Morgunblaðið - 24.03.1998, Síða 22

Morgunblaðið - 24.03.1998, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1998 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Póstverslunin Svanni 10 ára 15% af- sláttur af undir- fötum UM þessar mundir eru tíu ár liðin frá því að póstverslunin Svanni hóf starfsemi sína. Fyrirtækið hefur dreift vöru- listum og verið með á lager kvenfatnað frá BON’A PARTE sem er dönsk póst- verslun og hefur á síðustu ár- um haslað sér völl í Svíþjóð, Hollandi og Þýskalandi. í fréttatilkynningu frá Svanna segir að nú sé vorlist- inn 1998 kominn til landsins og vor- og sumarvörur komn- ar fram í verslunina. I listan- um er fatnaður í stærðum 36-52 en Svanni selur einnig vörur frá Ozone sem eru til í stærðum 42-54 og fatnað frá Toubro fyrir verðandi mæður. Þá eru í Svanna seldir skart- gripir frá Dyrberg/Kem. Dagana 23. mars - 2. apríl bjóða forsvarsmenn Svanna afmælisafslátt af mörgum vörutegundum og 15% afslátt af öllum undirfötum. Svanni er til húsa að Stangarhyl 5 og verslunin er opin virka daga frá kl. 10-18 og á laugardög- um frá 10-14. NÝTT Sængurlín úr lífrænt rækt- aðri bómull ÚT er kominn nýr vörulisti frá versluninni Líni & lérefti ehf. I list- anum er að finna sængurlín, sæng- ur, kodda, handklæði, náttfatnað og baðsloppa ásamt ýmsum fylgi- hlutum m.a. fyrir ungböm. I fréttatilkynningu frá Líni & lérefti kemur fram að meðal nýjunga megi nefna sængurlín úr lífrænt ræktaðri bómull ásamt handklæð- um, náttsloppum, náttfótum, heilsukoddum og fleiri vömtegund- um sem flokkast undir vistvænan vefnað. Vörumar em framleiddar í Austurríki og era án allra litar- og aukefna. Vöralistinn þjónar aðal- lega viðskiptavinum á landsbyggð- inni og öðram þeim sem kjósa kosti heimaverslunar. Vöram er dreift með pósti á landsbyggðina en á höfuðborgarsvæðinu er boðið upp á heimsendingarþjónustu. Lín & lé- reft er til húsa í Kjörgarði við Laugaveg í Reykjavík. Rafrænn afsláttur! H6IMS M6NN LflUGBV€GUR 41 veitir öllum sem fEQW greiða með VISA kreditkorti ^ /0 Tafrænan afslátt Fjöldi annarra fyrirtækja veitir einnig afslátt FRÍÐINDAKLÚBBURINN www.fridindi.is • www.visa.is SPURT OG SVARAÐ Er ógerilsneydd mjólk hollari en sú gerilsneydda? Spurning: Er hollara að drekka ógerilsneydda mjólk en geril- sneydda og hefur fitusprengingin áhrif á hollustu? Þá hefur heyrst að mjólkurdrykkja geti ekid komið í veg fyrir beinþynningu. Er það rétt? Svar: Tilgangur gerilsneyðingar er að eyða skaðlegum gerlum sem kunna að leynast í mjólk og draga úr virkni þeirra gerla sem valda því að mjólk skemmist," segir Bryn- hildur Briem næringar- og mat- vælafræðingur en hún á sæti í Manneldisráði. „Gerilsneyðingin eykur því geymsluþol mjólkur. Ohjákvæmi- lega verður lítilsháttar breyting á mjólkinni við gerilsneyðingu, t.d. eyðileggst hluti af C-vítamíni og eitthvað af B-vítamínum hennar. Talið er að innan við 10% af mysu- próteinum eyðileggist en ekkert af ostapróteinum. Þetta era smámunir miðað við ávinninginn sem ger- ilsneyðing hefur haft í baráttunni við fæðuborna sjúkdóma. Ger- ilsneyðingin á ekki að hafa nokkur áhrif á nýtingu kalks.“ Fitusprenging mjólkur Brynhildur segir að í fituspreng- ingu séu fitukúlur mjólkurinnar smækkaðar. Sé það ekki gert segir hún að rjóminn setjist ofan á mjólk- ina. Eftir fitusprenginguna eru fitu- kúlurnar um einn míkrómetri í þvermál en það er einmitt svipuð stærð og fitukúlurnar í móðurmjólk. „Því hefur verið haldið fram að eftir VÁKORTALISTI ^ að búið er að minnka fitukúlumar eigi fitan auðveldari leið út í blóðið þar sem hún valdi skaða. En eins og ég sagði hér fyrr verða fitukúlumar ekki minni en í móðurmjólk og ættu því ekki að hafa önnur áhrif í líkam- anum en sú fita. Fita í mjólk er hörð fita en mikil neysla á slíkri fitu get- ur stuðlað að hækkun á blóðfitu eða kólesteróli í blóði. Fitan í mjólk hef- ur þessi áhrif hvort sem hún er fitu- sprengd eða ekki. Þetta er ein meg- inástæða þess að æskilegt er að nota frekar fituskertar mjólkurvör- ur í stað fullfeitra." Beinþynning mjólk Brynhildur segir að varðandi fyr- irspum um beinþynningu og mjólk séu orsakir beinþynningar margar. „Erfðir, magn hormóna í líkaman- um, hreyfing og kalkneysla eiga hlut að máli. Rétt er að benda á að mikil- vægust era uppvaxtarárin og fram undir tvítugt á meðan beinin era að vaxa og þéttast. í nýrri rannsókn Gunnars Sigurðssonar á beinmagni íslenskra kvenna sem greint var frá í Læknablaðinu nýlega kom fram að þær stúlkur sem borðuðu minnst kalk vora með minna beinmagn en aðrar. í mjólk er kalk þannig að með mjólkurneyslu má vinna gegn þess- um þætti. Nýlega var í grein í Morg- unblaðinu vísað í niðurstöðu rann- sóknar sem leiddi í ljós að konum sem drakku tvö eða fleiri glös af mjólk á dag væri hættara við bein- þynningu en öðram og því er til að svara að hægt er að benda á ótal rannsóknir sem sýna að kalk sé nauðsynlegt til uppbyggingar beina og að í mjólk er kalk og að kalkið í mjólkinni nýtist líkamanum að öllu jöfnu vel. Ekki má þó gleyma því að til þess að kalkið nýtist er nauðsyn- legt að fá D-vítamín samtímis. Engin þjónusta innifalin? dags. 24.03.’98 Nr. 291 5414 8300 2688 7108 5414 8304 1123 5103 5411 3900 0438 2104 5414 8304 0766 5107 5414 8301 0413 1205 5414 8304 0985 2117 Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5.000 fyrir þann sem nær korti og sendir sundurklippt til EUROPAY íslands EUROPAY (sland. Ármúla 28—30 108 Reykjavík sími 550 1500 Viðskiptavinur BT keypti þar GSM síma á dögunum. Mikil örtröð var í búðinni og engin leið að fá starfs- mann til að kenna á símann. Leið- beiningar á ensku fylgdu með sím- anum en þegar heim kom lenti við- skiptavinurinn í erfíðleikum með takka sem sér um númerafíutning. Hann hringdi í BT til að fá aðstoð en þeir bentu viðkomandi á að hringja í símaþjónustu Tækni- vals/BT. Þar á bæ var uppgefíð að þjónusta ísíma kostaði 500 krónur jafnvel þó um væri að ræða nokk- urra mínútna leiðsögn. Er kennsla á símtækið ekki innifalin í verði símans? „Við hjá BT getum því miður ekki aðstoðað alla okkar viðskiptavini við uppsetningu á tækjum eða gefið upplýsingar um hvemig þau virka hvort sem verið er að kaupa tölvur, síma, tölvuleiki eða annað,“ segir Samúel Jónasson hjá BT. „Það er það mikið að gera að við önnum engan veginn slíkri þjónustu. Hún er ekki innifalin í verði vörannar þó við reynum að þjónusta alla eftir mætti. BT er deild innan Tæknivals og þar er starfandi sérstök síma- þjónusta sem við bendum fólki á. Að sögn ívars Harðarsonar, for- stöðumanns þjónustusviðs hjá Tæknivali, fylgir tvennt með í kaup- um ef verið er að kaupa t.d. tölvu hjá Tæknivali. „Heimsókn er inni- falin þar sem kennt er á tölvubún- aðinn og reiknað er með rúmlega klukkustundar heimsókn. Þá fylgja þrjú þjónustusímtöl næstu sextíu dagana en sérstakir starfsmenn sinna þessari þjónustu. Eftir þann tíma er hægt að hringja í símaþjón- ustu og fá aðstoð og hún kostar 500 krónur fyrsta korterið og síðan bætast 500 krónur við. Hjá BT era sölumenn sem sýna helstu notkun í búðinni ef hægt er að koma því við. BT er ódýrari verslun en Tæknival og þar á móti kemur að minni þjónusta er veitt.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.