Morgunblaðið - 05.04.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.04.1998, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ámi Sæberg VIÐ þurfum að kenna fólki að sjá sér farborða og axla ábyrgð, segir Andrea Muccioli. ANDREA Muccioli er 33 ára en hefur verið eins konar bæjarstjóri í San Patrign- ano á Rimini á Ítalíu í nokkur ár. Fyrir tuttugu árum rann föður hans heitnum, Vincenzo, til rifja að sjá fíkniefnaneytendur vafra um á götum úti og vildi leggja sitt af mörkum. Hann átti búgarð og ákvað að þar skyldu þeir eiga griðastað, á meðan þeir væru að ná tökum á lífi sínu. Starfsemin hefur dafnað og nú búa að jafnaði um tvö þúsund manns í litla þorpinu San Patrignano. Ibúamir, sem dvelja í þorpinu í þrjú til fimm ár, sitja ekki auðum höndum og bíða batans, heldur tryggja hann sjálfir með námi og starfi. Hver og einn verður að leggja sitt af mörkum, enda þarf þorpið að standa undir sér sjálft. Að vísu leggja ýmis íyr- irtæki fram peninga á ári hverju, en bróðurparturinn af rekstrarfé fæst með sölu á framleiðslu fólks- ins, sem áður ráfaði um götur í vímu. Ibúar San Patrignano rækta gæðinga og hunda, framleiða leir- vörur, vefa listilega, framleiða handunnið veggfóður, gera við gömul húsgögn og málverk, reka smíðaverkstæði, búa til osta og vín, rækta matjurtir, framleiða reiðhjól fyrir atvinnumenn í íþróttinni og sauma loðfeldi, svo fátt eitt sé talið, því íbúamir geta valið um 57 óhk störf. Niðurlægjandi að líta á gestina sem sjúklinga „Þetta er lykillinn að velgengn- inni,“ segir Andrea Muccioli, sem er staddur hér á landi til að kynna yfirvöldum borgar og ríkis starf- semina í San Patrignano. „Við lít- Fíkniefnaneytendur eru ekkert frábrugðnir öðru fólki; kljást ein- ungis við einu vandamálinu fieira, segir Andrea Muccioli sem rek- ur heilt þorp á Italíu, þar sem fólk fær aðstoð við að losa sig við fiknina. Hann sagði Ragnhildi Sverrisdóttur að lausnin fælist í -----------------------------7----------------------------■ umhyggju og stuðningi og að Islendingar mættu gjarnan senda fulltrúa sínatil þorpsins, til að læra af reynslu Italanna. SÉÐ yfir þorpið San Patrignano á Ítalíu, heimili tvö þúsund manna, sem vilja losna undan valdi fíkniefna. I þorpinu læra fíklar að lifa á ný um alls ekld á gesti okkar sem sjúklinga. Auðvitað fá allir, sem þess þarfnast, læknisaðstoð og sál- fræðiaðstoð, enda rekum við heilt sjúkrahús til að sinna þörfum þeirra. En það er niðurlægjandi að líta á gesti okkar sem sjúkhnga og afar sjaldgæft að þeim nægi að- hlynning lækna og sálfræðinga til að ná tökum á hfi sínu. Við gefum þeim hluta af okkar lífi, til að þeir megi endurheimta líf sitt og sjálfs- virðingu. Við byggjum á þeim ein- falda boðskap, að við verðum að opna hjörtu okkar fyrir meðbræðr- um okkar. Þetta þýðir ekki að við séum með trúarlegar áherslur í starfinu, heldur mannlegar; sið- ferðilegar.“ Menntun er lykilatriði starfsins í San Patrignano. „Við þurfum að kenna fólki að sjá sér farborða og axla ábyrgð. Það er ekki hægt nema með langtímameðferð, þótt mér sé að vísu illa við orðið með- ferð. Um allan heim er fólk að átta sig á þessum einfóldu sannindum. Stutt meðferð hefur ekkert að segja. Fólk hættir kannski neyslu í einhvem tíma, en mestar líkur eru á að það hefji hana aftur. Ef fíkni- efnaneytandi hefur farið í meðferð, en fellur svo, þá verða skrefin í næstu meðferð enn erfiðari en áð- ur, því mistök og vonbrigði hvíla á honum af helmingi meiri þunga en áður. Viðkvæmir einstaklingar mega ekld við að lenda í slíkri stöðu." Aðeins fyrsta flokks vara A þeim tuttugu árum sem Hðin eru frá því Vincenzo Muccioh greip til sinna ráða hafa þrettán þúsund fíkniefnaneytendur búið í San Patrignano og Andrea segir að tæpur tíundi hluti þeirra hafi farið í gamalt far neyslu. „Hinir hafa spjarað sig, því þeir fara frá okkur agaðir einstaklingar, sem hafa tek- ið á sínum málum af heiðarleika og lært að taka ábyrgð á sjálfum sér og bera virðingu fyrir sér og öðr- um. I meira en 60% tilvika fær þetta fólk vinnu við fag sem það hefur lært í San Patrignano. Við leggjum áherslu á að bjóða fjöl- breytt val um framtíðarstarf og gerum mjög miklar kröfur. Öll vara, sem framleidd er af íbúunum, er fyrsta flokks, því þeir verða að geta verið stoltir af verki sínu. Þess vegna tryggjum við bestu tæknilegu og faglegu aðstöðu sem við teljum okkur geta fengið. Fólk lærir ekki eingöngu störfin, heldur fær ríflega starfsþjálfun áður en það heldur út í lífið á ný. Mörg fyr- irtæki hafa viðurkennt vinnubrögð okkar í verki með því að leita til okkar eftir starfsfólki." Börn fylgja foreldrum sínum San Patrignano er heill heimur út af fyrir sig. „Það verður svo að vera,“ segir Andrea Muccioli. „Ef við ætlum að kenna fólki að lifa í stóra heiminum fyrir utan þorps- mörkin okkar, þá verðum við að líkja sem allra mest eftir honum. Þess vegna eru störfin svo fjöl- breytt og þess vegna er fólk á öll- um aldri í þorpinu. Fíkniefnaneyt- endumir eru allt frá 11 ára aldri og upp úr. í þorpinu búa að jafnaði um 200 böm. Sum þeirra era börn starfsfólks, en önnur koma með foreldram sem leita aðstoðar. Við rekum skóla fyrir krakkana okkar og reynum að skapa öllum sem bestar aðstæður.“ San Patrignano á ágætt sam- starf við ýmis foreldrasamtök og samtök fyrrverandi fíkniefnaneyt- enda víðs vegar um Ítalíu. Þessi samtök beina fólki í vanda til San Patrignano. „Eina skilyrðið er að neytandinn vilji breyta lífi sínu. Hann þarf ekki að skuldbinda sig til að vera einhvern ákveðinn tíma.“ Stundum fer fólk í skemmri meðferð og hættir neyslu áður en það kemur til San Patrignano, en dæmi eru um að fólk komi þangað undir áhrifum fíkniefna. „Við byrj- um á að ná eitrinu úr líkamanum og notum engin lyf til að draga úr áhrifunum. Þetta getur verið skelfilegur og sársaukafullur tími ( I I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.