Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þremenningarnir halda væntanlega frá Suðurskautslandinu til Chile í dag Ymis áföll, en aldrei efi um að takmarkið myndi nást Hætturnar voru skammt undan í ferð íslensku suðurskautsfaranna sem lauk á nýársdag. Þeir efuðust þó aldrei um að þeír kæmust á leiðarenda. Helgi Þorsteins- son ræddi við þá þar sem þeir biðu eftir flugi áleiðis heim frá búðum við strönd Suðurskautslandsins. ÍSLENSKU suðurskautsfaramir, Ólafur Örn Haraldsson, Haraldur Öm Ólafsson og Ingþór Bjarnason, lentu í ýmsum erfíðleikum á ferð sinni, meðal annars varð sprenging í prímus, gat komst á bensínbrúsa þannig að bensín eyðilagði 2-3 daga matarbirgðir og tönn brotnaði í Ólafi Erni Haraldssyni. „Við höfðum þó alltaf fullt vald á öllum aðstæðum, en ef maður missir tökin eru hættumar fljótar að koma upp,“ segir Ólafur. „Þama er 25-30 stiga frost með 4-8 vindstigum og skjóllaus maður lifír ekki lengi.“ Ólafur nefnir einnig hættuna af sprungusvæðunum, en leiðangurs- mennirnir fóru yfir eitt slíkt og kræktu framhjá öðram. „Sömuleiðis geta veikindi orðið mjög afdrifarík fyrir svona leiðangra. Ég lenti í því að það brotnaði hjá mér jaxl. Við höfðum töluverðar áhyggjur af því að þar myndi fara að búa um sig bólga. Bilið á milli öryggis og hættu var mjótt en við höfðum búnað og reynslu til að halda okkur réttum megin við strikið." Litlu mátti muna að kviknaði í tjaldinu Milli jóla og nýárs varð sprenging í prímus og var þá um tíma hætta á að kvikna myndi í tjaldi ferðalang- anna. „Við vorum með tvo prímusa í gangi og það virðist hafa komið stífla í annan með þeim afleiðingum að eldurinn slokknaði en samt sem áður hélt bensíngufa áfram að leka út,“ segir Haraldur. „Þegar svo hafði gengið um stund náði eldurinn úr hinum prímusnum í gufuna með þeim afleiðingum að bensíngufan sprakk og töluverður eldur kvikn- aði. Það hefði í sjálfu sér ekki mátt miklu muna að eldur hefði komist í tjaldið, en þetta fór allt vel.“ Ólafur segir að það hafi komið þeim á óvart hversu stór hluti leið- arinnar var þakinn hörðum og hvössum sköflum. „Þeir gerðu ferð- ina erfiðari og voru á lengri vega- lengdum en við áttum von á. Það er sérstaklega erfitt að fara yfir þá þegar þeir eru skáhallt á ferðastefn- una. Þá grípa þeir í sleðana sem festast og velta. Það er betra að fara þvert á þá eða samsíða þeim. Það tekur mikið á þegar tugir kíló- metra dag eftir dag era samfelld breiða af slíkum köflurn." Kal á andliti, höndum og lærum Ólafur nefnir einnig að veðrið hafi reynst erfitt, einkum hafi það verið slæmt eftir því sem nær dró póln- um. Þeir fengu allir á sig kal, á and- lit, á hendur og læri. Varimar vora sprangnar og tungan sár. „Við feng- um líka ýmiss konar álagseinkenni á vöðva og vöðvafestingar. Þetta er allt saman hlutir sem búast má við þegar líkaminn er undir þessu álagi. Ekkert af þessu var alvarlegt eða neitt nálægt því að stöðva okkur.“ Einsemdin og auðnin tók líka nokkuð á ferðalangana. „Það var ekki nokkurt líf að sjá á leiðinni. Um 80% af tímanum var heiður SUÐURSKAUTSFARARNIR, þeir Ólafur Örn Haraldsson, Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason, efuðust aldrei um að þeir myndu ná því takmarki að komast á Suðurpólinn. himinn og sólskin og bjart og það var því víðáttan og himinninn sem fyrst og fremst bar fyrir augu. Þarna er ekki til sandkom, og ekk- ert nema þessir tveir litir hvítt og blátt. Maður fann það þegar við komum í stöðina á Suðurpólnum að öll skynfæri voru mjög næm. Við fundum hvað við höfðum saknað þess að finna lykt, hita og fjölbreytt hljóð,“ segir Ólafur. Á leiðinni var þó einn fjallgarður, sem nefnist Thiel Mountains. „Það era mjög virðuleg og reisuleg fjöll og þau skreyttu ferðina ásamt nokkram öðrum tindum sem við sáum.“ Hugsað um fortíð og framtíð á göngunni Ferðalöngunum gafst nægur tími til að hugsa meðan á göngunni stóð, því þeir gengu í halarófu og skiptust á að hafa forystu. „Maður verður að leita í hugskoti sér að umhugsunar- efnum,“ segir Ólafur. „Það er leið til að útiloka erfiðleikana og sársauk- ann þegar hann er fyrir hendi. Ég náði tökum á að rifja upp mjög margt sem lengi hefur legið grafið í hugskotinu. Það kom í hugann fólk og aðstæður og löngu liðnir atburð- ir. Þar var sennilegt margt sem var þarft að hugsa um. Ég velti líka fyr- ir mér framtíðinni, um það sem væri mér mikilvægt í lífinu og hvað væra aukaatriði." Haraldur segist hafa hugsað mik- ið heim til fjölskyldu og vina. „Ég hugsaði um starfið mitt, um skemmtileg atvik frá síðustu áram. Ég leiddi líka mikið hugann að framtíðinni og að því hvert ég stefni í lífinu og hvaða verkefni ég ætla að taka mér fyrir hendur. Stundum fékk ég einhver lög á heilann og gat sungið þau aftur og aftur og losnaði jafnvel ekki við þau.“ „Maður fer í gegnum marga hluti á svona langri göngu og kryfur margt og það má vel segja að þetta sé á við ákveðna sálfræðimeðferð,“ segir Ingþór, sem er sálfræðingur að mennt. í hvíldarhléum, sem vora tuttugu mínútur, ræddu þeir félagar saman. „Við töluðum ekki aðeins um að- stæðumar og færðina, heldur líka um vini og ýmis þjóðfélagsmál rétt eins og á venjulegum vinnustað,“ segir Olafur. Svartur punktur við sjóndeildarhringinn Ingþór segir það hafa verið áhrifamikla sjón þegar þeir nálguð- ust suðurpólinn. Rannsóknarstöðin birtist fyrst sem svartur punktur við sjóndeildarhringinn sem smám saman stækkaði og stækkaði. Ólafur segir að móttökurnar þeg- ar komið var á áfangastað hefðu ekki getað verið betri. „Við vissum ekkert á hverju við ættum von. Leiðangrar hafa fengið mjög mis- munandi móttökur í rannsóknar- stöðinni. Sumum hefur ekki verið hleypt inn á svæðið heldur þurft að tjalda fjarri. En móttökumar voru stórkostlegar. Allir yfirmenn stöðv- arinnar komu á móti okkur ásamt fleira fólki með fagnarlátum og faðmlögum. Þeir bára okkur nánast á höndum sér inn í stöðina þar sem við komum inn í matsalinn þar sem vora 50-60 manns. Það var mjög sterkt áreiti að koma þar inn, finna lyktina, hitann og horfa á öll þessi andlit eftir að hafa ekki séð önnur andlit en á hverjum öðram. Okkar var fagnað með lófataki og við beðn- ir að flytja frásögn af leiðangrinum seinna um daginn sem við og gerð- um. Áhuginn var mikill og mikið var spurt um ferðina og um Island.“ Gengið milli „háskóla“ á suðurskautinu Að fyrirlestrinum loknum var far- ið með þremenningana í skoðunar- ferð um stöðina. Þar er óvenju mik- ill mannfjöldi um þessar mundi því unnið er að endurbyggingu stöðvar- innar. „Þetta var eins og að ganga á milli háskóla því þama fara fram stórkostlegar vísindarannsóknir. Staðurinn býður upp á einstakt um- hverfi til rannsókna vegna þess hvað loft er hreint, ísinn hreinn og margvisleg ljósbrigði og annað,“ segir Ólafur. Islendingamir tjölduðu í útjaðri íbúðahverfis í stöðinni þar sem þeir höfðu aðgang að hreinlætisaðstöðu. Þeir höfðu félagsskap af öðrum ferðalöngum, áströlskum og belg- ískum, sem komu til stöðvarinnar um svipað leyti. Þeir Ólafur, Haraldur og Ingþór voru síðdegis í gær staddir í Patriot Hills, bækistöð fyrirtækisins Ad- venture Network International sem flutti þá til Suðurskautslandsins. Vindurinn var 7-9 vindstig og haml- aði flugi og ekki var búist við betra veðri fyrr en í dag. Þremenningarnir sögðust hlakka mikið til að koma heim, enda væru þeir farnir að sakna fjölskyldna sinna og vina. Þeir báðu fyrir kærar kveðjur til þeirra og til allra sem að- stoðað hefðu þá við að komast í þessa ferð. Landlæknisembættið kynnir breyttar áherslur í ungbarnavernd Frávik í þroska og frá eðlilegri sjón greind fyrr LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ kynnti í gær nýjar áherslur í ung- bamavernd sem felast m.a. í því að börn eiga nú að fara í skoðun þriggja og hálfs árs og fimm ára í stað tveggja og hálfs árs og fjög- urra ára áður. Breytingar þessar tóku gildi síðustu áramót, en markmið þeirra er að geta greint í tíma þau börn sem sýna frávik í þroska eða hegðun og frávik frá eðlilegri sjón. Þannig væri hægt að aðstoða þau á viðeigandi hátt áður en þau hefja skólagöngu sína. Að sögn Gests Pálssonar barna- læknis verður skoðun á þriggja og hálfs árs barni svipuð og skoðun tveggja og hálfs árs barna áður, Morgunblaðið/Golli VIÐ kynningu á breyttum áherslum í ungbarnavernd í gær. Frá vinstri: Jóhann Ágúst Sigurðsson bamalæknir, Ólafur Ólafsson land- læknir og Ingibjörg Ásgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur. nema hvað megináhersla verður ára aldur eða jafnvel síðar. Hins lögð á sjónskoðun. Sú skoðun hafi vegar væri mikilvægt að frávik frá hingað til farið fram við fjögurra eðlilegri sjón uppgötvaðist snemma svo hægt væri að hjálpa barninu á meðan sjónin væri enn í mótun. Þá sagði Gestur að fimm ára skoðun yrði svipuð og fjögurra ára skoðun áður. Þessari skoðun hefði hins vegar verið seinkað um eitt ár þar sem auðveldara væri að greina þroskafrávik hjá eldri bömum, en um leið mikilvægt að slíkt frávik yrði greint áður en barnið byrjaði í grunnskóla. Þannig væri hægt að gera viðeig- andi ráðstafanir áður en skóla- gangan hæfist. Vegna þessara breytinga leggur Landlæknisembættið til að börn á aldrinum átján mánaða til þriggja og hálfs árs fari næst í þriggja og hálfs árs skoðun og það sama eigi við um böm frá þriggja og hálfs árs aldri til fjögurra ára aldurs sem ekki hafi farið í fjögurra ára skoðun. Síðan fari þessi börn fimm ára í skoðun. Þau böm sem þegar hafa farið í fjögurra ára skoðun fari hins veg- ar næst í sex ára skoðun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.