Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Fasteign til sölu Skrifstofu minni hefur verið falið að annast sölu á fasteigninni Lynghóli í Aðaldælahreppi. Nánar tiltekið er um að ræða 137 fm hús, byggt 1993 ásamt 3000 fm lóðarréttindum úr landi Knútsstaða. Fasteignin er mjög vel staðsett, rétt við Laxá og í ca 15 km fjarlægð frá Húsavík. Tilvalið fyrir félagasamtök. Nánari upplýsingar veitir Berglind Svavarsdóttir hdl., Höfða 2, Húsavík, sími 464 2545. Adalfundur Aðalfundur Jökuls hf. verður haldin í Hótel Norður- Ijósum, Raufarhöfn, laugardaginn 25. apríl 1998 og hefst kl. 14.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 13. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa 3. Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutabréfum í félaginu 4. Önnur mál löglega upp borin. Ársreikningar félagsins fyrir árið 1997 ásamt þeim tillögum sem liggja fyrir fundinum verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins, Aðalbraut 4-6, Raufarhöfn. Raufarhöfn 31. mars 1998 Sljórn Jökuls hf. ÍHUNDBERT, LáNó/lí SKRÁLURNAR? c k. dó /© lesa) " Éll/S i 1 V mfM TIL HVERS? É6 6ET HLEólÐ AÐ ÞÉR ÞEóAR f LIÉR SMSJ. > i mk ""T3H j DILE alla fimrr VQ>SKIPn/2 Pltrgmi 5ERT ítudaga í QVINNUIÍF nMmUk LISTIR Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Molde Vigdís setur hátíðina, Heaney flytur ljóð sín BJ0RNSONHÁTÍÐIN, alþjóðlega bókmenntahátíðin í Molde í Noregi, hefst að þessu sinni 9. ágúst og stendur til 16. ágúst. Vigdís Finnbogadóttir, fyiTverandi forseti, setur hátíðina. Forseti hátíðarinnar, Rnut 0degárd skáld, segir að Vigdís muni að öllum líkindum tala í anda þess sem hún lagði hvað mesta áherslu á í forsetatíð sinni, það er að segja máli menningarinnar og skáld- skaparins, ekki síst halda fram gildi bókmenntanna fyi-ir sjálfsvitund þjóða og mannlegan skilning milli þeirra. írska Nóbelsskáldið Seamus Heaney flytur ljóð sín á hátíðinni og mun sitja fyrir svörum. Meðal annarra kunnra rithöfunda sem kynna verk sín eru Ruth Rendell sem kemur fram ásamt norskum sakamálasagnahöfund- um, Anne Holt, Karin Fossum, Kim Smáge og Jo Nes- bö. Sérstakur ljóðadagur Fleiri höfundar en þeir sem skrifa um sakamál láta að sér kveða á hátíðinni. Sérstakur ljóðadagur verður með Heaney í fararbroddi, en þátttakendur auk hans verða m.a. Áse Marie Nesse, Kolbein Falkeid, Ai’ne Ruset og Gro Dahle. Norrænar bókmenntir eiga fulltrúa á hátíðinni sem eim m.a. nýr verðlaunahafi Norðurlandaráðs, finnska skáldkonan Tua Forsström, Steinunn Sigurðardóttir, Göran Tunström, Soren Ulrik Thomsen og Kjartan Flogstad. Fjöldi norski’a rithöfunda les að venju upp á hátíðinni. Frá Bandaríkjunum kemur Richard Ford, Pulitzer- verðlaunahafi og afganski rithöfundurinn Maryam Azimi, sem fékk pólitískt hæli í Noregi 1994, kynnir verk sín. Hátíðin í Molde er alþjóðleg í eðli sínu og verður boðið upp á margt fleira en bókmenntir. Leiklist, myndlist, tónlist, djass og dagskrár með þjóðlegu efni eru fyrir- hugaðar. Einnig verður efnt til sýningar á íslenskri sam- tímalist, enda er hátíðin mjög íslensk að þessu sinni. Verðlaun sem Rithöfundasambandið norska veitir í nafni hins frjálsa orðs og prentfrelsis verða veitt og er það í anda Bjornstjerne Bjornsons og hugsjóna hans. Vigdís Finnbogadóttir Steinunn Sigurðardóttir Seamus Heaney Knut 0degárd Bjomsonhátíðin er nú haldin í sjötta sinn og er viður- kennd sem stærsta og ein áhrifamesta norræna bók- menntahátíðin. Norrænu útvarpsleik- húsverð- launin 1998 NORRÆNU útvarpsleikhúsverð- launin hafa verið veitt útvarpsleik- húsi norska ríkisútvarpsins fyrir útfærslu sína á leikritinu „Pétur Gautur“ eftir Hen- rik Ibsen. Utvarpsstjóri, Markús Orn Ant- onsson afhenti Nils Heyerdahl, leiklist- arstjóra norska ríkisútvarpsins, verðlaunin. Þau nema átta hundrað tuttugu og fimm þúsundum króna. Að auki var veittur verðlaunagrip- ur; listaverk eftir Þórunni S. Þor- grímsdóttur, en kjarni þess er hlust úr steypireyð. Útvai-psleikgerðin að Pétri Gaut var unnin af Carl Henrik Grön- dahl, Aasmund Feidje samdi tón- list og Arne Barca sá um hljóð- vinnslu. Leikstjóri var Steinar Berthelsen, en hann hefur leikstýrt bæði í leikhúsi og útvarpi frá því hann útskrifaðist frá Dramatiska Institutet í Stokkhólmi. Hann hlaut hin virtu verðlaun Prix Italia árið 1992 fyrir leikstjóm á útvarpsleik- ritinu Alvhild, eftir Karl Hoff. Inga Faarborg flutti dómnefnd- arálit dönsku dómnefndarinnar, en þar segir m.a.: „...sagan fangar mann, vekur til umhugsunar og er á sama tíma heill hljómheimur út af fyrir sig. Tónlistin, hljóðmynd- irnar og kraftmikill leikurinn skapa í sameiningu smekklega heildarmynd. Það sýnir hversu mikil og góð forvinna hefur vei’ið unnin, að tónlistin fær sitt pláss og kemur manni sífellt á óvart... Leik- urinn er frábær. Steinar Berthelsen Þíða í Peking KVIKMYMPIR Kringlubíó „RED CORNER" ★ ★ Leikstjóri: Jon Avnet. Handrit: Robert King. Aðalhlutverk: Richard Gere, Bai Ling. Metro Goldwyn Meyer. 1997 í SPENNUMYNDINNI „Red Corner" leikur Richard Gere bandarískan kaupsýslu- mann sem vaknar við það á hót- elherbergi í Peking að vera rif- inn upp úr rúminu af kínversku lögreglunni og hent í fangelsi sakaður um að myrða kín- verska lagskonu sína, sem ligg- ur í blóði sínu í herberginu. Gere hafði aldrei séð hana fyiT en hann fylgdi henni upp á her- bergið kvöldið áður og man óglöggt atburði næturinnar en neitar staðfastlega að hafa átt þátt í morðinu á henni. Kín- versk yfirvöld blása á þesskon- ar væl og við manninum blasir dauðadómur sem framfylgt er viku eftir dómsuppkvaðningu og reikningur fyrir byssukúl- una, sem skotið verður í hnakk- ann á honum, mun sendur fjöl- skyldu hans. Þetta er dæmigerð Hollywoodsaga sem gerst hefði í Moskvu ef blessað kalda stríð- ið væri enn við lýði. Nú hefur Kína tekið við sem hið illa heimsveldi og saklausi Amer- íkumaðurinn upplifir þar martröð einræðis og kommún- istastjórnar en eygir von um betri framtíð og bjartara stjórn- arfyrirkomulag í ungu kynslóð- inni. Fulltrúi hennar er gullfal- legur og harðákveðinn kven- maðm-, lögfræðingur í Peking, sem Ameríkananum er skipað- ur. Myndin kemur inná allar helstu gömlu lummurnar úr svipuðum myndum sem áður gerðust í Sovétgúlaginu og er að því leyti talsvert fyrirsjáanleg; í hvert sinn sem Gere gagnrýnir Kína fær hann andsvar um tíðni glæpa og ungbarnadauða í blessuðum Bandaríkjunum. En „Red Corner" er einnig fyrirsjáanleg sem spennumynd. Það liggur ljóst fyrir frá upp- hafi að verið er að koma Gere í klípu og það er aðeins einn aðili sem kemur til gi’eina í þeim efnum. Myndin er of löng og svipljótum Kínverjum tekst ekki að draga úr því hætishót. Einnig dregur nokkuð úr krafti myndarinnar að morðmálið er notað sem einskonar uppfylling í sögu um ólík lífsviðhorf sem endurspeglast í kínverska lög- fræðingnum og bandaríska kaupsýslumanninum. Myndin virkar fyrst og fremst sem lýs- ing á batnandi sambúð og skiln- ingi á milli Kína og Bandaríkj- anna. Kínversk stjórnvöld era ekki gersneydd mannúð. Kóka- kóla er bara gosdrykkur. Gere virðist í toppformi sem fórnarlambið í myndinni, gáfu- legur með gleraugun og brattur alltaf þrátt fyrir miklar raunir. Bai Ling heitir unga konan sem fer með hlutverk lögfræðings hans og virðist ástríðufull leik- kona. Aðrir fara með mun minni hlutverk. Fyrir þá sem hafa áhuga á því gleymda hugtaki þíðu á milli tveggja stói-velda er „Red Corner" myndin. Hún hefur all- ar réttu meiningarnar. Það er engin óþægð í henni og það er kannski hennar stærsti galli. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.