Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ | I I NOLTE og Christie í nýjustu mynd Alan Rudolphs, „Afterglow". JEFF Bridges, Buscemi og Goodman í „The Big Lebowski" eftir þá Coenbræður. Myndin sem hreppti áhorfenda- verðlaunin á síðasta ári heitir „Hurricane Streets" en hún segir af smákrimmum sem þvælast um New York og verður frumsýnd vestra í þessum mánuði. Ný mynd frá Alan Rudolph verður einnig frumsýnd í Bandaríkjunum í janúar en hún heitir )fAfterglow“ og er með Nick Nolte og Lara Flynn Boyle í aðal- hlutverkum ásamt Julie Christie. Einn fremsti leikstjóri tævana starfandi í Bandaríkjunum, Wayne Wang, sendir frá sér myndina Kín- verska boxið eða „Chinese Box“ en í henni leikur Jeremy Irons blaða- mann sem verður ástfanginn af kærustu spillts stjómmálamanns í Hong Kong. Fremsta leikkona Kín- verja í dag, Gong Li, fer með hlut- verk kærustunnar og er þetta fyrsta myndin sem hún leikur í utan Kína. í febrúar verða einnig frumsýnd- ar nokkrar athyglisverðar myndir. Leikstjórinn og handritshöfundur- inn Tom DiCillo („Living in Oblivion") fjallar um skemmtana- og tískumheiminn í myndinni Al- vöru blondína eða „The Real Blonde“ sem segir af fólki í frægð- arleit (Matthew Modine, Maxwell Caulfield og Daryl Hannah). Systir Shakespeares heitir mynd með Kenneth Branagh og Madeleine Stowe. Stowe leikur rithöfund sem fellur fyrir prestinum Branagh á fjórða áratugnum. Með önnur hlut- verk fara William Hurt og Blythe Danner. Þá er forvitnileg myndin „Homegrown". í henni leikur John Lithgow plantekrueiganda sem ræktar maíjúana en er drepinn á mjög dularfullan hátt. Taka þá við búinu hassræktendurnir Billy Bob Thomton og Hank Azaria. Með önnur hlutverk fara Jamie Lee Curtis og áðurnefndur Jon Bon Jovi. Jovi fer einnig með hlutverk í myndinrii „Little City“, sem gerist í San Francisco, og í myndinni „Long Time, Nothing New“ eftir Edward Bums, svo nægt framboð er af hon- um. I mars verður hátíð þeirra sem yndi hafa af myndum bræðranna Joel og Ethan Coen. Þá verður frumsýnd nýjasta afurð þeirra, „The Big Lebowski", með þremur góðvinum bíóbræðranna í aðalhlut- verkum, Steve Buscemi, John Turt- urro og John Goodman en myndin segir frá mannráni, ekki óalgengu söguefni bræðranna. Fremstur í flokki óháðra leikstjóra vestra er John Sayles og hann sendir frá sér nýja mynd á nýju ári, þá fyrstu frá því hann gerði „Lone Star“. Þessi er á spænsku og heitir „Hombres Armados“ eða Vopnaðir menn og segir af lækni sem rannsakar morð á meðal nemenda sinna. Og loks má geta þess að í apríl kemur leikhóp- urinn úr Veislunni miklu eða „The Big Night“ saman á ný undir stjórn Stanley Tuccis í myndinni „Ship of Fools“ en hún gerist á fjórða áratug aldarinnar og segir af tveimur at- vinnulausum leikurum um borð í skemmtiferðaskipi. Miklu mun fleiri myndir eru væntanlegar úr óháða geiranum í Bandaríkjunum á næstunni en þessi upptalning er látin nægja í bili. WALKEN niðurnjörvaður í „Suicide Kings“. TIM Roth lendir í vondum málum þegar hann kynnist gleðikonu í „Deceiver“. mafíósa í „Suicide Kings“ með Henry Thomas og fyrsta myndin sem Ralph Fiennes leikur í á eftir Enska sjúklingnum er Óskar og Lúcinda. Hann leikur ástfanginn prest en myndin er byggð á verð- launaskáldsögu eftir Peter Carey frá 1988. Mekka óháðrar kvik- myndagerðar hin síðari ár hefur verið kvikmyndahátíð leikarans Ro- berts Redfords á Sundance-búgarð- inum. Sundance-hátíðin hefur hleypt auknu lífi í bandaríska kvik- myndagerð og þar eru verðlaunaðar myndir á hverju ári sem þykja skara fram úr og margir leikstjórar og leikarar hafa byrjað feril sinn með mynd á Sundancehátíðinni. Þeir eru kallaðir óháðir kvikmyndagerðar- menn í Bandaríkiunum oq frá beim hafa komið myndir á undanförnum árum sem vakið hafa mikla athygli einkum þegar nær dregur óskarshátíðinni. Arnaldur Indridqson kynnti sér hvers væri að vænta frá hinum óháðu á næstunni og hvað felst í hugtakinu. BÍÓMYNDIR í Bandaríkjun- um eru ekki bara gerðar af stóru kvikmyndaverunum í Hollywood þótt langflestar myndimar sem við sjáum séu frá þeim. Svokallaðir óháðir bandarískir kvikmyndagerðarmenn hafa orðið æ meira áberandi hin síð- ari ár en þeir starfa á eigin vegum og gera bíómyndir eftir sínu eigin höfði og láta ekki markaðskannanir, prufusýningar og tískustefnur hafa áhrif á sig. Einfóld skilgreining á óháðum kvikmyndagerðarmanni vestra er að hann vinnur ekki innan Hollywoodkérfisins, gerir ekki myndir fyrir stóru kvikmyndaverin. En svo geta menn verið misjafnlega óháðir ef svo má segja og línur eru kannski ekki eins skýrar og áður í þessum efnum. Gróðaveenlegar myndir Kvikmyndafyrirtæki sem sinnt hafa sérstaklega óháðum listamönn- um hafa að undanfornu verið keypt af stóni kvikmyndaverunum. Þannig á Disney-fyrirtækið nú stærsta dreifingarfyrirtæki fyrir myndir óháðra leikstjóra og fram- leiðenda í Bandaríkjunum, Miramax, sem einnig dreifir evr- ópskum myndum vestra. Annað. October, er í eigu Universal-fyrir- tækisins. Einnig hafa stóru kvik- myndaverin sjálf sett á fót smærri fyrirtæki til þess að framleiða myndir slíkar sem aðeins hinir óháðir hafa gert hingað til. Má nefna í því sambandi Fox Search- light og Sony Pictures Classics. Bókhaldið krefst þess. Dollaratelj- aramir hafa séð að óháð mynd eins og „Pulp Fiction" getur kostað átta milljónir dollara en tekið inn 108 milljónir dollara í miðasölunni í Bandaríkjunum einum. Því má ekki gleyma að ákveðnir kvikmyndagerðarmenn hafa fengið að leika lausum hala innan stóru kvikmyndafyrirtækjanna. Besta dæmið um það er kannski Woody Allen. Hann hefur fengið að ráða gerð allra sinna mynda og þó unnið innan stúdíókerfisins. Sum fyrir- tæki eins og Castle Rock segjast starfa í óháða geiranum og gerir myndir eins og „Waiting for Guffman". En varla fellur önnur mynd fyrirtækisins, „When Harry Met Sally...“ í þann flokk, verandi dæmigerð stúdíómynd. Annað dæmi um mynd sem varla fellur undir þá skilgreiningu að teljast óháð er hrollvekjan Öskur eða „Screarn" sem Dimension, dóttur- fyrirtæki Miramax, framleiðir en ekki er hægt að ímynda sér neitt ólistrænna á filmu enda mynd sem lítur markaðslögmálum í hvívetna. Hvað eru þá óháðir kvikmynda- gerðarmenn? Sumir telja að skil- greiningin hafi breyst umtalsvert með leikstjóranum Steven Soder- bergh og mynd hans „Sex, lies and videotape". Áður en sú mynd var gerð var auðvelt að þekkja hina óháðu frá öðrum, myndir þeirra fengu takmarkaða dreifingu, þær voru oft tilraunamyndir og það sem kallað hefur verið jaðarmyndir hér. Eftir að Soderbergh kóm fram á sjónarsviðið og kannski enn frekar Quentin Tarantino hafa hinir óháðu orðið mun meira áberandi og um- fjöllunarefni þeirra hin fjölbreyti- legustu og það sem meira er, þær hafa færst nær áhorfendum sem í þakklætisskyni hafa tekið þeim fagnandi bæði í Bandaríkjunum og ekki síst í Evrópu og víðar. Fjölmargar bíómyndir eftir óháða kvikmyndagerðarmenn eru væntanlegar í kvikmyndahúsin í Bandaríkjunum á fyrstu mánuðum nýja ársins. Hér á eftir verður hlaupið á nokkrum þeim athyglisverðustu og kennir margra grasa eins og nærri má geta. Nokkrar bilastæðar Einhver mest áberandi leikari óháðu bylgjunnar í Bandaríkjunum er Tim Roth og hann fer með að- alhlutverkið í myndinni Svikari eða „Deceiver". Með önnur hlutverk fara Chris Penn og Michael Rourke. Renée Zell- weger leikur á móti hon- um mellu sem ríkisbubb- inn Roth tekur upp á arma sér. Samuel L. Jackson framleiðir og leikur aðalhlutverkið í myndinni „Eve’s Bayou“ sem fjallar um hvemig tíu ára stúlka tekst á við fjölskylduleyndarmál og leikarinn Jon Bon Jovi leikur aðalhlutverkið í myndinni „The Leading Man“ um amerískan leikara í leit að kynlífi og frægð í Bretlandi eins og þar stendur. Nýjasta mynd Woodys Allens heitir „Deconstructing Harry“ og fer Allen sjálfur með titilhlutverkið. Segir myndin af ungum rithöfundi er Elisabeth Shue leikur sem fellur fyrir kollegum sínum leiknum af Állen og Billy Crystal. Fyrsta mynd Tarantinos í fullri lengd eftir að hann gerði „Pulp Fiction“ er „Jackie Brown“ með gamalli stjömu svertingjamynda áttunda áratugarins í aðalhlutverki, Pam Grier. Myndin er byggð á sögu Elmore Leonards og segir af flug- freyju sem flækist inn í líf glæpa- mannanna Samuels L. Jacksons og Roberts De Niros. Þá berast þær fregnir að leikarinn Robert Duvall sé búinn að gera bíómynd á eigin vegum, nokkuð sem hann hefur gert áður með ágætum árangri. Nýja myndin hans heitir Lærisveinninn eða „The Apostle“. Hún segir af presti, sem Duvall leikur, er kemst að því að eiginkonan heldur framhjá honum. Hann ræðst á viðhaldið, flytur úr bænum og byrjar nýtt ást- arævintýri með fráskildri konu í Louisiana. Með hlutverk hennar fer Miranda Richardson, Duvall kostar sjálfur þessa mynd sína. Christopher Walken leikur Nýjar myndir hinna óbáðu í f : l I I \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.