Morgunblaðið - 23.04.1998, Side 40

Morgunblaðið - 23.04.1998, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Fasteign til sölu Skrifstofu minni hefur verið falið að annast sölu á fasteigninni Lynghóli í Aðaldælahreppi. Nánar tiltekið er um að ræða 137 fm hús, byggt 1993 ásamt 3000 fm lóðarréttindum úr landi Knútsstaða. Fasteignin er mjög vel staðsett, rétt við Laxá og í ca 15 km fjarlægð frá Húsavík. Tilvalið fyrir félagasamtök. Nánari upplýsingar veitir Berglind Svavarsdóttir hdl., Höfða 2, Húsavík, sími 464 2545. Adalfundur Aðalfundur Jökuls hf. verður haldin í Hótel Norður- Ijósum, Raufarhöfn, laugardaginn 25. apríl 1998 og hefst kl. 14.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 13. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa 3. Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutabréfum í félaginu 4. Önnur mál löglega upp borin. Ársreikningar félagsins fyrir árið 1997 ásamt þeim tillögum sem liggja fyrir fundinum verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins, Aðalbraut 4-6, Raufarhöfn. Raufarhöfn 31. mars 1998 Sljórn Jökuls hf. ÍHUNDBERT, LáNó/lí SKRÁLURNAR? c k. dó /© lesa) " Éll/S i 1 V mfM TIL HVERS? É6 6ET HLEólÐ AÐ ÞÉR ÞEóAR f LIÉR SMSJ. > i mk ""T3H j DILE alla fimrr VQ>SKIPn/2 Pltrgmi 5ERT ítudaga í QVINNUIÍF nMmUk LISTIR Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Molde Vigdís setur hátíðina, Heaney flytur ljóð sín BJ0RNSONHÁTÍÐIN, alþjóðlega bókmenntahátíðin í Molde í Noregi, hefst að þessu sinni 9. ágúst og stendur til 16. ágúst. Vigdís Finnbogadóttir, fyiTverandi forseti, setur hátíðina. Forseti hátíðarinnar, Rnut 0degárd skáld, segir að Vigdís muni að öllum líkindum tala í anda þess sem hún lagði hvað mesta áherslu á í forsetatíð sinni, það er að segja máli menningarinnar og skáld- skaparins, ekki síst halda fram gildi bókmenntanna fyi-ir sjálfsvitund þjóða og mannlegan skilning milli þeirra. írska Nóbelsskáldið Seamus Heaney flytur ljóð sín á hátíðinni og mun sitja fyrir svörum. Meðal annarra kunnra rithöfunda sem kynna verk sín eru Ruth Rendell sem kemur fram ásamt norskum sakamálasagnahöfund- um, Anne Holt, Karin Fossum, Kim Smáge og Jo Nes- bö. Sérstakur ljóðadagur Fleiri höfundar en þeir sem skrifa um sakamál láta að sér kveða á hátíðinni. Sérstakur ljóðadagur verður með Heaney í fararbroddi, en þátttakendur auk hans verða m.a. Áse Marie Nesse, Kolbein Falkeid, Ai’ne Ruset og Gro Dahle. Norrænar bókmenntir eiga fulltrúa á hátíðinni sem eim m.a. nýr verðlaunahafi Norðurlandaráðs, finnska skáldkonan Tua Forsström, Steinunn Sigurðardóttir, Göran Tunström, Soren Ulrik Thomsen og Kjartan Flogstad. Fjöldi norski’a rithöfunda les að venju upp á hátíðinni. Frá Bandaríkjunum kemur Richard Ford, Pulitzer- verðlaunahafi og afganski rithöfundurinn Maryam Azimi, sem fékk pólitískt hæli í Noregi 1994, kynnir verk sín. Hátíðin í Molde er alþjóðleg í eðli sínu og verður boðið upp á margt fleira en bókmenntir. Leiklist, myndlist, tónlist, djass og dagskrár með þjóðlegu efni eru fyrir- hugaðar. Einnig verður efnt til sýningar á íslenskri sam- tímalist, enda er hátíðin mjög íslensk að þessu sinni. Verðlaun sem Rithöfundasambandið norska veitir í nafni hins frjálsa orðs og prentfrelsis verða veitt og er það í anda Bjornstjerne Bjornsons og hugsjóna hans. Vigdís Finnbogadóttir Steinunn Sigurðardóttir Seamus Heaney Knut 0degárd Bjomsonhátíðin er nú haldin í sjötta sinn og er viður- kennd sem stærsta og ein áhrifamesta norræna bók- menntahátíðin. Norrænu útvarpsleik- húsverð- launin 1998 NORRÆNU útvarpsleikhúsverð- launin hafa verið veitt útvarpsleik- húsi norska ríkisútvarpsins fyrir útfærslu sína á leikritinu „Pétur Gautur“ eftir Hen- rik Ibsen. Utvarpsstjóri, Markús Orn Ant- onsson afhenti Nils Heyerdahl, leiklist- arstjóra norska ríkisútvarpsins, verðlaunin. Þau nema átta hundrað tuttugu og fimm þúsundum króna. Að auki var veittur verðlaunagrip- ur; listaverk eftir Þórunni S. Þor- grímsdóttur, en kjarni þess er hlust úr steypireyð. Útvai-psleikgerðin að Pétri Gaut var unnin af Carl Henrik Grön- dahl, Aasmund Feidje samdi tón- list og Arne Barca sá um hljóð- vinnslu. Leikstjóri var Steinar Berthelsen, en hann hefur leikstýrt bæði í leikhúsi og útvarpi frá því hann útskrifaðist frá Dramatiska Institutet í Stokkhólmi. Hann hlaut hin virtu verðlaun Prix Italia árið 1992 fyrir leikstjóm á útvarpsleik- ritinu Alvhild, eftir Karl Hoff. Inga Faarborg flutti dómnefnd- arálit dönsku dómnefndarinnar, en þar segir m.a.: „...sagan fangar mann, vekur til umhugsunar og er á sama tíma heill hljómheimur út af fyrir sig. Tónlistin, hljóðmynd- irnar og kraftmikill leikurinn skapa í sameiningu smekklega heildarmynd. Það sýnir hversu mikil og góð forvinna hefur vei’ið unnin, að tónlistin fær sitt pláss og kemur manni sífellt á óvart... Leik- urinn er frábær. Steinar Berthelsen Þíða í Peking KVIKMYMPIR Kringlubíó „RED CORNER" ★ ★ Leikstjóri: Jon Avnet. Handrit: Robert King. Aðalhlutverk: Richard Gere, Bai Ling. Metro Goldwyn Meyer. 1997 í SPENNUMYNDINNI „Red Corner" leikur Richard Gere bandarískan kaupsýslu- mann sem vaknar við það á hót- elherbergi í Peking að vera rif- inn upp úr rúminu af kínversku lögreglunni og hent í fangelsi sakaður um að myrða kín- verska lagskonu sína, sem ligg- ur í blóði sínu í herberginu. Gere hafði aldrei séð hana fyiT en hann fylgdi henni upp á her- bergið kvöldið áður og man óglöggt atburði næturinnar en neitar staðfastlega að hafa átt þátt í morðinu á henni. Kín- versk yfirvöld blása á þesskon- ar væl og við manninum blasir dauðadómur sem framfylgt er viku eftir dómsuppkvaðningu og reikningur fyrir byssukúl- una, sem skotið verður í hnakk- ann á honum, mun sendur fjöl- skyldu hans. Þetta er dæmigerð Hollywoodsaga sem gerst hefði í Moskvu ef blessað kalda stríð- ið væri enn við lýði. Nú hefur Kína tekið við sem hið illa heimsveldi og saklausi Amer- íkumaðurinn upplifir þar martröð einræðis og kommún- istastjórnar en eygir von um betri framtíð og bjartara stjórn- arfyrirkomulag í ungu kynslóð- inni. Fulltrúi hennar er gullfal- legur og harðákveðinn kven- maðm-, lögfræðingur í Peking, sem Ameríkananum er skipað- ur. Myndin kemur inná allar helstu gömlu lummurnar úr svipuðum myndum sem áður gerðust í Sovétgúlaginu og er að því leyti talsvert fyrirsjáanleg; í hvert sinn sem Gere gagnrýnir Kína fær hann andsvar um tíðni glæpa og ungbarnadauða í blessuðum Bandaríkjunum. En „Red Corner" er einnig fyrirsjáanleg sem spennumynd. Það liggur ljóst fyrir frá upp- hafi að verið er að koma Gere í klípu og það er aðeins einn aðili sem kemur til gi’eina í þeim efnum. Myndin er of löng og svipljótum Kínverjum tekst ekki að draga úr því hætishót. Einnig dregur nokkuð úr krafti myndarinnar að morðmálið er notað sem einskonar uppfylling í sögu um ólík lífsviðhorf sem endurspeglast í kínverska lög- fræðingnum og bandaríska kaupsýslumanninum. Myndin virkar fyrst og fremst sem lýs- ing á batnandi sambúð og skiln- ingi á milli Kína og Bandaríkj- anna. Kínversk stjórnvöld era ekki gersneydd mannúð. Kóka- kóla er bara gosdrykkur. Gere virðist í toppformi sem fórnarlambið í myndinni, gáfu- legur með gleraugun og brattur alltaf þrátt fyrir miklar raunir. Bai Ling heitir unga konan sem fer með hlutverk lögfræðings hans og virðist ástríðufull leik- kona. Aðrir fara með mun minni hlutverk. Fyrir þá sem hafa áhuga á því gleymda hugtaki þíðu á milli tveggja stói-velda er „Red Corner" myndin. Hún hefur all- ar réttu meiningarnar. Það er engin óþægð í henni og það er kannski hennar stærsti galli. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.