Morgunblaðið - 25.01.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.01.1998, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 25. JANÚAR1998 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST safnskífa Safn- plata Suede liðar. Breska rokksveitin Suede nýtur meiri vinsælda nú um stundir en margur átti von á eftir skyndilegt brotthvarf gítarleikara sveitarinnar og lagasmiðs. Suede-menn, með söngspíruna Brett Anderson fremsta í flokki, réðu til sín ung- lingspilt og héldu velli. EI e IINS og getið er samdi igítarleikarinn, Bemard Butler, obbann af tónlist | sveitarinnar, ýmist einn eða í samstarfi við Anderson, en unglingurinn, sem er lítt síðri gítarleikari en Butler, var og liðtækur lagasmiður eins og heyra mátti á síðustu breið- skífu sveitarinnar sem sló í gegn um heim allan. Besta færið til að meta stoðu sveitarinnar er þó á tvöföldum safndiski b-hliða sem kom út seint á síðasta ári, Sci-Fi Lullabies. Það orð hefur farið af Suede að aukalögin á smáskífum | sveitarinnar, svonefndar b- % hliðar, hafi ekki verið síðri lög en þau sem komust á breið- skífúmar og má til sanns vegar færa. A diskunum tveimur era 27 lög frá_ því fyrsta smáskífanj kom út fyrir rúmum fimn árum. Framan af vora lög eftir þá Anderson og Butler, þar til ung- mennið Oakes tók við af þeim síðar- nefnda á smáskífunni My Generation og samdi með Anderson lögin To- gether og Bentswood Boys. Vindur svo iram til smáskífunnar Filmstar sem kom út á síðasta ári, en þaðan eru tvö lög, annað eftir Anderson og hitt eftir Anderson og Neil Codling, nýlegan hljómborðsleikara sveitarinnar. tíma til að nostra við þetta.“ Þvert ofan í það sem margur hefði búist við er lít- ið um gítarspuna á plötunni, Guðmundur segir að reyndar sé ekki nema einn slíkur kafli plötunni, en það sé ekki að yfirlögðu ráði, það hafi bara atvikast svo. „Ég Tilraunakennd : _ Morgunblaðið/Þorkell £ Tilraunir Guð- mundur Pétursson Guðmundur Pétursson segir að hug- myndin að plötunni hafi orðið til í sumar; þá hafi hann ákveðið að gera til- raunakennda plötu og þá á skömmum tíma. „Ég hafði bara svo mikið að gera að ég komst ekki til þess að taka samfellt upp á stuttum tíma og var því að taka upp frá því um sumarið fram í nóvember." Guðmundur leikur á nánast öll hljóðfæri, utan að Jóhann Hjör- leifsson leikur á trommur og Jón Ólafsson og Róbert Þór- hallsson koma líka lítillega við sögu. „Það var ekki mikið mál að spila þetta, ég get spilað á fleiri hljóðfæri en gítar og hafði líka var að reyna að gera músík með nýjum aðferðum, gera tilraunir, og reyndi síðan bara að fylgja þeim eftir. Með því að taka stóran hluta af tónlistinni upp heima fékk ég frelsi til að vinna tónlist- ina á þennan hátt, því það hefði aldrei gengið ef ég hefði verið í hljóðveri; það hefði tekið svo gríðarlegan tíma og peninga.“ Guðmundur segir að hug- myndmnar hafi orðið til í sumar þótt eitt lag sé að mestu frá fyrri tíð. Þótt Guðmundur sé að fást við tilraunakennda tónlist á diskinum segist hann alls ekki vera búinn að segja skil- ið við aðrar gerðir tónlistar; „Þetta er bara einn þáttur af mörgum í þeirri tónlist sem ég hef gaman af, en á plöt- unni er byrjun á einhverju sem mig langar til að fást við frekar. Ég er búinn að fara í gegnum alla tónlistarflóruna og hefur lengi langað til að koma með innlegg af öðrum toga eða reyna að finna nýjar leiðir.“ Guðmundur segir að fólk hafi líkastil einhverja fyrir- fram ákveðna mynd af sér sem tónlistarmanni og vænt- anlega falli platan ekki vel að þeirri mynd. „Einhverjir eiga kannski von á mikilli gítarplötu frá mér, en þetta er bara tónlist, gítai-plata með milljón sólóum er það síðasta sem ég myndi gera. Vonandi er þessi plata byrj- unin á einhverju sem ég á eftir að þróa frekar." Yfirfullt af ást Þr^eingarUði 'Sme^Kóngn]óarb, ‘ andsins. ÞAÐ ER til lítils að harka í hljdmsveitastússi ef aldrei er neitt fest á band og helst gef- ið út. Kónguldarhandið heit- ir hljdmsveit að austan sem tdk sig til og gaf út skífu skömmu fyrir jól, plötuna Andlausir og bamalegir. Itilskrifi frá Kóngulóar- bandinu segir að sveitin sé ríflega ársgömul; liðs- menn hennar, Logi Helgu- son, Ágúst Magnússon, Bjöm Ingvi Vilhjálmsson og Sigurður Þorbergsson, hafi kynnst í Menntaskólanum á Egilsstöðum haustið 1996 og byrjað að leika sér á hljóðfærin undir lok ársins, en skömmu eftir að diskur- inn sem hér er getið kom út gekk nýr meðlimur í sveit- ina, Hallur Jónasson. „í upphafi ársins 1997 vildum við ólmir gera eitt- hvað af okkur og ákváðum að taka þátt í Músíktilraun- um 1997. Á næstu æfingu fórum við þreifa okkur áfram með frumsamið efni og þá varð Dýragarðurinn til, lag sem hefur í raun haldið okkur við efnið síðan, fyrst okkur tókst að setja saman eitthvað sem okkur fannst gaman að spila var björninn unninn." Þeir Kóngulóarbandsvinir segja að þeir hafi vitanlega ætlað sér að sigra í Mús- íktilraununum, en þegar það tókst ekki ákváðu þeir að drífa sig í að gefa út. Upp- haflega ætluðum við að gefa út með annarri hljómsveit en þegar það rann út í sand- inn tókum við til að semja og æfa, æfðum út. veturinn og fram á sumar. { ágúst sl, .'■• ;■ ;,j brugðum við okkur síðan í hljóðver fyrir sunnan og tókum plötuna upp á tveim- ur dögum og hljóðblönduðJ um á öðrum tveim. Það kostaði síðan miklar þreng- ingar að koma diskinum út, en gekk að lokum." Kóngurlóarbandið hefur harkað lítillega við ballspila- mennsku undanfarið og að sögn þeirra félaga hugnast þeim það vel enda jákvæður andi í sveitinni; „KóngurlóJ arbandið er yfirfullt af ást,“ segja þeir félagar ákveðnir. | •'/‘-T' ] ■ Sólóskífa Mases • ENGINN náði öðrum eins hæðum á síð- % asta ári og Sean „Puff Daddy“ Coombs, hvort sem það var með skífu Notorius B.I.G. eða eigin breiðskífu. , Puff Daddy hefur á sínum snærum ýmsa tónlistarmenn og þannig kom fyrir skemmstu út fyrsta breiðskífa rapparans Mases sem hefur selst, gríðarvel vestan hafs. Mase hefur áður látið til sín heyra í lögum með Puff og þannig kannast flest- ir við lögin Can’t Nobody Hold Me Down og Been Around the World sem bæði hafa notið mikilla vinsælda. Ekki hefur Mase þó komið fram einn síns liðs fyrr en á áðurnefndri breiðskífu, Har- lem World, enda rétt orðinn tví- tugur. Tónlistinni svipar til þess sem áður hefur komið út á vegum Puffs sem kemur varla á óvart í ljósi þess að Puff er við stjórnvölinn. Þótt skífan sé sólóskífa Mases er hún uppfull af gestarappi, Puff sjálfur kemur fram í tveimur lögum, en einnig láta til sín heyra DMX, Lil’ Kim, Eightball, MJG, Lil’ Cease, Jay-Z, The Lox, Black Rob, Busta Rhymes, Total, Monifah og 112. Fyrir vikið verður skífan nánast safnskífa, en það er reyndar hátt- ur Puffs að haga málum svo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.