Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 E 5 ADSTODARMADUR FRAMKVÆMDASHÖRA Leitað er eftir aðstoðarmanni framkvæmdastjóra hjá öflugu fyrirtæki sem einnig er með starfsemi erlendis. Starfssvið • Umsjón með framgangi ýmissa verkefna t.d. almannatengsla (PR), vöruþróunarverkefna og þátttaka í stjórnun þeirra í umboði framkvæmdastjóra. • Þróun nýrra þjónustuþátta, markaðssetning, og kynning þeirra fyrir viðskiptavinum, fjölmiðlum og almenningi. • Umsjón með útgáfu kynningarefnis innan og utan fyrirtækisins, greinaskrif o.fl. • Þátttaka í stefnumótun og gæðastarfi. Menntunar- og hæfniskröfur • Leitað er að starfsmanni með háskólamenntun á svið viðskipta. • A.m.k. 2-3 ára starfsreynsla eftir nám nauðsynleg. • Góð íslensku- og enskukunnátta. • Hæfileikar til að tjá sig í rituðu og töluðu máli. í boði er fjölbreytt og krefjandi starf með áhugaverðum Framtíðarmöguleikum innan fyrirtækisins Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon og Auður Bjarnadóttir frá kl. 9-12 síma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs fyrir 11. júní n.k.merktar: “Aðstoðarmaður framkvæmdastjóra". RÁÐGARÐURM STJÓRNUNAR- OG REKSTRARRÁÐGJÖF Furugerði5 108Reykjavík Sími 5331800 Fax: 5331808 Netfang: rgmidlun@radgard.is Heimasíða: httpý/www.radgard.is Sölumaður STARFSSVIÐ ► Saia og kynning á vörum fyrirtækisins ► Tengill við viðskiptavini ► Framkvæmd og eftirfylgni söluáætlana ► Lrflegt og spennandi starf í hröðu og skemmtilegu umhverfi Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. óskar eftir sölumanni til framtíðarstarfa - spennandi og líflegt starf hjá traustu fyrirtæki. Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. er framsækið og traust fyrirtæki með um 130 starfsmenn. Fyrirtækið býður upp á líflegt starfsumhverfi þar sem ríkir góður starfsandi. Nánari upplýsingar veitir Jensína K. Böðvarsdóttir hjá Gallup. Umsókn ásamt mynd þarf að berast Gallupfyrir þriðjudaginn 9.júní - merkt „Ölgerðin - sölumaður". GALLUP ■ iij'HiJiiinmif Smiöjuvegi 72. 200 Kópavogl Slmi: 540 ÍOOO Fax: 564 4166 Netfang: radninga r @ ga 11 up. i s HÆFNISKRÖFUR ► Reynsla og þekking af sölu- og markaðsmálum æskileg ► Góðir söluhæfileikar ► Hæfni í mannlegum samskiptum ► Aðeins jákvæður og Irflegur einstaklingur kemur til greina Húsasmiðir til Noregs Tveirfaglærðirsmiðiróskasttil lítils bygginga- fyrirtækis eins fljótt og hægt er. Útvegar hús- næði. Upplýsingar gefur Eyjólfur Hjaltason í síma 611 80258. Umsóknir sendist til byggmester Tom Kristi- ansen, Meieriveien 25, Nordlia, 2800 Gjövik, sími 918 55554, fax 611 69001. Fasteignasala — sölumaður Virt og kraftmikil fasteignasala óskar að ráða harðduglegan og liþran sölumann nú þegar. Sölumaður með reynslu gengurfyrir. Umsóknir skilist tii afgreiðslu Mbl. fyrir 4. júní merktar: „F — 4821" LANDSPÍTALINN ...f þágu mannúðar og vísinda... Deildarlæknir/ aðstoðarlæknir óskast á krabbameinslækningadeild frá 20. júní 1998. Starfið er fólgið í vinnu á legu- og göngudeild í samvinnu við sérfræðinga deildarinnar. Möguleikar eru á rannsóknarverk- efnum á deildinni. Uþplýsingar veitir Þórarinn Sveinsson, forstöðu- læknir, eða staðgengill hans í síma 560 1460. Félagsráðgjafi óskast sem fyrst í afleysingar á kvennadeild Landspítalans. Á kvennadeild er veitt sérhæfð þjónusta á sviði fæðingarfræði og kvenlækninga. UþplýsingarveitirGuðbjörg E. Hermannsdótt- ir, félagsráðgjafi, í síma 560 1165 eða Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, sviðsstjóri, í síma 560 1000. Sjúkraþjálfari óskast á geðdeild Landspítalans í 50% stöðu frá 17. ágúst 1998. Upplýsingar veitir Hulda B. Hákonardóttir, yfir- sjúkraþjálfari, í síma 560 1796. Þroskaþjálfar Á endurhæfingar- og hæfingardeild Land- spítalans í Kópavogi er lögð áhersla á virðingu við rétt einstaklinga til innihaldsríks lífs og að þarfir þeirra, tilfinningar og langanir séu virtar. Þar eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: 1. Staða forstöðuþroskaþjálfa (100%). Staðan veitisttil 31. ágúst 1999. Umsækjendurskulu hafa a.m.k. 5 ára starfsreynslu í þroskaþjálf- un, reynslu í starfsmannastjórnun og hæfni í samskiptum. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið framhaldsnámi. 2. Staða yfirþroskaþjálfa 2 (deildarstjóra) á deild 19 (100%). Um er að ræða krefjandi og skemmtilegt starf sem lítur að daglegri stjórn innra starfs deildarinnar ásamt verk- efnum sem tengjast útskriftum íbúa. 3. Stöður þroskaþjálfa á vinnustofum og ýms- um búsetueiningum, starfshlutfall og vinnu- tími eftir samkomulagi. Verkefnin, sem tengjast þessum stöðum, eru fjölþætt, þar sem áhugasömum þroskaþjálfum gefst góð tækifæri til að hrinda í framkvæmd verkefn- um sem skipta máli. Nýlega útskrifaðir þroskaþjálfar eru sérstaklega boðnirvel- komnir, því boðið er upp á hvetjandi og styðjandi starfsumhverfi. Upplýsingar veitir Sigríður Harðardóttir og Salóme Þórisdóttir í síma 560 2700 á skrif- stofutíma. >■ ” ■ ■ " ^ Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármátaráðherra. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannaheldi Rikisspítala, Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. i,__________________________________7 Laust starf Flugmálastjórn auglýsir starf rafmagnsverk- fræðings í flugleiðsöguþjónustu. Krafist er þekkingar á hefðbundnum flugleiðsögukerf- um, notkun GPStækni til flugleiðsögu, færni í rauntímaforritun og hönnun stafrænna mæli- kerfa. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Flugmálastjórn eigi síðar en 16. júní 1998. Öilum umsóknum verðursvarað. Nánari upplýsingarog umsókn- areyðublöð veitirstarfsmannahald Flugmála- stjórnar, sími 569 4100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.