Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 E l'S A Útboð KÓPAVOGSBÆR á skolpdælustöðvum Kópavogsbær óskar eftirtilboðum í byggingu tveggja skólpdælustöðva, annars vegarvið Hafnarbraut og hins vegar við Sunnubraut í Kópavogi. Verktaki skal sjá um jarðvinnu, uppsteypu, nið- ursetningu á dælum og fullnaðarfrágang á . stöðvunum og skila þeim tilbúnum til gang- setningar. Dælustöð við Hafnarbraut er um 140 m2 að grunnfleti og dælustöð við Sunnubraut er um 90 m2 að grunnfleti. Verklok: Skolpdælustöð við Hafnarbraut skal lokið 1. mars 1999. Skolpdælustöð við Sunnubraut skal lokið 1. mars 1999. Heimilt er að bjóða í annað verkið eða bæði. Útboðsgögn verða afhent á Tæknideild Kópa- vogs, Fannborg 2, 3. hæð, gegn 10.000 kr. skilatryggingu Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 10. júní 1998 kl. 11.00. Tæknideild Kópavogs. KEIMNSLA Innritun á haustönn 1998 Innritun nýnema á haustönn 1998 ferfram í skólahúsinu á Reykjavíkurvegi 74 dagana 2.-5. júní frá kl. 8.30 til 17.00. Innritað er á eftirtaldar brautir: Nám fyrir samningsbundna iðnnema. Grunndeildir, rafiðna- og tréiðna. Málmtæknibraut (grunndeild málmiðna). Hársnyrting, 1. og 3. önn. Rafeindavirkjun 3. önn. Framhaldsdeild byggingariðna. Hönnunarbraut. Tækniteiknun. Útstillingarbraut (ný námsbraut, teknir verða inn 10-12 nemendur. Þreyta þarf inntöku- próf til að komast á þessa braut). Fornám. Meistaraskóli. Við innritun skulu nemendur hafa með sér grunnskólaskírteini eða staðfest prófskírteini frá fyrri skóla. Nemendursem innritast þurfa í fornám þurfa að mæta til viðtals og væri æskilegast að for- eldri eða forráðamaður mæti með nemandan- um. Allar nánari upplýsingarog ráðgjöf eru veittar á skrifstofu skólans. Skólameistari. IÐNSKÓLINN í HAFNARFIRÐI, Reykjavíkurvegi 74 og Flatahrauni 220 Hafnarfirði, sími 555 1490, fax 565 1494, Netfang: idnhafn@ismennt.is Heimasíða: http://www.ismennt.is/vefir/idnhafn Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Innritun í Flensborgarskólann Flensborgarskólinn í Hafnarfirði er framhalds- skóli sem starfar eftir áfangakerfi. í skólanum er hægt að stunda nám á öllum helstu náms- brautum til stúdentsprófs og auk þess á nokkr- um skemmri námsbrautum. Innritun nýrra nemenda og nemenda sem hafa gert hlé á námi sínu ferfram í skólanum þriðju- daginn 2. og miðvikudaginn 3. júní kl. 9.00— 17.00 báða dagana, en síðustu forvöð til að skila inn umsóknum um skólavist verða föstudaginn 5. júru' 1998. Skólameistari H9NSKÓUNN í REYKJAVÍK Innritun í dagnám á haustönn 1998 2.-5. júní kl. 10.00-18.00 Nauðsynlegt er að umsókn fylgi staðfest afrit af gögnum um fyrra nám, þar með taldar síð- ustu einkunnir í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. Gefinn verður kostur á stöðuprófi í nokkrum áföngum. Innritað er í eftirtalið nám: Grunndeildir Bíliðnir, málmiðnir, múrsmíði, rafiðnir, tréiðnir. Framhaldsdeildir: Húsasmíði, húsgagnasmíði, rafeindavirkju n, rafvéla-/rafvirkjun. Bókiðnir 1. og 3. önn. Hársnyrtiiðn 1., 3. og 4. önn (samningur fylgi). Hönnunarbraut. Klæðskurður/kjólasaumur. Samningsbundið iðnnám (samningur fylgi). Tæknibraut (lýkur með stúdentsprófi). Tækniteiknun. Tölvufræðibraut. Almennt nám. Fornám. Innritað er með fyrirvara um þátttöku í einstökum deildum og áföngum. Innritun í meistaranám og öldungadeild er í ágúst. Nánar auglýst síðar. Iðnskólinn í Reykjavík, sími 552 6240, fax 551 4122, heimasíða www.ir.is textavarp síða 631 og 632. G Innritun er hafin í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ fyrir haustönn 1998. Boðið er upp á nám á þessum brautum: Nám til stúdentsprófs: Eðlisfræðibraut (EÐ) Félagsfræðibraut, félagsfræðilína (FÉ5) Félagsfræðibraut, fjölmiðlalína (FÉ7) Félagsfræðibraut, sálfræðilína (FÉ6) Hagfræðibraut (HA1) Hagfræðibraut, markaðslína (HA2) Hagfræðibraut, tölvulína (HA3) íþróttabraut (ÍÞ) Málabraut (MB6) Myndmennta- og handíðabraut (MH) Náttúrufræðibraut (NÁ) Tónlistarbraut (TÓ) 1 —3 ára nám: Myndlistarbraut (MLB) Rafsuða (RS9) Ritarabraut (Rl) Uppeldisbraut (UP) Verslunarbraut (VI) Umsóknir um skólavist skal senda í Fjölbrautaskólann í Garðabæ, Skólabraut, 210 Garðabæ. Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl. 8.00—16.00. Símanúmerið er 520 1600. Þeir sem þess óska geta fengið send umsókn- areyðublöð. Umsóknir þurfa að berast skólan- um fyrir 6. júní nk. Umsóknum skal fylgja afrit af einkunnum úr samræmdum prófum og skólaprófum 10. bekkjar grunnskóla. Námsráðgjafar verða til viðtals í skólanum frá kl. 9.00-15.00. Vakin er athygli á því að skólinn starfar í nýju og mjög glæsilegu húsnæði með fullkomnum kennslubúnaði, s.s. tölvubúnaði. Vegna vænt- anlegrar mikillar aðsóknar í skólann er mjög mikilvægt að allar umsóknir verði sendar beint í Fjölbrautaskólann í Garðabæ á réttum tíma. Skólameistari. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA Innritun á haustönn — Faglegt nám til framtíðar — Starfsréttindi og stúdentspróf Innritun fyrir haustönn fer fram 2.-5. júní í skólanum. Tekið verður við umsóknum á skrif- stofu skólans, sem er opin kl. 8.00—15.00, sími 581 4022, bréfasími 568 0335. Með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteinum. Einnig verður tekið á móti umsóknum á sameiginlegum inn- ritunarstað framhaldsskólanna í Reykjavík 2.-3. júní í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Skólayfirvöld, kennslustjórar og námsráðgjafar eru til viðtals á skrifstofutíma. Almennar námsbrautir skólans eru þessar: Uppeldisbraut (tveggja ára nám) Viðskiptabraut (tveggja ára nám) Nám til stúdentsprófs: Félagsfræðibraut með vali í félagsfræði eða sálfræði Hagfræðibraut Upplýsingatækni- og margmiðlunarbraut Náttúrufræðibraut með vali í raungreinum eða heilbrigðisgreinum íþróttabraut Nýmálabraut Auk þess er boðið upp á 5 starfsmenntabrautir í Heilbrigðisskólanum, sjá auglýsingu hér fyrir neðan. Við skóíann starfa rúmlega 50 kennarar með full réttindi. 750 nemend- ur eru að jafnaði i skólanum, sem er búinn tölvum og margmiðlunar- búnaði eins og best verður á kosið. Allir nemendur eiga kost á netfangi og eigin heimasvæði. Tölvuverið er rekið i góðum tengslum við bóka- safn skólans. HEILBRIGÐIS- * SKÓLINN . Ármúla 12, 108 Reykjavík • Simi 581 4022 • Bréfasími: 568 0335 Heimasba: www.fa.is í Heilbrigðisskólanum er boðið upp á fimm námsbrautir. Sjúkraliðabraut. Þriggja og hálfs árs nám með starfsþjálfun sem veitir lögvernduð starfs- réttindi. Greið leið til stúdentsprófs af heil- brigðisvali náttúrufræðibrautar. Tanntæknabraut. Hálfs annars árs nám í skólanum, síðan níu mánaða starfsþjálfun og bóknám í Tannlæknadeild Háskóla Islands. Tanntæknar hafa umsvifalaust fengið vinnu á tannlæknastofum. Lokapróf veitir lögvernduð starfsréttindi. *- Lyfjatæknabraut. Fjögurra ára nám að lokn- um grunnskóla og 10 mánaða starfsþjálfun í apóteki. Nemendur með stúdentspróf fá metnar almennar greinar. Lokapróf veitir lög- vernduð starfsréttindi og eftirspurn eftir lyfja- tæknum er mikil. Námsbraut fyrir nuddara. Þriggja ára nám að loknum grunnskóla. Nemendur með stúd- entspróf eða aðra menntun fá almennar grein- ar metnar. Að loknu námi hérfara nemendur í Nuddskóla íslands í verklegt nám einn vetur, og eru síðan brautskráðir eftir 1000 tíma vinnu hjá meistara. Læknaritarabraut. Þriggja anna nám í skól- anum og sex mánaða starfsþjálfun á heilbrigð- 1 isstofnunum. Krafist er stúdentsprófs eða sam- bærilegrar menntunar. Námið veitir lög- vernduð starfsréttindi og atvinna er trygg. Fjamám. í samvinnu við Verkmenntaskólann á Akureyri verður boðið upp á fjarnám í ýms- um áföngum Heilbrigðisskólans í haust. Hafið samband við kennslustjóra í síma 581 4022 til þess að fá frekari upplýsingar. Upplýsingar um lánshæfni náms fást hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Námsvísir skólans er á heimasíðu hans: http://www.fa.is Skólameistari. Heilbrigðisskólinn við Ármúla er sérstök deild við Fjölbrautaskólann við Ármúla og lýtur stjórn skólameistara hans og skólanefndar. Sérstakt fagráð heilbrigðisstétta og ráðuneyta er skólameistara til halds og trausts þegar námsframboð er skipulagt. Nám við skólann er hnitmiðað og lokapróf af flestum brautum veitir lögvernduð starfs- réttindi. Skólinn skipuleggur endurmenntun isamvinnu við einstök stéttarfélög. Heilbrigðisskólinn er rekinn i samræmi við lög um fram- haldsskóla hverju sinni og fjárveitingar til hans eru af fjárlagalið Fjölbrautaskólans við Ármúla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.