Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLABIÐ KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR ARNI AÐALSTEINSSON + Katrín Ólafsdótt- ir fæddist í Reykjavík 14. febrú- ar 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 25. desember síðastiiðinn. Foreldr- ar hennar voru Ólaf- ur Hákon Hákonar- son verkamaður og sjömaður og Snjáfríð- ur Magnúsdóttir sem bjuggu lengst af á Brekkustíg 14 í Reykjavík. Katrín var elst fjögurra systkina. Hin eru Magnúsína Oddný sem lést 25. desember síðastliðinn, Hákon Guðmundur og Ástríður. Katrín giftist Guðmundi Eli'asi Guðmundssyni 15. mai 1943. Þau bjuggu fyrst í Hveragerði, síðan að Gljúfurholti í Ölfusi en settust síðan að á Selfossi 1946 og bjuggu þar síðan, á Austurvegi 32. Börn þeirra eru: Fríða leik- skólakennari, sem lést 1990, maki Gunnar Malmquist; Ólafur Hákon trésmiður, ókvæntur; Guðrún skólastarfsmaður, maki Árni Oddgeir Guðmundsson; Sól- veig þroskaþjálfi, ógift, og Guð- munda starfsstúlka á leikskóla, maki Gústav Karlsson. Utför Katrínar fór fram frá Selfosskirkju 3. janúar. Tíminn líður hratt og hver líð- andi stund er það sem manneskjan hefur í hendi sinni að njóta. Þegar litið er yfír farinn veg að leiðarlok- um virðist mannsævin stutt í eilífð- inni þó geti í sjáfri sér virst löng. Katrín Olafsdóttir, hún Kata eins og við kölluðum hana, var merk kona og hlý sem naut þess að fylgj- ast með og eiga samskipti við fólk. Hún bjó að Austurvegi 32 á Sel- fossi ásamt manni sínum Guð- mundi Eliasi Guðmundssyni þar sem þau stofnuðu heimili á árunum eftir stríð þegar fólk hópaðist í þéttbýlið á Selfossi. í gegnum barnauppeldi og samskipti hvers- dagsins sköpuðust góð kynni milli fólks og það var gott að þekkja Kötu og hennar fólk. Hún var heil- steypt, traust, hjartahlý og skemmtileg manneskja og það fór enginn leiður frá henni. H H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H H H H H H H H H Sími 562 0200 rXIIIIXITTIlH Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 553 1099 Opíð oll kvöld til kl. 22 - einníg um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjai Kata var eins og hús- mæður þessa tíma, alltaf tiltæk og vís á sínu heimili sem hún stýrði af skörungsskap og dugnaði. Hún var alltaf boðin og búin til að hjálpa til þegar eitt- hvað fór úrskeiðis hjá nágrönnunum eða ef eitthvað mikið stóð til. Kata var bundin heima- við og síðustu áratugina fór hún ekki út úr húsi svo heitið gæti en hjartahlýja hennar náði vel út fyrir veggi húss- ins. Hún fylgdist vel með því sem var að gerast í kringum hana, hjá hennar fólki og þeim sem hún þekkti. Hún naut þess að fá heim- sóknir og var alltaf glaðleg og skemmtileg. Hún iifði samkvæmt þeirri reglu að maður er manns gaman og að það er gefandi að þekkja fólk. Þótt þær væru ekki margar heimsóknirnar milli heimiianna, var alltaf eins og hún væri nálæg og við vissum alltaf hvor af annarri. „Það er allt í lagi með Kötu,“ var við- kvæðið hjá henni þegar spurt var um líðan hennar og hvernig gengi. Síðan sneri hún umræðuefninu og fyrr en varði var það hún sem fékk að vita hvemig gengi hjá hinum, þannig var umhyggja hennar næm fyrir nágrönnunum. Hún stýrði einnig sínu fólki og hvatti það með ráðum og dáð, hafði gaman af unga fólkinu og börnunum sem þótti gott að koma til hennar og umgangast hana. Það var gott að fylgjast með því hvernig eitt bamabarna hennar laðaðist að henni, leitaði til hennar og var hjá henni undir það síðasta. Það hugsuðu allir hlýtt til Kötu þó svo þeir ættu ekki ýkja mikil sam- skipti við hana. Svo var um blað- bera sem kom á tröppurnar með blaðið hér fyrr á árum og hitti oft þannig á að af einhverjum ástæðum stóð Kata við dyrnar, opnaði og gaukaði einhverju góðgæti að peyj- anum. Sama var einnig uppi á ten- ingnum þegar komið var með rukk- unarheftið mánaðariega. Oftast fylgdi góðgæti með greiðslunni og alltaf góð orð. Það þurfti aldrei að koma aftur til Kötu, hún skildi barnssálina. Þetta er fátækleg kveðja til merkrar konu með þökk fyrir sam- fylgdina. Hún Kata á móti var alltaf til staðar og verður það áfram í minningu okkar sem þekktum hana. Blessuð sé minning hennar. Innileg- ar samúðarkveðjur fí-á mér og fjöl- skyldu minni til allra aðstandenda. Sigríður Guðmundsdóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. CrfiscJrykkjii 1^^TFvritfa*x>hwlð KÍGfiPt-ir Sími 555-4477 + Árni Aðalsteins- son fæddist í Hafnarfirði 22. ágúst 1943. Hann lést 27. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Helga H. Helga- dóttir, f. 30.6. 1908, d. 21.8. 1990, og Aðal- steinn Knudsen, f. 20.7. 1909, d. 10.2. 1991. Systkini Árna eru Helgi S. Guð- mundsson, f. 16.10. 1928, Ragnhildur Að- alsteinsdóttir f. 11.6. 1937 og Hlöðver S. Aðalsteinsson, f. 1.10. 1941, d. 29.12. 1996. Utfór Árna fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfírði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Kæri frændi. Hvern hefði grunað að ári eftir að við fylgdum Hlölla frænda til grafar mundum við fylgja þér? Engan. Þegar langamma var á lífi kom- um við, ásamt mömmu, oft í heim- sókn til ykkar upp á Álfaskeið. Það var alltaf tekið mjög hlýlega á móti okkur hvort sem það varst þú eða Hlölli frændi og okkur þótti alltaf mjög vænt um það. En þegar langamma lést voru heimsóknirnar ekki eins margar og við hefðum viljað. Við komum stundum í heim- sókn með pabba og fengum iánaðar videóspólur því þú áttir mjög mikið af þeim og okkur þótti voðalega gaman að geta komið til þín og fá lánaðar spólur. Og þú varst alltaf jafn yndislegur við okkur, vildir lána okkur allar spólurnar þínar en við létum eina til tvær duga. Svo áttir þú orðið svo mikið af spólum að þú fórst um hverja helgi í Kola- portið til að selja þær og þar sáum við þig oft. Einnig sáum við þig ganga upp og niður Reykjavíkur- veginn, þú varst alltaf mjög dug- legur að ganga. Svo var það ekki alls fyrir löngu að Helena og unnusti hennar, Osk- ar, hittu þig í söluturninum Björk á Strandgötunni þar sem þú varst í spilakassanum. Við spjölluðum í smátíma við þig og þú varst svo hress. Konan í sjoppunni bað þig um að líta eftir búðinni rétt á meðan hún skrapp í bankann og það var ekkert mál eins og þú hefðir ekkert gert annað, en það hvarflaði aldrei að okkur að þetta yrði í síðasta skipti sem við hittum þig. Það var mjög gaman að tala við þig. Um leið og við gengum út úr sjoppunni töl- uðum við bæði um hvað þú litir vel út. Þess vegna þótti okkur svo sárt að heyra þegar Hera amma hringdi í okkur að morgni laugardags- ins 27. des. sl. og til- kynnti okkur að þú værir farinn. Langamma og Hlölli frændi munu taka vel á móti þér, loksins eruð þið öll saman aftur. Við viljum biðja góðan Guð um að styrkja Helga afa, Dúdú frænku og aðra aðstandendur í þessari sorg og við vilj- um votta ykkur dýpstu samúð okkar. Þínar frænkur, Helena Björk og Helga Rut. Lífsgöngu Árna er lokið. Okkur er efst í huga þakklæti til hans fyrir alla þá umhyggju og hlýhug sem hann sýndi okkur bræðrum alla tíð. Lífshlaup Árna var ekki neinn dans á rósum heldur oft þyrnum stráð. Ungur fór hann að vinna og draga björg í bú móður sinnar og systkina. Eins og oft fer fyrir vænstu mönnum þá ánetjaðist hann Bakkusi konungi og glímdi við hann árum saman, þótt hann stundaði vinnuna af dugnaði alla tíð. Síðar bættist annar vágestur við, sykursýki á háu stigi, sem smátt og smátt dró úr líkamlegum mætti en bugaði þó aldrei hinn andlega þrótt Árna. Fyrir allmörgum árum varð Árni þeirrar gæfu aðnjótandi að fara í meðferð hjá SÁÁ, og þar vann hann sinn stærsta sigur í iífínu, sigurinn á Bakkusi. Þökk sé SÁÁ og AA fé- lögum. Árni var mjög jákvæður persónu- leiki, glaðsinna og jafnlyndur. Aldrei heyrðum við hann segja styggðaryrði um aðra, heldur gerði hann sér far um að draga fram það jákvæða í fari annarra. Það var ekki hægt annað en að fyilast aðdáun og stolti yfír því hvemig Ámi tók á þeim ofsóknum sem hann og hans nánustu máttu þola fyrir u.þ.b. tveimur ámm, og enduðu með ótímabærum dauða bróður hans, Hlöðvers. Við vor- kennum þeim er reyndu að gera hann og fjölskyldu að ómerkingum. Aftur á móti viljum við sérstaklega láta í ljós þakklæti til alira þeirra, sem sýndu Ama hlýhug á erfíðum tímum. Það var honum ákaflega mikils virði. Við leiðarlok þökkum við Árna frænda okkar samverana í þessu lífi. MARÍA Þ. PÉTURSDÓTTIR + María Þorgerður Pétursdöttir fæddist í Hrossholti í Eyjahreppi hinn 17. nóvember 1903. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 16. desember síðastlið- inn. María giftist Sig- urjóni Sigurðssyni hinn 24.1. 1925 og eignuðust þau þrjú börn, Sigurð og Pét- ur, sem báðir eru látnir, og Önnu, sem lifir móður sína. Sig- urjón lést árið 1980. Barnabörn Maríu eru 13 talsins, langömmu- börn 29 og langalangömmubörn sex. Síðustu árin bjó Marfa í Seljahh'ð. Utför Maríu Þorgerðar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinn- ar látnu. Hún amma mín er dáin. Allar góðu stundirnar sem við áttum saman munu lifa í minningu minni um alla tíð. Amma var skapgóð, fórnfús og þolinmóð og var vinur vina sinna. Já, hún hafði marga góða eiginleika. Eg minnist ömmu með prjónana sína að prjóna ullarsokka og vettlinga á fólkið sitt, svo okkur yrði ekki kalt, en fyrir rúmu ári var síðasta lykkjan prjónuð þar sem sjónin var alveg búin. Mikið mun ég sakna símtalanna okkar því þar var mikið rætt. Amma gladdist mjög þegar ég las fyrir hana ljóð og þá sérstaklega eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, eftirlæti okkar beggja, og vil ég því minnast hennar með ljóðlínum eftir hann. Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Það besta, sem fellur öðrum í arf, er endurminning um göfugt starf. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Agnar, Viðar og Helgi. Það mun hafa verið á sjötta ára- tugnum að ég kynntist fyrst Ái’na Aðalsteinssyni sem nú er látinn. Þá lentum við saman á vertíð á mb Hring GK18 frá Hafnarfirði. Það sem helst einkenndi Áma var hjartagæska hans og traust vinátta. Árni mátti ekkert aumt sjá og var frekar viðkvæmur í lund, þrátt fyrir hrjúfan skráp. Hann var með hress- ari mönnum, enda lundin létt. Hon- um lá hátt rómur og var gjarnan hrókur alls fagnaðar þegar svo bar við. Hann ánetjaðist konungi Bakkusi á tímabili, eins og oft vill verða með viðkvæmar sálir, en hlaut sigur í því stríði og starfaði lengi eftir það með AA-samtökun- um í Hafnarfírði. Á þeim vettvangi varð Árni bjargvættur margra er illa voru á vegi staddir og nutu mannkostir hans sín þá vel. Þar var hann á heimavelli og gladdi það hjarta hans þegar vel tókst til. Það var einnig oft ofarlega í huga hans, þegar honum hlotnaðist sú gæfa að bjarga mannslífi í höfninni á Nes- kaupstað. Þannig maður var Árni. Árni stundaði lengst af almenna verkamannavinnu við sjávarsíðuna. Hann gekk í Barnaskóla Hafnar- fjarðar og síðan í Flensborgarskóla áður en hann hóf nám við Iðnskól- ann í Hafnarfirði. Hann lauk prófí sem fiskmatsmaður og stundaði lengi sjómennsku áður en hann gerðist verkstjóri hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og síðan Sjófangi. Hann unni átthögum sínum og upp- rana af miklum hlýhug. Það sýndi áhugi hans fyrir varðveislu gamalla muna og var hann mikill safnari. Hann safnaði t.d. myndum af göml- um Hafnfirðingum og hafnfirskum skipum og átti allgott safn. Á miðjum aldri greindist Árni með sykursýki á háu stigi og háði harða baráttu við þann sjúkdóm, sem að lokum dró hann til dauða eftir stutta legu á sjúkrahúsi milli jóla og nýárs. Góður vinur kveður nú saddur líf- daga eftir erfiða samieið með Gróu á Leiti. Sú ómaklega aðför að mann- orði þessa gæðamanns markaði djúp sár og biturleika í viðkvæma sál, sem ég nú kveð með söknuði. Guð, gefðu mér æðruleysi til þess breyta því sem ég get breytt, kjark til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt og vit til að greina þar á milli. Hilmar Kristensson. Moldin er þín. Moldin er trygg við börnin sín, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvíslar sitt Ijúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin góð... (Davíð Stef.) Elsku amma, blessuð sé minning þín. Auður Sveinbjörnsdóttir. Með þessum tveimur erindum langar mig að kveðja hana ömmu mína, sem var sú ailra besta. Margs er að minnast, margter hér að þakka. Guði sé Iof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.