Morgunblaðið - 09.05.1998, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 09.05.1998, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 41 AÐSENPAR GREINAR Um tónlistar- gagnrýni Karlakórinn Stefnir hélt fyrstu vortónleika sína þetta árið í Hafn- arborg fyrir nokkru. Einn tónlistargagn- rýnenda Morgunblaðs- ins, Ríkarður Órn Páls- son, skrifaði gagnrýni um tónleikana sem birt var í blaðinu 19. apríl sl. I grein sinni gerir Ríkarður lítið úr efnis- skrá tónleikanna, segir hana samanstanda af „gömlum lummum, drykkjusöngvum og þýskum bjórstúdenta- sálmum“. Finnst hon- um að slík efnisskrá eigi frekar heima á þorrablóti en í tónleikasal. Þessar fullyrðingar eru rangar. Ásgeir Eiríks- son gagnrýnir gagnrýni á tónleika Karlakórsins Stefnis. Þó lét hann þess getið að inni á milli voru nokkur ágæt lög. Ríkarður skrifar m.a.: „Karlakór- inn Stefnir er einn af þessum dæmi- gerðu íslensku karlakórum sem manni finnst stundum mættu stefna hærra“ og síðar „það var synd að horfa upp á þetta metnaðarleysi". Þessar fullyrðingar eru rangar, og þess vegna eru þessar línur settar á blað. Karlakórinn Stefnir braut blað í sögu íslenskra karla- kóra á síðasta starfs- ári, er Sálumessa (Requiem) eftir Franz Liszt var tekin til æf- inga og flutnings, bæði hérlendis og erlendis. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta verk er flutt hér á landi, og er al- mennt ekki flutt oft, m.a. vegna þess hversu erfitt það þykir. Kór- inn söng veririð á tón- leikum í Búdapest og í Vínarborg, þar sem fóru saman góð aðsókn og góðir dómar. Við sem störfum í áhugamannakór og syngjum okkur og öðrum til ánægju erum ekki við- kvæmir fyrir gagnrýni. Þvert á móti gefur hún okkur færi á að bæta það sem betur má fara, sem og veitir hún okkur uppörvun vegna þess sem vel er gert. Það er hins vegar sanngjarnt að rétt sé farið með staðreyndir, en ekki gert lítið úr starfi kórsins á þennan hátt með vísvitandi röngum staðhæfingum. Allir velunnarar og áhugamenn um góðan karlakórssöng fagna sanngjarnri umfjöllun, og því hvet ég fólk að fjölmenna á tónleika kórsins nk. sunnudag í Hafnarborg og hlýða á Karlakórinn Stefni sem eins og Ríkarður sagði „er öfunds- verður af þeim krafti sem flæddi um velhljómandi Hafnarborgarsal- inn“. Höfundur er formaður Stefnis. Ásgeir Eiríksson „Skoðum björgunarvestin” er sam- eiginlegt slysavarnaátak Landhelgis- gæslunnar, Slysavarnafélags íslands og Landssímans hf. Björgunarmiðstöövar Slysvamafélags- ins verða opnar sunnudaginn 10. maí og víða í tengslum við það er almenn- ingi boðið að koma með björgunar- vesti í sundlaugar og prófa flot þeirra. Þar munu björgunarsveita- og slysa- varnafólk leiðbeina um rétta notkun vestanna. LANDS SfMINN OPIÐ hjá félagselningum Slysavarnafélags fslands í tilefni af 70 ára afmæli Slysavamafélags íslands er almenningi boðið að kynnast starfsemi félagsein- inga um allt land. Innan Slysavamafélagsins eru starfandi 90 björgunarsveitir, 90 slysavamadeildir og 40 unglingadeildir. Slysavama- og björgunarstöðvar víða um land verða opnar á sunnudaginn og kynna starfsemi sína, tæki og búnað. Einnig verður boðið upp á fræðslu, skoðun á björgunarvestum o.fl. Afmælismerki félagsins verður til sölu og rennur ágóði þess til eflingar á félagsstarfmu. í Reykjavík verða höfuðstöðvar félagsins að Grandagarði 14 opnar og til sýnis milli kl. 13.30 og 16.00. Slysavamaskóli sjómanna í Sæbjöiginni við Miðbakka Reykjavíkurhafnar verður einnig til sýnis á sama tíma. flllir em velkomnir - heitt á könnunni! Gemm okkur glaðan dag og fræðumst um slysavamastarf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.