Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 70
MORGUNBLAÐIÐ 70 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ simi 551 1200 Stóra sóiðið kt. 20.00: HAMLET — William Shakespeare Frumsýning á annan í jólum 26/12 uppselt — 2. sýn. lau. 27/12 örfá sæti laus — 3. sýn. sun. 28/12 örfá sæti laus — 4. sýn. sun. 4/1 nokkur sæti laus — 5. sýn. fim. 8/1 nokkur sæti laus — 6. sýn. fös. 9/1 nokkur sæti laus. GRANDAVEGUR 7 - Vigdís Grímsdóttir Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsdóttir. Þri. 30/12 örfá sæti laus — lau. 3/1. FIÐLARINN Á ÞAKINU - Bock/Stein/Harnick Fös. 2/1 nokkur sæti laus — lau. 10/1. Sýnt i Loftkastalanum kl. 20.00: LISTAVERKIÐ - Yasmina Reza Lau. 3/1 — lau. 10/1. ...GJAFAKORT ER GJÖF SEM GLEÐUR................... Miðasalan er opin mán.-þri. 13—18, mið.-sun. 13—20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. . X 5 LEIKFELAG < REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHUSIÐ GJAFAKORT LEIKFELAGSINS VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI Stóra svið kl. 14.00 eftir Frank Baum/John Kane lau. 27/12 uppselt, sun 28/12 upp- selt, AUKASÝNING sun. 28/12 kl. 17, sun. 4/1, lau. 10/1, sun. 11/1 laus sæti. Munið ósóttar miðapantanir. GJAFAKORTÁ GALDRAKARLINN ER TILVALIN JÓLAGJÖF! Stóra svið kl. 20.30 m pl// Tónlist og textar Jónasar og Jóns Múla. Ljósaljós og Ijúffengir drykkir í anddyrinu frá kl. 20. fös. 19/12 örfá sæti, AUKASÝNING lau. 27/12. Aðeins þessar sýningar. Kortagestir ath. valmiðar gilda. IÐNÓ kl. 20.30: DÓMÍNÓ eftir Jökul Jakobsson (kvöld 18/12 uppselt, fös. 19/12 uppselt, lau. 20/12 örfá sæti, sun. 21/12 örfá sæti. AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR. Höfuðpaurar sýna á Stóra sviði: Lau. 10/1 kl. 20, fös. 16/1 kl. 22. Nótt & dagur sýnir á Litla sviði kl. 20.30: NTALA eftir Hlín Agnarsdóttur Fös. 9/1, lau. 10/1. Miðasalan er opin daglega frá kl. 13 — 18 og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10 Greiðslukortaþjónusta Sími 568 8000 fax 568 0383 - kjarni máhim! FJÖGUR HJÖRTU eftir Ólaf Jóhann Ólafsson Forsýning 29. des. kl. 20 Frumsýning 30. des. kl. 20 fös. 2. jan. kl. 20 sun. 11. jan. kl. 20 LISTAVERKIÐ Sýning Þjóðleikhússins lau. 3. jan. kl. 20 VEÐMÁLIÐ Næstu sýningar verða í janúar Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI fös. 9. jan. kl. 20 Ath. örfáar sýningar. GJAFAKORT - GÓÐ JÓLAGJÖF Miðasala s. 552 3000, fax 562 6775 Miðasala opin 10—18, lau. 13—18 Leikfélag Akureyrar .Tólafrumsxning Á ferð með frú Daisv eftir Alfred Uhry Daisy: Sigurveig Jónsdóttir Hoke: Þráinn Karlsson Boolie: Aðalsteinn Bergdal Þýðing: Elísabet Snorradóttir Lýsing: Ingvar Björnsson Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Leikstjóm: Asdís Skúladóttir Frumsýning á Renniverkstæðinu á annan í jólum, 2. des. kl. 20.30, örfá sæti laus, 2. sýn. 27/12 örfá sæti laus, 28/12, 30/12. Miðasölusími 462 1400 Gleðileg jól! LEIKLISTARSKÓLI ÍSLANDS fpTS, jleik LINDARBÆ húsið Sími 552 1971 Börn sólarinnar eftir Maxim Gorki. 9. sýn. í kvöld, örfá sæti laus. Sýningar hefjast kl. 20. Síðasta sýning fyrir jól. í Háskólabíói laugardaginn 20. desember kl. 15:00. | Ævintýrið um snjókarlinn ásamt jólalögum og jólasálmum. | SINFÓNI'UHLJÓMSVEIT ÍSLANDS (f\ Háskólabíói við Hagatorg - sími 562 2255 - veffang www.sinfonia.is § FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Þorkell HVAÐ ER betra en skær krakkasöngur undir vel völdum bernskuminningum. Gerðarleg kvöldstjarna GERÐUR Benediktsdóttir les minningarbrot. Gerður Benediktsdóttir les bernskuminningar á Rás 1 á morgun og flyt- ur barnakór ljóð hennar við lag Geirmundar Val- týssonar. Börkur Gunn- arsson tók hana tali. EGAR menn hugsa til rithöf- unda, kemur uppí hugann ris- herbergi með hripleku þaki og tæringarsjúkt skáld sem hóstar á milli þess sem það skrifar meistara- verkin á blað, þar sem það liggur á dýnu á gólfinu. í tilviki Gerðar Bene- diktsdóttur er þessu ekki þannig far- ið, hún rekur nuddstofu og selur smyrsl á líkamann en í hvert skipti sem skáldagyðjan kallar rýkur hún til, hvort sem hún er með smyrsl á höndunum eða er við það að sofna og hættir ekki að skrifa fyrr en allt sem býr í henni er komið á blaðið. Nú ný- lega seldi hún fímm smásögur til út- varpsins og safnaði saman barnakór sem söng ljóð hennar sem Geir- mundur Valtýsson hafði samið lag við. Sögumar fjalla um litla krakka og þá sérstaklega litla stúlku sem tekur uppá því að strjúka af leikskól- anum, neita strákum um að koma í afmæli sitt og syngur fyrir stjörnu- rnar þegar pabbi hennar er á sjón- um. Upplestur smásagnanna og ljóð- ið verða flutt í jóladagskrá Rásar 1 í fyrramálið. „Ætli ég sé ekki að skrifa frá mér bernskuna," segir Gerður. „Þegar ég var stelpa var ég alltaf að spinna upp sögur. Eg man þegar ég var að bera út í hverfínu mínu var ég alltaf dauð- hrædd við að koma blaðinu í Höfða, því mér hafði verið sagt að þar væm draugar. En síðan spann ég alltaf upp ægilegar draugasögur fyrir krakkana í hverfínu, sem voru svo magnaðar að ég sjálf varð dauð- hrædd og hljóp fyrst heim. Ég próf- aði mig síðan áfram á leikskólanum í Breiðdalsvík þarsem ég vann í fjölda ára og þar fannst börnunum alltaf skemmtilegt að heyra þegar ég fór að skálda upp sögur fyrir þau. Svo hefur komið hingað á nuddstofuna hjá mér fjöldinn allur af leikurum og einhverjir þeirra rekið augun í þess- ar skriftir og hvatt mig áfram.“ Eru þetta reynslusögur? „Já, það kemur allt út frá ein- hverju sem maður hefur lifað. En auðvitað er ekki hægt að segja að allt sé sannleikur, en margt þarna er ansi nákvæmt úr uppvextinum. Ég hef alltaf verið minnug á atburði. Elstu systur minni þótti ótrúlegt að ég skyldi muna eftir því þegar ég flutti tveggja ára gömul úr Breta- bragganum sem ég fæddist í, en það þurfti að ryðja hann fyrir kirkju sem nú gnæfír yfir Reykjavík sem stærsta kirkja landsins og nefnist Hallgrímskirkja. En þar átti ég heima fyrstu tvö ár ævi minnar áður en við fluttumst í Höfðaborgina." Eru þetta gömul verk? „Nei, sögumar voru allar skrifað- ar í vetur, en ljóðið „Jólin heima“ var skrifað 1972.“ Muntu skrifa meira? „Já, ég held það, ég er ekki hætt. Ég mun láta eitthvað af barnasög- unum sem ég á frá því á Breiðdals- tímanum. Það er svo gaman að vinna með börnunum. Þessi barna- kór var alveg yndislegur. Athugaðu það að öll börnin í kórnum voru skyld með einum eða öðrum hætti, m.a. voru þarna tvö af barnabörnun- um mínum að syngja ljóð eftir ömmu sína.“ Verða þá næstu verk einnig byggð á reynslu þinni? „Já, líklegast að einhverju leyti. Það er af nógu að taka frá æskuár- unum. Það var margt sem hrjáði og margt sem gladdi á æskuheimili mínu. Ég man að það gat orðið svo kalt heima að borðtuskan fraus á borðinu og við þurftum oft að láta vatnið renna svo það frysi ekki í leiðslunum. Annars veit maður ekk- ert hvað maður mun skrifa um, þetta kemur þegar það á að koma.“ Örtröð eftir bíómiðum NÝLEGA var boðssýning á kvik- myndinni Starship Troopers í Kringlubíói. Dreift var miðum til framhaldsskólanema með skil- málunum fyrstir koma fyrstir fá. Sýningin var á föstudegi og opn- aði miðasalan klukkan 18:30. „Fólk var byrjað að mæta klukk- an 17 og klukkutíma síðar var komin örtröð," segir Ragnar Már Vilhjáimsson, markaðsstjóri Sambíóanna. „Það sem er kannski dálítið merkilegt er að nemendurnir voru allir í prófum en gáfu sér engu að síður tíma til að mæta,“ bætir hann við. Starship Troopers er hasarmynd og fjall- ar um sérsveit sem er þjálfuð til að takast á við öfl utan úr geimn- um. Byijað verður að forsýna myndina á fimmtudag og verður hún frumsýnd 26. desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.