Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „GÓÐAR vættir“ eftir Jóhann Torfason. Viðbætur við safnið Nýjar bækur • HVÍTVOÐUNGAR ogHvíta- myrkurem eftir Ingimar Erlend Sigurðsson, en nærri áratugur er liðinn frá útkomu bókar eftir hann; önnur þessara bóka er frumútgáfa en hin endurútgáfa. Nýja bókin heitir Hvítvoðungar, og segja má að hún sé eins konar framhald af þeirri endurútgefnu, Hvítamyrkri. í kynningu seg- ir: „Nöfn bókanna eru táknræn í dul- hyggju; þegar vissum áfanga er náð í andlegum skilnaði manns- sálar við heims- myrkrið, tekur við annars konar myrkur: sú ofbirta sem byrgir mennskum sjónum sýn að upp- sprettu ljóssins, þar sem eðli og sannleikur, samhengi heims og him- ins, manns og guðs eru fólgin líkt og opinn leyndardómur." Utgefandi er Sigurjón Þorbergs- son. Hvítvoðungar er 13. Ijóðabók Ingimars oger 230 bls., en Hvíta- myrkur er 215 bls. Verð bókanna hvorrar um siger 1.990 kr. • HRAÐSKEYTLUR ogfrétta- ljóð er fyrsta Ijóðabók Hjalta Þórar- inssonar, fyrrum prófessors og yfir- læknis. Eftir Hjalta liggur fjöldi ritsmíða um læknisfræði, sem birst hafa á innlendum og er- lendum vettvangi, svo og greinar um margvísleg efni í blöðum og tíma- ritum. í kynningu segir að Hjalti kveðji sér hljóðs á nýjan hátt. Með leiftrandi kímni og skarpri ádeilu varpi hann ljósi á broslega atburði og brotalamir í íslensku samfélagi, en yrki einnig af nærfæmi og hlýju um land sitt og nánasta umhverfi. Útgefandi erAlma Þórarinsson. Bðkin er 148 bls. Bókin er unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Teikningar íbókinni eru eftir Halldór Þorsteins- son. Nýjar plötur • KIRKJUTÓNAR er þverskurður af tónlistariífi í Bústaðakirkju. Flytj- endur eru bjöllukór, barnakór, æsku- lýðshljómsveit, Kvennakórinn Glæð- umar og Kirkjukór Bústaðakirkju. Þá leikur organisti kirkjunnar, Guðni Þ. Guðmundsson, einleiksverk fyrir orgel fyrir Buxtehude. Upptöku stjómaði Halldór Vík- ingsson. Útgefandi er Fermata- hljóðritun. Dreifing og sala erá veg- um Bústaðakirkju. Verð: 1.499 kr. Steinunn Bryndis Halla Bima Ragn- Gylfadóttir arsdóttir Útgáfutónleik- ar í Súfistanum BRYNDÍS Halla Gylfadóttir selló- leikari og Steinunn Bima Ragnars- dóttir píanóleikari kynna nýútkomna geislaplötu sína, Ljóð án orða, í Súf- istanum, Laugavegi, föstudaginn 15. desember kl. 20. Á plötunni eru m.a. tuttugu róm- antísk, frönsk og spænsk verk eftir Schubert, Brahms, Chopin, Ravel og Granados, o.fl. Bryndís Halla og Steinunn Bima hafa áður gefið út plötu með verkum eftir Beethoven, Schumann, Fauré og Shostakovich, árið 1994. MYNPLIST Kjarvalsstadir MYNDLIST NÝ AÐFÖNG Opið alla daga frá 11-18TÍ121. désember. Aðgangur 300 kr. YFIRSKRIFT sýningarinnar „Ný aðföng" er ekki líkleg til að vekja mikla eftirvæntingu. Hér er sjónun- um beint að starfsemi safnsins frek- ar en starfi myndlistarmanna. Það læðist að manni sá grunur að að- standendur Kjarvalsstaða líti á sýn- inguna bæði sem skyldu (sýna al- menningi fjárfestingar safnsins) og uppfyllingu (í jólamánuðinum þegar fáir gefa sér tíma til að þeytast á sýningar). Kjarvalsstaðir em sá þáttur í starfsemi Listasafns Reykjavíkur- borgar sem er mest áberandi og gegnir því hlutverki að vera al- mennur sýningarsalur, sjá um sýn- ingar á verkum Kjarvals, hafa um- sjón með og sýna listasafn borgar- innar, þar á meðal Erró safnið, og svo má ekki gleyma byggingarlista- safninu. Þáttur listasafnsins er kannski sá sem verður mest útund- an, því miður, því borgin á veglegt og gott safn af íslenskri nútímalist. Væntanlega verður vegur safnsins meiri í fyrirhuguðu safnahúsi í Hafnarhúsinu. En þá verður líka að standa öðruvísi að málum. Ég er ansi hræddur um að safnið verði dauflegt ef ekki verður beitt meira hugmyndaflugi en gert er hér. Það má til sanns vegar færa að verkin em mörg hver ágæt og kenn- BÆKUR Ljóö GEGNUM EINGLYRNIÐ eftir Harald S. Magnússon. Höfundur gaf út. 1997 - 62 bls. NÁTTÚRAN gegnir mikilvægu hlutverki í ljóðum Haralds S. Magnússonar í ljóðabók hans, Gegnum einglyrnið. Vatnsföll, tré, fjöll, fuglar, sjávardýr og önnur dýr, jafnvel stjörnumerkin og norð- urljósin; náttúran eins og hún legg- ur sig. Öðrum þræðinum byggjast kvæði hans þó á augnablikum úr hversdagslífínu sem hann grípur upp og reynir að miðla með ljóð- myndum. Skáldskapur Haralds er fremur hófstilltur, frekar myndir en líking- ar. Ljóðin era naum á orð og merk- ingu og í sumum ljóðunum er jafn- vel of lítið sagt, þannig að lesandi veltir fyrir sér hveiju eiginlega ir þar ýmissa grasa. Alls em verkin 40, og þar af tvær myndraðir. Elsta verkið er líklega eftir Kristínu Jóns- dóttur frá 1938 af Laufásveginum, séð í átt til Bláíjalla, sýnist mér. Tvö málverk og ein vatnslitamynd eftir Kjarval, teljast varla til mikilla tíðinda. Þarna er lika að finna verk eftir abstraktkynslóðina, Þorvald Skúlason, Guðmundu Andrésdótt- ur, Hafstein Austmann, og ansi gott málverk eftir Kristján Davíðs- son. En þó er líklega mestur fengur að þrískiptu verki eftir Hörð Ág- ústsson, frá 1979, þegar hann var á límbands-tímabilinu og sýndi ein- mitt á Kjarvalsstöðum, ef ég man rétt. Flest em verkin þó eftir kunn- uglega listamenn, sem hafa verið áberandi í sýningarsölum borgar- innar á undanförnum ámm. Ég ætla mér ekki að tíunda kosti og galla einstakra verka úr þeirra hópi hér. Ef leggja ætti dóm á það hversu vel hefur tekist til við inn- kaup á myndlist á síðustu misserum þyrfti helst að skoða þau í sam- hengi við eign safnsins, sem fáir hafa nokkra yfirsýn yfir. Það er áberandi lítið af verkum eftir unga og minna þekkta mynd- listarmenn. Þó em þama þrjú skemmtileg málverk eftir Jóhann Torfason, þar sem gert er góðlátlegt gys að þjóðarrembingi íslendinga, eins og í „Góðar vættir“, signerað „H. Artmann", þar sem vættunum úr skjaldarmerkinu bregður fyrir í nýjum búningi. Safnið verður að taka áhættu þegar kemur að yngri listamönnum, sem ekki hafa öðlast almenna viðurkenningu, því það er ekki aðeins hlutlaus áhorfandi að skáldið sé að miðla. Ljóðið Sunnu- dagur er eitt þessara ljóða: Sælt er að minnast, allt lék í lyndi, létt um grund var stigið. Lifi lengi ljúfar hugsanir frá sólbjðrtum sumardegi. Hér er eiginlega lítið sagt annað en að það hafí verið gaman, engri áþreifanlegri reynslu miðlað. Hveijar voru t.a.m. hinar ljúfu því sem fram fer í okkar litla list- heimi, það er líka þátttakandi. Hvernig skyldi annars standa á því að það em engin skúlptúrverk meðal nýrra aðfanga? Eru þau of dýr, of plássfrek? Hefur borgin sett upp útilistaverk einhvers staðar í borginni sem vert var að minnast á? Eina verkið sem er ekki hengt upp á vegg er leirker eftir Rögnu Ingimundardóttur, sem er ágætt verk út af fyrir sig. En myndhöggv- arar, m.a. Jón Gunnar Árnason og Kristinn E. Hrafnsson, fá aðeins inngöngu með litlar innrammaðar myndir. Listaverkagjöf bandaríska lista- mannsins Larrys Bells er talsvert áberandi, en myndröð hans telur samtals 145 smámyndir. En því miður fyrir safnið er þetta verk alls ekki dæmigert fyrir þau verk sem hann er þekktur fyrir. Ekki má gleyma athyglisverðum teikningum nokkurra íslenskra arkitekta, þar á meðal Rögnvalds Á. Ólafssonar, sem kallaður hefur verið fyrsti ís- lenski arkitektinn. Sérstaka athygli vekur lokaverkefni Hannesar Kr. Davíðssonar frá skóla í Danmörku, sem hann vann í stríðslok 1944-45, í hámódernískum anda. Sýningunni fylgir engin sýning- arskrá, umfjöllun um verk eða upp- lýsingar, aðrar en þær sem rúmast á miðanum við hliðina á verkunum. Listamenn hafa komið og rætt um list sína, sem er ágæt hugmynd, en það er ekki hægt að láta lista- mennina alfarið sjá um að verk þeirra séu meira en númer og nafn í skrá safnsins. Gunnar J. Árnason hugsanir? Lesandi fær einungis reykinn af réttunum svo að ljóðið missir marks. í sumum ljóðum tekst þó betur upp. T.d. sýnir höfundur á sér gamansamar hliðar í stöku orða- leikjum. Kvæðið Kona miðlar ein- um þeirra: Minkaskinnið í kápunni klæðir eigandann. Eiginmaðurinn strýkur kápuna mjúkum höndum. Hún er rándýr. Gegnum einglyrnið einkennist Náttúra og hversdagsleiki Jólatónleik- ar á Hellis- sandi Hellissandi. Morgunblaðið. AÐ lokinni messu í Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 14. desember fóm fram jólatónleikar Tónlistarskólans á Hellissandi. Tónleikamir fóra fram í nýja safnaðarheimilinu sem hentar sérstaklega vel til slíkra tónleika. Húsfyllir var á tónleikunum. Fjöldi nemenda kom þar fram undir stjórn skólastjórans Kay Wiggs Lúðvíksson og léku nemendur á hin margvísleg- ustu hljóðfæri. Þótti flestum aðdáun- arvert hvað nemendur hafa náð góð- um árangri og hvað tónlistarlíf eflist hér hröðum skrefum. Það er mikill menningarauki að slíkum tónleikum. Meðan á tónleikunum stóð var boðið upp á kaffiveitingar sem stuðn- ingskonur tónlistarskólans stóðu að. Var það af miklum myndarskap fram borið. Þótt ekki sé langur tími liðinn frá því að nýja safnaðarheimilið var tekið í notkun, er þegar komið í ljós hvað það ætlar að verða menningar- lífi í sókninni til mikillar eflingar. Fram- kvæmda- stjóri LR læt- ur af störfum TÓMAS Zoéga, framkvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkurfrál975 hef- ur sagt starfí sínu lausu. Tómas afhenti uppsagnarbréf sitt sl. þriðjudag og lætur af störfum að liðnum þriggja mánaða uppsagn- arfresti. Tómas segir að hann hafi tekið ákvörðun um að skipta um starfsvettvang í fullri sátt við sam- starfsmenn sína, leikhússtjóra sem aðra. „Hvað ég tek mér fyrir hendur er enn óráðið en starfsvettvangur minn gæti allt eins verið áfram inn- an leikhússins. Gefið hefur verið í skyn að uppsögn mín stafi af því að ég sé ósáttur við störf leikhús- stjóra en því fer víðsfjarri. Sýningum lýkur Gallerí Hornið Sýningu Bjarna Þórs Bjarnason- ar lýkur sunnudaginn 21. desember kl. 18. Sýningin er opin frá kl. 11-23.30 alla daga. Félagsheimilið MÍR, Sýningu á verkum eftir Stanislav Benediktov lýkur nú á sunnudag kl. 18. Sýningin er opin virka daga kl. 16—18, og um helgar kl. 14-18. Gerðarsafn Sýningum Guðnýjar Magnús- dóttur, á neðri hæð safnsins, og verk sem gefin hafa verið eða keypt til Listasafns Kópavogs, á efri hæð, lýkur um helgina. Safnið er opið um helgina kl. 12-18. Haraldur S. Magnússon af fremur hófstilltum myndum úr hversdagslífi og náttúm. í sumum kvæðum er kveðskapurinn full- þróttlítill. í stöku ljóðum er þó ort af meiri skerpu og sannast sagna eru þau ljóð líklegri en önnur til að fanga athygli lesenda. Skafti Þ. Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.