Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ Clinton gert að bera vitni Washington. Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseti mun síðar í mánuðinum þurfa að bera eiðsvarinn vitni vegna máls- höfðunar Paulu Jones á hendur honum fyrir kynferðislegt áreiti. Jones, sem á sínum tíma starfaði fyrir Arkansas-ríki, sakar forset- ann um að hafa áreitt sig kynferð- islega á hótelherbergi í Little Rock árið 1991, er hann var enn ríkisstjóri í Arkansas. Segir hún forsetann hafa berað kynfæri sín og krafist þess að hún ætti við hann munnmök. Clinton verður þar með fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem verður að bera vitni sem sak- borningur í refsimáli. Yfírheyrslur Ásakanir um fjöldamorð í Afganistan BANDALAG stjómarandstöð- unnar í Afganistan hefur sent Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, bréf þar sem íslamska hreyfingin Taleban er sökuð um að hafa myrt um 600 manns í norðvesturhluta landsins. Bandalagið sagði að „óvopnaðir borgarar“ hefðu verið myrtir í fjórum þorpum í Faryab-héraði í síðustu viku. Taleban hefur hins vegar sakað hermenn stjómarandstöðunnar um að hafa myrt um 2.000 liðs- menn Taleban sem teknir vom til fanga í norðvesturhluta landsins í maí. Heiðra son Bastesens HREYFING hvalfriðunarsinna, Sea Shepherd, hefur heiðrað son Steinars Bastesens, þekktasta yfir Clinton munu fara fram fyrir luktum dyrum í Hvíta húsinu, lík- lega þann 17. janúar. Dagsetning- in kann þó að breytast, að sögn embættismanna. Jones á rétt á þvi að vera við- stödd á meðan lögfræðingar henn- ar spyrja forsetann spuminga. Yfirheyrslan verður tekin upp á myndband og er hugsanlegt að upptakan verði notuð við réttar- höldin, en málið verður flutt fyrir alríkisdómstól í Little Rock. Clinton hefur ávallt vísað öllum ásökunum Paulu Jones á bug og segir þær ekki eiga við nein rök að styðjast. Hann minnist þess ekki að hafa nokkum tímann hitt hana. hvalfangara Noregs, og tilnefnt hann „skipverja ársins“ fyrir að sökkva hvalveiðibát föður síns fyrir slysni. Báturinn sökk í nóvember og gmnur lék á að Sea Shepherd hefði sökkt honum. Lögreglu- rannsókn leiddi hins vegar í ljós að báturinn sökk vegna þess að tvítugur sonur Bastesens hafði opnað nokkrar. lokur í bátnum og gleymt að loka þeim. Geislavirkni í norskum rækjum GEISLAVIRKA efnið teknesíum fannst I fyrsta sinn í þangi og rækjum við nýlegar rannsóknir yst í Óslóarfirði. Rannsóknirnar benda til þess að geislavirknin hafi aukist í þangi og rækjum og hún er rakin til kjamorkuendur- vinnslustöðvarinnar í Sellafield í Bretlandi. Norskir embættismenn leggja þó áherslu á að geislavirkn- in sé ekki svo mikil að hún stefni heilsu þeirra, sem borða mikið af sjómeti, í hættu. SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 B 17, í y C.I R tfy V tO D A RF Ó L*. c c' sýrivr » 1 l 0.-2T. SaoOar IW a\\a éaja <f*\áwj&a<ja •£rá V.V \S—\£ t fyri/'^oyná - f\T ISLENSKIR ^ r^QTAD v n 17% Léttostiir með grænmeti Léttostur með sjávarréttum Það er leikur einn, frví fjölbreytt úrval gómsætra léttosta býður sniðuga möguleika og útfærslur. * Léttostur Hreinn, með græmneti eða með sjávarréttum. Frábært tríó á léttu nótunum. Smurostarnir eru þægilegt, bragðgott álegg og líka spennandi í ofnrétti og sósur, t.d. meðJiski, pasta eða grænmeti. Sannkallaður veisluostur. Léttur og góður með brauði, kexi og ferskum ávöxtum. Kotasæla Lágt fituinnihald ogfáar hitaeiningar! Hrein eða með ananaskurli. Sígild á brauð, hrökkbrauð og kex, í salöt eða ofnrétti. Lett-Brie Hefurðu prófað ostateninga í salatið? Þú getur notað hvort sem er 11% eða 17% Gouda til að búa til salat sem er Jullkomin, létt máltið. Einnigfæst sérstakur Salatostur tilbúinn í litlum teningum. ú í'Hl'u móf mmijmf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.