Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 17 Glaumgosinn McNally og Fab- ergé-eggið dýra Wooster og Wimsey ERLENDAR BÆKUR Lawrence Sanders: McNally tekur áhættu, „McNally’s Gamble". Berkley International Edition 1997. 358 siður. Spennusagnahöfundurinn Law- rence Sanders hefur á næstum 30 ára ferli sent frá sér hverja met- sölubókina af annarri. Sú fyrsta var „The Anderson Tapes“ frá árinu 1970 sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir með Sean Connery í aðal- hlutverki. Síðan hefur Sanders ver- ið iðinn við kolann og skrifað hátt á fjórða tug spennusagna og segja út- gefendur hans að bækurnar hafí verið prentaðar í 50 milljón eintök- um og verið gefnar út í ríflega tutt- ugu löndum. Sjö af bókum hans fjalla um ein- staklega skemmtilegan glaumgosa og piparsvein sem heitir Archy McNally og glæpamál hverskonar sem hann leysir á Palm Beach. Sú nýjasta heitir „McNally’s Gamble“ sem kannski mætti þýða sem McNally tekur áhættu og kom út í vasabroti í lok síðasta árs. Er um heilmikinn skemmtilestur að ræða þar sem Archy þessi er hin spaugi- legasta týpa og aukapersónumar margar kostulegar skrípamyndir, einkum faðir glaumgosans, auk þess sem glæpamálið sjálft er á léttum nótum og yfír því einhver gamaldags stássstofurólegheit. Sanders er fyndinn penni sem líkt hefur verið við Dorothy Sayers, höf- und bókanna um Peter Wimsey lá- varð, og jafnvel P. G. Wodehouse. METSÖLUHÖFUNDURINN Lawrence Sanders er sagður hafa selst í 50 milljónum ein- taka en nýjasta saga hans heitir McNally tekur áhættu. Segir t.d. í bókadómi í The New York Times um Áhættuna að McNally sé einskonar sambland af einni frægustu sögupersónu Dashiell Hammetts, Nick Charles, og Bertie Wooster úr Wodehouse-sögunum. Það er ekki leiðum að líkjast. Eins og Charles er McNally klókur mann- þekkjari og einkaspæjari og eins og Wooster er hann kominn af mjög sæmilega efnuðu fólki og er gersam- lega óforbetranlegur letingi nema sem samkvæmisljón og kvennamað- ur. Hann er altso 37 ára gamall og býr enn í foreldrahúsum, drattast á lappir einhvemtímann fyrir hádegi, er sífellt að úða í sig fínum vínum og frægum réttum, fer kannski á kontórinn og kannski ekki og býður fógrum konum út að borða og gefur þeim dýrar gjafír. Glaumgosinn lif- andi kominn og hann veit af því. Klæðnaður er honum sérstakt áhugamál og hann hefur þá reglu að þegar syrtir í álinn sé best að mæta til leiks óaðfinnanlega klæddur. Hann starfar sem spæjari á lög- fræðistofu föður síns og fær nú það verkefni að komast að því hvort ver- ið sé að féflétta eina af ríku kerling- unum á Pálmaströnd. Henni hefur verið boðið að kaupa á a.m.k. hálf- virði eitt af hinum svokölluðu Fa- bergé-eggjum sem smíðuð voru fyr- ir rússnesku keisarafjölskylduna upp úr aldamótunum. Það verður verkefni letingjans að komast að því hvort þeir sem hafa milligöngu um söluna séu svikahrappar. Morð er framið og jafnvel mannrán áður en yfir líkur og gosinn McNally lendir í lífshættu en þó aldrei fyrr en vel er liðið á daginn. McNally frábær Sanders er háðskur vel þegar hann lýsir þankagangi aðalpersón- unnar en það skemmtilegasta við McNally er að hann gerir sér full- komna grein fyrir því lífi sem hann lifir og hvernig það er á margan hátt sérkennilegt fyrir mann á þessum aldri. Hann talar jafnvel um það beint við lesandann og ávarpar hann og áréttar suma hluti við hann. Stundum er eins og lesandinn virki eins og prestur í skriftastól að hlýða á McNally segja frá duttlungum sín- um og syndum og auðvitað er honum fyrirgefið allt, jafnvel þótt hann geti ekki énn reiknað út prósentur á vasareikni. Spaugilegast af öllu er samband hans við fóður sinn, sem er einstak- lega strangur lögmaður og aristókrat, næstum prússneskur í háttum, og þykir eflaust lítið til sonarins koma án þess samt að sýna það of mikið. McNally ber takmarkalausa virðingu fyrir honum og fer ávallt af fundi hans fullur lotningar. Aðrar persónur lífga einnig upp á söguna eins og Binky Watrous, iðjulaus vinur McNallys, og kærasta spæjarans sem alltaf er til í tuskið. McNally tekur áhættu er skemmtilestur hreinn og klár. Glæpamálið er ekki verri uppfylling en hvað annað en það sem heldur lesandanum ánægðum er frábært skopskyn Sanders. Arnaldur Indriðason MaelaborS m. viiaróferS Stillanleg bök a aftursætum ásamt armpuöum PRB diskahemlar á öllum hjálum Hraöanæmt vökvastýri (Þyngist meft auknum hraöa) Brettakantar 11/2" Hækkun Veltistyri Gasdemparar Mercedes-Benx velbunaöur Leöurklætt stýri og skiptihnuöur Hraöatengdur biötími á þurrkum Hæöarstilling á framljásum Rll-Season gull aöalljosaperur Rafstýröur millikassivelbunaöur Sjálfstæö fjöörun Dana/Spicer hásincjar, SPICER sérpantaöar fyrir islenskar aöstæöur UMBODSAÐILAR: Bflasala Akureyrar Eyrarsteypa fsafirði Bílasala Baldurs Sauðárkróki ÖRYGGl VAGNHÖFÐA 23 • 112 REYKJAVÍK • SÍMI 587-0-587 Fyrirlestrar um myndlist JÓN Bergmann Kjartansson mynd- listarmaður talar um eigin myndlist og hugmyndir í Málstofu Laugar- nesi mánudaginn 16. mars kl. 12.30. Einar Garbaldi myndlistarmaður heldur fyrirlestur um tengsl lyndis- lesturs og myndlistar í Barmahlíð, Skipholti 1, miðvikudaginn 18. mars kl. 12.30. Fyrirlesturinn nefnist „Hreyfingar hugans“. Maður í mislitum sokk- um í 25. sinn 25. SÝNING á leikriti Ammundar Bachmann, Maður í mislitum sokk- um, verður í Risinu, Hverfisgötu 105, sunnudaginn 15. mars. Snúður og Snælda frumsýndi leikritið 1. febrúar sl. en þetta er fyrsta leikrit Ammundar Bachman. I fréttatilkynningu segir að vegna mikillar aðsóknar verði leikritið sýnt til og með 22. mars. Þorbjörg Eiðsdóttir Sýning á leirmunum í Skotinu NÚ STENDUR yfir sýning iá leir- munum og myndum eftir Þorbjörgu Eiðsdóttur í Skotinu, Félagsmið- stöð aldraðra í Hæðargarði 31. Þorbjörg hefur stundað leirmót- un hjá Sigríði Ágústsdóttur, leið- beinanda í félagsmiðstöð aldraðra á Norðurbrún, og era allir munimir handmótaðir úr jarðleir og há- brenndir. Myndimar eru unnar bæði með vatnslit- og silkimálaðar. Sýningin stendur til 20. mars er opin á virkum dögum frá kl. 9-16.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.