar þú hélst á honum. Hann talar mikið um þig, elsku Mattý mín, en nú segir hann þig ekki vera iengur á spítalanum. Þú ert komin til englanna og búin að fá hvíld og frið frá öllum kvölum. Ég mun vernda minningu þína fyrir hann um ókomin ár, og seinna segi ég honum hvað honum fannst gaman að koma til þín á Álfhólsveginn og fá rúsínur og tala í símann þinn. Mín ástkæra tengdamóðir, mig langar að fara með bænina hans Hinriks fyrir þig sem við Steindór förum með á kvöldin: Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman i hring sænginni yfír minni. Elsku Elli minn, mikill er missir okkar allra en mestur þó þinn. Guð blessi þig og alla þína fjölsklydu og veiti ykkur styrk. Minningin um trausta og góða konu lifir að eilífu. Valgerður G. Guðgeirsdóttir. Góð vinkona okkar hjóna, Matt- hildur Kristinsdóttir, andaðist hinn 3. þessa mánaðar, eftir erfítt veik- indastríð um nokkurt skeið. Við kveðjustund sem nú, koma mörg minningabrot upp í hugann frá þeim 50 árum, sem liðin eru frá því okk- ar kynni hófust. Það mun hafa ver- ið árið 1947, sem hún fluttist til Borgarness ásamt unnusta sínum, Elí Jóhannessyni, en hann hafði ráðið sig þangað til náms í húsa- smíði. Á sama ári og þau fluttu þangað voru þau gefín saman í hjónaband af sr. Leó Júlíussyni að Borg, er þá var sóknarprestur Borgnesinga. Hófu þau búskap í Borgarnesi, enda þótt húsnæði væri býsna þröngt, en slíkt var algengt á þessum árum, sérstaklega hjá ungu fólki, sem var að byija búskap. Við hjónin höfðum hafið búskap í Borgarnesi árið áður en þau Elí og Matthildur fluttu þangað. Kona mín og Matthildur höfðu lítillega kynnst áður er hún starfaði um skeið hjá föðurbróður sínum, er rak verslun í Hveragerði. Þegar þær voru nú báðar fluttar í Borgar- nes, rifjuðust þessi fyrri kynni þeirra upp og leiddu til vináttu, er staðið hefur óslitið síðan. Þær komu sér m.a. ásamt þrem öðrum vinkon- um upp saumaklúbbi, er var í gangi allt þar til þau hjón fluttu frá Borg- arnesi. Við Elí kynntumst fljótlega eftir komu þeirra hjóna til Borgamess og urðum brátt góðir vinir. Á fyrstu árum þeirra Matthildar og Elís í Borgamesi vom dætur okkar tvær mjög ungar og ef eitt- hvað sérstakt kom upp á, þannig að við þyrftum á aðstoð að halda við barnagæslu, var Matthildur ætíð boðin og búin að leysa úr málum og taka þær í fóstur, hvort sem um var að ræða dagstund eða 1-2 daga ef því var að skipta, enda urðu þær fljótlega hændar að henni og þeim hjónum báðum. Þegar þau Matthildur og Elí fluttust frá Borgarnesi í Kópavog árið 1953 höfðu þau eignast tvö elstu börnin, en síðar eignuðust þau fjögur böm til viðbótar. Eftir búferlaflutning í Kópavog bjuggu þau fyrst í leiguhúsnæði, en fljótlega var ráðist í að byggja sér íbúðarhús að Bjarnhólastíg 9 og þar bjó fjölskyldan allt þar til í byijun 9. áratugarins, en þá byggði Elí í félagi við annan hús við Suður- braut þar í bæ og bjuggu þau hjón þar um nokkurt skeið eða þar til þau keyptu sér íbúð að Álfhólsvegi 151 og þar hefur heimili þeirra stað- ið síðan. Lengst af frá því þau fluttu í Kópavoginn, vann Elí að iðn sinni sem byggingameistari, en Matthild- ur var ætíð heimavinnandi húsmóð- ir og varði öllum sínum tíma í umsjá heimilis og bama. Eftir að barnabörnin komu til sögunnar skipuðu þau og stóran sess í lífi hennar. Mega barnabörnin nú sárt sakna ömmu, sem ekki er lengur til staðar. Mun með sanni mega segja að velferð heimilisins, barna og barnabama hafí verið einn höf- uðþátturinn í lífi Matthildar lengst af, enda var hún hjartahlý kona, ágætlega greind, vönduð og vel gerð í alla staði. Við brottflutning þeirra Matt- hildar og Elís úr Borgarnesi fannst okkur hjónum sem vík væri orðin milli vina og eftir það var það svo lengi vel að ef við vomm á ferð í Reykjavík eða áttum leið þar um, var gjaman komið við á Bjamhóla- stíg 9 og stundum jafnvel gist og ætíð var manni tekið þar opnum örmum. Þegar við hjónin fluttum svo til Reykjavíkur í lok áttunda áratugar- ins og ég átti í nokkrum vanda í því sambandi gerðu þau hjón mér alveg sérstakan vinargreiða, nokk- uð sem ég hefí aldrei getað full þakkað. Eftir að við vorum flutt til Reykjavíkur hittum við Elí og Matt- hildi nokkuð oft, fómm stundum í leikhús saman, í Goðheima til að dansa eða þá í sunnudagsbíltúra, þá gjarnan til Hveragerðis. Síðast fómm við austur þangað á sl. sumri, en þá var Matthildur ekki heil heilsu þó hún léti lítt á því bera. í ágúst- mánuði síðastliðnum þurfti hún svo að leggjast inn á Sjúkrahús Reykja- víkur, þaðan sem hún átti ekki aft- urkvæmt, en hún andaðist þar hinn 3. þessa mánaðar eins og áður sagði. í þessari síðustu og mjög erfíðu sjúkralegu naut hún í ríkum mæli umhyggju og ástúðar eigin- manns og barna, er vom óþreyt- andi í því að reyna að gera henni baráttuna léttbærari, m.a. með því að koma og dvelja hjá henni lengur eða skemur allt þar til yfír lauk. Nú, þegar leiðir skiljast, viljum við hjónin þakka Matthildi löng og góð kynni um leið og við biðjum góðan Guð að styrkja Elí, börn þeirra hjóna og fyölskyldur í sorg- inni. Svo hvíl þú rótt á hinsta beði þú holdsins duft, en andi þinn nú býr þar, eilíf blómgast gleði og bjartur ljómar himinninn, hjá honum, sem kom ofan að með eilíft líf og gaf oss það. (Vald. Briem) Blessuð sé minning Matthildar Kristinsdóttur. Þorkell Magnússon. t Systir okkar, DAGRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR húsmæðrakennari, Ránargötu 4, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 10. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd systkinanna, Friðrik Kristjánsson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, JUDITH JÓNSDÓTTIR, frá Klakksvík i Færeyjum, til heimilis í Skipholti 26, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 10. desember. Jón Sfmon Gunnarsson, Eygló Magnúsdóttir, Gunnar Stefán Gunnarsson, Kristjana Stefánsdóttir, Helen Gunnarsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KETILL HLÍÐDAL JÓNASSON bifvélavirkjameistari, Kleppsvegi 42, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 12. desember, kl 15.00. Margrét Ingunn Ólafsdóttir, Unnur Gréta Ketilsdóttir, Hrólfur S. Gunnarsson, Ólöf Guðrún Ketilsdóttir, Haraldur Á. Bjarnason, Jónas Ingi Ketilsson, Eggert Ketilsson og barnabörn. MATTHILDUR KRISTINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.